Morgunblaðið - 11.12.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.12.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1983 IJtvarp kl. 20 Útvarp unga fólksins sambúð, vímuefni og unglingar Útvarp unga fólksins, verður að venju á dagskrá útvarpsins klukk- an 20 í kvöld. „Umræða dagsins verður um sambúð ungs fólks," sagði Guðrún Birgisdóttir umsjónarmaður. „Fyrir ári fékk ég í heimsókn í þáttinn, ungt par, Aðalheiði Steinadóttur og Sævar Haraldsson, sem voru þá að hefja búskap. Þau voru í þann mund að flytja inn í eigin íbúð og núna einu ári síðar, koma þau aftur í stúdíóið. I þetta sinn ætla ég að ræða við þau um sambúðina, hvernig hún hafi geng- ið og svo framvegis. I millitíðinni, frá því ég hitti þau síðast, er komið lítið barn á heimil- ið og við komum aðeins inn á þau mál. Þau Heiða og Sævar eru mjög ung, aðeins 19 og 20 ára. Við ræðum um hvernig jólahald- ið var hjá þeim í fyrra, þegar þau áttu sama sem ekkert innbú á heimilinu sínu og hvernig jólahald- ið verður hjá þeim í ár. Fyrir skömmu skrapp ég á Kjarvalsstaði, þar sem sérstök dagskrá var fyrir unglinga. Ég tók nú ekki með mér hljóðnemann í þá ferð, en tók þess í stað með mér þrjá unglinga af Kjarvalsstöðum hingað upp í stúdíó... Þau heita Kristinn, Reynir og Sigurbjörg og búa öll í Breiðholtinu. Ég reyni að veiða upp úr þeim, þeirra skoðanir á sambúð, hvernig þau vilja að hún sé, og fleira sem tengist þessu málefni. Þau flytja örstuttan pistil um vímuefni og svo rekja þau garnirn- ar úr honum Fúsa tæknimanni, Þau spyrja hann til dæmis um tæknilega hlið dagskrárgerðar í út- varpi og koma einnig inn á starf- semi rásar 2. Hljóðneminn fer ekki á flakk að þessu sinni, því eins og ég sagði áðan, krækti ég mér í þrjú hress ungmenni á Kjarvalsstöðum. En fréttatíminn verður aftur á móti á sínum stað og tíma.“ Sjónvarp kl. 21.10 EVITA Síðari hiuti myndarinnar um Ev- itu, argentínsku stúlkuna sem ólst upp í fátækt og náði að verða að einskonar þjóðsagnapersónu í Arg- entínu, verður á dagskrá sjón- varpsins í kvöld klukkan 21.10. Það er Faye Dunaway, sem hér sést í hlutverki Evitu. Sjónvarp kl. 17 RAFAEL Bresk heimildarmynd um ítalska málarann Rafael, hefur göngu sína í sjónvarpinu í dag klukkan 17. Myndin er í þremur hlutum og verður fyrsti hluti hennar sýndur nú. Fyrsti hluti myndarinnar fjallar að mestu leyti um ævi listamannsins til 25 ára aldurs, þegar hann lærði af listamönnunum Piero della Fran- cesca, Leonardo da Vinci og Michelangelo, svo dæmi séu nefnd. í mynd- inni kemur fram hvílik áhrif áðurnefndir málarar höfðu á myndsköpun Rafaels auk þess sem sýnd verða nokkur helstu listaverk hans. _ao boka i SUMÁRHÖSINÍ HOLLANDI ★ Óbreytt verð frá 1983 ★ S-L ferðaveltan dreifir greiðslum á yfir 20 mánuði Nú fylgjum við glæsilegu sumri í hollensku sumarhúsunum eftir og hefjum strax sölu á sumarferðunum 1984, - og það á óbreyttu verði frá árinu 1983. í sumar var uppselt í allar ferdir, biðlistar mynduðust og margir urðu frá að hverfa. Við gengum því strax frá samningunum fyrir næsta sumar og opnum þannig öllum fyrirhyggjusömum fjölskyldum leið til þess að tryggja sér heppilegustu ferðina tímanlega og hefja strax reglubundinn spamað með ★ Eemhof-Kempervennen stóraukið sætaframboð ★ Fjölskylduferðir í algjörum sérflokki SL-ferðaveltunni. í henni er unnt að spara í allt að 10 mánuði og endurgreiða lán jafnhátt spamaðinum á 12 mánuðum eftir heimkomu. Þannig má dreifa greiðslum á yfir 20 mánuði og gera fjármögnun ferðaiagsins miklum mun auðveldari en ella. Og enn munum við bjóða SL-kjörin. Með þeim má festa verð ferðarinnar gagnvart gengisbreytingum og verjast þannig öllum óvæntum hækkunum. Þetta er okkar leið til þess að gera Hollandsævintýrið 1984 að vemleika hjá sem allra flestum fjölskyidum. Eemhof Sumarhúsaþorpið sem sló svo rækilega í gegn á sl. sumri. Frábær gisting, hitabeltissundlaugin, fjölbreytt íþrótta-, leikja- og útivistaraðstaða, veitingahús, verslanir, bowling, diskótek, tennis, mini-golf, sjóbretti o.fl. o.fl. o.fl. Endalaus ævintýri allrar fjölskyldunnar. Vetrarsalan opnar þér greiðfæra leið Vetrarsala Samvinnulerða-Landsýnar a hollensku sumartiúsunum er okkaraðfei-atil þess að opna sem allra nestum viðráðanlega o7greiðfaera leið í gott sumar rí með alla liölskylduna. f erfiðu elnahagsAstandi er ómetanlegt að geta tryggt sér hárreth. terðma með góðum tyrirvara og notfært sér óbreytt verð Irá árinu 1983, SL-lerðaveltuna og SL-kiörin til þess að létta á kostnaðr og drelfa greiðslubyrðimú á sem allra lengstan tima. Kempervennen Nýtt þorp, byggt upp I kjölfar reynslunnar I Eemhof og af sömu eigendum. Öll aðstaða er sú sama og f Eemhof og í Kempervennen er sfðan bætt um betur og aukið enn frekar við stærð sundlaugarinnar, veitingastaðanna og sameiginlegrar þjónustu auk þess sem bryddað er upp á ýmsum spennandi nýjungum fyrir börnin. Fyrirhyggja í ferðamálum - einföld leið tíl lægri kostnaðar og léttari greiðslubyrði Nýr Hollandsbæklingur á skrifstofunni oghjá umboðs mönnum um allt land Samvinnuferdir-Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 2707/ & 28899 Jólatónleikar með haldnir í Háskólabíói sunnudaginn 18. desember nk. kl. 21. shÍAorhf FLUGLEIÐIR Auk Mezzoforte koma fram: lcelandic Seafunk Corpor- ation, Jazzhljómsveit kennara Tónlistarskóla FÍH Allur ágóði af tónleikunum rennur til Tónlistarskóla FÍH. Verð aðgöngumiða aðeins kr. 350. Forsala aðgöngumiða hefst í hljómplötuverzlunum Karnabæjar að Laugavegi 66, Rauðarárstíg 16, Austurstræti 22, Glæsibæ, og Mars Hafnarfirði. Tryggið ykkur miða tímanlega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.