Morgunblaðið - 03.12.1983, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.12.1983, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1983 Elín Þórðardóttir Sandvík — Minning F«dd 4. desember 1896 Dáin 25. nóvember 1983 Mig langar til þess að minnast ömmu minnar, sem kvödd verður í dag á Eyrarbakka. Á „Bakkann" kom hún nýgift kona gangandi með manni sínum frá Reykjavík. Það var um vor, ég hef alltaf ímyndað mér að það hafi verið gott veður þennan dag. Þau hafa verið brosandi og masað saman um framtíðina, sem engan skugga bar á. En því miður komu erfið- leikarnir alltof fljótt. Þegar amma gekk með yngsta barnið þeirra þá drukknaði afi. Amma stóð ein uppi með 7 börn. Hvernig var henni innanbrjósts? Hún talaði aldrei um það. Aldrei um sorgina. Sennilega hefur hin unga kona haft sömu skoðun á erfiðleikunum eins og alla tíð, að þeir væru sendir sér til þess að prófa sig, til þess að sigrast á þeim. Og það tókst, öll börnin komust upp, öll nema eitt, stúlka sem dó í æsku. Þegar ég man fyrst eftir ömmu, þá var lífið orðið léttara hjá henni. Og hún minntist aðeins góðu stundanna, með þakklæti og gleði. Ég sóttist mjög eftir því að vera hjá henni á Eyrarbakka þegar ég var barn og ég fékk það líka oft. Ég minnist allra þeirra stunda með gleði og þakklæti. Amma var alltaf í góðu skapi og sagði manni svo margt fróðlegt og skemmti- legt. Og ég man aðeins eftir einu skipti þegar hún byrsti sig við mig — hvað ég varð undrandi. Þegar ég dvaldi hjá henni að vetrarlagi, mátti ég ekki fara fram úr fyrr en hún væri búin að kveikja upp í ofninum og færa mér heitt súkku- iaði og brauð í rúmið. Svona var hún, alltaf að gera öðrum gott. Hvað hún ljómaði öll og hló innilega þegar gesti bar að garði, börnin, barnabörnin og síðan langömmubörnin, öllum var fagn- að jafn innilega, og fyrr en varði voru komnar dýrindiskrásir á borðið í litlu hlýlegu stofunni hennar. Hún hafði alltaf nóg fyrir stafni, las mikið og prjónaði. Samt hafði hún alltaf tíma til þess að hlusta á yngstu kynslóðina og tal- aði við þau af jafnmiklum áhuga og hina fullorðnu. Enda sóttust þau eftir nærveru hennar, bæði þau sem nú eru orðin fullorðin og þau sem eru ennþá börn. Ég get ekki endað þessar línur án þess að minnast á smáatvik, sem henti mig fyrir nokkrum ár- um. Ég var á gangi niðri í bæ, þá kom ég auga á vettling liggjandi á gangstéttinni. Handbragðið leyndi sér ekki, fíngert mynstrið og fal- lega lagið, þennan vettling hafði amma prjónað. Einhver lítil frænka eða frændi minn hafði týnt jólagjöfinni frá ömmu Elínu. Ég tók vettlinginn upp og hann komst til skila við mikinn fögnuð hins smávaxna eiganda. Ég lýk þessari minningu með orðum Bjarna Thorarensen um aðra öðlingskonu, en fá orð finnst mér lýsa ömmu á Eyrarbakka bet- ur en þau: Því þá fatið fyrnist fellur það betur að limum og lætur skýrar í ljósi lögun hins innra. Fögur önd andlit ens gamla mun eftir sérs kapa og ungdóms sléttleik æðri á það skrúð-rósir grafa. Sálar um fatið hið forna fögur skein innri konan. Skýrt máttu skatnar og líta að skrúðklæði var það. Ei þó upp hún fæddist í öðlinga höllum láta-snilld lipur var henni sem lofðunga frúvum. Kurteisin kom að innan, — sú kurteisin sanna, — sið-dekri öllu æðri af öðrum sem lærist. Sannast mun hvör þá sögu, er sjá hana mátti, að bjartast hreint skin hjarta úr hálfslokknum augum. Hún Ella frænka á Eyrarbakka er dáin. Alltaf setur að manni sorg og trega þegar slík frétt berst, þó svo að búist hafi verið við henni, þá er maður aldrei viðbúinn. En heils- unni hafði hrakað það mikið, að búast mátti við þessu um nokkurn tíma. Andaðist hún að morgni föstudagsins 25. nóvember að vistheimili aldraðra, „Sunnuhlíð", í Kópavogi, og verður jarðsungin í dag, laugardaginn 3. desember, daginn fyrir 87 ára afmælisdaginn sinn, frá Eyrarbakkakirkju. Guðbjörg Elín Þórðardóttir hét hún fullu nafni og var kennd við Sandvík á Eyrarbakka. Hún fædd- ist 4. desember 18% í Bræðraborg við Bræðraborgarstíg í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Ingileif Tómasdóttir, fædd 1. nóvember 1867, frá Seli í Grímsnesi og Þórð- ur Sigurðsson, fæddur 2. septem- ber 1865, frá Kálfholtshjáleigu í Holtahreppi, Rangárvallasýslu. 22. maí árið 1919 giftist Elín Páli Guðmundssyni fæddum 26. september 1895. Talaði Elín oft um aðdragandann að því. Þau kynntust í Reykjavík, og fóru svo fótgangandi austur til að gifta sig og stofna heimili. Aleigu sína voru þau með á sleða sem þau drógu á eftir sér, því það var þá snjór yfir öllu. Byrjuðu þau búskap sinn í Vestur-Sandvík, en fluttust síðan til Leifseyrar. Bjuggu þau að Leifseyri þau fáu ár sem þau fengu að vera saman. Páll heitinn var sjómaður og réri hann á opnum árabátum frá Eyrarbakka. Því miður entist honum ekki aldur til að sjá bðrn sín komast á legg. Einn óveðursdag, 5. apríl 1927, í stórsjó og haugabrimi hvolfdi bátnum á leið gegnum brimgarð- inn fyrir augum fjölda fólks sem stóð á fjörukambinum til að taka á móti bátnum. Elínu og Páli varð 7 barna auð- ið, og komust 6 þeirra til aldurs. Börn þeirra eru: Guðmundur, sem lengst af starfaði við olíuútkeyrslu í Vestmannaeyjum, en fluttist til Reykjavíkur eftir gosið ásamt konu sinni, Margréti Jónsdóttur; Þórður, yfirkennari við Austur- bæjarskólann, kvæntur Guðný Eiríksdóttur; Ingileif Sigríður, sem dó úr lungnabólgu 1 lÆ árs gömul; Guðjón, búsettur og starf- andi á Eyrarbakka, kvæntur Gyðu Kirkjudag- ur í Ar- bæjarsókn Hinn árlegi kirkjudagur Árbæjar- safnaðar verður að þessu sinni há- tíðlegur haldinn sunnudaginn 4. des- ember, annan sunnudag í aðventu, í Safnaðarheimili Árbæjarsóknar og í hátíðasal Árbæjarskóla. Kirkjudagur þessi verður haldinn með hefðbundnum hætti og verða dagskrárliðir hans vafalaust fjöl- breyttir eins og ávailt áður. Kirkju- dagur safnaðarins hefur ætíð verið haldinn á aðventunni, er við búum okkur undir komu jólanna, trúarhá- tíðarinnar æðstu. Það er vissulega vel við hæfi að koma saman til kirkjuhátíðar á aðventunni til and- legrar uppbyggingar og til þess jafn- framt að styðja kirkjuna, móðurina okkar öldnu, sem æðstan fagnaðar- boðskap hefur að flytja okkur for- gengilegum mönnum og er með okkur á stærstu stundum lífs okkar, bæði í hamingju og í hörmum. í 12 ár hefur kirkjudagur verið haldinn í Árbæjarsöfnuði, án þess að söfnuðurinn ætti sér kirkju, en nú hillir undir það, að kirkja Árbæjar- safnaðar verði fokheld. Er stefnt að því, að þeirri framkvæmd ljúki fyrir árslok. En kirkjan er í verulegri fjárþröng, svo sem vænta má og er nú mikil þörf fyrir fjárhagslegan stuðning safnaðarmanna, svo að þessum mikla byggingaráfanga verði náð. Kirkjudagurinn hefur frá öndverðu verið einn helsti fjáröflun- ardagur safnaðarins og er nú heitið á safnaðarmenn að leggja sitt af mörkum með því að fjölmenna á kirkjudaginn en dagskráratriðin verða á þessa leið: Systir okkar, BIRGITTA SIGRIÐUR JÓNSDÓTTIR fró Blönduholti í Kjós, til heimilis aö Snorrabraut 42, lést 30. nóvember í Landspitalanum. Jörína Jónsdóttir, Bjarni Jónsson. + Systir okkar, JENNÝ GUDBRANDSDÓTTIR, andaöist i Landspítalanum þann 1. desember sl. Siguröur Guöbrandsson, Stefanía Guöbrandsdóttir, Guórún Guöbrandsdóttir, Halldóra Guöbrandsdóttir, Andrés Guöbrandsson, Hrefna Guöbrandsdóttir. Ólöf Guóbrandsdóttir, t Hjartkær eiginkona mín, MARGRÉT JÓNSDÓTTIR, lést að heimili sínu, Skipasundi 25, Reykjavík, fimmtudaginn 1. desember. Póll Gíslason. + ÞÓRA GUÐNADÓTTIR, Þingholtsstræti 14, lést aö morgni 1. desember. Steinunn Marteinsdóttir, Ásta Marteinsdóttir, Bjarni Marteinsson, Þóra Marteinsdóttir. + Maöurinn minn og faöir okkar, GUÐFINNUR MAGNÚSSON, Austurbrún 39, lést á sjúkrahúsi í London 30. nóvember sföastliöinn. Jóna Bóröardóttir, Ólöf Guöfinnsdóttir, Brynja Guöfinnsdóttir, Magnús Guöfinnsson, Bóröur Guöfinnsson, Rut Guöfinnsdóttir, Sverrir Guöfinnsson, Rakel Guöfinnsdóttir. Sonardóttir + Eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir og amma, MARGUERITE C. (RITA) PETERSON, fædd Mackenzie, lést þann 23. nóvember sl. Bálför hennar hefur farið fram aö ósk hinnar látnu. Þökkum auösýnda samúö og hlýhug. Ingólfur örn Pétursson, Donald og Sigurlína, Dóra og Þorsteinn, Rhodalind og Björgvin og barnabörn. + Móöir mín og tengdamóöir, JÓHANNA HALLFREÐSDÓTTIR, er látin. Jaröarförin hefur farið fram. Unnur Óladóttir, Daniel Arnfinnsson. + Alúöarþakkir færum viö öllum þeim er sýndu okkur samúö og hlýhug viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, SIGRÍÐAR ODDSDÓTTUR. Lea Kristjónsdóttir, Jónatan Guómundsson, Hjörvar Kristjónsson, Vilhelm Heióar Lúðvíksson, Kristín Pólsdóttir og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir hluttekningu og kærleik okkur sýndan viö fráfall og útför eiginmanns míns og fööur okkar, GUÐMUNDAR INGIBJARTSSONAR, Túngötu 13, fsafiröi. Guö blessi ykkur öll. Þorbjörg Ingadóttir og börn. + Innilegar þakkir færum viö öllum sem auösýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar og afa, GUNNLAUGS SVEINS SVEINSSONAR, (Sveins fró Húsagaröi) Suöurhólum 30. Sérstakar þakkir færum viö Björgu Þorleifsdóttur og söngkór hennar og Guörúnu Huldu þökkum viö einsönglnn. Læknum og hjúkrunarfólki á A-6 lyfjadeild Borgarspítalans og hjúkrunarfólki á B-6, færum viö alúöarþakkir fyrir frábæra hjúkrun og umönnun. Guö blessi ykkur öll og alla sem minntust hans, við andlát og útför hans meö blómum, krönsum og minningargjöfum. Kraftur kærleik- ans leiöi ykkur öll ófarinn veg. Árbjörg Ólafsdóttir Sigrún Ingólfsdóttir, Einar Brynjólfsson Jóna Steinunn Sveinsdóttir, Gísli Magnússon, Ólafur Sigurþór Sveinsson, Guöbjörg Anna Ellertsdóttir, Ólafía Sveinsdóttir, Ólafur Andrésson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.