Morgunblaðið - 11.12.1983, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.12.1983, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1983 Hagnýt húsráð í jólaönnum Nú nálgast sá tími, er húsmæA- urnar taka til við jólahreingern- ingarnar. Sem betur fer er nú hægt að fá allskonar undraefni, sem gera næstum kraftaverk og auð- velda vinnuna mikið. I>að er hægt að fá þessi efni í túpum, glösum, pökkum og sprautubrúsum, en flestum fylgir sá galli, að þau eru rándýr. Mér datt því í hug, þegar ég rakst á grein í erlendu tímariti, er fjallaði um húsráð, að rifja upp nokkur gömul ráð sem ég sjálf hef reynt með góðum árangri. Einnig læt ég fljóta með nokkur ný, sem reyna má. Öll þessi ráð eiga það sameig- inlegt að við framkvæmd þeirra eru notuð ýmisleg efni, sem venjulega eru til á hverju heim- ili, auk þess að vera ódýr. T.d. er hægt að fá matarsóda í flestum apótekum og kostar kílóið 59 kr. Flestar íslenskar húsmæður kannast við hve það léttir hreinsun á sviðum ef 1—2 matskeiðum af matarsóda er bætt í vatnið, sem hreinsa á sviðin úr, sótið bókstaflega renn- ur af kjömmunum. Matarsódi er líka ákaflega góður í baðvatn, hann mýkir húðina, reynið hann þegar þið farið næst í fótabað. En áfram með hreingerningar á húsakynnum og áhöldum og tak- ið eftir hve oft matarsódi kemur þar við sögu. Hreinsun Þegar hreinsa á silfurborð- búnað, er sett örk af álpappír í botn glerskálar (t.d. stórt eldfast fat), hnífapörunum raðað þar á, þau mega ekki snertast — stráð fyrir þau 4 matsk. af matarsóda og síðan er einum lítra af heitu vatni hellt yfir (ath. ekki hita- veituvatni). Þetta er látið standa svolitla stund, síðan skolað og þurrkað vel. Efnaviðbrögð hinna ólíku málma verða til þess að flest óhreinindi hverfa. Þessa aðferð má þó ekki nota á hluti sem eru límdir saman, eins og t.d. hnífa, eða mikið flúraða skrautgripi, þar sem munstrið hefur verið dekkt af ásettu ráði. Þegar hreinsa á gler yfir myndum, ber að varast að sprauta hreinsilegi beint á gler- ið. Ef þið notið lög, verður alltaf að bleyta fyrst klútinn og strjúka honum síðan yfir glerið, annars er hætta á að vökvinn smjúgi undir glerið og skemmi myndina. Það er best að dusta þannig gler vandlega með þurr- um klút og fægja síðan yfir með þurrundnu „vaskaskinni". Slíkir klútar fást á öllum bensínstöðv- um og eru mjög góðir, einnig á gluggarúður, þeim fylgir ekkert kusk. Gamla góða grænsápan er mesta þarfaþing á heimili, mér hefur t.d. reynst hún góð til að hreinsa með bakaraofna. Ilenni er þá smurt nokkuð þykkt innan á hliðar ofnsins (munið eftir að taka hann fyrst úr sambandi), látið standa yfir nótt. Daginn eftir eru mestu óhreinindin storkin af, með eldhúspappír, síðan þvegið úr hreinu vatni. Liggi mikið á að hreinsa ofninn, er hægt að hita hann ofurlítið upp meðan sápan er í honum, þá losnar fyrr um óhreinindin, en alltaf verður að gæta þess að ofninn sé aftengdur rafmagni áður en farið er að þvo hann að innan. Þvottur Snúðið alltaf röngunni út, þeg- ar dökkur fatnaður eða flauel er þvegið, þá safnast ekki eins mik- il ló í efnið. Viðkvæman fatnað, sem þvo á í þvottavél, er gott að setja í þunnt koddaver og loka fyrir það með plastpokavír. Það kemur í veg fyrir að dragist til í efninu. Það er t.d. tilvalið að þvo nælonsokka þannig, en gætið þess að þeir lita stundum frá sér. Grasgrænu er gott að ná úr með því að bera dálítið af grænsápu á blettina áður en flíkinni er stungið í þvottavélina, einnig á kraga og handlíningar á skyrt- um. Ef efni eru viðkvæm, næst grasgræna vel úr þeim með svo- litlu tannkremi. Lykteyðing Til að losna við reyklykt úr stofunum, er gott að láta edik eða salmíakblöndu standa í skál yfir nótt í herberginu. Það hjálp- ar líka að vinda klút upp úr edik- blöndu og veifa honum til og frá í stofunni. Ef vond lykt er úr gólfteppunum, er gott að dreifa matarsóda yfir þau áður en Norðfjörður, saga út- gerðar og fiskvinnslu Ný bók eftir Smára Geirsson í útgáfu tveggja stærstu fyrirtækjanna í Neskaupstað UM ÞENNAR mundir er að koma út bókin Norðfjörður — saga út- gerðar og fiskvinnslu eftir Nmára Geirsson skólameistara í Neskaup- stað. Bókin er gefin út af Nam- vinnufélagi útgerðarmanna og Níldarvinnslunni hf. í Neskaupstao Tónleikar f j ! Garðakirkju S KÓR Víðistaðasóknar ásamt Ieinsöngvurum halda aðventu- tónleika í Garðakirkju sunnu- ( dagskvöldið 11. desember kl. 20.30. Stjórnandi er Kristín Jó- hannesdóttir. í tilefni a» því að á árinu 1982 voru 50 ár liðin frá stofnun fyrrnefnda félagsin. og 25 ár frá stofnun hins síðarnefnda. Bók þessí er sagnfræðileg út- tekt á helstu þáttum norðfirskr- ar atvinnusögu allt frá þeim tíma að fiskvinnsla og útgerð varó sjálfstæður atvinnuvegur í byggðarlaginu. í bókinni er fjall- aö um ýmsa þætti er snerta at- vinnuþróun á Austfjörðum á þessum tíma og höfðar ritið ekki einvörðungu til Norðfirðinga, heldur einnig til allra sem áhuga hafa á austfirskri atvinnusögu og sögu sjávarútvegs almennt. Norðfjörður — saga útgerðar og fiskvinnslu er tæplega 380 blað- síður í stóru broti og eru um 300 ljósmyndir í bókinni. Formála ritar Lúðvík Jósepsson, formað- ur stjórnar Samvinnufélags út- gerðarmanna. Prentsmiðjan Hólar hf. ann- aðist vinnslu bókarinnar, en Árni Pétursson hannaði kápu. Innkaupasamband bóksala ann- ast dreifingu. Forseti Finnlands: Sæmdi Jón Þorsteinsson Orðu hinnar hvítu rósar FORSETI Finnlands hefur sæmt Jón Þorsteinsson íþróttaieiðtoga Orðu hinnar hvítu rósar fyrir frá- bæra fyrirgreiðslu og hjálpsemi við Finna sem sótt hafa okkur heim, þá fór hann og margar heimsóknir til Finnlands með nmleikaflokka hér á árum áður. Jón Þorsteinsson var einn af stofnendum Suomi-félagsins fyrir tæpum hálfum fjórða áratug og var um tugi ára endurskoðandi fé- lagsins. Hann og kona hans Eyrún voru kjörin heiðursfélagar Suomi-félagsins á aðalfundi þess 5. febrúar 1981. Jón er hálfníræð- ur og vel ern. Martin Isaksson sendiherra Finna á íslandi afhenti orðuna að viðstaddri fjölskyldu Jóns og nokkrum vinum hans. í FróIIatilkynning.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.