Morgunblaðið - 11.12.1983, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.12.1983, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1983 35 ryksugað er. Þó verður að at- huga fyrst hvort það hefur nokk- ur áhrif á lit teppanna, reynið þetta því á smábletti, á lítið áberandi stað, áður en dreift er á allt teppið. Til að koma í veg fyrir að vond lykt komi úr ís- skápnum, er gott að láta opna krukku með matarsóda standa í honum. Það þarf ekki að skipta um sóda nema á 2—3 mánaða fresti. Viðarkol (grillkol) gera svipað gagn. Setjið t.d. 1 stykki á hverja hillu skápsins. Húsgögn Gott er að hreinsa lökkuð hús- gögn með köldu te. Þegar búið er að þurrka af eða bóna lökkuð húsgögn, er gott að strá svolitlu kartöflumjöli á sléttu fletina og nudda það vel inn í viðinn. Við þetta myndast fallegur gljái því mjölið sýgur í sig alla þá fitu, sem ekki hefur síast inn í viðinn, og eftir verður höfð húð, sem fingraför sjást ekki eins fljótt á. Kartöflumjölið sem af gengur er strokið burt með hreinum klút. Fitublettir í gólfteppum og húsgagnaáklæði nást líka ágæt- lega úr með kartöflumjöli. Þá er búinn til grautur, þannig að mjölið er blandað með hreinsuðu bensíni, þetta borið á blettina, nuddað vel og síðan látið þorna. Þegar þurrt er, er mjölið ryksug- að eða burstað burt. Þetta ráð er mjög gott á öll filtefni og bast. Þegar tágahúsgögn eða stólsetur úr basti eru orðin óhrein og tek- in að linast, er best að þvo þau utandyra úr heitu sápuvatni, skola svo varlega með rennandi vatni og láta þau þorna, þar sem loft getur leikið um þau, þó ekki í sólskini. Við þessa meðferð dragast tágarnar saman og göm- ul hró verða sem ný. Gólf Besta ráðið til að ná rákum eftir skóhæla, er að nudda þær með strokleðri. Tannkrem á rök- um klút nær brott blettum og krassi eftir liti barnanna. Notið aldrei sterka þvottalegi á gólf- dúka, kork eða viðarklæðningar, það skemmir yfirborðshúðina. Grænsápa er betri og ekki þarf nema u.þ.b. eina teskeið í fötu af volgu vatni. Ef þið bónið gólfin, er ágætt að setja gamlan næl- onsokk utan um bónkústinn, við það myndast góður gljái og svo má með góðri samvisku henda nælonsokknum þegar hann er ónýtur og óhreinn. Reynið einnig sokk, næst þegar þið pússið skóna. Þegar ryateppin eru orðin bæld, er gott að raka yfir þau með léttri garðhrífu, hún má þó ekki vera með beittum tindum, best ef hún er úr plasti. Öryggi Ágætt er að hafa standandi krús með matarsóda einhver- staðar handhæga í eldhúsinu. Með sóda er nefnilega hægt að kæfa eld. Þó má ekki nota hann á eld í olíupotti, þannig eld verð- ur að kæfa, annaðhvort með því að skella loki eða þykkum klút fyrir pottinn, eða með hand- slökkvitæki. Varist að nota vatn til að slökkva eld, sem upp kann að koma í eldhúsinu í sambandi við eldavél eða rafmagnstæki. Venjið ykkur á að hafa slökkvi- tæki eða matarsóda innan seil- ingar vegna þess að mikil líkindi eru til þess að slíkur eldur stafi frá feiti, rafmagni eða olíu og er vatn stórhættulegt í þeim tilfell- um. Þegar þvottahúsgólfið eða kjallaratröppurnar eru málaðar, er gott að strá dálitlu af fíngerð- um sandi á fletina, áður en málningin þornar alveg, þá verða þeir ekki eins hálir. Gæludýr Ef hundur eða köttur álpast til að gera stykkin sín á gólfteppið, er ráð að þurrka blettinn strax með eldhúspappír og þerra þannig mestu bleytuna. Síðan er bletturinn hreinsaður með vatni, sem matarsóda er bætt í eða blöndu úr jöfnum hlutum vatns og ediks (ljósu). Þetta á auðvitað við ef þið eru svo heppnar að verða strax varar við óhappið. Hafi bletturinn þornað, verður að bleyta hann upp með vatni áður en blöndurnar eru notaðar. Þegar hundar eru skildir eftir einir heima í langan tíma, er gott að hafa útvarpið opið, á lág- værri stillingu. Það getur róað þá ótrúlega mikið. Sitthvað til athugunar: Dýrahár nást ágætlega af hús- gögnum og fatnaði, með rökum svampi eða límbandi. Úr því að talað er um límbönd, ætla ég að minnast á að mér hefur alltaf gengið betur að líma saman hluti eftir að ég komst að því að það má nota límbönd eins og þvingur. Hin svokölluðu máln- ingarlímbönd eða „sóðabönd", sem eru notuð meðfram glugga- körmum o.s.frv. þegar verið er að mála. Þá er venjulegt lím sett á brotin, t.d. ef postulínsstytta missir höfuðið, brotunum skellt saman og límbandinu síðan vafið um allt saman til að halda hlut- unum í skefjum þar til límið er þornað. Gott er að nota máln- ingarlímband sem þvingu þegar griplím er notað. Hárlakk getur verið ágætt til að stöðva lykkjuföll, sem koma þegar maður er að flýta sér út og hefur ekki tíma til að leita að heilum sokkum. Stífelsi í sprautubrúsum er gott að sprauta á nýja strigaskó, það heldur óhreindinum frá og er miklu betra að þvo þá á eftir. Bara eitt gamalt húsráð enn, þar sem matarsódi er tilvalinn, það er einkum ætlað þeim sem reykja mikið. Sódi er nefnilega ágætis tannhreinsiefni einstaka sinnum. Þessi gömlu ráð eru lík- lega vel kunn flestum reyndum húsmæðrum en ég veit að það tók mig mörg ár að komast að þeim, svo að ef þau geta hjálpað einhverri ungri og óreyndri, sem ekki hefur of mikið í buddunni til að prófa nýju undraefnin í sprautubrúsunum, er það vel. Banana og hnetukryddbrauö Ef þið eruð orðnar leiðar á öll- um þessum matarsóda, ætla ég að læða hér með einni góðri upp- skrift af brauði, sem ekki inni- heldur þetta töframeðal. Þetta brauð, eða kaka, hefur það til síns ágætis að verða betri við geymslu, svo að þið skulið baka hana áður en jólaannríkið byrjar fyrir alvöru. Banana- og hnetukryddbrauð '/2 bolli smjörlfki 1 polli púðursykur • egg 1 tesk. vanilludropar VA bolli hveiti s/< bolli heilhveiti 2'/2 tesk. lyftiduft Vi tesk. salt y* tesk. kanell Vi tesk. múskat Vg tesk. negull (á hnífsodd) l'/i bolli stappaðir bananar 2 matsk. mjólk Va bolli saxaðar hnetur. Smjörlíki og sykur hrært vel. Kggi og vanillu bætt í, allt þeytt þar til það er Ijóst og létt. Blandið öllum þurrefnunum saman og bæt- ið þeim síðan í hræruna til skiptis við banana og mjólk. Bakist í stóru vel smurðu móti í eina klst. eða tveim minni, í 40—45 mín., við 180°C. Áður en kakan er bökuð, er hnetunum stráð yfir hana. Sé henni skipt í minni form, þarf að auka hnetuskammtinn dálítið. Þessi kaka eða brauð er mjög góð ef sneiðarnar eru smurðar með smjöri, en það er þó ekki nauð- synlegt. Verði ykkur að góðu. Halldóra Filippusdóttir Kvöldgestir Jónas- ar Jónassonar á bók ÚT ER komin bókin „Kvöldgcstir Jónasar Jónassonar“ hjá bókafor- laginu Vöku. í bókinni er að flnna úrval samtala Jónasar við gesti sína í útvarpssal, en þessum sam- tölu hefur verið útvarpað á síð- kvöldum á laugardögum síðast- iiðna vetur. 1 bókinni ræða 15 kvöldgestir Jónasar Jónassonar opinskátt um líf sitt, reynslu og áhugamál og segir á bókarkápu, að gestirn- ir njóti sín ekki síður á prenti en á öldum ljósvakans. Mikill fjöldi mynda af fólkinu og ýmsu, sem því tengist, er birtur í bókinni og gefur efninu aukið gildi. Guðni Kolbeinsson, rithöfund- ur og íslenskufræðingur, hefur búið bókina til prentunar, en um það sérstæða verkefni segir hann í upphafsorðum bókarinnar: „Eg fór þá leið að láta orðafar kvöldgesta og gestgjafa þeirra halda sér að mestu óbreytt, felldi að vísu brott þarflitlar endur- tekningar og lagfærði orðalag á stöku stað. En ég gerði enga til- raun til að leggja mönnum í munn fágað og gallalaust ritmál. Er það von mín að með þessu móti haldi „Kvöldgestir" sem mestu af upprunalegu svipmóti sínu og bókin verði opinskátt en um leið hugljúft spjall gesta, enda þótt það hafi verið fest á bók.“ Kvöldgestir Jónasar Jónasson- ar á síðum bókarinnar eru: Garðar Cortes, Guðrún Svava Svavarsdóttir, Gunnar Björns- son, Haukur Heiðar Ingólfsson, Helena Eyjólfsdóttir, Hulda Á. Stefánsdóttir, Ingólfur Guð- brandsson, Kristján frá Djúpa- læk, Manuela Wiesler, Omar Ragnarsson, Róbert Arnfinns- son, Sigurður Pétur Björnsson, Jónas Jónasson Snorri Ingimarsson, Stella Guð- mundsdóttir, Valgerður Bjarna- dóttir. Bókin Kvöldgestir Jónasar Jón- assonar er að öllu leyti unnin í Prentsmiðjunni Odda hf. íþróttaskór Gífurlegt úrval, yfir 40 geröir. Verö frá kr. 417 — 1.975. Allar stærðir. Visa — Eurocard Póstkröfusími 15599. Boltamaðurinn, Laugavegi 27, sími 15599. Fjölbrautaskóli Suöurnesja Flugliðabraut Námsbraut í bóklegum greinum til atvinnuflugprófs verður starfrækt viö Fjölbrautaskóla Suöurnesja áriö 1984 ef næg þátttaka fæst. Inntökuskilyröi eru 17 ára aldur, grunnskólapróf og einka- flugmannspróf í bóklegum greinum. Skriflegar umsóknir sendist á skrifstofu skólans eöa til flugmálastjórnar, Reykjavikurflugvelli, í síöasta lagi 31. desember 1983. PÉTUR EINARSSON JÓN BÖÐVARSSON flugmálastjóri. skólameistari. Þúsundir ánægöra lesenda um víöa veröld fá blaöið okkar reglulega Eru vinir þínir meðal þeirra? Sendu þeim gjafaáskrift að lceland Review — hún kostar aöeins Sendingarkostnaöur um allan heim er innifalinn • Hverri nýrri áskrift 1984 getur allur árgangur 1983 fylgt á sérstökum v kjörum meöan birgöir endast. • Útgáfan sendir viötakanda jóla- kveöju i nafni gefanda, honum aö kostnaöarlausu. • Hvert nýtt hefti af lceland Review styrkir tengslin viö vini í fjarlægö. • Ódýrt, en umfram allt þægilegt □ Undirritaður kaupir . . . gjafaáskrift(ir) aö lceland Review 1984 og greiði áskriftargjaid kr. 595 pr. áskrift að viðbættum send- ingarkostnaöi kr. 100 pr. áskrift. Samtals kr. 695. □ Árgangur 1983 verði sendur til viötakanda (enda) gegn kr. 200 pr. áskrift. (Sendingarkostnaöur um allan heim innifalinn). Ofangreind gjöld eru i gildi til ársloka 1983. Nafn áskriianda Sími Heimilisfang Nafn móttakanda Heimilisfang Nöfn annarra móttakenda gjafaáskrifta fylgja með á sérstöku blaði. Sendist ásaml greiðslu til lceland Review, Höfðabakka 9, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.