Morgunblaðið - 11.12.1983, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 11.12.1983, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1983 Ein vika lifir þings 1983: Þingmenn „komi heim“ Þingmenn hlusta grannt. Skyldu þeir „greina ýmis aukahljóð og suð í loftræstikerfi'* og „sjá blettina efst í gluggatjöldunum til vinstri", eins og fréttamaður Þjóðaviljans? Er þingið spegilmynd þjóðarinnar? • Þing — spegil- mynd af þjóð? „Um leið og ég gekk inn í þing- húsið fann ég þetta þykka ósýni- lega loft niðurdrepandi leiðinda." Það er blaðamaður af Þjóðvilja sem er að lýsa vinnudegi sínum á Alþingi. Hann heldur áfram: „Fyrst í stað sátu flestir þing- mennirnir í sætum sínum (inn- skot: en ekki hvar?) en svo byrj- uðu þeir að tínast út einn og einn og sumir sáust aldrei síðan (inn- skot: ekki hefur þó verið auglýst eftir þeim) ... Yfirleitt vóru 2—3 ráðherrar í salnum og 7—10 óbreyttir þingmenn í stólum sín- um, sumir hverjir niðursokknir í eigin hugsanir eða blaðabunkann sinn. Ósköp var þetta eitthvað drepleiðinlegt. — Ef þessi sam- kunda er spegilmynd af íslenzku þjóðinni þá er illa komið fyrir henni!" Hér skulum við staldra við. Er Alþingi, hornsteinn þingræðis og fullveldis þjóðarinnar, það óskepi, sem blaðamaður vill vera láta? Flestir þingmenn, ef ekki allir, hafa gengið í gegnum einhvers konar prófkjör. Hundruð eða þús- undir flokksfólks velur frambjóð- endur (á stundum ekki aðeins með þátttöku óflokksbundinna, heldur einnig gestaliðs úr öðrum flokk- um, eins og dæmin sanna). Loks velur þjóðin sjálf þingmenn sína í leynilegum kosningum. Alþingi er þjóðkjörið. Það er þverskurður og spegilmynd af þeim, er réðu þinghöfnina, hvort sem viðkomendum líkar betur eða verr. Löggjafarþing íslendinga er vinnustaður 60 þingmanna. Þar eru margs konar einstaklingar eins og vera ber. Svo margt er sinnið sem skinnið, segir máltæk- ið. Hinsvegar er Alþingi, sem bet- ur fer, ekki eins snautlegt og Þjóð- viljinn segir. Þar mætti að vísu sitthvað betur fara, eins og víðast hvar, en þar er engu að síður margur vel hæfur verkmaður. Framvindan í þjóðarbúskapnum ræðst og víðar en á Alþingi. Sveit- arfélög og aðilar vinnumarkaðar koma einnig við sögu, svo dæmi séu nefnd. „Þá er illa komið fyrir þjóðinni," sagði Þjóðviljinn. Það má til sanns vegar færa, að illa var komið á vordögum 1983, í endaðan fimm ára feril fjórtan-skerðinga- stjórnar. Verðbólga á hraðferð, komin langleiðina í 200%. Við- skiptahalli 1979—1983 samtals tæpar 13.000 m.kr. Erlendar skuldir, sem vóru 15.000 m.kr. í árslok 1978, komnar í 32.000 m.kr. eða 60% af þjóðarframleiðslu, og höfðu hækkað um 6.800 m.kr. Nytjafiskar ofnýttir um árabil með þeim afleiðingum að minnka þarf þorskafla 1984 um 100 þús- und tonn frá 1983, sem þó verður síður en svo sérstakt um afla- brögð. Hundrað þúsund þorsktonn gera tvo og hálfan milljarð króna í vinnsluverðmætum, sem mittisól þjóðarbúskapar þrengizt um. At- vinnuvegir vóru á heljarþröm og við mörk stöðvunar. Þjóðarfram- leiðsla og þjóðartekjur, sem lífs- kjörum ráða, höfðu rýrnað um- talsvert. • Að koma heim frá El Salvador og Mexíkó? „Ósköp var þetta eitthvað drep- leiðinlegt," sagði þulur af Þjóð- vilja. Þjóðmálin vógu ekki þungt í huga hans. Athyglin beindist í aðrar áttir: „Smátt og smátt fór ég að greina ýmis aukahljóð í loftræst- ingu (innskot: undir ræðu land- búnaðarráðherra, sem hann segir „tala lágt, langt og tilbreytingalít- ið“), svo sem lágvært suð í loft- ræstikerfi. Svo fór ég að virða fyrir mér þennan 100 ára gamla sal hátt og lágt, sá blettina efst í gluggatjöldunum til vinstri og ryklagið á syllunni sem er um- hverfis salinn fyrir ofan höfuð þingmanna." Þó athyglin sé bundin við bletti í gluggatjöldum og ryk á syllum hafa vandamálin ekki gufað upp við stjórnarskiptin í landinu. Spurningin er máske „drepleiðin- leg“ en engu að síður sú, þrátt fyrir nýja húsbændur í stjórnar- ráði, hvort við séum komin alla leið niður í öldudalinn. ótyrming og sleifarlag fjórtán-skerðinga- stjórnar á eftir að setja mark sitt á þjóðlíf og lífskjör næstu misseri, því er nú verr. Alþingi og aðilar vinnumarkað- ar hafa meir en nóg af vandamál- um í hlaðvarpa, sem bíða umfjöll- unar og vonandi úrlausna. Ekki veit ég hvort „þykkt ósýnilegt loft niðurdrepandi leiðinda“, svo stuðst sé við lánsorð, byrgja sýn til þessara vandamála. En, var- lega orðað, sjá þingmenn þau mis- vel. Meðan eldar loga á flestum svið- um ríkis- og þjóðarbúskapar setja þingmenn á langar ræður, sem mælast í klukkutímum sumar hverjar, um innrásina í Grenada, málefni E1 Salvador, tillögu Mex- íkó á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, meðaldrægar eldflaugar í Mið-Evrópu og svo framvegis. Ekki skal gert lítið úr alvöru alls þessa. Það er og skiljanlegt, út af fyrir sig, að þeir, sem bera stjórn- arfarslega ábyrgð á vanda þjóðar- búsins, kjósi að fara mikinn um fjarlægari efni. Raunar einnig að fréttamaður Þjóðvilja leggi frem- ur eyru við suði úr loftræstingu og öðrum aukahljóðum en málefnum. Það má lesa mikið milli lína í skemmtilegum texta þessa Þjóð- viljamanns. Albanía er jafnan skammt undan á þeim bæ. Þingmenn mættu, að ósekju, „koma heim“ frá E1 Salvador, Mexíkó og Mið-Evrópu, þó þeir hafi efalítið margt spaklegt þar til mála að leggja, og sinna þeim vandamálum, „drepleiðinlegum", í eigin hlaðvarpa, sem varða at- vinnu- og afkomuöryggi „hátt- virtra kjósenda" í þessu harðbýla landi: ríkis- og þjóðarbúskap, og meginverkefni sínu, löggjafar- starfinu. Það er kappnóg sem gera þarf á þeirri einu viku eða svo, sem eftir lifir þings annó 1983: stjórnarfrumvarp um fiskveiðar í næstu framtíð, fjárlög, lánsfjár- áætlun, skattalög og önnur tekju- lög ríkissjóðs og sitthvað fleira mikilvægt. • Orkan, at- vinnan og ísal Þrátt fyrir margs konar vanda- mál í hlaðvarpa þings og þjóðar hafa alþingismenn kosið, sem fyrr segir, að flytja inn nokkur til við- bótar, og sum ekki smá í sniðum, til að þrátta um. Á þessu sviði, sem öðrum, hafa þeir staðið fyrir „óhagstæðum jöfnuði" við um- heiminn, ef nota má svo gálaust orðbragð. Þráhyggja einstakra þing- manna, ekki sízt fyrrverandi orkuráðherra, hefur og sagt til sín í maraþonræðum um álverið í Umsóknir um íbúðakaup séd vestur álakvísl Stjórn verkamannabústaöa í Reykjavík óskar eftir umsóknum um 74 íbúöir í Ártúnsholti og 31 íbúö viö Neðstaleiti í Reykjavík. íbúöir þessar eru tveggja til fjögurra herbergja og verða fyrstu íbúðirnar væntanlega afhentar síöla árs 1984 en þær síöustu haustiö 1985. Ennfremur er óskaö eftir umsóknum um eldri íbúöir, sem koma til endursölu síöari hluta árs 1984 og fyrri hluta árs 1985. Um ráöstöfun, verð og greiösluskilmála þessara íbúöa gilda lög nr. 51/1980. Umsóknareyöublöð verða afhent á skrifstofu V.B. Suðurlandsbraut 30, og veröa þar einnig veittar allar almennar upplýsingar. Skrifstofan er opin mánudaga—föstudaga kl. 9—12 og 13—16. Umsóknum skal skila eigi síðar en 6. jan., 1984. Vakin er athygli á aö eldri umsóknir eru fallnar úr gildi. JOIASVEINARNIR frá ísf ugl Ætli það sé kjúklingur sem hann hefur krækt í - eða Rúlletta, ert þú búinn að krækja í RÚLLETTU? ísfugl Fuglaslálurhúsið aö Varmá Reykjavegi 36 Mostellssveit Símar: 91-66103 og 66766 I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.