Morgunblaðið - 11.12.1983, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 11.12.1983, Blaðsíða 48
HOUJWOOD Opiö öll kvöld öoö <@ull & &ilfur b/f i.ak.a\t;<,i :\fs - khvk,ia\ík ■ s 20620 SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1983 VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR. 150-200 „jólalömb- um“ slátrað í ár KJÖT af hátt í 200 „jólalömhuni“ kemur á markaðinn nú fyrir jólin. Fimm bændur í Kangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslum slátruðu ekki öllum lömbum sínum í haust Formanna- fundur ASÍ verður hald- inn í dag ALI»ÝI)USAMBAND íslands hefur boðað til formannafundar í dag, í tengslum við sambandsstjórnarfund, sem fer fram á mánudag og þriðju- dag, að sögn Ásmundar Stefánsson- ar, forseta ASÍ. Ásmundur sagði, að á for- mannafundinum, þar sem reikna mætti með á annað hundrað þátt- takendum, yrði eingöngu rætt um stöðu og horfur í kjaramálunum. Sambandsstjórnarfundur ASÍ er haldinn annað hvert ár, eða þau ár sem þing sambandsins eru ekki haldin. „Þetta er nokkurs konar aðalfundur ASÍ, þar sem málefni verkalýðshreyfingarinnar al- mennt eru til umfjöllunar, þar á meðal kjaramálin. Við gerum hins vegar ráð fyrir, að skipulagsmál verkalýðshreyfingarinnar verði þau mál, sem mestan tíma muni taka,“ sagði Ásmundur. Það kom fram hjá Ásmundi, að á sambandsstjórnarfundinum myndi hann flytja skýrslu sína, auk þess sem reikningar sam- bandsins yrðu lagðir fram. Setu- rétt á sambandsstjórnarfundi eiga liðlega 50 aðilar. með það í huga að setja kjötið af þeim á markaö fyrir jólin. Sveinn Hallgrímsson sauðfjár- ræktarmaður sagði að tilgangur- inn með þessu væri sá að hafa ferskt lambakjöt á markaðnum sem stærstan hluta úr árinu en þetta hefði verið gert fyrir jólin í fyrra og gefist vel. Nokkrir bænd- ur væru að prófa sig áfram með þetta og væri við það miðað að þeir fengju hærra verð fyrir þetta kjöt. Sagði Sveinn að slátrun „páskalamba" væri af sama toga spunnin og hefðu það að hluta til verið sömu bændur sem að því stóðu en því miður hefði slátrun „páskalamba" fallið niður í fyrra. Lömbunum 150—200 verður slátr- að í lok næstu viku þannig að þau ættu að koma í verslanir í vikunni fyrir jólin. Ekki sagði Sveinn að ákveðið væri verð fyrir kjötið, það yrði eitthvað að miðast við það hvað kaupmennirnir treystu sér til að fá fyrir það. Jólin nálgast og í mörgu er að snúast hjá fólki — þar á meðal er jólaklippingin nauðsynleg. Morífn,bl,AlA',|j,ru" K,rl- Þorsteinn Gíslason, framkvæmdastjóri Coldwater: Allveruleg aukning á sölu þorskflaka — Nýjar pakkningar hannaðar „COLDWATER hefur ekkert lækkað fimm punda pakkn- ingar af þorskflökum vegna þess, að það myndi ekki þjóna neinum tilgangi að svo stöddu. Þrátt fyrir verðmun á okkar fiski og fiski frá keppinautum okkar varð allveruleg aukning á sölu þorskflaka frá okkur í nóvember, bæði til Long John Silvers og annarra kaupenda. Þótt birgðir okkar séu veru- legar, er birgðastaðan batnandi. AJIar fréttir um lækkun á fimm punda pakkningum af þorskflökum hjá okkur eru því rangar,“ sagði Þorsteinn Gíslason, framkvæmdastjóri Cold- water í samtali við Morgunblaðið. dagar til jóla Hafa orðið einhverjar breytingar á pökkun þorsk- flaka hjá Coldwater? „Já, eftir að það varð ljóst, að mikið myndi þrengja að sölu okkar á þorskflökum til þeirra, sem nota fimm punda pakkningarnar, var það hluti af viðbrögðum okkar að forma nýjar pakkningar, sem munu víkka sölumöguleika okkar verulega með tímanum. Þetta virðist muni þýða miklar breytingar í framleiðslunni, sem eru farnar að gefa mjög góðar vonir um að hægt verði að varðveita verðgildi þorsk- flakanna til langframa. Enn eru ekki komin fram mikil áhrif af þessum breytingum, en við vonum að þau komi fram nógu fljótt til að taka af þrýsting vegna birgðasöfnun- ar á næstu mánuðum.“ Telur þú, að samkeppni frá Kanada muni enn fara harðn- andi? „Já, hvað snertir sölu til hefðbundinna kaupenda mun hún halda áfram. Að vísu er ekki mikið framboð frá Kan- ada um þessar mundir og stjórnun fyrirtækja Kan- adamanna er í mikilli óvissu. En mitt mat er, að tími sé kominn til þess, að láta þeim eftir suma af fyrri sölumögu- leikum okkar, frekar en að fara í verðstríð við þá, sem við getum ekki unnið og myndi eyðileggja verðgildi fisksins frá íslandi. Það er nóg af öðr- um og nýjum sölumöguleikum í Bandaríkjunum, en það þarf að gera ýmsar breytingar á söluaðferðum og vöruformi til að hagnýta þá. Slíkar breyt- ingar útheimta auðvitað ein- hverja þolinmæði og bjart- sýni, en þær eru samt eina leiðin til þess að geta haldið áfram að fá gott verð fyrir framleiðsluna,“ sagði Þor- steinn Gíslason. Apavatn: Óttast mengun frá fiskeldisstöð LANDEIGENDUR og ábúendur vió Apavatn hafa þungar áhyggjur af því að fiskeldÍKKtöð, sem verið er að reisa þar, muni valda svo mikilli mengun í vatninu að það geti haft stóralvarleg áhrif á fiskgengd í því. Apavatn er talið eitt besta silungs- veiðivatn landsins. Átta landeigendur og ábúendur við Apavatn hafa skrifað hrepps- nefnd og stjórn fiskeldisstöðvar- innar og krafist þess, að fram- kvæmdum verði hætt þegar í stað. Einn landeigandi hefur lagt blátt bann við að frárennsli stöðvarinn- ar verði veitt í ár og kvíslir fyrir landi jarðar sinnar. Þingmenn Suðurlandskjördæmis hafa fengið afrit af bréfinu og fleiri bréfum, sem gengið hafa á milli. Stjórnarformaður fiskeldis- stöðvarinnar, Laugarlax hf., segir áhyggjur Apvetninga ástæðulaus- ar, mengunarvarnir við stöðina verði meiri og betri en við nokkra aðra fiskeldisstöð á íslandi. Oddviti Laugardalshrepps segir stöðina ekki fá starfsleyfi fyrr en fyllilega hefur verið tryggt að all- ar mengunarvarnir séu viðunandi. Sjá nánar á bls. 2: „Ottast að fiskeldisstöð mengi eitt besta veiðivatn landsins."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.