Morgunblaðið - 11.12.1983, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 11.12.1983, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1983 33 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Nýbyggingar Steypur, múrverk, fiisalögn. Múrarameistarinn sími 19672. Ódýrar bækur Utnesjamenn. Marina, Sval- heimamenn, Ljóömæli Ólinu og Herdísar og Litla skinniö, til sölu á Hagamel 42, milli kl. 11 — 12, fyrir hádegi. Simi 15688. BÆKUR Hér er meira umTIM. Þegar Mary sér hann, fellur hún í stafi. Hún er fertug og ógift, en hefur komist áfram í lifinu meö elnskærum dugnaði og sjálfsafneitun. TIM er svo glæsilegur, aö hann minnir á grískan guð, en hefur heilaþroska barns. Vinnufélag- arnir stríöa honum, hann leikur sér eins og barn og er áhyggju- efni foreldranna. Þau TIM og Mary kynnast, og þaö er margt sem þau geta gefið hvort ööru. Meira um bækur á þriðjudaqinn. ISAFOLD I.O.O.F. 10 = 16512128'/i = Jólavaka. □ Gimli 598312127. □ Mimir 598312127 = 2. UTIVISTARFERÐIR Hvaleyrarvatn — Nýjahraun — Geröi Létt ganga kl. 13 á sunnudaginn 11. des. Kapellan í hrauninu skoöuö. Verö 150 kr. Frítt f. börn. Klæöiö ykkur vel og komiö meö. Heimkoma um fimmleytiö. Brottför frá bensínsölu BSl (í Hafnarf. v/kirkjug.) Áramótaferð í Þórsmörk 3 dagar. Brottför föstud. 30. des. kl 8.00. gist i Útivistarskál- anum Básum. Það veröur líf og fjör meö gönguferöum, kvöldvök- um, álfadansi og áramótabrennu. Nóg sæti laus. Farmiöar og uppl. á skrifst. Lækjarg. 6a, s. 14606. (Símsvari). — Sjáumst. Feróafólk athugið: Þaö veröur ekkert gistipláss í skálum Útl- vlstar i Básum um áramótin. nema fyrir Útivistarfarþega. Útivist. §Hjálpræðis- herinn y Kirkjustræti 2 i Sunnudag kl. 11.00 sunnudaga- skoli. Kl. 20.30 hjálpræöissam- koma. Mánudag kl. 16.00 Helm- ilasambandsfundir. Velkomin. Krossinn Almenn samkoma í dag kl. 16.30 aö Alfhólsvegi 32, Kópavogi. Allir velkomnir. Elím, Grettisgötu 62, Reykjavík I dag, sunnudag, veröur sunnu- dagaskóli kl. 11.00 og almenn samkoma kl. 17.00. Athugiö breyttan samkomutíma. Veriö velkomln. Stofnfundur Stofnfundur iþróttadeildar Snarfara, veröur haldinn, sunnu- daginn 11. desember 1983 á Hótel Loftleiöum (Bíósal) og hefst kl. 14.00. Stjórn- og undirbúningsnefnd. Kvenfélag Grensássóknar veröur meö jólafund, mánudag- inn 12. desember, kl. 20.30, í safnaöarheimilinu. Fjölbreytt dagskrá, m.a. veröur jólahapp- drætti, sönghópur kemur í heim- | sókn. Séra Halldór Gröndal flyt- ! ur hugvekju. I Allar konur velkomnar. Stjórnin. Hvítasunnukirkjan Völvufelli 11 Sunnudagaskóli kl. 10.30. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Hátúni 2, Reykjavík Sunnudagaskóli kl. 10.30. Al- J menn samkoma kl. 20.00. Ræöumaöur Clarence E. Glad, guöfræöingur. Fórn til innan- I landstrúöboös. Fjölbreyttur söngur. Allir velkomnir. Fíladelfia. Kelfavík Slysavarnadeild kvenna í Kefla- vík. Jólafundur i Iðnsveinafé- lagshúsinu viö Tjarnargötu | mánudaginn 12. desember kl. I 21.00. Muniö jólapakkana. Stjórnin. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR 11798 og 19533. Sunnudag 11. desember — Dagsferó Kl. 13 Helgafell (215 m) — Skammidalur — Æsustaöafjall Þetta er létt gönguferö um svæöiö noröaustan Skamma- dals. Verö kr. 150. Brottför frá Umferðarmiöstööinni austan- megin. Fritt fyrir börn i fylgd full- orðinna. Farmiðar viö bíl. Feröafélag Islands KFUM og KFUK Amtmannsstíg 2B Bænastund i kvöld kl. 20. Kl. 20.30 lofgjörðar- og vitnisburö- arsamkoma. Hugleiöing: Jó- hannes Ingibjartsson, formaður KFUM á Akranesi. Tekiö á móti gjöfum i launasjóö KFUM og KFUK. Allir velkomnir. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR 11798 og 19533. Aramótaferð Ferðafé- lagsins í Þórsmörk Brottför kl. 08 föstudaginn 30. desember (3 dagar). Upplýs- ingar og farmiöar í sima 19533 og 11798. Áramót i Þórsmörk J eru ööruvísi. Feröafélag Islands Kristniboðsfélag Karla í Reykjavík Fundur veröur haldinn aö Lauf- ásvegi 13, mánudag kl. 20.30. Lesið veröur úr bréfum kristni- boöanna. Hugleiðing: Baldvin Steindórsson. Siöasti fundur ársins. Allir karlmenn velkomnir. Fjölmennið. Hörgshlíð 12 Samkoma í kvöld, sunnudag, kl. 8. Þú svalar lestrait>örf dagsins Tónlíst Jón Asgeirsson Efnisskrá: Liszt: Les Préludes Mahler: Adagietto úr 5. sinfóní unni Mozart: Aria úr Brúðkaupi Figaroi Wagner: Söngurinn til kvöldstjörn unnar Beethoven: 7. sinfónían Stjórnandi: Gabriel Chmura Einsöngvari: Kristinn Sigmunds- son Tónleikarnir hófust á þriðja tónaljóði Franz Liszt, sem er vinsælasta hljómsveitarverk hans. Þessi tónaljóð mörkuðu tímamót í hljómsveitarskipan og eru einnig talin þýðingarmikill Gabriel Chmura Kristinn Sigmundsson Sinfóníutónleikar hlekkur í mótun stærri hljóm- sveitarverka, tónaljóða, sem áttu að taka við af sinfóníska form- inu. Ný svið túlkunar heilluðu tónskáld á þessum tíma, þar sem formskipan og samfléttun radda vék fyrir túlkun tilfinninga og hugmynda, eins konar sagnagerð í tónum. Það hefur hins vegar orðið hlutskipti þeirra verka flestra að gleymast, sem þó voru hugsuð sem tónlist framtíðar- innar og svo kátlegt sem það kann að virðast, hafa þau ekki haldið athygli manna einmitt vegna lélegra vinnubragða í innri gerð, þrátt fyrir snilldar- lega eða „virtúósíska" útfærslu hugmyndanna. Gleymskan verð- ur ekki minni fyrir þá sök að þau tákngildi sem „inspírasjónin" var sótt í hafa orðið mönnum minna virði með tímanum og því verður hið háleita í þessum verk- um oftlega ekki meira en belg- ingur. Það er fróðlegt til sam- mundsson er frábær söngvari og er ekki séð fyrir endann á því sem hann á eftir að gera. Á þess- um tónleikum hleypur hann i skarðið fyrir annan efnilegan söngvara, Sigríði Gröndal, og söng t.d. sönginn til kvöldstjörn- unnar mjög vel. Leikur hljóm- sveitarinnar var mjög góður. Aría greifans í Brúðkaupi Figar- os er ef til vill ekki það sem kæmi Kristni best á tónleikum sem þessum. Til þess er þessi aría of tengd leikverkinu. Aðrar smellnari og vinsælli aríur hefðu hentað betur. Það hefði verið fróðlegt að heyra Kristin syngja úr Don Giovanni, sem hann er nýlega búinn að syngja í Vínar- borg, við góðan orðstír. Tónleik- unum lauk svo með þeirri sjöundu eftir Beethoven og var margt fallegt í þessari upp- færslu og töluverður kraftur í síðasta kaflanum undir ágætri stjórn Gabriel Chmura. anburðar, að tónlist Brahms, sem margir töldu slegna dauða gamalla vinnubragða, hefur ein- mitt staðist tímans tönn vegna innra ágætis verkanna, þó til- finningalegt baksvið þeirra sé löngu gleymt og búið að venda þeirri flíkinni, svo að út snýr það sem að féll að innanverðu. Tóna- ljóð var ekki svo illa flutt en í þessu verki er mikið um hlaup- andi hljóma í fiðlunum, sem eru mjög viðkvæmir fyrir óná- kvæmni í leik, auk þess sem hljómgildi þeirra fær aðra merkingu en Liszt ætlaði, með svo fáum strengjum eins og eru i sinfóníuhljómsveitinni okkar. Hægi þátturinn úr fimmtu, eftir Mahler, er fallegt verk, sem út- heimtir einnig mun stærri strengjasveit til að magna styrk- leikaandstæðurnar og ná níst- andi sáru taki á samfléttun þeirra ljúfsáru stefja, sem verkið er byggt á. Kristinn Sig- Jólaskemmtun sjálfstæðisfélaganna SjálfsUeóisfélögin í Reykjavík munu halda jólaskemmtun fyrir sjálfstieðisfólk í Valhöll, Háaleit- isbraut 1, um næstu helgi, sunnu- daginn 18. desember, frá kl. 15—18. Jólaskemmtunin, sem leggur áherslu á efni fyrir alla fjölskyld- una, verður með svipuðu sniði og skemmtunin sem haldin var fyrir síðustu jól, en þá varð húsfyllir og ungir sem aldnir áttu ánægjulegar stundir í Valhöll. Frá klukkan 15—17 verður dag- skrá í gangi í tveimur sölum. Fyrir bðrnin verður skemmtiefni í kjall- arasal, brúðuleikhús, sjón- varpsefni, jólasveinar o.fl. (Barna- gæsla). Á sama tíma verður boðið upp á kaffiveitingar á 1. hæð, samspil og söng, upplestur úr ný- útkomnum bókum, hugvekju o.fl. Kl. 17—18 verður síðan jóla- tréssamkoma í sérsal, þar sem hjartahlýir jólasveinar munu skemmta börnunum eins og þeim einum er lagið. Aðgangur er ókeypis og allt sjálfstæðisfólk velkomið á meðan húsrúm leyfir. Undirbúningsnefnd Fasteignamat ríkisins. Nýtt fasteigna- mat komið í gildi NÝTT fasteignamat tók gildi þann 1. des sl. Samkvæmt nýrri fasteignaskrá hækkar fasteignamat einstakra eigna til jafnaóar um 53,5% A höfuðborgarsvæðinu hækkar fasteignamat einstakra eigna að með- altali um 57,0% en í öðrum landshlut- um hækkar matið um 47,0%. Þessar tölur gefa þó einungis til kynna meðalhækkun. Mat ein- stakra fasteigna getur hækkað meira eða minna þegar tekið hefur verið tillit til afskrifta og sérstakra staðbundinna matsbreytinga. Til samanburðar ntá nefna að vfsitala byggingarkostnaðar hækk- aði um 66,3% frá 1. okt. 1982 til sama tíma i ár og lánskjaravísitala um 88,4%. Samanlagt matsverð allra eigna á landinu er 141 milljarður króna. Það er 57,9% hærra en á síðasta ári. Samkvæmt því koma tæplega tvær og hálf milljón króna í hlut hverrar fjögurra manna fjölskyldu. Endurstofnverð allra eigna er 189 milljarðar ef útihúsum í sveitum er sleppt. Heildarmat einstakra tegunda af fasteignum er mjög breytilegt. íbúðarhús í þéttbýli eru metin á rúmlega 88,0% milljarða. Það er rúmlega 62,0% af heildarmati á landinu. Atvinnuhúsnæði og opin- berar byggingar eru rúmlega 44 milljarðar króna að mati. Það svar- ar til tæplega 32,0% af heildarmati. Mannvirki, ræktun og land sem notað er til landbúnaðar, svo og fbúðarhús í sveitum eru metin á 5,5 milljarða eða einungis 3,9% af heildarmati. Verðmæti eigna er mjög misskipt eftir landshlutum. Á Suðvestur- landi eru til dæmis um 71,0% af heildarverði allra fasteigna. Þetta hlutfall hefur farið hækkandi sfð- ustu ár. Það skiptist þannig að f Reykjavík eru 47,0% af heildarmat- inu og i Reykjanesumdæmi eru 24,0%. Heildarstærð allra mann- virkja er 65,5 milljón m3. Á landinu eru 81.700 fbúðir. Á ár- inu bættust 1.796 íbúðir í fasteigna- mat. Það er 2,2% aukning, sem er nokkru minna en verið hefur. Þá má nefna að samkvæmt fast- eignaskrá eru 128 þúsund hektarar af ræktuðu landi. (Úr fréUatilkynningv.) „Skjaldbreiður“ Kjarvals á korti OffsetprenLsmiðjan Litbrá hefur gefið út kort eftir hinu þekkta mál- verki Kjarvals „Skjaldbreiður" sem hjónin Eyrún Guðmundsdóttir og Jón Þorsteinsson gáfu Kjarvalsstöð- um sl. sumar. Málverkið var málað á árunum 1957—62 og er 154x204 sm. að stærð. Litbrá hefur áður gefið út 4 kort eftir Kjarval; Sjálfsmynd frá ár- inu 1920, Fyrstu snjóar frá 1953, Snjór og gjá frá 1954 og Bleikdalsá frá 1967. Einnig hefur Litbrá gefið út sem jólakort 3 vatnslitamyndir eftir Jörund Pálsson arkitekt, en hann verður 70 ára þann 20. des- ember nk. og heldur þá sína 7. sýn- ingu á myndum af Esjunni f Ás- mundarsal við Freyjugötu. 1 Hpfgtmdftfetfe MetsöluHadá hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.