Morgunblaðið - 07.12.1983, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.12.1983, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1983 Andrés herradeild, Karlmannaföt terylene/ ull kr. 1995,00. Terylene/ ull/ mohair kr. 2450,00. Terylene/ull, dökkröndótt, kr. 2975,00. Terylenebuxur kr. 575,00. Gallabuxur kr. 350,00. Karlm,- og unglingastæröir. Gallabuxur m/belti. Karlm,- og unglingastæröir kr. 445,00. Canvasbuxur kr. 395,00 og 445,00 meö belti. 6 litir. Gallabuxur, kvensniö kr. 490,00. Gallabuxur karlmannastæröir kr. 555,00. Úlpur kr. 495,öö til kr. 1250,00. Skyrtur, nærföt o.fl. ódýrt. Andrés herradeild, Skólavöröustíg 22. Sími 18250. Mýkri og þægilegri Nýtt útlit TANGA MINI MIDI MAXI Hsœ VERSL. LINDIN Selfossi ■ Rétt snyrting á réttum tíma Hvort sem tilefnið er á föstudags- eða laugardags- kvöldi þarf snyrtingin og hárgreiðslan að vera fersk og ný. Þess vegna bjóðum við sérstaka helgarþjónustu frá kl. 4 á föstudögum og fram á laugardagskvöld. * klipping og blástur * kvöld make-up * Ijósatími á aðeins 750 kr. Nýttu þér þjónustu okkar og láttu snyrtinguna njóta sín til fulls. Að auki bjóðum við upp á mikið úrval snyrtivara frá Lancome, Biotherm, Lady Rose og Margret Astor. Snyrti- og Ijósabaðstofa Dúfnahólum 4 - Sími 72226 Tilbod-12 Ijósatímar á sama verdi og10. 18 mín. Ijósaperur. Áhorfendur. Saga Stuómanna: Fyrsta eldflaugarpóst- flug íslandssögunnar „Nú fyrir jólin er væntanleg frá forlögum Bjarmalands og Iðunnar ný bók sem heitir Draumur okkar bcgSÍ3 — saga Stuðmanna, hljóm- sveitarinnar sívinsælu, í máli og myndum," segir í fréttatilkynningu sem Morgunblaðinu hefur borizt frá Iðunni, þar segir ennfremur: „Illugi Jökulsson blaðamaður skráði, en bókin er í mjög stóru broti, 134 blaðsíður, mikið myndskreytt og litprentuð. í bók- inni eru ennfremur nótur af tólf lögum Stuðmanna sem Árni Elfar og Ríkharður Örn Pálsson hafa útsett fyrir píanó. Fjórir ungir myndlistarmenn, Kristján E. Karlsson, Tómas Jónsson, Guðjón Ketilsson og Helgi Guðmundsson hafa unnið kófsveittir síðan í ág- úst við lýsingu Draumsins. Draumur okkar beggja greinir frá uppvaxtarárum og þroska fé- laganna; tíma fórna, þolgæðis og þrautseigju í hörðum heimi eftir- viðreisnaráranna, þegar hvern ungling langaði að halda á míkra- fón og spila í bítlahljómsveit. Er sagan rakin með miklum hraða og gáska, höfundurinn bregður fyrir sig mörgum stíltegundum eftir því sem við á í framvindu sögunnar. Hundruð þekktra og óþekktra ís- lendinga og útlendinga koma við sögu. Veist þú hvað var að gerast í Vetrarklúbbnum um 1960? Hver var Mike Weinstein? Hvað faldi Jakob í harmonikkunni um árið? Af hverju gargaði kona við Vest- urgötu 1961? Féllst þú á almennu þriðjabekkjarprófi 1967? Ertu meðal piltanna fjögurra sem voru til nakleikans í Skálholtskirkju eina vorbjarta nótt fyrir löngu? Hver sagði „Strax í dag“ í febrúar 1975? Draumur okkar beggja er áleit- in bók sem á erindi við alla sem unna þjóðlegum fróðleik og varpar nýju ljósi á tímabil sem áður hef- ur verið ólýsanlegt. Fyrsta upplagi bókarinnar fylgja tveir kostagripir: tíu tommu hljómplata, „Tórt verður til trallsins", með átta lögum — alls tuttugu mínútur að lengd — tekin upp á dansiböllum Stuð- manna liðið sumar; og spilið „Sláðu í gegn“ fyrir alla fjölskyld- una, vandað og bráðskemmtilegt spil með mörgum tilbrigðum." Hér á eftir birtist stuttur kafli úr bókinni: Eldflaugarskotstilraun aðvent- istans er reyndar merkur kapítuli út af fyrir sig og væri efni í heila bók og þeygi þunna. Piltur þessi, Holberg að nafni, vakti fyrst at- hygli landsmanna þegar frétt birt- ist á baksíðu Alþýðublaðsins þess efnis, að fimmtán ára Grindvík- ingur hygðist skjóta kanínum til Belgíu í heimasmíðaðri eldflaug. Einhverra hluta vegna datt þetta samt upp fyrir og kanínurnar fengu að gera dodo fjórum sinnum á dag óáreittar og fengu sjálfsagt aldrei að vita neitt um málið, en þegar kom í Hamrahlíðarskólann var ákveðið að láta til skarar skríða. Kanínurnar voru út úr dæminu í þetta sinnið, en Fræða- félag MH kastaði sér út í undir- búninginn að því sem seinna varð fyrsta eldflaugarpóstflug ís- landssögunnar. Gerð var gríðarleg hernaðaráætlun sem innibar ekki einasta hönnun og smíði flaugar- innar, vinnslu eldsneytisins sem unnið var úr hláturgasi og Kjarna frá verksmiðjunni sem framleiðir gular slæður og er staðsett í Gufu- nesi — heldur átti þetta að verða eitt allsherjar sjónarspil. Auglýsa vel, fá svo sem helming íbúa suð- vesturhornsins og krefja menn um inngangseyri, selja þeim veitingar og hatta og so víðere. Þegar nær dró skotinu komu menn þó ögn niður á tábergið og flaugin sjálf varð miðdepill alls sem var. Hún var geymd í læstum kjallarasal og aðeins innvígðir fengu að berja augum þennan forkostulega phall- Hjálparstofnun kirkjunnar: Síld, fatnaður og hreinlætis- vörur til aðstoðar Pólverjum SL. FÖSTUDAG sendi Hjálparstofn- un kirkjunnar 60 tonn af síld og 4 tonn af nýjum fatnaði auk hreinlæt- isvara áleiðis til Póllands. Áætlað er að þessi aðstoð berist til Póllands fyrir næstu helgi og hefst þá strax dreifing sem er í höndum pólsku kirkjunnar og starfsmanna Hjálp- arstofnunarinnar, sem aðstoða og fylgjast með dreifingunni. Verðmæti sendingarinnar er rúmar tvær millj- ónir króna. Skipadeild SÍS flytur vörurnar endurgjaldslaust og Reykvísk endurtrygging gaf allar nauðsyn- legar tryggingar. Síldarsendingin er fjármögnuð með samvinnu Hjálparstofnunarinnar og Al- kirkjuráðsins, en Alkirkjuráðið hefur haft yfirumsjón með hjálp- arstarfi við Pólland á meðal mót- mælendakirknanna. Þá hafa ís- lenskir fataframleiðendur gefið tvö tonn af fatnaði, s.s. skóm, bux- um og lopapeysum. Fíladelfíusöfn- uðurinn lagði til tvö tonn af fatn- aði og hreinlætisvörum. Hjálparstofnuninni hafa borist upplýsingar um að ástandið í Pól- landi sé nú mjög alvarlegt. Skort- ur er á flestum nauðsynjum og verðlag hátt á því sem til er. Vonir um að birta myndi til í efna- hagsmálum þjóðarinnar í haust og vetur hafa gjörsamlega brugðist. Pólska kirkjan leggur mikla áherslu á að hjálparstarfið geti haldið áfram fram á vor. Beiðni hefur borist til Hjálparstofnunar- innar um 50 tonna síldarsendingu í febrúar á næsta ári, og vonast er eftir að það megi takast. Kópavogur: Fundur um málefni fatlaðra Félagsmálastofnun Kópavogs og Svæðisstjórn Reykjaneskjördæmis gangast fyrir almcnnum fundi um málefni fatlaðra á morgun, þann 8. desember. Fundurinn verður hald- inn í Menntaskólanum í Kópavogi v. Digranesveg og hefst hann kl. 20.30. Á þessum fundi verða meðal annars kynnt lögin um málefni fatlaðra sem taka gildi 1. janúar 1984, framkvæmdasjóður fatlaðra. sambýli fyrir þroskahefta og starfsemi Svæðisstjórnar. Einnig verður á fundinum skýrt frá und- irbúningi að stofnun sambýlis fyrir þroskahefta í Kópavogi. Fundur þessi er öllum opinn og eru Kópavogsbúar hvattir til að koma á fundinn og fylgjast með því hvernig staðið er að málefnum fatlaðra frá hendi ríkisvaldsins og hér í Kópavogi. Þar sem málefni þroskaheftra eru sérstaklega í sviðsljósinu um þessar mundir í Kópavogi, vænt- um við þess að aðstandendur þeirra og áhugamenn um þetta málefni fjölmenni sérstaklega á fundinn en ætlunin er að upp úr þessum fundi geti sprottið samtök sem gætu unnið að þessum málum sérstaklega í Kópavogi. Fréttatilkynning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.