Morgunblaðið - 11.12.1983, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 11.12.1983, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1983 41 ÞINGBRÉF eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON Straumsvík. Einkum og sér í lagi varð skýrsla Sverris Hermanns- sonar, iðnaðarráðherra, tilefni „tungufossa" til að teygja lopann dögum saman. I þessari umræðu kom fram, í máli Birgis ísleifs Gunnarssonar alþingismanns, að nettó-gjaldeyr- ishagnaður þjóðarbúsins af álver- inu 1982 hafi verið nálægt einn milljarður króna. Brúttó-vinnslu- verðmæti 100 þúsund tonna af þorski er, gróft reiknað, tveir til tveir og hálfur milljarður króna. Þessi samanburður sýnir, hve þungt fyrirtæki á borð við álverið vegur í þjóðarbúskapnum. Þegar álverið var byggt völdu íslendingar þann kost að taka sitt á þurru í atvinnu, sköttum og orkuverði, en láta Alusuisse um fjármögnun stofnkostnaðar og rekstraráhættu. Samanburður á álveri og járnblendiverksmiðju, hvar íslendingar eru meirihluta- eigendur, hefur fært okkur heim sanninn um, að réttar var að stað- ið, þá álverið var byggt. Ef sami háttur hefði verið á hafður um ál- verið og járnblendið, sem sætt hefur miklu rekstrartapi, benda sterkar líkur til, að engin starf- ræksla færi fram í Straumsvík í dag. Hagnaðurinn af álverinu er þrenns konar. í fyrsta lagi atvinna mörg hundruð manna, sem starfa hjá fyrirtækinu, og greiða skatta og skyldur til sveitarfélaga og ríkis. Þar við bætast margfeldis- áhrif frumvinnslustarfa, en hvert slíkt starf er talið „fæða af sér“ þrjú til fjögur þjónustustörf. í annan stað er skattheimtan, fram- leiðslugjaldið, sem að stærstum hluta gekk til byggðasjóðs (ríkis) og að minnihluta til Hafnarfjarð- arkaupstaðar. Byggðasjóður studdi síðan við bakið á marghátt- aðri atvinnuuppbyggingu vítt um land. í þriðja lagi kemur svo orkusalan, en eina leiðin til að breyta ónýttri orku íslenzkra vatnsfalla í atvinnu og beinharðan gjaldeyri, í umtalsverðum mæli, er orkuiðnaður. Álverið gerði fyrstu stórvirkjun íslendinga, Búrfellsvirkjun, mögu- lega. Stórvirkjun án markaðsfor- senda er út í hött. Þegar samið var um orkuverð til álversins sá enginn fyrir þær verðbreytingar á heimsmarkaði, sem síðar komu til, s.s. margföld- un olíuverðs. Orkuverðið var við það miðað að það, sem og skatt- heimta af fyrirtækinu, greiddu stofnkostnað við Búrfellsvirkjun á nokkrum áratugum. Síðan hefur orkuverð til álversins verið hækk- að í tvígang, með sérstökum samningum, og enn standa yfir samningar um frekari hækkun. Sjálfgefið er að knýja fram hækkun orkuverðs til álversins. Ekki sízt ef sú verður niðurstaðan að stækka það um helming, sem kallar á orku frá nýrri og dýrari stórvirkjun (Blöndu?). Hinsvegar þarf að gjalda varhug við ein- trjáningslegum og rangvísandi áróðri, sem fram hefur verið sett- ur af talsmönnum Alþýðubanda- lags og fornbýlishátta í þjóðar- búskapnum um orkuverðið. I umræðu um skýrslu iðnaðar- ráðherra, sem fyrr er getið, var vitnað til skýrslu Orkustofnunar, dagsettrar 10. marz 1983, en þar segir: „Segja má að meginniðurstaða þessarar athugunar, miðað við þær forsendur sem hér eru notað- ar, sé, að á árunum 1969—1978 hefði orkuverð Landsvirkjunar til almenningsveitna þurft að vera hærra ef álverið í Straumsvík hefði ekki komið til...“ Fyrrrverandi iðnaðarráðherra fékk þessa skýrslu í hendur. Birgir ísleifur Gunnarsson, alþingismað- ur, lýsir viðbrögðum hans svo i þingræðu: „Hann stakk henni undir stól. Hann lét hvergi birta hana, heldur settist niður með sínum mönnum og bjó til nýjar forsendur, for- sendur sem pössuðu betur við þær niðurstöður, sem hann var fyrir- fram búinn að halda fram á opin- berum vettvangi, og bað Orku- stofnun um nýja skýrslu!" „Þessi vinnubrögð eru athyglis- verð,“ sagði Birgir ísleifur, „því fyrrverandi iðnaðarráðherra iðk- aði þau í fleiri málum, að búa til forsendur, fá síðan virtar stofnan- ir, eins og verkfræðideild Háskól- ans og Orkustofnun, til þess að setja inn í tölvur og reikna niður- stöður samkvæmt forsendum, sem þeim vóru gefnar, og halda því síð- an fram, að um væri að ræða óvil- halla virta aðila, sem kæmust að niðurstöðunni.” Þessi hlið mála hefur hvergi nærri verið kunngjörð sem skyldi. Stefán Fridbjarnnrson er þing- fréttamadur Morgunblaðsins og skrifar að staðaldri um stjórnmál í blaðið. ísíðustu verðkönnun Verðlagsstofnunar (verðkynning nr. 17)- voru íslensku vörurnar yfirleitt ódýrari en þær erlendu. I sumum tilvik- um var verð erlendu vörunnaralltaðþrefalt hærra en þeirraríslensku. Þannig er hægt að spara með því að bera saman verð. Taktu íslenskar vörurmeð í samanburðinn, þá ertþú viss um lægsta verð. Oqenneitt: VERALDARPLATA r r KRISTJANS JOHANNSSONAR OG LUNDÚNASINFÓNÍUNNAR íœst hjá okkur Á hljómplötu sinni syngur Kristján gullíalleg lög við allra hœíi við undirleik London Symphony Orchestra undir stjórn ítalska meistarans Maurizio Barbacini. Kristján syngur: O Sole Mio Muslca Proibita Toma a Surriento Core 'Ngrato Non ti scordar di me Dicitencello vuie Mattinata Sjá dagar koma Mamma Rondine al Nido í ijarloegð Maria Maril Ideale Hamraborgin eins og honum einum er lagið. TAKMARKAÐ UApif attd TTPPT A C* L'V PTP TÓT TIAuIíAUi Ul X ÍJnV3 X X XvXJ V/U AKUREYRI — NJARÐVlKUM — REYKJAVIK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.