Morgunblaðið - 03.12.1983, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 03.12.1983, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1983 47 Ólafur H. Ólafsson forstjóri Vangs hf. afhendir Sveini Sigurbergssyni viðurkenningarskjal frá Johnnie Walker-fyrirtækinu. Verðlaun fyrir holu i FYRIRTÆKIÐ Vangur hf. sem er umboðsaðili fyrir Johnnie Walker á íslandi hefur ákveðiö að verö- launa alla þá sem fara eftirleiðis „holu í höggi“ á golfvöllum hér á landi. Mun það verða gert í sam- ráði við Einherjaklúbbinn, sem er félagsskapur þeirra íslenskra kylfinga, sem farið hafa „holu í höggi“. Víöa erlendis veita fyrirtæki þeim, sem ná þessu draumahöggi allra kylfinga, sérstök verðlaun eöa viöurkenningu. Þar á meðal er Johnnie Walker-fyrirtækiö en þaö veitir slíkar viöurkenningar í mörg- um löndum. Meöal þeirra er Sviss, en þar fór einn íslendingur, Sveinn Sigurbergsson úr GK í Hafnarfiröi, „holu í höggi“ á heimsmeistara- móti áhugamannalandsliöa, i fyrra. höggi Upp frá þvi hófust viðræður um aö íslenskir einherjar bættust í hópinn, og hefur þaö orðiö úr. Mun Vangur hf. bjóða í hóf á hverju hausti að lokinni golfvertíð, þar sem viöurkenningar fyrir afrek sumarsins veröa afhent. Þeir sem fóru „holu í höggi“ nú í sumar fá þessa viöurkenningu nú á næstunni. Eru þeir sem þaö geröu beönir að láta stjórnarmeölimi Ein- herjaklúbbsins vita um staö og stund nú sem allra fyrst svo þeir fái sín verölaun. Eftirleiöis þurfa líka allir sem ná þessum árangri — hvort sem þaö er í fyrsta sinn eöa sjöunda — aö láta viökomandi aö- ila vita. Þaö eru þeir Kjartan L. Pálsson sími 19754/86611, Björg- vin Þorsteinsson sími 33399/82622 og Hannes Eyvinds- son sími 40623/27700. Gerpla vill kaupa íþróttasal fyrir starfsemi sína FYRR á þessu ári samþykkti stjórn íþróttafélagsins Gerplu að óska eftir kaupum á hluta hús- eignarinnar Skemmuvegs 6 í Kópavogi, en húseignina hefur félagiö haft á leigu í nokkur ár. Var því óskaö eftir því við bæjar- yfirvöid í Kópavogi og íþrótta- sjóð, aö þessir aðilar styrki kaup- in í samræmi við íþróttalög. Bæjaryfirvöld í Kópavogi hafa þegar fyrir sitt leyti samþykkt aö- ild að kaupunum, en erindi Gerplu til íþróttasjóös liggur nú fyrir til lokaafgreiöslu hjá Fjár- veitinganefnd Alþingis. Ástæöan fyrir því að Gerpla leggur kapp á þaö aö eignast um- rædda húseign, er sú að hækkuö húsaleiga ásamt því aö samnýting grunnskóla Kópavogs og Gerplu á húseigninni er ekki lengur til staö- ar. Nú þegar eru þátttökugjöld meðlima Gerplu nærri tvöfalt hærri en þaö sem gerist í öðrum íþrótta- félögum og veröur ekki lengra gengiö á þeirri braut. Athygli skal líka vakin á því aö langflestir íþróttaiökendur Gerplu eru börn og unglingar og flestir á aldrinum 7—12 ára, en þessi aldursskipting meölima Gerplu setur félagiö f ákveöna sérstöðu í íþróttahreyf- ingunni. Núverandi rekstraraöstæöur, þar sem skuldir hrannast upp, er óviöunandi og félagsstarfinu um megn, þannig aö ef ekki fást skjót- ar úrbætur eins og stefnt er aö meö húsakaupum mun öll starf- semi Gerplu leggjast niöur um ára- mót. fþróttafélagiö Gerpla starfar i 5 deildum: Fimleikadeild, Badmin- tondeild, Borötennisdeild, Judó- deild og Karatedeild. Á síöasta ári var þátttökumeölimir rúmlega 800 og eins og fyrr segir flestir börn og unglingar. Nýting íþróttahússins hefur ver- iö með því almesta sem þekkist í slíkum mannvirkjum þ.e. frá kl. 8.00 á morgnana til miönættis 9 mánuöi ársins. Auk þess hefur Gerpla haldiö uppi starfsemi yfir sumarmánuöina, svo sem á síöast- liönu sumri þegar rekinn var sumarskóli fyrir börn meö mikilli þátttöku vföa aö af landsbyggö- innl. Fimleikadeild Gerplu er lang- stærsta deildin og er ekki oröum aukiö þó sagt sé aö hún sé stærsta og öflugasta fimleikadeild lands- ins. En á þessu sviöi íþrótta hefur Gerpla verið brautryöjandi og for- ystuaöili um skeiö. I því sambandi má benda á fyrirkomulag þjálfun- armála hjá Gerplu og síöast en ekki síst þann góöa árangur, sem íþróttafólk Gerplu hefur náö jafnt innanlands sem á erlendri grund. Á yfirstandandi ári hefur Gerpla sent keppendur á Noröurlanda- meistaramót í fimleikum, karate og judo. Einnig átti Gerpla keppanda á Evrópumeistaramótinu í fimleik- um fyrr á þessu ári en þaö er í fyrsta skipti sem íslendingur kepp- ir á Evrópumeistaramóti í fimleik- um. Meö tilliti til jákvæöra undir- tekta Fjárveitinganefndar á liðnum vetri og nú eftir aö vilji bæjaryfir- valda Kópavogs liggur fyrir er þaö eindregin von Gerplu aö Fjárveit- inganefnd veiti félaginu þann nauösynlega stuöning sem þarf til þess aö af umræddum kaupum geti oröiö. STÓRIR MENN ÞURFA STERKT HJARTA! o- S og reyndar meira en það - sterkan lík- ama og hraustan líkama. Slíkt næst aðeins með góðri þjálfun og með aðstoð réttra tækja. Því bjóðum við yður TUNTURI þjálfunar- hjól og róðrabáta, einmitt nú þegar líkami yðar þarfnast þess - eftir sólarlaust sumar og svartasta skamm- degið framundan. Við lofum ekki „ATLAS vöðvum" slíkt er undir yður komið, en minnum aðeins á: “Sveltur sitjandi kráka-en fljúgandi fær“ Lítið því við í Sætúni 8 - við erum sveigjanlegir í samningum. heimilistæki hf. SÆTÚNI 8 -15655 [ Jólas veinafj ölsky ldanl kemur í Austurstræti í dag kl. 2.30—3.30 £ V,e,asveinarnir færa börnunum ýmsar smágjafir, sælgæti frá 03520, Veriö velkomin í Austurstræti Langstærsta STÓR- markaö landsins. Opið til kl. 4 í dag Verslanirnar , ^ í Austurstræti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.