Morgunblaðið - 11.12.1983, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.12.1983, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1983 + Tengdasonur minn og mágur, ANDREW CALTAGIRONE, lést í Wappinger Falls, New York, 4. desember. Bálför hans hefur fariö fram. Þökkum sýnda samúö. . Asta Magnúsdóttir, Guórún Tómasdóttir. t Móðir okkar, ELÍN JÓNSDÓTTIR, Sörlaskjóli 34, lést í Borgarspítalanum 9. desember. Börnin. + Móöir okkar, NÍELSÍNA ÁSBJÖRNSDÓTTIR ARNDAL, Bræöraborgarstíg 53, Reykjavík, andaöist þann 27. nóvember aö Sólvangi í Hafnarfirði. Jaröarförin hefur fariö fram. Elísabath, Katrfn, Helgi. + Elskulegur eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, HLÖÐVER EINARSSON, vélamiöur, Njaröargötu 33, veröur jarösunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriöjudaginn 13. desember kl. 13.30. Sigurrós Edda Ófeigsdóttir, Þórdís Hlööversdóttir, Ellert Jón Jónsson, Hildur Hlööversdóttir, Gunnlaugur Guömundsson, Sigríöur Hlööversdóttir, Guömundur Ragnar Ólafsson og barnabörn. + Útför MAGNÚSAR GUÐMUNDSSONAR, Reykjahlíó 12, fer fram frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 13. desember kl. 10.30. Elísabeth Vilhjálmsson og börn hins látna. + Útför STEFANÍU G. JÓNSDÓTTUR frá Kirkjubóli, Noröfiröi, Heíðargeröi 51, Reykjavík, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 12. desember kl. 15.00. Fyrir hönd vandamanna, Stefanía Hrönn Guömundsdóttir. + Eiginmaöur minn, GÍSLI GESTSSON, Skólageröi 65, veröur jarösunginn frá Kópavogskirkju þriöjudaginn 13. desember kl. 15.00. Stefanía Bjarnadóttir. + Útför móöur okkar og ömmu, SVEINLAUGAR LILJU JÓNSDÓTTUR, fer fram frá Dómkirkjunni þriöjudaginn 13. desember kl. 15.00. Jón Eldon, Sveinn Eldon, Hlín Eldon, Helga Eldon, Einar Eldon og barnabörn. Minning: Stefanía Jónsdótt- ir frá Kirkjubóli Stefanía Jónsdóttir frá Kirkju- bóli er látin eftir erfiða sjúkdóms- raun seinustu missera. Hún fædd- ist að Efri-Skálateigi í Norðfjarð- arhreppi 8. júní árið 1900, og voru foreldrar hennar hjónin Jón Þor- leifsson bóndi þar og Guðríður Pálsdóttir. Hún var yngst 5 systkina. Þau eru nú öll látin, Þorleifur bróðir hennar lézt sl. haust 87 ára að aldri. Meðan Guð- ríður gekk með Stefaníu varð hún fyrir þeirri þungu sorg að missa mann sinn úr lungnabólgú. Ekkja með 5 börn í ómegð á lítilli bújörð sýndist ekki eiga margra kosta völ um aldamót. Oddviti sveitarinnar, sem raunar var enginn annar en sóknarpresturinn, kom líka næsta vor og reyndi að leiða henni fyrir sjónir, hvert óráð það væri að ætla að halda búrekstrinum áfram. Raunar blasti ekki annað við en selja búið og tvístra fjölskyldunni. En Guðríður tók erindi hans fá- lega, sagðist halda áfram að búa og mundi halda hópnum saman, og við það sat. Og börnum sínum kom hún upp og það með sæmd. Raunar var hún afburðakona fyrir sakir áræðis og atorku og vílaði ekki fyrir sér að ganga í karl- mannsverk og datt ekki í hug að láta hlut sinn fyrir neinum. Aftur á móti mátti hún ekkert aumt sjá, og sögð var hún hafa líknarhendur enda ljósmóðir flestra barna í grennd sinni um árabil, var nær- færin við þá, sem sjúkir voru og óbrigðull formælandi þeirra, sem stóðu höllum fæti í lífinu. Stefanía ólst upp með móður sinni og kippti í kynið. Hún fór ung í vinnumennsku á næsta bæ, en giftist Guðmundi Sveinssyni 12. febrúar 1921, og hófu þau þá þegar búskap á Kirkjubóli í Norð- firði í sambýli við foreldra Guð- mundar. Þar bjuggu þau um 30 ára skeið að undanskildum nokkr- um misserum, sem þau bjuggu í Neðri-Skálateigi, og var heimili þeirra jafnan rómað fyrir mynd- arbrag og reisn. Árið 1951 brugðu þau búi. Störfuðu þau þá um skeið + Eiginmaður minn, og faölr okkar, SIGURDUR EGILSSON, bóndi Stokkalæk, veröur jarösunginn frá Keldnakirkju þriöjudaginn 11. desember kl. 14.00. Húskveöja veröur frá heimili hins látna sama dag kl. 13.00. Fyrir hönd annarra vandamanna, Kristín Oberman og börn. + Eiginmaöur minn, faöir okkar og tengdafaöir, ÁRNI JÓNSSON, kaupmaður, Lólandi 19, veröur jarösunginn frá Bústaöakirkju þriöjudaginn 13. desember kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hins látna er vinsamlegast bent á líknar- stofnanir. Sigurlaug Jónsdóttir, Jón Þór Árnason, Páll Árnason, Ragnar Árnason, Ásdís Árnadóttir, Jón Bergsveinsson. + Ástkaer eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, ÞORVALDUR SIGURÐSSON, kennari, Meöalholti 15, Reykjavík, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 12. desember kl. 10.30. Ingibjörg Einarsdóttir, Kolbrún Þorvaldsdóttir, Andrés Haraldsson, Edda Þorvaldsdóttir, Pétur Jónsson, Ingunn Þorvaldsdóttir, Kristján Richter og barnabörn. við Eiðaskóla, þar sem Stefanía var ráðskona skólaheimilisins, en fluttist alfarin til Reykjavíkur 1953, þar sem þau bjuggu síðan. Þeim hjónum varð fjögurra barna auðið og eru tvö þeirra lát- in. Mann sinn missti Stefanía árið 1970. Áfram bjó hún í húsi sínu í Heiðargerði í Reykjavík unz yfir lauk, ásamt dótturdóttur sinni, sem alizt hafði upp hjá henni frá bernsku. Stefanía hlaut að vekja athygli hvar sem hún fór. Hún var einörð í skoðunum og skorinorð í máli, svo að enginn fór í grafgötur um, hvar hún stóð. Hún átti í ríkum mæli stórlyndi fornkvenna, þó var hún mest í ætt við Halldóru, konu Víga-Glúms, sem batt „sár þeirra manna, er lífvænir eru, úr hvorra liði sem eru“. Vissulega var hún einatt nærfærin við þá, sem sjúkir voru, svo að af bar. Hitt var þó jafnvel meira um vert, hve henni var lagið að græða þau sár, sem ekki urðu alltaf séð í fljótu bragði. Sárir leituðu hennar gjarnan, og við hlið hennar uxu þeir, sem sóttu hennar fund, með því að hún af kjarki sínum og úrræði veitti auknu þori frá brjósti til brjósts. Og hún var ein þessara hisp- urslausu manna, sem við hljótum að dá og leyfist að kveða fastar að orði en öðrum, af því að allir vita, að hugur fylgir máli og menn sjá þá sjálfa ganga fram fyrir skjöldu, leggja sig alla í bardagann til að bjarga því, sem bjargað verður. Hún kunni ekki að spara sjálfa sig, og hvort sem í hlut átti skyld- ur eða óvandabundinn hikaði hún ekki við að létta þeim róður, sem bjuggu við andstreymi. Um hana gilti það, sem fyrr var kveðið, að: bæði af henni gustur geðs og gerðarþokki stóð. Ég býst við, að meðan hún var húsfreyja i Norðfjarðarhreppi hafi ekki orðið þar mörg dauðsföll án þess hún kæmi til og hjúkraði eða hlynnti að, og svo þegar yfir lauk hjálpaði hún til við að undir- búa kistulagningu og útför. Per- sónulegan vanda samferðamanna af ýmsu tagi var hún ótrauð að takast á við, og það stóð vissulega enginn einn, sem átti hana Stef- aníu á Kirkjubóli að. Heimilið á Kirkjubóli var um margt sérstætt og til fyrirmyndar. Þar lifðu þrjár kynslóðir í ein- drægni undir sama þaki. Þar voru ekki aðeins foreldrar Guðmundar, meðan þau lifðu. Þar vistuðust iðulega aldraðir til lengri eða skemmri dvalar. Þangað komu börn og unglingar og fóru þaðan ekki síðan fyrr en fulltíða. Þar var líka óvenjuleg risna, gestir og gangandi komu og fóru, þar sem öllum var tekið tveimur höndum og hverjum og einum stóðu rausn- arlegar veitingar til boða. Og hús- móðirin var stórvirk, myndar- bragur auðsær á öllu, sem hún tókst á hendur hvort sem var í eldhúsi eða við handavinnu og saumaskap af ýmsu tagi. Örlæti Stefaníu var og við- brugðið og undarlega nösk var hún að finna, hvað helzt mátti koma að góðu haldi hverju sinni, enda skyggn á mannlegt eðli og mannleg kjör, auk þess að vera skyggn á það, sem öðrum er ekki gefið að sjá. Ekki býst ég við, að unnizt hafi tími til mikils bóklestrar í hús- móðursessi á mannmörgu sveita- heimili kreppuáranna. Þá var það enn, að munnleg frásögn var í há- vegum höfð og mikils metin til varðveizlu í trúu minni. Stefanía var sjór að fróðleik um persónu- sögu og gamlar sagnir um fjörðu austur. Og enn á efstu árum var frásögn hennar mögnuð spennu þess sögumanns, sem er á mörkum listrænnar snilli. Og seinustu dag- ana, sem hún lifði, var minnið enn óbrenglað og frásagnargáfan óhögguð. Og fremur en tala um veikindi sín og „aumingjaskap" var hugurinn vakinn og sofinn við atburði dægranna. Og ég býst við, að hún hafi á seinustu vikum átt þá ósk fremsta að fá að deyja með óbrenglað minni og hugarstyrk. Og sú ósk hennar rættist, þessarar konu, sem alltaf vildi og gat borið höfuðið hátt. Bjarni Sigurösson Lúsfuhátíð í Norræna húsinu ÍSLENSK-sænska félagið efnir til Lúsíuhátíðar á sjálfri Lúsíumessu þriðjudaginn 13. desember. Verður hátíðin í Norræna húsinu og efst kl. 20. Þar flytur Heimir Pálsson, menntaskólakennari, Lúsíulof- gjörð, og Esbjörn Rosenblad, sendiráðunautur, flytur kvæði. Kl. 21 kemur Lúsía með þernur sinar og syngja þær Lúsíusöngva. Ennfremur skemmta Sigrún Jó- hannesdóttir og Gunnar Gutt- ormsson með söng og gítarleik, sungin verða jólalög og önnur skemmtan höfð í frammi. Þar verða og hefðbundnar veit- ingar svo sem kaffi með tilheyr- andi „lussekatter". (FrétUtilkynning.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.