Morgunblaðið - 11.12.1983, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 11.12.1983, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1983 47 rýnendum og heföi síöur en svo nokkur út á þær aö setja. Nú hefur Einar búiö í Kaup- mannahöfn síöan sumariö 1979. Kvaðst hann vera þar til þess aö skrifa, en heföi unnið aö því aö Ijúka viö Vængjasláttinn hér heima í sumar. Þótt hann ætli sér ekki aö taka fleiri próf viö háskóla, þá hafi hann í Kaupmannahöfn tækifæri til aö sækja kúrsa í bókmenntum viö háskólann. Segist til dæmis hafa sótt ágæt námskeið um suður- amerísku smásöguna. Kona hans Þórunn Jónsdóttir vinnur sem fóstra í Kaupmannahöfn og þar búa þau meö tveimur börnum sín- um. Einar Már situr að jafnaöi viö skriftir. Kveöst vinna viö þær fullan vinnudag, stundum 17 tíma á dag. — Er hann þá hættur við Ijóð- ageröina — Þaö er ekki eins mikill munur á Ijóöum og sögum og oft er látiö aö liggja, segir Einar. Saga án Ijóö- rænna tilfinninga er lélegur skáldskapur. Ljóöiö hjálpar manni þvert á móti oft viö uppbyggingu á skáldverki. Margir söguhöfundar segjast byggja sögur sínar sem Ijóö. Garcia Marquez segir t.d. aö bók hans „Haust patriarkans" sé eitt langt Ijóö. Og sum Ijóö hjá mér eru býsna söguleg. Sérstaklega Ijóöin í bókinni Robinson Krusó snýr aftur. Þá var ég komin á ein- hvern hátt inn í þann heim sem snýr aö sögunni. Eftir 1979, þegar ég var búinn aö skila af mér Ijóöa- bókunum, þá fór ég aö skrifa meiri prósa, þar til einn góöan veöurdag aö ég datt niöur á tóninn í Riddur- um hringstigans. — Og þessi fyrsta skáldsaga þín hlaut verölaun Almenna bókafélagsins. Breytti það ein- hverju hjá þér? Og hvaö er næst? — Já, þaö veitti meira fjárhags- legt öryggi og ég gat skrifaö áfram. Skrifaöi Vængjaslátt í þak- rennum. Og næsta saga er til svona í molum. Jú, hún er skyld þeim fyrri en sjálfstæö saga alveg eins og þær. — Eftir góðar viðtökur í Dan- mörku ertu þá nokkuö á leiðinni í að skrifa á dönsku? — Nei, svarar Einar Már Guö- mundsson af sannfæringu. ís- lenskan er mér svo nákomin aö ég hugsa allt á íslensku. Aftur á móti viröist vera hægt aö þýöa allt á dönsku. — E.Pá. þessu. Hann segir þá aö sér viröist danskir gagnrýnendur ekki eins gjarnir á aö setja höfunda í bása. Hér viröist oft vanta yfirsýn yfir bókmenntir til aö fjalla um stíl, sjónarhorn og yfirleitt hvernig vef- urinn er spunninn. Skorti bók- menntaleg tök. Svo skrýtiö sem þaö kunni aö hljóma þá hafi danski gagnrýnandinn Thorben Broström til dæmis í Information áttaö sig betur á hinum íslensku skírskotun- um hjá honum sjálfum en Islend- ingarnir. Annars tók Einar Már fram aö hann væri mjög ánægöur með viötökurnar sem bækur hans heföu fengiö hjá íslenskum gagn- Einar Már Guðmundsson, höfundur skáldsögunnar Vængjasláttur í þakrennum. skólanum og útskrifaöist svo stúd- ent frá Menntaskólanum viö Tjörn- ina. Ekki stefndi hann í þaö aö veröa skáld, rann svona bara inn í þaö, eins og hann segir. Haföi fyrst eftir stúdentspróf ætlaö í nám í heimspeki og sögu í Þýzkalandi. En skólinn þar var ekki nógu fljótur til aö svara bréfi hans, svo hann fór í bókmenntir og sagnfræöi viö Háskóla islands og lauk BA-prófi í því. — Sé ekki eftir því, því þarna haföi ég afbragðs kennara, eins og Véstein Ólasson og Sigfús Daða- son. Ljóö hans höföu mikil áhrif á mig, segir hann. Ljóðabækur á ís- lensku og dönsku Þá var Einar Már tekinn til viö Ijóöagerö. Birti fyrstu Ijóöin í tíma- ritinu Svart á hvítu. Var meö ung- um listamönnum í hópi sem safn- aöist um Galleri Suöurgötu 7. Og á árunum 1980 og 1981 gaf hann út 3 Ijóöabækur, „Er nokkur í kórónafötum", „Sendisveinninn er einmana“ og „Robinson Krúso snýr aftur “, sem fengu ágætar viö- tökur gagnrýnenda. Og nú kom út í Danmörku úrval Ijóöa Einars Más undir nafninu „Frankensteins kup“ í þýöingu Eriks Skyum-Nilsens, sem var kennari hans í Háskóla íslands. Hún fékk líka mjög góöar viötökur í dönskum blöðum. Og nú er sami Erik-Skyum Nilsen aö þýða fyrri skáldsöguna, „Riddarar hringstigans", á dönsku, sem á aö koma út haustiö 1984. Einar Már segir aö Ijóð eigi sér ekki eins sterka hefð í Danmörku þannig aö almenningur lesi þau í jafn ríkum mæli og hér. Upplög Ijóöabóka eru þar svipuð og hér. — En Danir skrifa um Ijóö og mun viturlegar, bætir hann viö. Hann ætlar aö láta þar viö sitja, en viö viljum fá frekari útfærslu á urunum fjölgaði í u.þ.b. 60 skip en þá var flestum orðið ljóst hvert stefndi og samtök sjómanna og út- vegsmanna hófu viðvaranir við frekari fjölgun skipa. Talað var fyrir daufum eyrum, þar sem fyrir var fyrrverandi sjávarútvegsráð- herra, Steingrímur Hermannsson, sem leit á það sem sjálfsagðan hlut að hann hefði heimild til að úthluta leyfum fyrir jafnmörgum skuttogurum og fyrirrennarar hans, og fjölgaði hann þ.m. togur- unum í 100, og til að sýna enn frekar stjórnvisku sína skellti hann um það bil 20 loðnuskipum á troll. Þykir mér ekki ólíklegt að þetta séu stærstu og örlagaríkustu afglöp í starfi sem gerð hafa verið í íslensku ráðuneyti til þessa. Af- leiðingarnar létu ekki á sér standa; þorskstofninn hrundi og íslendingar standa í sömu sporum og Englendingar og Þjóðverjar þegar þeim var vísað út fyrir 200 sjómílna mörkin. Nú standa Is- lendingar frammi fyrir því að þurfa að byggja upp þorskstofninn að nýju, en það kemur öðrum fisk- tegundum ekkert við og alveg óþarfi að láta nú undan kröfu Vestfirðinga, sem aldrei áður hafa viljað heyra á kvótakerfi á þorsk minnst, og böðlast af stað með kvóta á allar botnfisktegundir vannýttar eða ofnýttar. Þorskur- inn er eini botnfiskurinn sem er ofnýttur í dag svo sannanlegt sé, ýsa, ufsi, grálúða og koli eru frek- ar vannýtt en hitt og karfinn hef- ur staðið undir vaxandi veiði und- anfarin ár, þrátt fyrir samdrátt á þessu ári, sem stafaði af karfa- banni er sett var á flesta togara landsins yfir besta karfaveiði- tímann í júlí og ágúst. Ég tel að með því að skipta þorskskammti togaranna með kvótakerfi sé stig- ið nógu stórt skref í átt til friðun- ar án þess að áhöfnum skipanna sé gjörsamlega meinað að bjarga sér, því það þarf enginn að efast um að margar áhafnir koma til með að fylla sinn heildarkvóta, verði farið eftir tillögum fiski- þings, löngu fyrir árslok. LÍÚ-mönnum virðist hafa áskotnast furðu mögnuð skip á undanförnum árum án þess að hátt hafi farið. Sannkölluð afla- skip, sem hafa fiskað síðastliðin þrjú ár án þess að skipstjórar og áhafnir þeirra hafi komið þar nærri, ætla má að „skussinn" ég og áhöfn mín sem fiskuðum ekki nema um 15000 tonn á síðustu þrem árum megum þakka fyrir að fá að fiska á næsta ári rúm 2000 tonn fyrst við vorum þeir bjánar að flytja okkur yfir á betra og aflameira skip. Ætli stjórnvöld að takmarka veiðar á öllum togarafiski án þess að fækka skipum vil ég gjarnan benda á þrjár aðferðir sem væru bæði réttlátari og hagkvæmari en kvótaskipting á allan fisk. Aðferð 1: Löndunarstopp yrðu lengd úr fjórum sólarhringum í átta sólarhringa á mánuði. Aðferð 2: Ákveðinn verði 1500 tonna kvóti og t.d. eins mánaðar stopp á eftir, síðan fengi skipið annan 1500 tonna kvóta og síðan mán. stopp og koll af kolli. Aðferð 3: Skipunum sleppt laus- um fyrstu fjóra mán. næsta árs, síðan yrði kvóti næstu fjögurra mán. ákv. á skip eftir t.d. afla á veiðidag eða aflaverðmæti á út- haldsdag og í kjölfar þess yrði kvóta síðasta tímabilsins úthlutað eftir sömu reglu og tímabilsins á undan. Með öllum þessum aðferðum væri hægt að minnka sóknina, forðast að steypa mönnum í með- almennsku og gefa „skussanum" tækifæri til að rífa sig uppúr reiðileysinu. Áhafnir skipanna héldu betur tekjum sínum með því að skipuleggja frítíma sinn í enda kvótanna með aðferð tvö og þrjú, og það fer að sjálfsögðu ekki fram- hjá neinum hvílík kjarabót aðferð eitt væri fyrir sjómenn. Ólafur Örn Jónsson er togaraskip- stjóri, var áður á Snorra Sturlusvni en er nú á Viðey. Jólatónleikar á Selfossi HINIR árlegu jólatónleikar kóranna á Selfossi, verða haldnir að þessu sinni sunnudaginn 11. desember í Selfosskirkju og hefjast kl. 16.00 og 20.30. Allir starfandi kórar á Selfossi auk Lúðrasveitar Selfoss standa að jólatónleikunum. Tónleikarnir eru haldnir til styrktar byggingu safnaðarheimilis Selfosskirkju, sem nú er á lokastigi. Launamálaráð Starfsmannafélags ríkisstofnana: Þegar verði geng- ið til samninga Á FUNDI Launamálaráðs Starfs- mannafélags ríkisstofnana, sem haldinn var mánudaginn 5. desem- ber, var sett fram sú krafa, að nú þegar verði gengið til samninga og „stöðvuð sú ógnvekjandi kjara- skerðing, er nú brennur á launþeg- um og stöðugt eykur á vanda heim- ilanna við að afla brýnustu nauð- þurfta.“ í frétt af fundinum segir með- al annars: „Fundur launamálaráðs viður- kennir að vegna samdráttar þjóðartekna hafi verið nauðsyn tiltekinna aðhaldsaðgerða með- an áttum var náð. Til þessa hafa launþegar fórnað umtalsverðum upphæðum af launum sínum og gera kröfur til stjórnvalda um að útgjöld vegna átakanna við verðbólguna og þverrandi þjóð- artekjur verði borin af fleirum en launþegum einum.“ Kröfur launamálaráðs starfsmannafélags ríkisstofnana eru: „1. Fórnir vegna átakanna við verðbólgu stjórnmálamannanna verði bornar jafnt af öllum þátt- um samfélagsins en ekki launa- fólki einu, eins og nú er. 2. Séð verði til þess að lág- launafólki — fólki með rauntekj- ur lægri en 15.000 kr. — verði hlíft við frekari álögum og lág- markslaun hækkuð í kr. 15.000. 3. Húsbyggjendur sem hafa tekið verðtryggð lán vegna hús- næðisbygginga og íbúðarkaupa fái sérstaka ívilnun í sköttum og útsvörum, sem tekur tillit til íþyngjandi lánskjaravísitölu sem hækkar afgjald lánanna í engu samræmi við kjör launa- fólks. 4. Gerðar verði ráðstafanir er tryggja að lánakjör og vextir af húsnæðislánum (lífeyrissj. og Húsnæðisstofn.) lækki aldrei umfram tekjur eða launataxta launafólks. 5. Gerðir verði skammtíma- samningar er taki gildi eigi siðar en frá 1. jan. nk. og gildi til 1. maí nk.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.