Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1983 3 Bifreið frá Rafmagnsveitunni valt Mercedes Benz bifreið frá Rafmagnsveitu Reykjavíkur valt síðastliðinn miAvikudag þegar Wagoneer jeppa var ekið í veg fyrir bifreiðina. Ökumaður Benzins reyndi að forða árekstri en missti við það stjórn á bifreiðinni með þeira afleiðingum að hún fór út af veginum og valt. Þrír menn voru í bflnum og sluppu allir ómeiddir. Stór bflkrani var fenginn til þess að koma bifreiðinni á réttan kjöl og gekk það greiðlega. Um 5% verðlækkun á refaskinnum í London boðsmaður Hudson’s Bay á fslandi, sagði í samtali við Morgunblaðið, að blárefaskinnsverð væri um 5% lægri en á nóvemberuppboðunum, sem þýddi að verðið væri rétt ofan við verðið í Helsinki og 5% fyrir ofan verðið í Osló, en hins vegar 10—15% hærra en það verð, sem fékkst í Kaupmannahöfn fyrr í vikunni. Skúli sagði að margir kaupendur hefðu verið á uppboðinu og hefðu selst 70% þeirra rúmlega 100 þús- und loðrefaskinna, sem upp voru boðin, en á sama tíma í fyrra seld- ust aðeins um 35% skinnanna. 25—30 þúsund Shadow-refaskinn voru boðin upp og seldust 95% þeirra fyrir 15—20% hærra verð en fékkst á nýlegum uppboðum. Sagði Skúli að þetta væri besta sala á Shadow-skinnum í vetur. „Allir spáðu verðlækkun á silfur- refi vegna aukins framboðs, en það varð þvert á móti 30% verðhækk- un,“ sagði Skúli. „Það sama er nú að eiga sér stað með Shadow- skinnin og held ég að það sama geti orðið með blárefinn seinna í vetur, það er, að þau eigi eftir að hækka aftur." Ferðarispur Ferðaþættir og Ijóð eftir Matthías Johannessen ALMENNA bókafélagið hefur sent frá sér ferðabók eftir Matthías Johann essen. Nefnist hún Ferðarispur og hefur að geyma ferðaþætti og ferðaljóð. Bókin er kynnt þannig á bókarkápu: „Matthías Johannessen hefur víða farið og einatt skrifað hjá sér jafnharðan frásagnir af því sem fyrir hefur borið og kryddað þær með margs konar skemmtilegum hugdettum sem út frá því hafa spunnizt. Margt af þessu hefur hann síðan birt i blöðum. Ferðarispur eru úrval úr ferða- sögum hans, innlendum og erlend- um. Hér eru ferðaþættir úr Skaftafellssýlu, Dölum og Djúpi, Austfjörðum og ódáðahrauni, Bandaríkjunum, Mið- og Suður- Evrópu auk langra þátta frá Ólympíuleikunum í Múnchen 1972 og frá Kaupmannahöfn 1973. Auk þess eru í bókinni mörg ljóð sem orðið hafa til í þessum ferðum, flest harla sérkennileg og í öðrum dúr en Matthías hefur birt i ljóð- abókum sínum. En hvort heldur ferðarispurnar eru í lausi máli eða ljóðum, þá er frjálsræði stílsins, léttleiki og gamansemi þeirra sam- eiginlega einkenni. Og svo eru hlutirnir skoðaðir frá öðru sjón- arhorni en venjulegt er í ferðasög- um. Og hvar sem Matthías fer, jafnt heima sem erlendis, leitar hann ávallt íslands og íslenzks menningararfs og finnur hann, vestur í Boston, suður í Þýzka- landi, jafnvel suður í Róm. Enda segir hann í aðfararorðum fyrir bókinni: „Þessi bók fjallar um landið okkar, bæði hér heima og erlendis. Island er einnig erlendis. Þaðan komum við með útlönd í sjó- pokanum." Ferðarispur er með myndum bæði frá íslandi og útlöndum. Bók- in er í stóru broti, 235 bls. með nafnaskrá. Hún er unnin í Prent- stofu G. Benediktssonar og Félags- bókbandinu. MATTHÍAS JOHANNESSEN NÝLOKIÐ er refaskinnauppboði Hundson’s Bay í London, fyrir des- ember, þar sem stór hluti íslensku refaskinnanna eru boðin upp. Svipuð verðlækkun varð á þessu uppboði og varð á norrænu uppboðunum fyrr í mánuðinum. Skúli Skúlason, um- Matthías Johannessen. Loðnuveidin: Hákon ÞH aflahæstur NÍI ERU komnar um 130.000 lestir af loðnu á land. Aflahæsti báturinn um þessar mundir er Hákon ÞH með 5.495 lestir, Hrafn GK er í öðru sæti með 5.235 lestir og Albert GK er þriðji með 4.811 lestir. Hákon á þá eftir 2.005 lestir af aflamarki sínu, Hrafn 1.865 og Albert 2.089. Á fimmtudag tilkynntu 8 skip loðnunefnd um afla, samtals 2.900 lestir. Það voru: Gísli Árni RE, 250, Fífill GK, 120, Guðmundur RE, 450, Magnús NK, 270, Helga II RE, 380, Grindvíkingur GK, 730, Eldborg HF, 200 og Júpíter RE, 500 lestir. Síðdegis í gær höfðu svo 5 skip tilkynnt um afla, samtals 1.380. Voru það Keflvíkingur KE, 370 lestir, Sæbjörg VE, 110, Skírn- ir AK, 120, Pétur Jónsson RE, 480 og Víkurberg GK, 300 lestir. MEZZO FORTE eru mættir Jolatonleikarnir meö Mezzoforte í Háskólabíói annaö kvöld kl. 21.00 Auk Mezzoforte koma fram: ICELANDIC SEAFUNK CORPORATION________________ JAZZHLJÓMSVEIT KENNARA TÓNLISTARSKÓLA FIH JAZZHLJÓMSVEIT NEMENDA TÓNLISTARSKÓLA FÍH Allur ágóöi af tónleikunum rennur til Tónlistarskóla FÍH Tryggiö ykkur miöa á tónleikana strax í dag því aöeins eru óseldir u.þ.b. 200 miðar. Forsalan er í Hljómplötuverslunum Karnabæjar aö Laugavegi 66, Rauöarárstíg 16, Austurstræti 22, Glæsibæ og Marz, Hafn- arfiröi. Verö aögöngumiöa aöeins kr. 350.- Missið ekki af einstæðum tónlistarviðburði FLUGLEIÐIR sbÍAQfhf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.