Morgunblaðið - 11.12.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.12.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1983 19 „Kr nokkur kominn ;t<) sækja þig, vinurinn?" ,,l>ai) cr ckki von, þú crl soddan mclur,“ (Hrossahlálur, ci)a svolcidis... ) var ekki á því að meira væri prangað með hross við þetta tækifæri en önnur. Það voru ann- ars hæg heimatökin hjá Jóni, því hann býr á Skrauthólum á Kjal- arnesi og sagðist eiga eftir fjóra reiðskjóta að þessum frátöldum. „Ég varð æðislega glöð að sjá hann hérna, því að hann átti að vera uppi í Dalsminni og ég var búin að gá að honum þar í morg- un,“ sagði ung stúlka, Guðbjörg Halldórsdóttir, og tók um hálsinn á reiðskjótanum, sem hún sagði að héti Ljúfur og væri þrettán vetra. „Hann hefur alltaf staðið undir nafni," sagði Guðbjörg, „nema helst í járningu. Annars er ég ekkert sérstaklega hrifin af þessu nafni, enda var það ekki ég sem skírði hann,“ bætti hún við og hélt að svo búnu á braut með klárinn, sem bar það ekki með sér að annað nafn ætti betur við hann. Ekki komu öll hrossin hlaup- andi til eigendanna við það eitt að heyra óminn af röddum þeirra. Og jafnvel þó að svo væri, voru það margir sem þótti vænlegra að fullvissa sig um að þeir væru nú örugglega með hann Sokka — eða Sörla — sinn, með því að grand- skoða hann í krók og kring og ganga úr skugga um að öll sér- kenni væru á sínum stað. Það var því kíkt undir hófa af miklum móð og einn hestamaðurinn sýndi blm. fjögur grá hár undir faxinu á brúnum hesti, einlitum og sagð- ist alltaf þekkja sinn klár á þeim ef annað þryti. Hestarnir eru líka orðnir heldur vetrarlegri í útliti nú en þegar þeim var sleppt í haustbeitina svo það þarf engan að undra að þeir þekkist ekki á færi. Mæðgurnar Ingibjörg Geirs- dóttir og Lilja Svavarsdóttir þekktu þó Sokka sinn strax, en voru ekki alls kostar ánægðar með útganginn á honum, því Sokki var mjór sem þvengur. „Þetta er eitthvað tilfallandi með hann. Hann er eitthvað lasinn, því hinir hestarnir hérna eru all- ir í sæmilegum holdum, svona fljótt á litið," sögðu þær mæðgur og létu vel að Sokka, sem þær kváðu vera blíðlyndastan og best- an allra klára, sama hvernig á stæði. „Við búum uppi við Vatns- enda og erum með hann í kofa þar,“ bættu þær við. Og Sokki, sem er tólf vetra, virtist vera því fegnastur að hitta sitt fólk og sjá fram á það að komast í hús. „Við tökum inn í seinna lagi í ár,“ sögðu hjónin Kristján Bern- ard og Valdís Helgadóttir, og bættu því við að þau hefðu sleppt jólabakstrinum í bili til þess að geta „tekið inn“ í dag. Það var heldur ekki á þeim að merkja Ekki voru allir jafn fúsir að yfirgefa hagana og takast langferð á hendur (eða hófa). „Þeir koma um leið og þeir heyra í okkur raddirnar,“ sögðu þau Svanur og Unnur um klárana sína, Randver, Seif og Jarl og það voru orð að sönnu. „Hann var orðinn svo feitur í haust en er orðinn alveg mátulegur núna,“ sagði Guðbjörg Halldórsdóttir, sem var nýbúin að líta undir hófana á Ljúfi sínum, „til þess að gá hvort þetta vsri nú ekki alveg örugglega hann“. Með þeim Ljúfi og Guðbjörgu á myndinni eru hinir knáu smalamenn Erlingur Bótólfsson og Guðmundur Einarsson. Sokki var svolítið laslegur og mjór þegar þær mæðgur, Ingibjörg og Lilja, fundu hann, en þeim þótti þó mikið vænt um að heimta hann aftur. „Hann er svo blíðlyndur og góður,“ sögðu þær, „sama á hverju gengur.“ „Maður sleppir nú jólabakstrinum fyrir þetta,“ sögðu hjónin Kristján og Valdís, sem voru mætt að sækja þá Sörla og Vafa. neina eftirsjá að jólabakstri eða öðru amstri þegar þau voru búin að hitta þá Sörla og Vafa. Sörla kváðu þau vera sonarson Sörla frá Sauðárkróki, þess mikla ætt- föður. En nafngift Vafa kom hins vegar þannig til, að þau áttu hryssu, sem vafamál var hvort væri fylfull þegar hún var keypt. „Hún átti ekkert að vera fylfull, en það var sama hvað gert var við hana, hún fitnaði alltaf þangað til sýnt var að hverju dró og Vafi leit dagsins ljós,“ sagði Valdís og kímdi. „Það er reyndar ennþá vafi um hann,“ bætti hún við, „því við erum að temja hann og það á eftir að koma í ljós hvað í honum býr.“ Á leiðinnni uppeftir fyrr um daginn fór bill fram úr okkur, sem ekki er í frásögur færandi nema fyrir þær sakir, að við stýr- ið sat maður, sem blm. var með það sama sannfærður um að væri hestamaður, og kæmi eitthvað við sögu þeirra á Kjalarnesinu þennan dag. Það er nefnilega hægt að þekkja sanna hestamenn á færi. Það sannaðist a.m.k. í þetta skipti, því þarna var á ferð- inni framkvæmdastjóri Fáks, Örn Ingólfsson. Hann hafði yfir- umsjón með smöluninni þennan dag og naut dyggilegrar aðstoðar þeirra guðmundar Einarssonar og Erlings Bótólfssonar, starfs- manna Fáks, sem sögðu að vel hefði smalast yfir daginn, enda vanir menn og hestar á ferð. Veðrið hélst sæmilegt, utan hvað litlar skæðadrífur gengu yf- ir við og við og vetrarríkið er mun áþreifanlegra utan borgarmark- anna en innan þeirra. „Það er minna gras núna en oft áður, en ætti þó að vera nóg að bíta fyrir þá sem ekki fara inn núna,“ sagði Örn. „Ef rignir og frýs í svörðinn, þá klammar hins vegar allt, og þá versnar í því.“ Ekki átti Örn sjálfur hesta á Kjalarnesinu, en sagðist vera með tvo í Grímsnesi og aðra tvo á Ragnheiðarstöðum. „Alls erum við með á sjötta hundrað hross í haustgöngu í ár,“ sagði Örn, „og þeir eru yfirleitt vel á sig komnir. Þó er alltaf ein og ein undantekning, og sumir eru með orma. Svo er misjafnt hvernig fólk hugsar um hestana sína, sumir koma hingað upp eft- ir um hverja helgi, aðrir aldrei. Núna erum við með sex til átta óskilahross hér,“ sgði Örn og vatt sér því næst í aðkallandi útrétt- ingar, sem nóg framboð var af á staðnum. Þegar hér var komið sögu voru þó flestir reiðskjótarnir samein- aðir eigendum sínum eftir að- skilnaðinn og almenn ánægja virtist ríkja yfir þeim endurfund- um, jafnt meðal tví- sem fjór- fættra. Skammdegið var skollið á í öllu sínu veldi og allir brunuðu í bæinn á fararskjótum með fjór- um hjólum undir. Texti: H.H.S.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.