Morgunblaðið - 11.12.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.12.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1983 27 Sagan af honum Krúsjeff rifj- aðist upp ! gær að nokkrum gefnum tilefnum. Þegar hann á 20. kommúnistaþinginu var að lýsa hörmungunum sem Stalín fyrirrennari hans leiddi yfir manneskjurnnar í landi þeirra, heyrðist rödd utan úr mann- þrönginni: En hvar varst þú, fé- lagi Krúsjeff, meðan allt þetta gerðist? Löng þögn. Loks sagði Krúsjeff: Ég var þar sem þú ert nú, félagi! í gær tók Danuta kona Lech Walesa við friðarverðlaunum Nóbels fyrir hans hönd í Osló. Hann fær ekki friðarverðlaunin fyrir að hafa haldið að sér hönd- um. Látið allt yfir sig og félaga sína ganga til þess að fá frið. Heldur fyrir að verja frelsi þeirra og réttindi til að láta í ljós skoðanir sínar og andæfa því að brotin séu á þeim mann- réttindi. Hafa heyrst nokkrar raddir um að verðlaunin hafi ekki komið á réttan stað nú? Verðlaunin voru afhent á mann- réttindadag Sameinuðu þjóð- anna, 10. des. Marianella Garcia Villas, for- seti Mannréttindanefndar E1 Salvador, lét heldur ekki þegj- andi hörmungar og pyntingar ganga yfir manneskjurnar í sínu landi. Til þess eins að halda frið- inn við yfirgangsseggina, stjórn- völd í landinu. Til þess að fá að lifa sjálf. Þessi smágerða kona með dapra svipinn sat í nóvem- bermánuði í fyrra í stólnum hér fyrir framan mig í viðtali við Morgunblaðið, og sagði afsak- andi að því miður gæti hún ekki sagt mér hvernig hún færi inn í land sitt þegar hún kæmi heim. Nafn hennar og fjögurra félaga hennar í mannréttindanefndinni væru nefnilega á lista með 220 öðrum sem stjórnvöld teldu óæskileg og vildu losna við. Henni var fullkunnugt um hvað beið hennar fyrr eða síðar, sagði hún. Það aftraði henni ekki frá því að hjálpa og umfram allt að safna sönnunargögnum um það sem var að gerast í landinu, þar sem her og lögregla fremja á vegum stjórnvalda hryðjuverk og draga fólk út, pynda og drepa. Tilgangurinn að koma síðar myndum af líkum þeirra pynt- uðu og öðrum gögnum til al- þjóðastofnana, Sameinuðu þjóð- anna, Amnesty International og til þjóða sem „styðja mannrétt- indi á alþjóðavettvangi eins og íslendingar", eins og hún sagði. Eina vonin að fyrir áhrif krist- inna þjóða í Evrópu og Banda ríkjunum næðist fram friðsam- leg lausn með sáttatilraunum, sagði hún. Nú hafa borist hingað myndir af líki hennar sjálfrar, sem sýna hvernig hún var leikin áður en dauðann bar að: nauðg- að, brotnir báðir fætur, bruna- sár á líkamanum, úlnliðir snúnir úr liði. Það er erfitt að útskýra fyrir Islendingum sem ekki þekkja neitt til slíkra hluta að svona gerist, sagði hún. Sjálf vissi hún að þetta myndi yfir hana ganga. En varla verður sagt um hana: hvar varst þú meðan þetta gerðist allt? Það var rétt hjá henni, að maður trúir ekki fyrr en maður hefur hitt einstaklinga, sem sjálfir hafa séð og heyrt slíkar hörmungar. Þannig sat maður á sínum tima og hlustaði á Kamb- ódíuflóttafólkið segja frá svo hörmulegri meðferð að varla var hægt að trúa fyrr en eftir ótal persónulegar frásagnir. Fyrir þessa sömu helgi fékk ég einm'at bréf frá hjálparfólki í flótta- mannabúðum þeirra við landa- mæri Thailands, sem nú eru gleymdar, þótt enn sé þar illa farið fólk sem enginn vill taka við og getur ekki komist til baka. Það minnti enn á mannréttinda- brotin sem verða hvar sem stjórnvöld ná þeim völdum að hafa allra ráð í hendi sér og geta lokað á þjóðinni munninum. Samt er farið að heyrast íað að því að frelsi og mannréttindi séu eins og einhver aukageta, ef maður geti bara tryggt sér von- ina um að geta lifað — einhvern veginn. Litla konan frá E1 Salvador lagði sig í hættu til að koma sönnunargögnum til Amnesty International og Sameinuðu þjóðanna. Og það eru einmitt þessi samtök sem í gær, á degi Sameinuðu þjóðanna, 10. des, höfðu framtak til að minna á Lækjartorgi á það að 35 ár eru liðin síðan þjóðir SÞ gerðu með sér Mannréttindasáttmála. Þeg- ar þjóðirnar trúðu því að slík meðferð á manneskjum yrði aldrei liðin í samfélagi þjóðanna. Og Islendingar eru að sjálfsögðu atkvæði á þeim alþjóðlega vett- vangi. Hvar erum við meðan þetta allt er að gerast? Amn- esty-samtökin eru einmitt stofn- uð til að sitja ekki hjá, heldur reyna að verða raunverulega að liði þar sem fangar eru af poli- tískum ástæðum lokaðir inni og pyntaðir. Þar er vettvangur fyrir hvern þann sem ekki vili láta segja við sig: Hvar varst þú þeg- ar þetta gerðist allt, félagi? P.s. í síðustu Gárum féll niöur síð- asta vísuorðið í ferskeytlu Káins og lemstraði vísuna: Svona er hún ósködduð: Af langri reynslu lært ég þetu hefi að láU drottin ráða meðan ég sef. En þegar ég vaki, þá vil ég sjálfur ráða og þykist geU ráðið fyrir báða. liðsveit John Stuart Mill, ásamt ýmsu öðru ágætu fólki. En því miður er það nú ekki svo. Við nán- ari athugun kemur í ljós, að vafa- mál er, svo að ekki sé meira sagt, hvort John Stuart Mill hefði talið reykingar á almannafæri skerð- ingu á frelsi einstaklingsins, ef hann hefði haft aðgang að þeim rannsóknum, sem gerðar hafa ver- ið á heilsufari reykingafólks. John Stuart Mill gerði nokkrar undantekningar á sjálfsögðum kröfum um frelsi einstaklingsins. Ein þeirra var sú, að sóttvarnir væru leyfilegar, jafnvel sjálfsagð- ar, ef þær væru gerðar í því skyni að auka á almannaheill. Þá yrði einstaklingurinn að beygja sig undir frelssisskerðingu. Ad reykja fyrir aðra Sá sem dreifir sjúkdómum verð- ur að hlíta því í nútímaþjóðfélagi, að ríkisvaldið taki til sinna ráða og reyni að koma í veg fyrir, að smitberinn dreifi kvillanum. I ákveðnum tilfellum er því sjálf- sagt, að menn séu settir í sóttkví, eins og stundum á sér stað. Nú mætti að vísu segja, að ekki sé enn fullkomlega sannað, að reykingar hafi sjúkdóma í för með sér. Þó eru líkurnar svo miklar, að vísindamenn og þá einkum læknar — eru farnir að tala um, að reyk- ingar hafi í för með sér alvarlega sjúkdóma, m.a. í hjarta- og æða- kerfi, svo og krabbamein í lung- um. Þetta hefur komið ótvírætt í ljós við vísindalegar rannsóknir, sem hægt er að gera án þess að stofna lífi manna í hættu. Þannig hefur ekki verið hægt að reyna reykingar á mönnum sem til- raunadýrum, vegna þess að slíkt gæti haft hinar alvarlegustu af- leiðingar í för með sér. En aftur á móti hafa reykingar tilraunadýra framkallað svo alvarlega sjúk- dóma, að engum dettur í hug ann- að en vara eindregið við eitrinu. I Bandaríkjunum er þess til að mynda krafizt, að í öllum auglýs- ingum um vindlinga sé varað við heilsuspillandi áhrifum þeirra og á Islandi bannaði sjálft alþingi auglýsingar á tóbaksvörum. Um það var deilt á sínum tíma, en ekki ástæða til að vega í þann knérunn hér. Skaðsemi reykinga er þvf nán- ast sönnuð. Og haft er fyrir satt, að nauðsynlegt sé að byrgja brunninn, áður en barnið er dottið oní hann. Sóttvarnir eru sjálf- sagður hlutur í menningarþjóðfé- lagi. Það er rétt sem landlæknir sagði hér í blaðinu, að við eigum ekki að fjárfesta í sjúkdómum, heldur vörnum gegn þeim. Það merkir þó ekki, að reykingamenn eigi ekki að hafa leyfi til að hafa tóbak um hönd eins og þeim sýnist og taka þá áhættu á eigin heilsu, sem því er samfara. Hitt er allt annað mál, að reykingamenn eiga ekki að hafa leyfi til að menga andrúmsloftið, þannig að reyk- ingar þeirra gætu skaðað þá, sem ekki reykja en eru samvistum við þá á almannafæri. Sá sem ekki reykir, á að hafa leyfi til þess að vera gjörsamlega laus við tóbaks- reyk, ef hann kýs það. Láta mun nærri, að fjórði hver reykinga- maður hér á landi hafi hætt að reykja á undanförnum árum. Er það mikill árangur. En það er eng- in ástæða til að þessir fyrrverandi reykingamenn, né aðrir, sitji svo uppi með það á opinþerum stöð- um, eða á vinnustöðum, að aðrir reyki fyrir þá með því að menga loftið, sem þeir anda að sér. Það þætti ekki ákjósanlegt að áfeng- isneytendur drykkju fyrir aðra, þannig að sá sem neytti áfengis „smitaði" þá, sem kringum hann væru. Niðurstaðan er sú, að það er í raun og veru frelsisskerðing, þeg- ar reykingamaður reykir fyrir þá. sem eru honum samvistum. Sá vindlingareykur, sem brennur út í andrúmsloftið, er af ýmsum talinn mun skaðlegri en sú mengun sem reykingamaðurinn andar ofan í sig. Þeir, sem reykja ekki, en anda þessari vindlingamengun ofan í sig, gætu orðið fyrir skaðsamleg- um áhrifum, jafnvel fengið hjarta- eða æðasjúkdóma, eða krabbamein, allt eftir því, hvert upplagið er, heilsufarsástæður og hve mikið það magn væri, sem þol- andinn andaði að sér. Reykingar eru því tvímælalaust samkvæmt frelsisreglu John Stuart Mill skerðing á frelsi þeirra sem ekki reykja, og heyra undir sóttvarnir. Frelsi með fyrirvara I Frelsinu segir John Stuart Mill m.a.: „Enginn maður og enginn fjöldi manna hefur rétt til að banna mannlegum einstaklingi, sem kominn er til vits og ára, að lifa lífi sínu, eins og honum sjálfum sýnist. Sjálfur á hann mest í húfi.“ Þetta á sem sagt við reykinga- manninn sjálfan og verðum við að virða til fulls óskir hans um að neyta tóbaks. En John Stuart Mill bætir við nokkru síðar í riti sínu: „Hvenær sem öðrum einstaklingi eða almenningi er bakað tjón eða búin hætta á tjóni, ber að beita reglum siðferðis og laga. Að öllu öðru leyti er hver einstaklingur frjáls." Og ennfrcmur: „Margir munu neita að fallast á þann greinarmun, sem hér er gerður á þeim þætti lífsins, sem einungis varðar mann sjálfan, og hinum, sem varðar aðra menn. Þeir munu spyrja, hvernig nokkrar athafnir einstaklings geti talizt öðrum þegnum samfélagsins óviðkom- andi. Enginn maður lifir einn utan samfélagsins." Niðurstöður John Stuart Mill, boðbera einstaklingsfrelsis og mannréttinda, eru þessar: „Ein- staklingur ber enga ábyrgð gagn- vart samfélaginu á þeim athöfn- um sínum, sem varða einungis hann sjálfan." En þó með þessum fyrirvara: „Einstaklingur ber ábyrgð gagnvart samfélaginu á þeim athöfnum sínum, sem skaða hagsmuni annarra. Við slíkar at- hafnir má hegna honum að al- menningsáliti, eða lögum, ef sam- félagið telur slíkar hegningar nauðsynlegar sér til verndar." Bann við reykingum á almanna- færi væri því ekki frelsisskerðing að áliti John Stuart Mill, heldur sóttvarnir. Nauðsynlegar varúð- arráðstafanir vegna þess þær skaða hagsmuni annarra. Þannig hefur hinum ágæta þingmanni Guðrúnu Helgadóttur því miður mistekist í þetta sinn að eiga sam- fylgd með Mill og frumreglu hans um frelsið f því máli, sem hér hef- ur verið til umræðu. En hún á von- andi eftir að eiga þeim mun ör- uggari samfylgd við hann í málum sem merkari eru en reykingar á almannafæri og varða heill og mannréttindi einstaklinga hér sem annars staðar. En það er leitt til þess að vita, að svona skyldi hafa farið þessu sinni. Og Guðrún Helgadóttir fær væntanlega mörg tilefni til að vernda einstaklingsfrelsið á Al- þingi íslendinga. Verður sú ósk látin í ljós hér í lokin, að hún noti þau tækifæri vel. En þá er ekki víst að hún eigi ávallt samfylgd með flokki sínum og stefnuskrá hans. Þar er ríkið í öndvegi sam- kvæmt frumreglu marxismans. En hvernig væri að berjast fyrir því sameiginlega, að allir íslenzkir stjórnmálaflokkar, þ.á m. Alþýðu- bandalagið, legðu fram tillögu þess efnis á þingi SÞ, að kommún- istaríkin efndu öll til frjálsra kosninga þegnum sínum til handa. Það yrði verðugt hlutverk. Og þá gætum við krafizt þess sama hjá kúguðum þjóðum eins og í Chile og Nicaragua. Það gleddi John Stuart Mill meira en þetta frelsi til að menga andrúmsloft sígarettueitri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.