Morgunblaðið - 11.12.1983, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 11.12.1983, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1983 Tarak Ben Amar 11 HEIMI l\VII\AiyN[)/iNNA Unnið að A.D. (Eftir Krist) i ströndinni við Monastir. — Mógúllinn í Monastir Tarak hagnaðist mjög á þessum viðskiptum og hann ákvað að reyna aftur fyrir sér við framleiðslu kvikmynda. Hann framleiddi nokkrar ódýrar kvikmyndir og hagnaðinn af þeim notaði hann til að fjármagna myndina La Traviata, sem Franco Zeffirelli gerði eftir óperunni frægu og er nú sýnd í Bíó- höllinni. Myndin kostaði 7,5 millj- ónir dollara, en var kvikmynduð í Róm. Velgengni La Traviata var langstærsta verk- efni Taraks, en myndin hefur fært honum margar milljónir. Um þess- ar mundir er hann að vinna að tveimur stórum verkefnum. Það fyrra er myndin Les Morfalous með vinsælasta leikara Frakka, Jean- Paul Belmondo. Þá vinnur Tarak að löngum og flóknum sjónvarps- myndaflokki sem nefndist A.D. (Eft- ir Krist) og fjallar um upphaf krist- innar trúar. Myndin á að kosta 25 milljónir dollara, og meðal leikara eru James Mason, John Houseman og Jennifer O’Neil. Rúmlega fjörutíu kvikmyndir hafa verið gerðar af erlendum mönnum í Túnisíu síðan Tarak Ben Amar vakti athygli ítala á mögu- leikunum sem landið býður upp á. Þá hafa fjölmargir samlandar Tar- aks (jafnvel þeir sem hlógu að hon- um í upphafi), snúið sér að kvik- myndun og eitt þúsund manns starfa sem aðstoðarmenn kvik- myndagerðarfólksins. Tarak er vandur að virðingu sinni. Hann leyfði ekki ítalska kvenleikstjóranum Liliönnu Cavani að kvikmynda í kvikmyndaveri sínu, því hann taldi hana niður- lægja Egypta. Hann hætti við þátt- töku í viðamikilli mynd sem Para- mount-fyrirtækið ætlar að gera, Sagan um Davíð, með Richard Gere í aðalhlutverki, því Tarak fannst handritið iykta af gyðingahatri. „Myndin kemur til með að sýna Davíð sem blóðþyrstan hermann," segir Tarak, „og þessir herramenn skrifuðu söguna eftir eigin höfði." Fyrirtæki Taraks er metið á meir en 30 milljónir dollara. Maðurinn er auðugur en hann ekur enn í 8 ára gömlum Renault. Hann hefur ekki tíma til að skipta um bíl. Það fyrsta sem Francios Mitterrand, Frakk- landsforseti, gerði þegar hann kom í opinbera heimsókn til Túnis, var að heilsa upp á Tarak Ben Amar, skoða Monastir-kvikmyndaverið og skeggræða einkaframtakið. Þýtt og endursagt: HJÓ HVAÐ EIGA Star Wars, La Traviata, Jesús frá Nazareth og Ránið á týndu örkinni sameiginlegt fyrir utan að græða mikla peninga? Jú, þær voru allar kvikmyndaðar í Panavision og teknar í Monastir-kvikmyndaverinu. Ha? Monastir, hvað er það nú? Monastir er sólríkur strandbær í Túnisíu. Fornt virki gnæfir yfir göturnar; flugur þekja kjötbita sem hanga úti á opnum mörkuðum; rusl þekur öng- stræti; gamlar konur klæðast hefðbundnum kjólum. Skammt þar frá eru ólíkir heimar. Tíberíus keisari spásserar um — fólk frá Hollywood undirbýr tökur fyrir geimmynd. Það er maður að nafni Tarak Ben Amar sem hefur af hörku og þraut- seigju byggt upp geysistórt og vandað kvikmyndaver við strandbæ í föðurlandi sínu, Túnisiu. Hann er rúmlega þrítugur og margfaldur milljónamæringur. Fyrir nokkrum árum átti hann ekki einu sinni gúmmískó. Tarak Ben Amar hefur verið kallaður Samuel Goldwyn og Dino de Laurentiis hins arabíska heims. Það eru kannski ýkjur, en fullyrðingin kemst ótrúlega nálægt sannleikanum, því einn síns liðs kom Ben á fót kvikmyndaveri í Monastir sem jafnast á við stórfyr- irtæki í Vestur-Þýskalandi, Eng- landi, Frakklandi og Ítalíu. Fall er fararheill Tarak Ben Amar gekk í skóia í Evrópu og Washington en að námi loknu hafði honum snúist hugur. Hugur hans stefndi að kvikmynd- um. Áhuginn vaknaði á þeim fjór- um árum sem hann var í George- town-háskólanum í Washington. Þegar Tarak hafði afráðið að framleiða kvikmyndir, leitaði hann aðstoðar hjá vel stæðri fjölskyldu sinni, sem og hjá bönkum í Túnisíu. Fjölskylda hans neitaði honum um fjárstyrk. Tarak neyddist því til að snúa sér að framleiðslu auglýsinga, en í því starfi kynntist hann helstu kvikmyndagerðarmönnum ítala. Tarak fékk sjónvarpsleikstjóra til að gera mynd um sex ára gamlan dreng í sex daga stríðinu í Túnisíu. Sjónvarpsmönnum líkaði aðstaðan og fleiri menn kvikmynduðu á heimaslóðum Taraks. Þegar Tarak var 25 ára gamall hafði hann safnað 60.000 dollurum og ákvað að framleiða sína fyrstu kvikmynd. Hún hét Töframaðurinn og þótti hörmuleg. Tarak segir að allur franski kvikmyndaiðnaðurinn hafi hlegið að sér. Tarak var í fjárhagslegri klípu, en óhætt er að segja að Jesús hafi komið honum til hjálpar, því um það leyti ákvað Franco Zeffirelli að kvikmynda Jesús frá Nazareth í Monastir. Það var árið 1976. Star Wars kom næst. (George Lucas nefndi plánetuna í myndinni Tatou- ine, eftir Iitlum bæ skammt frá). Tarak Ben Amar stendur hér við hlið leikarans franska, Jean- Paul Belmondo. FRÉTTIR ÚR KVIK- MYNDAHEIMINUM 6. Og þá höldum vlö áfram þar sem frá var horfiö um síöustu helgi í yfirreiöinni um kvikmyndaver Hollywood. Næst í rööinni er Orion, ungt og kraftmikiö fyrirtæki sem hænt hefur aö sér ýmsa stórkarla i kvikmyndafram- leiðslu, eins og Allan Ladd jr. og Woody Allen. Orion varö til eftir ágreining innan United Artists, sem lauk meö því aö hópur þeirra bestu manna var rekinn eöa hætti. Þessi kjarni stofnaöi hiö nýja fyrirtæki fyrir röskum tveimur árum. Austurbæjarbió og Bióhöllin hafa sýnt myndir þess hérlendis. Fyrir mánuöi haföi Orion gert 11 myndir á árinu en 9 á sama tíma í fyrra. Meöal mynda sem þar eru i framleiöslu eru: • The Cotton Club, stórmynd sem margir binda miklar vonir viö. Hér leiöa (jeir nefnilega saman hesta sina í fyrsta sinn frá timum The Godtather, framleiöandinn Robert Evans, leikstjórinn Francis Coppola og handritshöf- undurinn Mario Puzo. The Cotton Club gerist á og í kringum samnefndan heimsfrægan næturklúbb uppi í Harlem á bannárunum. Skuggi hefur falliö á gerö þessarar dýru myndar, því Coppola hefur veriö erfiöur samstarfsmaöur og viljaö sigla sinn eigin sjó aö venju. Þrátt fyrir þunga brotsjói er þessi frægi listamaöur þekktur fyrir allt annaö en aö láta segja sér fyrir verkum. Meö aöalhlutverkin í The Cotton Club fara Richard Gere, hinn jjeldökki Gregory Hanes (frábær dansari, ógleymanlegur öllum þeim sem sáu Sophisticated Ladies á Broadway) og Diane Lane (The Out- siders). • Woman in Red nefnist nýjasta mynd æringjans Gene Wilder, en sá ágæti maöur leikstýrir, semur handritiö og fer meö aöalhlutverkiö, ásamt vinkonu sinni Gildu Radner. Charles Grodin, Joe Bologna og Judlth Ivey fara meö minni hlutverk. Paramount hefur nú byrjaö á 13 myndum á þessu ári, sem er mikil fjölgun frá þvi í fyrra þegar aöeins 7 voru framleiddar á sama tima: • River Rats er í fullum gangi undir leikstjórn Tom Rickman en með aöalhlut- verk fara Tommy Lee Jones og Brian Dennehy. Executive Producer er leik- stjórinn góökunni Michael Apted. • Á vegum Paramount er veriö að taka i ísrael myndina Best Detense. Handritiö er skrifaö af þvi þekkta pari Willard Huyck og Gloriu Katz, en Huyck leikstýrir. Hér er gamanmynd á feröinni, því Dudley Moore og nýja súper- stjarnan Eddie Murphy (Trading Piaces) fara meö stórhlutverkin. 20th Century-Fox, sá gamli risi, og eina fyrirtækiö sem er í einkaeign en ekki dótturfyrirtæki einhvers auöhringsins, hefur hafiö gerö 15 mynda í ár. Einni mynd betur en í fyrra. • Sweet Ginger Brown er framleidd undir handleiöslu Michael Phillips, gamia popparans úr The Mamas and the Papas, sem mín kynslóö minnist ábyggi- lega meö nokkurri velþóknun. Myndinni leikstýrir Garry Marshall en meö aöalhlutvekriö fer hin unga stjarna Matt Dillon, (My Bodyguard, The Out- siders), Richard Crenna og Hector Elizondo. Handritshöfundar eru Neal Marshall og Bo Goldman. • Rhinestone er sú mynd sem Fox leggur hvað mest uppúr í ár, en með aöalhlutverkin fara súperstjörnurnar Sylvester Stallone og hin brjóstgóöa Dolly Parton, sem þurfti vist aö smækka þennan þrýstna líkamshluta svo hún gæti vangað „ítalska stóöhestinn" í einu hinna mörgu dansatriöa! • Þá eru 20th Century-Fox og Warner Bros aö gera í sameiningu stórmynd- ina Ladyhawke niörl á Ítalíu, undir stjórn Richards Donner, (The Omen Sup- erman I). Meö aöalhlutverkin fara Matthew Broderic, Hoilendingurinn fljúg- andi Rutger Hauer, Michelle Pfeiffer og Leo gamli McKern. Mun Warner dreifa myndinni á heimamarkaöi en Fox annarsstaöar. Þaö gerist nú æ tíöara aö tvö kvikmyndaver slái saman í gerö stórmynda. Þaö voru einmitt Fox og Warner sem höföu samvinnu sem þessa. Þaö var á síðasta áratug og afraksturinn var ein vinsælasta kvikmynd allra tima, The Towering Inferno. Þeir láta ekki deigan siga hjá Universal, en þar hafa veriö geröar 16 myndir í ár en 11 á sama tima í fyrra. • Firestarter, hin heimsfræga metsölubók Stephen Kings, er ein dýrasta myndin sem veriö er aö vinna aö á þessum bæ í ár. Frank Capra jr. framleiöir, handritiö er skrifað af Daniel Mann en Mark L. Lester leikstýrir m.a. David Keith, Drew Barrymore, Louise Fletcher og George C. Scott. • The River nefnist nýjasta mynd þess ágæta leikstjóra Mark Rydells, en meö aðalhlutverkikn fara Sissy Spaceck og Clint Eastwood fátæka mannsins, Scott Gtenn, (Urban Cowboy) Hér gæti vestri verió á feróinni. 0 Stick er nafniö á nýjasta viöfangfsefni hins sívinsæla Burt Reynolds, sem bæöi leikstýrir og fer meö aöalhlutverkiö ásamt George Segal, Candice Bergen og Charles Durning. Ætli Dom De Louise sé eitthvaö sloj? Conan, King of Thieves, nefnist framhaldsmyndin um villimanninn okkar sem ég og örugglega þúsundir annarra lesenda sakna af síöum blaðsins. Richard Fleischer leikstýrir myndinni og kraftajötuninn freöni, Arnold Schwarzenegg- er, leikur garpinn á nýjan leik. Hjá Warner Bros er nú lokiö viö eöa veriö aö vinna aö 18 mynda sem er fjórum betur en á síöasta ári. • Randal Kleiser (Grease) er nú langt kominn meö fyrstu mynd Jamie Lee Curtis, sem ekki flokkast undir hrylling, nefnist hún Grandview USA. Ein- hversstaöar hefur Kleiser rekist á gamla vælukjóann Troy Donahue, dustaö af honum rykiö og þerraö skælurnar og skellt kauöa i eitt aöalhlutverkiö. Þaö veröur fróölegt aö sjá hvaö kemur út úr því! • The Little Drummer Girl er aö sjálfsögöu byggö á hinni þekktu skáldsögu John Le Carré. Kvikmyndatakan fer nú fram i Þýskalandi, Grikklandi, ísrael og London undir öruggri stjórn George Roy Hill. Með stærstu hlutverkin fara Diane Keaton, Klaus Kinski, Moti Shirin og Dana Nicholson. Thats All Folks. SV

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.