Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1983 Þriðja hefti tíma- ritsins Storðar komið út TÍMARITIÐ Storð, þriðja og síðasta hefti þessa árs, er nú komið út. Fyrri hefti Storðar hafa hlotið góðar viðtökur, al- mennings sem gagnrýnenda, fyrir efnisval, myndgæði og allan annan frágang og telja útgefendur að þetta þriðja hefti standi þeim fyrri ekki að baki, nema síður sé, segir í frétt frá útgefendum. Meðal efnis í blaðinu er ítarlegt viðtal sem Illugi Jökulsson átti við Halldór Laxness sl. sumar, ríkulega myndskryett grein um götuleikhúsið Svart og sykurlaust eftir Sólveigu K. Jónsdóttur, greinin Hérað í þjóðbraut eftir Indriða G. Þorsteinsson, sem fjallar um Borgarfjörð, og mynd- skreytt ljóðasyrpa með ljóðum þeirra Nínu Bjarkar Arnadóttur, Jóhans Hjálm- arssonar, Kristjáns Karls- sonar, Matthíasar Johann- essen, Jóns Óskars og Vil- borgar Dagbjartsdóttur. Fylgja skáldin ljóðum sín- um úr hlaði með nokkrum orðum og sitja fyrir hjá ljósmyndara Storðar, Páli Stefánssyni. Séra Hanna María heitir síðan grein um prestinn í Ásum í Álftaveri eftir Steinunni Sigurðardóttur og Sigurgeir Jónsson skrif- ar grein um langvíuna sem nafni hans Jónasson myndskreytir. Storð birtir síðan fyrsta sinni nokkrar gamlar vatnslitamyndir Nínu Tryggvadóttur við sex gamlar barnavísur, ásamt með skýringum Jóns Sam- sonarsonar handritafræð- ings á þeim. Loks er í Storð myndasería um nútímalegt brúðarskart. Ritstjóri Storðar er Har- aldur J. Hamar, en útgef- andi er Storð, sameignarfé- lag Almenna bókafélagsins og Iceland Review. I út- gáfunefnd eru Brynjólfur Bjarnason, Eiríkur Hreinn Finnbogason og Haraldur J. Hamar. Ljósmyndari blaðsins er Páll Stefánsson. Storð er í þetta sinn 80 bls. á stærð, allt litprentað. B-álma á Alþingi eftir Hauk Benediktsson Fyrir allmörgum árum fundu stjórnmálamenn út að til væri vandamál í sambandi við aldraða. Það uppgötvaðist skyndilega að þeir sætu ekki við sama borð og aðrir landsmenn þegar sjúkdómar legðust að og þörf væri fyrir lang- tímavistun í sjúkrastofnunum eða jafnvel verndað húsnæði til þess að þeir gætu búið heima sem lengst. Það var fyrst og fremst fyrir forystu núverandi fjármálaráð- herra að borgarstjórn Reykjavík- ur reið á vaðið og hóf í umtals- verðum mæli byggingu verndaðra íbúða fyrir aldraða, sem sannað hafa ágæti sitt. Síðast réðst borg- in í byggingu svonefndrar B-álmu við Borgarspítalann með 174 sjúkrarúmum sem ætluð eru ein- göngu fyrir aldraða. Byggingarframkvæmdir hófust 1980 og var unnið af fullum krafti fram á mitt þetta ár. Þá var opnuð fyrsta sjúkradeildin með 29 rúm- um og langt komið frágangi næstu sjúkradeildar. Þá var fjárveiting þrotin og framkvæmdum hætt nema að því leyti sem borgarsjóð- ur lagði fram fé til að ljúka ýms- um frágangi utanhúss og innan, enda fjárveiting svo til óbreytt í krónutölu frá fyrra ári. Byggingarnefnd Borgarspítal- ans gerði á sl. vori tillögu til heil- B-álma Borgarspítalans brigðismálaráðuneytis um bygg- ingaframkvæmdir næstu 4 ár eins og lög gera ráð fyrir. Þar var m.a. gert ráð fyrir því að ljúka mætti á árunum 1984—1987, framkvæmd- um við B-álmu og tilheyrandi hús- næði fyrir sjúkraþjálfun, iðju- þjálfun og aðra starfsaðstöðu. Áætlunin hljóðaði upp á 125 millj. kr. (vísitala 120 stig) eða að meðaltali kr. 31,2 á ári. Nú bregður svo við, að við lok annarrar umræðu fjárlaga og að framkomnum breytingartillögum fjárveitinganefndar er ekki gert ráð fyrir neinni fjárveitingu til' B-álmu á árinu 1984. Við setningu laga um málefni aldraðra um sl. áramót var áhugi sumra þingmanna svo mikill að þeir vildu að sjúkradeildir fyrir aldraða á vegum sveitarfélaga ættu aðgang að fjármagni bæði á fjárlögum, skv. lögum um heil- brigðisþjónustu, og Framkvæmda- sjóði aldraðra, skv. lögum um mál- efni aldraðra. Svo hlálega hefur síðan tekist til að hvorugur aðili telur sig eiga að leggja fram fé til þessara framkvæmda. Það er al- veg með ólíkindum, ef fjármála- ráðherra ætlar að láta þessi mál hlaupa í hnút, ef hugsað er til fyrri afskrifta hans af þessum málaflokki. Neyðaráætlun Þegar þetta er ritað, fer mál þetta leynt, hvort sem stefnir í enga fjárveitingu eða neyðaráætl- Haukur Benediktsson „Nú bregður svo við, að við lok annarrar um- ræðu fjárlaga og að framkomnum breyt- ingartillögum fjárveit- inganefndar er ekki gert ráð fyrir neinni fjárveitingu til B-álmu á árinu 1984... Það er al- veg með ólíkindum, ef fjármálaráðherra ætlar að láta þessi mál hlaupa í hnút, ef hugsað er til fyrri afskrifta hans af þessum málaflokki.“ un sem heyrst hefur. Hún gengur út á það að leggja í framkvæmdir 10—15 milljónir sem dygðu til að setja næstu deild í gang, en það tæki um 3 mánuði. Ef svo fer sem horfir, er fyrirsjáanlegt að vilji al- þingis er ekki lengur fyrir hendi til að leysa þessi vandamál aldraðra, a.m.k. ekki samkvæmt neinu skipulagi. Með þessu lagi stefnir í að a.m.k. 10 ár taki að ljúka þessum framkvæmdum. Það styrkir grun minn að svo verði, meðan alþingi lætur ekki gera neinar framkvæmdaáætlanir fram í tímann, svo sem lög kveða á um varðandi heilbrigðisstofnanir. Við lestur fjárlagafrumvarps fyrir árið 1984 er augljóst, að gert er ráð fyrir að draga saman seglin í samræmi við aðstæður í þjóðfé- laginu. Um gildi þess hljóta allir að vera sammála. Þó sakna ég þess, að lítið er tekið á stærri mál- um en kröftum fjárveitinganefnd- ar, sem skipuð er mjög hæfu fólki, er eytt í sparðatíning upp á 1% fjárlaga. Dettur mér þá fyrst í hug lúxusflakk sauðkindarinnar til út- landa fyrir 280 millj. kr., eða rúmlega tvöfalt meira en veitt er til allra byggingaframkvæmda heilbrigðiskerfisins. Þetta er dæmigert vandamál sem auðvelt er að leysa, ef menn átta sig á því, að það er hvorki bóndinn né sauð- kindin, sem eru vandamálið, held- ur þeir sem búa það til á hverju ári. Þrátt fyrir samdrátt fæ ég ekki séð að fjárlögin séu með neinum neyðaráætlunarblæ, varðandi verkefni sem eru í miðjum klíðum, nema þetta afmarkaða verkefni vegna aldraðra. Heildarfjárveiting til bygg- ingaframkvæmda sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana í heild er lítið eitt lægri en sl. ár í krónutölu. Hvar á að fá peningana? Það er góður siður að þeir sem vilja stofna til fjárútláta, bendi á hvaðan eigi að taka peningana. Þessi tillögugerð mín felst aðal- lega í því að B-álman sitji við sama borð og aðrar framkvæmdir á fjárlögum. Meira að segja væri það engin rausn þótt hún fengi þá fyrirgreiðslu að hægt væri að halda framkvæmdum áfram með eðlilegu verklagi. Auk þess sem ég hefi bent á hér að framan, gæti ég hugsað mér að leysa þetta mál á allt annan hátt en nú er gert. Taka mætti heilbrigðismál alfarið út af fjárlögum og leyfa heilbrigðis- stofnunum að starfa eftir gjald- skrám sem þær setja sjálfar og sæju sjálfar um sig að öllu leyti. Eyja í Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Agnar Þóróarson: Kallaður heim, skáldsaga. Útg. Almenna bókafélagið 1983 Agnar Þórðarson er með þekkt- ustu leikritahöfundum okkar, ég fæ ekki séð að hann hafi sent frá sér skáldsögu í háa herrans tíð fyrr en nú. Líklega ekki síðustu þrjátíu árin þegar „Ef sverð þitt er stutt" kom út. Sögusviðið í bókinni eru Vest- mannaeyjar, nokkru fyrir gosið í Heimaey og síðan allir þeir at- burðir og tíminn meðan eldsum- brotin stóðu yfir. En hér er sjálf- sagt engin bein staðreyndaiýsing á ferðinni, enda höfundi augsýni- lega meira í mun að tengja örlög og aðgerðir ýmissa persóna sinna við lífið í gosinu og skýra áhrif þess á venjubundið lif, sem loga óhjákvæmilega raknar heldur rösklega úr böndunum. Og verður ekki samt eftir, þrátt fyrir allt. Andri er aðalpersóna bókarinn- ar. Hann verður eftir í Eyjum þeg- ar eldsumbrotin hefjast og tekur þátt í björgunar- og varnarstarf- inu. Hann og stúlkan Sara tengj- ast býsna sterkum böndum — eða er það annars? Kannski þetta samband sé bara tálsýn Andra. Það gæti ýmislegt bent til þess að ítök athafnamannsins Hávarðar væru hér meiri en Andra grunaði. Og hverfa ekki þegar hann tortím- ist. Móðir Andra, Sólveig, er fyrir- ferðarmikil nokkuð og reyndar er langur kafli um hana og ástamál hennar og hennar sæla brúðguma, sem ég fékk raunar ekki alveg til að ganga upp — fannst eitthvað þar vera á skjön við þá meginsögu sem Agnar er að segja, þar sem er Andri og barátta hans. Sem hann hefur iíklega unnið sigur í undir lokin. Að minnsta kosti hefur Agnar Þóröarson. hann sennilega sigrast á sjálfum sér og hugarangri sínu. Agnar Þórðarson hefur ákaf- lega mikið vald á „replikkunni" ef ég mætti leyfa mér að sletta. Enda ekki óeðlilegt eftir þá ágætu þjálf- un sem hann hefur fengið við íeik- ritaskrif. Honum er lagið að leggja persónum sínum þjál og eðlileg orð í munn og sinnir því minna að búa til umgerð í kring- um persónurnar. Það kemur ekki að sök, vegna þess hve mikið hon- um tekst að koma af andrúminu til lesandans í tilsvörum persón- anna. Afburðagóð reynsla er fyrir hendi á þessu sviði í landinu og ekkert til fyrirstöðu að flytja það yfir á heilbrigðiskerfið. Þar á ég við bankastarfsemi og olíudreif- ingu landsins. Þessir aðilar byggja banka og bensínstöðvar á hverju götuhorni, án þess að spyrja kóng eða prest. Enginn kvartar yfir verðlagningunni. í hógværri grein í Mbl. nýlega vekur Oldrunarfræðifélag íslands upp spurninguna: „Hvar er þörfin brýnust?" og svarar henni þannig: „Á nýlegri ráðstefnu Öldrunar- ráðs Islands kom fram að brýn- asta verkefnið á sviði Öldrunar- þjónustu í dag væri að halda áfram við þau áform sem sett hafa verið á Borgarspitalanum í Reykjavík:" Þessi grein er skrifuð til að vekja athygli á miklu alvörumáli ef einhverjum skyldi detta í hug að spyrja þingmanninn sinn um afstöðu hans til málsins áður en hann greiðir atkvæði við þriðju umræðu fjárlaga næstu daga. Haukur Benediktsson er fram- kræmdastjóri Borgarspítalans og formaður Byggingarnefndar hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.