Morgunblaðið - 13.12.1983, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 13.12.1983, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1983 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir HENRY GOTTLIEB Efnahagsbandalag Evrópu: Leiðtogafundurinn í Aþenu leysti engin vandamál ÞRÁTT fvrir langar og stundum harðorftar umræður tókst leiðtogum aðildarríkja Efnahagsbandalags Evrópu (EBE) ekki að leysa fjárhags- vandamál bandalagsins á nýafstöðnum þriggja daga fundi sínum í Aþenu. Er nú svo komiö, að EBE stendur frammi fyrir fjárhagslegu hruni, ef ekkert verður að gert. Ekki er þó unnt að varpa sökinni á leiðtoga neins eins ríkis innan EBE umfram önnur. Vandamálið á miklu fremur rót sína aö rekja til hinnar langvinnu efnahagskreppu, sem gert hefur aðildarríkj- unum miklu erfiðara um vik við aö leysa vandamál sín innbyrðis en oftast áður í 25 ára sögu bandalagsins. Leiðtogar Bretlands, Frakk- lands, Vestur-Þýzkalands, Ítalíu og þeirra sex minni ríkja, sem a'ðild eiga að EBE, viður- kenndu það í sameiginlegri yfir- lýsingu sinni í síðustu viku, að mistekizt hefði að leysa fjár- hagsvandamál bandalagsins, sem svo mjög hafa staðið því fyrir þrifum árum saman. Og eftir fundinn sagði frú Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands: „Við erum komin býsna langt fram á brúnina. Kannski verðum við komin fram af henni eftir þrjá til fjóra mán- uði.“ Helmut Kohl, kanslari Vest- ur-Þýzkalands, lýsti fundinum sem „árangurslausum" og Francois Mitterrand, forseti Frakklands, komst svo að orði, að nú mættu menn vita það alls staðar í Vestur-Evrópu, að EBE ætti í stórfelldum erfiðleikum. Niðurgreiðslur erf- iðasti bagginn Einstakir þættir vandamáls- ins eru margir og hafa heilu bækurnar verið ritaðar um þá. Á meðal þeirra má nefna niður- greiðslur landbúnaðarvara, há- mark það, sem sett hefur verið á útgjöld bandalagsins sem og aðra flókna þætti i fjárlögum þess, auk alþjóðafjármála yfir- leitt. í stuttu máli sagt þá mistókst leiðtogum EBE á fundinum í Aþenu að binda enda á fjögurra ára deilu um, hvernig skipta beri fjárhagsbyrðum bandalagsins á milli aðildarríkjanna. Það er lík- ast því sem félagar í klúbbi færu að deila um, hverjir ættu að safna félagsgjöldunum og hverj- ir ættu að eyða þeim. í þessu tilfelli hér er hins vegar um fjár- hæðir að ræða, sem nema millj- örðum dollara. Embættismenn EBE hafa spáð því, að verði ekkert aðhafzt, þá muni tekjur bandalagsins, sem á næsta ári eru áætlaðar 21 milljarður dollara, ekki nægja til þess að standa straum af áformum bandalagsins í land- búnaði, málum gamla fólksins, málefnum vanþróaðra héraða né til þess að greiða kostnaðinn við stjórn bandalagsins. Þá verður áformunum um að taka Spán og Portúgal inn í Efnahagsbandalagið frestað og hægt verður á tilraunum til þess að draga úr viðskiptahömlum milli þjóða, sem er hið raunveru- lega verkefni bandalagsins. Grigoris Varfis, starfsmaður gríska utanríkisráðuneytisins, sagði fyrir fundinn í Aþenu, að tækist svo illa til, að hann færi út um þúfur, þá „væri það svo alvarlegt mál, að það kynni að þýða upphaf þess, að bandalagið leystist upp“. Byrjaði sem tollabandalag Efnahagsbandalag Evrópu var" stofnað eftir heimsstyrjöldina síðari af hugsjónamönnum, sem töldu, að bezta leiðin til þess að koma í veg fyrir styrjaldir í Evr- ópu á borð við þær, sem hrjáð hafa heimsálfuna öldum saman, væri að samtengja efnahagslífið í löndum álfunnar svo náið, að þau yrðu að lifa í sátt og sam- lyndi hvert við annað. Byrjað var á að samræma stefnuna varðandi kola- og stálfram- leiðslu og árið 1958 stofnuðu Vestur-Þýzkaland, Frakkland, Ítalía, Holland, Belgía og Lúx- emborg tollabandalag, sem síðan varð að Efnahagsbandalagi Evr- ópu. Á meðan efnahagslífið blómg- aðist innan bandalagsins, var þeim vandamálum, sem mörk- uðu upphaf hinna stórfelldu niðurgreiðslna, ýtt til hliðar og sömuleiðis andstöðu þeirri, sem fylgt hafði de Gaulle Frakk- landsforseta, gegn inngöngu Bretlands. Það fékk aðild að bandalaginu 1973 ásamt írlandi og Danmörku. Efnahagsupp- gangur EBE átti líka sinn þátt í því, að stjórnir aðildarríkjanna féllust á að láta ýms fátæk lönd utan þess njóta þess hagræðis, sem fólst í bandalaginu. Síðan var Grikklandi veitt aðild 1981 og fyrirhugað var að veita Spáni og Portúgal inngöngu í banda- lagið eftir fáein ár. Efnahagskreppan orsök erfiöleikanna Erfiðleikarnir innan EBE við að leysa vandamál bandalagsins hófust á síðasta áratug og stjórnmálasérfræðingar segja, að það hafi ekki verið nein til- viljun, að þeir hafi byrjað sam- tímis því, sem efnahagskreppan reið yfir heiminn. Frammi fyrir 10,5 % atvinnuleysi, engum hag- vexti, stórfelldum greiðsluhalla, minni möguleikum á framlögum til félagsmála og markaðsmissi í Bandaríkjunum og Japan, virtist sem ríki Vestur-Evrópu hefðu samtímis glatað möguleikum sínum til þess að leysa deilumál sín og þenja viðskiptabandalagið út. Michael Albert, fyrrverandi ráðgjafi frönsku stjórnarinnar í efnahagsmálum, lét svo um mælt fyrir skemmstu: „Að und- anskilinni stofnun sameiginlegs peningakerfis 1979, þá hefur ekkert frumkvæði komið fram í neina raunhæfa átt innan EBE í meira en 10 ár.“ í efnahagsspám sínum fyrir árið 1984 harmar Framkvæmda- ráð Efnahagsbandalagsins, að ástandið skuli vera svo slæmt, að „stefna aðildarríkjanna í efna- hagsmálum leyfi aðeins tak- markað svigrúm til aðgerða" í samskiptum þeirra innbyrðis. Á leiðtogafundinum í Aþenu bar Bretland fram afdráttar- lausa kröfu um að fá að draga úr útgjöldum sínum til bandalags- ins, sem nema nú yfir einum milljarði dollara umfram þá fjárhæð, sem Bretar fá úr sjóð- um bandalagsins. Leiðtogar hinna ríkjanna neituðu að fall- ast á lausn, sem hefði í för með sér minni framlög til landa þeirra. Allir voru þeir sammála um, að gerðar yrðu endurbætur á landbúnaðarstefnu bandalags- ins, sem sópar til sín % af öllu því fé, sem bandalagið hefur til umráða. En enginn þeirra gat komið fram með málamiðlun, sem hinir öflugu þrýstihópar bænda í öllum aðildarlöndum bandalagsins gátu sætt sig við. Nokkrir embættismenn EBE hafa þó látið hafa eftir sér, að hversu miklum vonbrigðum sem leiðtogafundurinn í Aþenu kunni að hafa valdið, þá geti vel farið svo, að hann eigi eftir að bæta úr hlutunum þegar allt kemur til alls. Þegar fjárskorturinn fari að segja til sín á næsta ári, þá verði aðildarríki EBE tilneydd til þess að leysa innbyrðisvandamál sín, ef þau vilji, að bandalagið lifi áfram. Henry Gottlieb er stjórnmála- fréttaritari við fréttastofuna Associated Press. Jólaböll og hverskonar^ jólafagnaðir ‘ VEISLUSALUR Viö bjóöum ykkur upp á stor- glæsileg salakynni fyrir hvers- konar veislur og fundarhöld. SJÁUM UM ALLAR VEITINGAR PANTIÐ TÍMANLEGA^^/ Bastmottur frá Kína Kínversku bastmotturnar sem fást í Teppalandi, Grensásvegi 13, eru alltaf jafnvinsælar. Þær fást í mörgum stæröum og gerðum. Kínversku bastmotturnar eru mjög fallegar skrautmottur sem hægt er aö nota í eldhús og parketgólf sem á aöra staöi í íbúðinni. Þaö fást kringlóttar, ferkantaöar og ýmsar aðrar gerðir í Teppalandi. Tilvaldar jólagjafir. TÉPPfíLRND Grensásvegi 13, Reykjavík, síma 83577 og 83430. BJÖRNINN HF Skulatuni 4 - Shni 2SI50-Reykiavík bevki Loft- og veggklæðningar, límtré, smíðaplötur, parket. - Allt úr Beyki, því það er óskaviðurinn í dag! Allar upplýsingar veittar í síma 25150.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.