Morgunblaðið - 11.12.1983, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.12.1983, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1983 tónlistarlffinu Margrét Heinreksdóttir Þegar Einar G. Sveinbjörnsson, fíöluleikari, tók lokapróf sitt frá Tónlistarskólanum í Reykjavík ár- ið 1955 fór ekki milli mála að hann var einn efnilegasti íslenzki fíðlu- leikari þess tíma. Hann hlaut styrk til framhaldsnáms við Curtis tón- listarskólann í Fhiladelphiu í Bandaríkjunum og var þar í fjögur ár, kom síðan heim og byrjaði að kenna við Tónlistarskólann í Reykjavík og spilaði, þegar færi gafst. En starfsmöguleikarnir hér heima voru ekki ýkja miklir á þeim árum, svo það kom ekkert á óvart, þegar Einar tók tilboði um starf konsertmeistara Sinfóníu- hljómsveitarinnar í Malmö í Sví- þjóð. Sinfóníuhljómsveit íslands barðist þá enn fyrir lífí sínu, fram- tíð hennar var vægast sagt ótrygg, og enginn gat láð ungum og efni- lcgum mönnum að grípa þau tæki- færi, sem gáfust til að lifa af því, sem þeir höfðu lært og hugur þeirra stóð til. Einar ætlaði svo sem aldrei að verða nema nokkur ár í burtu en þau eru nú orðin tæp tuttugu árin hans í Svíþjóð og þar er hann nú gróinn orðinn og rót- fastur, bæði í starfí og einkalífí, svo ekki er sennilegt að hann snúi í bráð heim aftur að óbreyttu. Und- anfarna mánuði höfum við þó haft Þáttur í kennslunni eru sam- eiginlegir tímar, svonefndir „Master Classes", þar sem við vinnum að því, fyrir utan hið eiginlega fiðlunám, að þjálfa rétta beitingu líkamans til þess að ofbjóða ekki vöðvum og taug- um. Eg hef mikinn áhuga á þessu starfi og vinn að því að fá þessa fræðslu aukna í skólanum. Það vildi svo til, að ég var sjálfur veikur í baki í mörg ár, og þar sem mér fannst ég ekki fá þann bata, hjá læknum, sem dugði fór ég að íhuga og kynna mér sjálf- ur, hvað ég gæti gert til að hjálpa upp á sakirnar. Þannig kom ég mér upp æfingakerfi, sem ég hef síðan unnið að og endurbætt. Hljóðfæraleikarar eru oft slæmir í baki, stífir, þreyttir og haldnir slæmri spennu, sem oftast stafar af því, að þeir standa ekki eða sitja ekki rétt, beita vöðvunum ekki rétt og það getur orðið þeim mjög til trafala. Til skamms tíma hefur að mestu verið hundsað að gera nokkuð við þessu, en ég ver nú talsverðum tíma í að byggja upp fræðslu um þetta vandamál. Sú var tíðin, að tannlæknar stóðu hálfbognir yfir sjúklingum sín- um árum eða áratugum saman Rætt við Einar G. Sveinbjörnsson fiðluleikara Tónlistarnám barna er tekið fastari tökum hér en í Svíþjóð þá ánægju aó hafa hann hér heima sem staðgengil Guðnýjar Guð- mundsdóttur í stöðu konsertmeist- ara Sinfóníuhljómsveitarinnar. Síðustu tónleikarnir, sem hann leiddi hljómsveitina að þessu sinni voru á fimmtudaginn var og næsta morgun flaug hann aftur burt til síns heima, fjöl- skyldu sinnar og nemenda, sem þar biðu. Rétt áður en hann fór, röbbuðum við saman síðdegis- stund yfir kaffibolla, rifjuðum upp gömul ár og reifuðum tón- listarlíf hér og í Svíþjóð og ég bað hann að segja svolítið frá starfi sínu þar. — Aðalstarf mitt er við Sin- fóníuhijómsveitina í Malmö, sagði Einar, — en auk þess hef ég lektorsstöðu við Tónlistar- háskólann þar, en hann er ein af þremur æðstu menntastofnun- um Svía í tónlist, útskrifar ein- leikara beint út í samkeppnina á vinnumarkaði. Þar hef ég nú sex nemendur — og hef skroppið tvisvar heim þennan tíma, sem ég hef verið hér, til að sinna þeim. Helzt hefði ég viljað fá staðgengi! fyrir mig en þau voru svo elskuleg, krakkarnir mínir, að biðja mig heldur að koma heim öðru hverju og setja þeim þess í milli fyrir verkefni, sem þau gætu unnið að sjálf. Það varð því úr, að við byrjuðum mjög snemma í haust og vinnum síðan eitthvað í jólafríinu, en mestan part hafa þau starfað saman samkvæmt áætlun, sem ég skildi þeim eftir; þau hafa spilað hvert fyrir annað og hjálpast að. og furðuðu sig svo á því, að þeir væru slæmir í baki, — þar til þeir gerðu sér grein fyrir ástæð- unni og réðu þar á bót. Þeir lærðu þetta og það þurfum við hljóðfæraleikarar að gera líka. Ég hef unnið í samráði við lækni frá Stokkhólmi, sem hefur mik- inn áhuga á þessum málum. Hann hefur ferðast milli skóla í Svíþjóð til að uppfræða nemend- ur. Einnig hef ég stuðzt mjög við Alexander-kerfið svonefnda, — sem reyndar hefur verið kynnt hér á landi. Þetta kerfi er kennt við ástralskan söngvara, sem ruddi braut nýrri tækni við æf- ingar eftir að hafa sjálfur misst röddina af spennu og þreytu. Þar er að því stuðlað, að líkaminn sé notaður eins og honum er eðli- legast. Fyrir utan þessi störf hef ég leikið talsvert kammermúsík — og hefði gjarnan viljað auka þann þátt og draga úr starfi mínu hjá hljómsveitinni — og ennfremur hef ég leikið talsvert einleik og haldið hljómleika bæði á meginlandi Evrópu og í Bandaríkjunum, auk Norður- landanna, jafnan æft að minnsta kosti einn til tvo nýja konserta á ári hverju til að leika með hljómsveitinni og er ekki enn farinn að endurtaka mig, svo að ég er allsæmilega sáttur við þá hliðina. Mig fýsti nokkuð að fá Einar til að bera saman tónlistarnám og starf sinfóníuhljómsveitanna hér og í Malmö, en slíkan sam- anburð sagði hann erfitt að gera svo sanngjarnt gæti orðið. Þó kvað hann ekkert efamál, að grundvöllur að tónlistarfræðslu hér á íslandi væri jafnbreiður orðinn og annarstaðar á Norður- löndum, þar sem hann þekkti til. — Það hefur óneitanlega vakið athygli mína hve mikið er af duglegum ungum krökkum hér heima, t.d. á aldrinum tíu til tólf ára, sem spila vel á hljóðfæri. Mér sýnist tónlistarnám barna tekið mun fastari tökum í byrjun hér en í Svíþjóð, þar fara krakk- arnir ekki að taka tónlistina al- varlega fyrr en um eða upp úr fermingaraldri, og koma kannski ekki í tónlistarháskól- ann fyrr en 18—19 ára og þá er orðið nokkuð seint að gera stór- átak, sem skilar verulegum árangri. Að sjálfsögðu verða þessi krakkar hér ekki allir ein- leikarar, hvað þá snillingar, en tónlistaruppeldi, sem nær til svo margra, er mikils virði fyrir framtíð tónlistar í landinu. Það versta er, að fjarlægðir gera þessu unga fólki hér svo erfitt um vik að komast utan til að bera sig saman við jafnaldra sína annarstaðar. — En erum við kannski kom- in út í offramleiðslu á tónlistar- fólki, þar sem við höfum ekki næg verkefni fyrir alla, sem spila vilja? — Vissulega er það fyrir- sjáanlegt, en tónlistarskólarnir nýju úti um landsbyggðina þurfa fleiri kennara — þar eru enn næg verkefni. Það eru líka út af fyrir sig óþrjótandi tækifæri til að spila hér — annað mál er hvort sú vinna fæst greidd. Það er sorglegt að sjá hversu margir þurfa að spila kauplaust í frí- stundum sínum. Það er miður, að fólk skuli ekki geta fengið starf sitt greitt, þegar það er bú- ið að leggja mikla vinnu, tíma og fé í að mennta sig til þess. Und- irbúningur tónleika, t.d. kamm- ertónleika, er gífurlega mikil vinna og nánast niðurdrepandi að geta ekki leikið sömu efn- isskrána nema einu sinni og nánast eða alveg kauplaust eftir að hafa unnið þetta allt í frítíma sínum. Mér skilst reyndar að nú sé í undirbúningi að styrkja hljómleikahald um landið — eitthvað í líkingu við sænsku Rikskonsertana, gefa tónlistar- fólki tækifæri til að leika víðar en á höfuðborgarsvæðinu. Það yrði því mikil og góð þjálfun og lyftistöng tónlistinni, — sem sýnilega á hér sterkan hljóm- grunn; það er með ólíkindum hvað hér er mikið um hljómleika og hversu mikil aðsóknin er að þeim. — En hvað um Sinfóníu- hljómsveitina, hvernig stendur hún í samanburði við þína hljómsveit í Malmö? — Þarna er heldur ekki svo gott að gera samanburð, hljóm- sveitin í Malmö sækir sína áheyrendur til hartnær einnar milljónar íbúa, enda þótt í borg- inni sjálfri búi ekki nema um 250 þúsund manns. Ég get þó sagt, að ég vildi gjarnan sjá hljóm- sveitina hér spila meira en hún gerir, til að hljóðfæraleikararnir fengju meiri og stöðugri þjálfun og um leið betri afkomu; að þeir gætu haft lifibrauð sitt sem mest frá hljómsveitinni en þyrftu ekki að verja eins miklum tíma til kennslu og annarra starfa og raun ber vitni. Hljómsveitin í Malmö heldur eina áskriftartónleika í viku en er auk þess 4—5 kvöld í leikhús- inu, leikur með óperum, óperett- um og ballettum og þá skiptast hljóðfæraleikararnir á um k'völdin — þetta er reglulegur þáttur í starfi þeirra í hljóm- sveitinni. Hljómsveitin hér finnst mér góð — ef eitthvað mætti betur fara væri það helzt, að æskilegt væri að finna svolítið sterkari samhug hljómsveitarmanna, ögn sterkari, metnaðarfyllri, stoltari samstillingu að því sameiginlega markmiði að ná sem beztum árangri á hverjum tónleikum. Það er mikið af góðu fólki í hljómsveitinni og þyrfti kannski að taka meiri tíma í að sam- tvinna það, efla sjálfstraustið og þá tilfinningu hvers og eins, að þetta sé góð hljómsveit, — stuðla að því að sjálfsgagnrýni sé sjálfsögð og því kippt fljótt í liðinn, sem úrskeiðis kann að fara. — Er hugsanlegt að hljóm- sveitin þurfi meiri samkeppni eða örari mannaskipti? — Samkeppni yrði henni vafalaust til góðs, en ég sé nú ekki hvernig henni verður við komið í bráð — þær sveitir sem hér hafa komið fram, hafa fyrst og fremst fengizt við kammer- músík — og ég vona að starf þeirra fái sem mestan stuðning. — Ég tel hinsvegar ekki þörf tíð- ari mannaskipta í hljómsveit- inni. Þegar hljóðfæraleikari hef- ur verið ráðinn til hljómsveitar- innar held ég að gera verði ráð fyrir, að hann starfi þar í nokk- uð mörg ár, hafi atvinnuöryggi meðan hann heldur sér í góðu formi og uppfyllir þær kröfur, sem gerðar eru — og þær fara sívaxandi. Hjá okkur í Malmö er sá háttur á hafður, að hljóðfæra- leikarar eru fyrst ráðnir til eins árs — það er reynslutími þeirra og hljómsveitarinnar í heild. Séu þeir fastráðnir að þeim tíma liðnum er ekki hægt að segja þeim upp nema eitthvað verulegt beri út af. Þar er og gert ráð fyrir því, að menn geti lifað af laununum hjá hljómsveitinni, en þeir skila líka fleiri vinnustund- um en hljómsveitarmenn hér. Talið barst frá þessu að mun- inum á lifnaðarháttum Svía og íslendinga. — Það sem vekur fyrst og fremst athygli utanað- komandi er hversu mikið er lagt í híbýli hér á íslandi, oft ótrú- lega mikið og mun meira en hjá Svíum. Þeir leyfa sér hinsvegar ýmis önnur þægindi, þar með að lifa reglubundnara og áhyggju- lausara lífi. Þar skiptir vitaskuld höfuðmáli, að menn vita yfirleitt hvar þeir standa fjárhagslega. Þar er staðgreiðsla skatta svo að þeir vita nákvæmlega hvað þeir hafa úr að spila hverju sinni. — Nú er oft talað um skatt- píningu í Svíþjóð, er hún eins mikil og um er rætt? — Ég er ekki viss um það. Skattar eru jú hlutfallslega háir af kúfnum hjá hátekjumönnum en sé miðað við miðlungstekjur og það, sem maður fær fyrir skattana, finnst mér þeir ekki svo ýkja háir, — ætli ég greiði ekki um það bil 35% af launum í skatta. Ég spurði Einar að lokum hvort hann væri sáttur við líf sitt og feril, þegar hann liti um öxl og hann játti því: — Mér finnst ég hafa gert rétt, þegar ég flutti utan, sagði hann, þó hefði ég vel getað hugsað mér að koma hingað heim aftur til starfa, en eftir því sem tíminn leið var erf- iðara að rífa fjölskylduna upp aftur. Hvað framtíðin ber í skauti sér vitum við auðvitað ekki. En þegar á allt er litið held ég, að starf mitt hafi ávaxtast betur bæði fyrir mig og fjöl- skyldu mína en það hefði gert hér heima.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.