Morgunblaðið - 11.12.1983, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 11.12.1983, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1983 37 Sagan um Krókópókó Sigurður H. Guðmundsson og Gunnar Hjaltason (t.h.). Ljósm.: Kristján E. Draumrúnir Fyrsta ljóðabók Sigurðar H. Guðmunds- sonar. Teikningar eftir Gunnar Hjaltason Hulda Kristín Jóhannesdóttir eigandi blóma- og gjafavöruverzlunarinnar Kristín í verzlun sinni að Vesturgötu 46a, innan um suma þi muni sem þar eru á boðstólum. Hulda verzlar með blóm og blómaskreytingar, gjafavörur ýmiss konar, sælgKti og ávexti. Blómabúð opnuð í gamla bænum BOKAÚTGÁFAN Rauðskinna hefur gefið út Ijóðabókina „Draumrúnir". Ljóðin eru eftir Sigurð H. Guð- mundsson, prest í Víðistaðasókn í Hafnarfirði. Listamaðurinn Gunnar Hjaltason hefur myndskreytt Ijóð og bók. „Draumrúnir" er fyrsta ljóða- bók Sigurðar H. Guðmundssonar, en áður hafa birzt eftir hann ljóð í blöðum og tímaritum. Ljóðin eru öil ort á þessu ári, að einu undan- skildu. Höfundur skiptir bókinni í þrjá kafla, „Minningar", „Draum- rúnir" og „Hálfkæringur". Gunnar Hjaltason gerði teikn- ingarnar við ljóðin að einu undan- skildu, þar sem Sigurður orti ljóð við mynd eftir Gunnar. l>orsteinn Matthíasson Endurminningar frá Fjallaskaga BÓKAÚTGÁFAN Rein hefur gefið út bókina í greipum brims og bjarga, sem eru minningar Sigríðar Bjarna- dóttur húsfreyju að Lambadal í Dýrafirði, skráðar af Þorsteini Matt- híassyni. í aðfaraorðum bókarinnar segir höfundur m.a.: „Ég hygg að það sé tímabært að þær innri eigindir sem reyndust útskagabúum og af- dalabörnum fyrri tíðar drýgstar til lífsbjargar verði aftur meira metnar. Þættir þeir sem hér fara á eftir, minningar úr lífi síðustu búenda á Fjallaskaga, ysta býli við norðan- verðan Dýrafjörð, og afkomenda þeirra, gefa nokkra hugmynd um hver manndómsraun það var að lifa við þann hrikaleik náttúrunn- ar sem sífellt ógnaði fjölskyldunni í einangrun, hvern langan og strangan vetur, án þess að bíða tjón á sálu sinni." Bókin er 142 blaðsíður. Ljóðabókin er í allstóru broti, sett og umbrotin hjá Acta hf., prentuð hjá Steinmark hf. og bundin í Prentsmiðju Hafnar- fjarðar. eftir Helgu Ágústsdóttur ÚT ER komin bókin Krókópókó eft- ir Helgu Ágústsdóttur. Þetta er barnabók sem gefur ímyndunaraflinu byr undir báða vængi, ætluð yngstu lesendunum. Hún hentar einnig mjög vel til lestrar fyrir börn á leikskólaaldri. Sögurnar í bókinni fjalla um litla krókódílinn Krókópókó, sem er hvorki mjög stór né vitur. Hann lærir margt af lífinu í skóginum og umgengni sinni við hin dýrin. Hann lærir um hjálpsemi, að hrekkja ekki minnimáttar o.s.frv. Bókin hefur þá sérstöðu, að öðru hverju eru erfið orð, sem koma fyrir í textanum, útskýrð en hvergi svo að söguþráðurinn slitni, segir í frétt frá útgefanda. Krókópókó er prentuð með stóru letri og skreytt fjölda litmynda, sem Ólöf Knudsen hefur gert og birst hafa með sögunni í Stund- inni okkar að undanförnu. Höfundur gefur bókina út, en vinnsla var í umsjá Prenttækni hf. í Kópavogi. Litgreining var unnin hjá Korpus. OPNUÐ hefur verið blóma- og gjafa- vöruverzlunin Kristín að Vesturgötu 46a í Reykjavík og er það eina blómabúðin í bænum. Eigandi verzl- unarinnar er Hulda Kristín Jó- hannesdóttir. I verzluninni eru á boðstólum auk afskorinna blóma og potta- plantna, blómaskreytingar ýmiss konar, vasar og styttur, kerti og stjakar, skrautmunir ýmiss konar, ávextir og sælgæti. Auk þessa tekur verzlunin að sér gerð alls konar tækifæris- skreytinga. Blóma- og gjafavöruverzlunin Kristín verður opin alla daga vik- unnar, virka daga sem helgidaga, frá klukkan 10—20. Verzlunin er til húsa þar sem áður var kjallara- íbúð við Vesturgötuna, í húsi sem oft er kennt við Bjarna í blikkinu, eins og Bjarni Pétursson blikk- smiður, sem byggði húsið, var jafnan nefndur manna á meðal. Vaknaðu í Korgen rúminu £rá IKEA i Hjónarúm með náttborðum og dýnum 12.999- o HAGKAUP Skeif unni 15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.