Morgunblaðið - 11.12.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.12.1983, Blaðsíða 1
96 SIÐUR mmn&inbife 285. tbl. 70. árg. STOFNAÐ 1913 SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1983 Ávarp Lech Walesa flutt við afhendingu friðarverðlauna Nóbels í gær: „Á þessum degi er hugur- inn hjá verkamönnunum" ( >•.!... 10. desember. AP. „YKKUR er Ijóst hvers vegna ég gat ekki komist til bess að vera viðstaddur móttöku þessara virtu verðlauna. Á þessum degi mun hugur minn verða hjá þeim, sem ég hef unnið og þroskast með, verkamönnunum í Gdansk." Framangreind tilvitnun er úr ræðu Lech Walesa, sem eiginkona hans, Danuta, flutti fyrir hönd hans í morgun er hún tók á móti friðarverðlaunum Nóbels í Osló. Kirkjuvígsla Kirkja Ásprestakalls í Laugarásnum, sem vígð verður í dag. Sóknarprestur er Árni Bergur Sigurbjörnsson. Ljósm. ói.K.Magn. í ræðunni sagði Walesa m.a.: „Ég vona, að orð mín megi leiða ykkur fyrir sjónir þá ánægju og von, sem bærist í brjóstum bræðra minna — hinna mörgu milljóna vinnandi verkamanna. Þetta verkafólk hefur fylkt sér undir fána verkalýðsfélags, hvers nafn túlkar einhverja göfugustu von mannkynsins. Allt þetta fólk, sem og ég sjálf- ur, er djúpt snortið af þeim IRA grunaður um sprengjutil- ræði í London l.umlunum. 10. desember. AP. SPRENGJA sprakk í dögun, í stöðv- um konunglegu fallbyssudeildar breska hersins í Woolwich í suðaust- urhluta Lundúna. Hafði sprengjan verið falin nærri svefnskálum fjöl- margra hermanna. Þrír hermenn særðust, en ekki alvarlega. Sprengjan var nógu öflug til að mölva rúður í nærliggjandi húsum og þótti vera mesta mildi að um frekara manntjón var ekki að ræða. írski lýðveldisherinn ólög- legi er grunaður um að hafa staðið á bak við verknaðinn, en hann hafði þó ekki gengist við því síðast er fréttist. Hafi IRA staðið á bak við sprenginguna, er það fyrsta tilræði hersins á breska megin- landinu síðan í júií á síðasta ári, er tvær sprengjur drápu 11 manns og særðu 48 í tveimur lystigörðum í Lundúnum. heiðri, sem í útnefningu þess- ara verðlauna felst. Ég hugsa hryggur til þeirra, sem látið hafa líf sitt í barátt- unni vegna trygglyndis síns við Samstöðu, og hinna, sem af sömu sökum sitja á bak við lás og slá og eru fórnarlömb kúg- unar. Æðsta þrá landa minna teng- ist friðarhugsjónum Alfred Nóbels, jafnvel í ljósi þess ofbeldis og þeirrar hörku, sem viðgengst í heiminum í dag. Við þráum frið og það er þess vegna sem við höfum aldrei gripið til ofbeldis. Við krefjumst réttlæt- is og höfum alla tið barist fyrir því. Leiðin til betri heims ligg- ur í gegnum heiðarlegar samn- ingaviðræður, hún finnst ekki með hatri og blóðsúthelling- um." Danuta Walesa „Hefur varpað ljóma á hug- sjónina um einingu mannkyns" — sagði Egil Arvik formaður norsku Nóbelsverðlaunanefndarinnar, um Lech Walesa Osló, 10. desember. AP. „LECH Walesa, handhafi friðarverðlauna Nóbels í ár, hefur varpað Ijóma á hugsjónina um einingu mannkynsins. Jafnframt hefur barátta hans leitt til þess, að nafn Samstöðu mun glóa í myrkrinu um ókomin ár," sagði Egil Árvik, formaður norsku Nóbelsverðlaunanefndarinnar, í ræðu er friðar- verðlaun Nóbels voru afhent um hádegisbilið. Walesa, leiðtogi Samstöðu — hinnar bönnuðu verkalýðshreyf- ingar í Póllandi, varð í dag fyrsti Pólverjinn til þess að hljóta frið- arverðlaunin Það var kona hans, Danuta, sem tók á móti verð- laununum við hátíðlega athöfn í Aula-salnum i háskólanum í Osló. Salurinn var fagurlega skreyttur með rauðum og hvítum blómum í tilefni dagins. Af ótta við að honum yrði ekki leyft að snúa aftur sendi Walesa konu sína og elsta son, hinn 13 ára gamla Bogdan, til Oslóar til að veita verðlaununum viðtöku. Á sama tíma og verðlaunaafhend- ingin stóð yfir dvaldi verkalýðs- leiðtoginn heima og gætti bús og barna. Hugðist hann hlusta á beina útvarpssendingu Voice of America-stöðvarinnar á pólsku frá athöfninni í Osló. Seinna í dag ætlaði hann til kirkju. Við afhendingu verðlaunanna líkti formaður norsku Nóbels- verðlaunanefndarinnar, Egil Árvik, Walesa m.a. við Martin Luther King og Andrei Sakh- arov, sem báðir hafa hlotið frið- arverðlaun Nóbels fyrir baráttu sína í þágu mannréttinda. „Mannkynið sameinar okkur og við deilum oörlögum hvers ann- ars," sagði Arvik. Hann sagði jafnframt: „Við öl- um þá von í brjósti, að samkomu- lag takist á milli pólskra stjórn- valda og verkafólks áður en langt um líður. Þar mun þáttur Lech Walesa verða nauðsynlegur og ómetanlegur. Það hefur hins veg- ar ekki farið framhjá nefndinni hversu dyggilega pólska kirkjan, sem á miklum vinsældum að fagna á meðal þjóðarinnar, hefur stutt við bak Walesa í baráttu hans. í ljósi þessa eru miklar vonir bundnar við hlutverk henn- ar í pólsku þjóðlífi." Prentsmiðja Morgunblaðsins Lech Walesa Alfonsin tekinn við Buenos Aires, 10. desember. Al'. RAl'L Alfonsin sór embættiseið í Buenos Aires í dag og tók þar með formlega við embætti forseta Arg- entínu, fyrsti þjóðhöfðingi landsins síðan að herforingjar hrifsuðu völdin árið 1976. Alfonsin er 56 ára gamall lög- fræðingur og flokkur hans, Rad- íkalaflokkurinn, vann athyglis- verðan kosningasigur á dögunum, en þá tapaði Peronistaflokkurinn fyrstu kosningunum síðan á fimmta áratugnum. Fulltrúar frá tugum þjóða hafa drifið að síðustu dagana og voru viðstaddir athöfn- ina. Má þar nefna Isabellu Peron, sem kom úr útlegð á Spáni, svo og Pierre Mauroy, forsætisráðherra Frakklands. Sovétmenn skáru fjölda afganskra barna á háls Washington, 10. desember. AP. HÁTTSETTIR bandarískir emb- Kttismenn hafa sagst hafa fyrir því áreiðanlegar heimildir að sovéskir hermenn hefðu gerst sekir um „ótrúleg óhæfuverk" í Afganistan. Einn þeirra, Howard Schaffer, aðstoðarmaður utanrík- isráðherra í málefnum Suður- Asíu, sagði að tölur yfir myrta óbreytta borgara væru ekki fyrir hendi, en vitað væri að Sovét- mennirnir skáru börn á háls í húsum í borginni Istalef, ef grun- ur lék á því að þau væru skyld frelsisliðum. Umræddir atburðir áttu sér stað í október, en þá sótti fjöl- mennur her Sovétmanna og afganskra stjórnarhermanna inn í Istalef til að uppræta stöðvar frelsisliða, sem reyndu af öllum mætti að verja borg- ina ofurliðinu. 500 manns féllu í átökunum að því að talið er, kannski fleiri, og 40 prósent borgarinnar var jafnað við jörðu. „Við vitum með vissu, að sovésku hermennirnir skáru mörg börn á háls og drápu önnur með byssustingjum," sagði Schaffer.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.