Morgunblaðið - 11.12.1983, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 11.12.1983, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1983 39 Guðrún Eyjólfs- dóttir - Minning Fædd 3. júní 1909 Dáin 2. desember 1983 Mánudaginn 12. desember kl. 13.30 verður Guðrún Eyjólfsdóttir frá Akrakoti jarðsungin frá Fossvogskirkju. Við, sem kynnt- umst henni best er hún bjó hér í Bessastaðahreppi, kenndum hana ætíð við Akrakot. Guðrún var fædd á Ölvaldsstöð- um í Borgarhreppi, Mýrasýslu. Hún var dóttir hjónanna Guðríðar Þórarinsdóttur og Eyjólfs Jóns- sonar bónda. Hún ólst upp í foreldrahúsum ásamt þremur systkinum. Leið hennar lá síðan til Reykjavíkur. Þar kynntist hún eiginmanni sínum, ólafi Jónssyni vélstjóra. Þau gengu í hjónaband 4. ágúst 1931. ólafur lærði vél- stjórn í Noregi og var til margra ára vélstjóri til sjós. Hann var m.a. vélstjóri á fyrsta togaranum er keyptur var til íslands, árið 1904, b.v. Coot. ólafur hætti sjómennsku og keypti jörðina Keldur í Mos- fellssveit. Á Keldum höfðu hjónin mikil umsvif. Jörðin var stór og margt þurfti að rækta upp og endurbæta. Hjónin seldu síðar ríkinu jörð- ina og árið 1941 keyptu þau Akra- kot á Álftanesi og hófu búskap þar. í Akrakoti bjuggu hjónin án þess að þurfa aðkeyptan vinnu- kraft, enda búskapurinn miklu smærri í sniðum en á Keldum. Fljótlega tókust náin kynni við næstu nágranna, fjölskyldurnar á Breiðabólstöðum. ólafur og Guð- rún voru mjög félagslynd og tóku þátt í öllu félagslífi á Álftanesi. Leiðir okkar Guðrúnar lágu mikið saman, bæði innan kvenfé- lagsins og í kirkjukór Bessastaða- sóknar. Guðrún starfaði af lífi og sál að öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Frá þessum árum eru margar ljúfar minningar er tengj- ast samstarfi við Guðrúnu. Minn- isstæðust er hún mér fyrir glað- lyndi sitt og ósérhlífni í félags- störfum. Þannig munum við allar, er með henni áttum leið, ætið minnast hennar. Guðrún ávann sér traust og vináttu allra er kynntust henni. Árið 1950 lést Ólafur, 73 ára að aldri. Þó rnikill aldursmunur væri á hjónunum ríkti gagnkvæm ást, virðing og samheldni í sambúð þeirra. Börnin og heimilið sátu í fyrirrúmi og nýtni og reglusemi voru þar til fyrirmyndar. Foreldrar Guðrúnar. Guðríður og Eyjólfur, fluttu á Álftanes og keyptu jörðina Deild, ekki löngu eftir að ólafur og Guðrún fluttust þangað. í Deild ríktu ráðdeild og reglusemi og mátti af því ráða, að Guðrún hafði fengið gott vega- nesti í vöggugjöf. ólafur og Guðrún eignuðust þrjú börn. Dótturina Sóleyju misstu þau ársgamla. Hún var elst barna þeirra. Næstur er Gunnar, járnsmiður, kvæntur Randy Arngríms. Þau eru búsett í Reykjavík og eiga 5 börn, þá Þorbjörg búsett í Hafnarfirði, gift Tryggva Jónssyni, rafvirkjameist- ara. Þau eiga tvö börn. Barna- barnabörn Guðrúnar eru 8. Ekkja varð Guðrún aðeins 41 árs að aldri. Hún bjó 7 ár eftir lát eiginmanns í Akrakoti. Þá reyndi á dugnað hennar og hagsýni. Hún seldi síðan jörð sína og keypti sér íbúð við Suðurgötu 55 í Hafnar- firði. Þó Guðrún flytti búferlum af Álftanesi, slitnuðu ekki vináttu- böndin né tryggð hennar við kven- félagið. Hún var því kjörin heið- ursfélagi þess. Eftir að Guðrún.kom til Hafn- arfjarðar réð hún sig til starfa á Elli- og Hjúkrunarheimilið Sól- vang. Þar vann hún í yfir 20 ár. Þegar hún hætti störfum um sjötugt, naut hún þess að ráða ferð sinni, lifa og gera það sem hugur hennar girntist. Hún hafði mikið yndi af ferðalögum og ferðaðist mikið bæði innan lands og utan í leyfum sínum. Hún fór m.a. þrisv- ar til Kanada. Það var skemmti- legt að hlusta á Guðrúnu segja ferðasögur sínar. Hún var gædd góðri frásagnargáfu, ásamt sinni góðlátlegu kímni. Áhugamál Guðrúnar voru margvísleg, Tíminn leið fljótt og alltaf hafði hún nóg að gera. Hún fékkst mikið við hannyrðir, lestur góðra bóka og sótti leikhús. Garð- urinn hennar veitti henni margar unaðsstundir. Tvívegis fékk hún hjartaáfall síðustu ár ævinnar, en náði sér fljótt og þakkaði það læknavísind- unum. „Ef að ég tek hjartatöflurn- ar mínar er allt í lagi með mig,“ sagði hún, er spurt var um heilsu- far hennar. Krabbamein varð henni að ald- urtila. Engan óraði fyrir því að dagar hennar væru taldir er hún fór í sjúkrahús fyrir skömmu. Ekki var á henni að sjá eða heyra að um alvarleg veikindi væri að ræða. Guðrún lést sátt við alla. Ævi- starfi sínu lauk hún með sóma. Börnum, tengdabörnum, barna- börnum og öðrum ættingjum eru sendar innilegar samúðarkveðjur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Margrét Sveinsdóttir Minning: Þorvaldur Sigurðs- son kennari ddur fjölhæfum gáfum og hafði allt námsefni vel á valdi sínu. Ekki var það síður mikilvægt að öll framkoma hans gagnvart nem- endum einkenndist af hlýju í þeirra garð og hann var alltaf reiðubúinn að rétta þeim hjálp- arhönd. í bekkjum Þorvalds ríkti góður andi. Fæddur 22. júlí 1898 Dáinn 4. desember 1983 Þorvaldur Sigurðsson var Norð-Mýlingur. Foreldrar hans, Sigurbjörg Sigurðardóttir og Sig- urður Einarsson, bjuggu að Rauð- holti í Hjaltastaðaþinghá. Snemma mun hugur Þorvalds hafa hneigst til að afla sér mennt- unar. Hann stundaði nám í Al- þýðuskólanum á Eiðum 1919—21 og Kennaraskóla íslands 1923—25. Haustið eftir að hann lauk kennaraprófi gerðist hann skóla- stjóri unglingaskólans í Neskaup- stað. Þorvaldur var þar í fjögur ár. Árið 1929 varð hann skólastjóri. barnaskólans á Eyrarbakka. Þá um haustið kvæntist hann Ingi- björgu Einarsdóttur. Foreldrar hans voru Einar Þórðarson, prest- ur, að Hofteigi í Jökuldal og kona hans, Ingunn Loftsdóttir. Árið 1938 fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur og var Þorvaldur kennari við Miðbæjarskólann til 1969 er hann lét af störfum. Þorvaldur var félagslyndur og tók mikinn þátt í margs konar fé- lagsstörfum ekki síst meðan hann starfaði úti á landi. Hann var í Verkalýðsfélagi Neskaupstaðar og formaður þess um skeið. Formað- ur verkamannafélagsins Bárunnar á Eyrarbakka var hann í fjögur ár. Þátttaka Þorvalds i félögum verkafólks sýnir einlægan vilja hans til að rétta þeim hjálparhönd sem minna náttu sín í þjóðfélag- inu. í stjórnum Kennarafélags Árnessýslu og Kennarafélags Miðbæjarskólans var hann um skeið. Þegar kennslueftirlit í barna- skólum var tekið upp um 1930 var Þorvaldi falið það í nokkrum hluta Árnessýslu, gegndi hann því uns það var lagt niður. Þegar Þorvaldur hóf kennslu í Miðbæjarskólanum átti hann langan kennsluferil að baki og var strax ljóst að þar var ekki viðvan- ingur á ferð. Þorvaldur var góður og farsæll kennari. Hann var gæ- Mörg hugðarefni átti Þorvaldur auk kennslunnar. Hann unni ljóð- um og kunni fjölda vísna og kvæða, sjálfur var hann vel hag- mæltur. Áhugamaður var hann um skák og var vel að sér í þeirri íþrótt. Samkennarar hans og fleiri áttu með honum margar ánægju- stundir við skákborðið. Ekki var Þorvaldur einn á lífs- leiðinni, við hlið hans stóð Ingi- björg kona hans sem lagði sig fram um að skapa manni sínum og dætrum friðsælt og gott heimili, þangað var ávallt ánægjulegt að koma. Dætur þeirra hjóna eru þrjár: Marta Kolbrún, Edda Sigurbjörg og Ingunn. Þær hafa allar stofnað sín heimili. Barnabörnin eru sex. Síðustu árin átti Þorvaldur við vanheilsu að stríða. Þrátt fyrir að líkamskraftarnir biluðu hélt hann andlegum kröftum til hinstu stundar og naut þess að blanda geði við þá sem litu inn til hans. Við sem störfuðum með Þor- valdi í Miðbæjarskólanum þökk- um honum vináttu hans og langa og góða samfylgd. Hann var sér- stakur drengskaparmaður sem öllum vildi gott gera, samfylgd slíkra manna er aldrei ofmetin. Við hjónin þökkum Ingihjörgu og Þorvaldi trygga og hlýja vin- áttu um langt árabil og óskum Ingibjörgu, dætrunum og fjöl- skyldum þeirra alls góðs. Pálmi Jósefsson t Eiginmaöur minn, BJÖRN BENEDIKTSSON, fyrrverandi yfirpóstafgreiöslumaöur, Grandavegi 4, veröur jarösunginn frá Fríkirkjunni þriöjudaginn 13. desember kl. 10.30. Guörún Þorvaldsdóttir. t Útför móöur okkar og tengdamóöur, GUÐRÚNAR EYJÓLFSDÓTTUR, Suöurgötu 55, Hafnarfíröi, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 12. desember kl. 13.30. Þorbjörg Ólafsdóttir, Tryggvi Þór Jónsson, Gunnar Ólafsson, Randí Arngríms. t Innilegustu þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför GUDJÓNS GUÐMUNDSSONAR, verslunarstjóra, Miklubraut 1«. Pauline Karlsdóttir og aörir vandamenn. t Innilegustu þakkir fyrlr samúö og hlýhug viö fráfall og útför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, FRIÐBORGAR GUDJÓNSDÓTTUR. Ingibjörg Hauksdóttir, Hannes Pétursson, Svandís Hauksdóttir, Nikulás Magnússon, Haukur Hannesson, Friörik Nikulásson, Dröfn Nikulásdóttir. t innilegar þakkir færum vlö öllum sem sýndu okkur samúö og vinarhug viö útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdafööur og afa, MATTHÍASAR HELGASONAR, Grýtubakka 32. Hjartanlegar þakkir til allra sem leituöu hans þann 28. nóvember sl. Fyrir hönd aöstandenda, Cecilía Heinesen. t Þökkum auösýnda samúö og vinarhug vegna andláts fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa, KRISTMANNS GUDMUNDSSONAR, rithöfundar. Randís Sellevold, Warren Sellevold, Vildís Kristmannsdóttir, Árni Edvinsson, Hrefna Kristmannsdóttir, Helgi Björnsson, Ninja Kristmannsdóttir Fine, Philip Fine, Ingilín Kristmannsdóttir, Kaölín Kristmannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Birting afmœlis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.