Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1983 MAÐUR SEM KUNNI AÐ STJÓRNA LANDI Bókmenntir ÞÓR WHITEHEAD Bjarni Benediktsson í aug um samtídarmanna. Ólafur Egilsson annaöist útgáfuna. Almenna bókafélagið. I Ég er sannfærður um að þeir verða margir, sem eiga góðar stundir með bókinni um Bjarna Benediktsson á þessum jólum. Bókin kom mér sannast sagna á óvart. Þetta er ekki sagt af van- trausti á alla þá ágætu menn, sem þar rifja upp kynni sín af Bjarna. Ég óttaðist einungis, að ekki væri nógu langt liðið frá hinu hörmu- lega fráfalli hans til að vanda- menn hans, vinir og samstarfs- menn gætu skrifað um hinn látna leiðtoga af fullri hreinskilni. Ég sá fyrir mér lýsingu á einni hlið skapgerðar, sem átti sér margar og ólíkar hliðar; einfalda mynd af miklum og margslungnum manni. Þessar efasemdir mínar reyndust að mestu óþarfar. Bókin Bjarni Benediktsson lýsir raunverulegum manni, en ekki goði af því tagi, sem birtist í sumum ævisögum ís- lenskra stjórnmálamanna. Það örlar að vísu lítið á gagnrýnu mati á verkum Bjarna. Höfundarnir eru allir að meira eða minna leyti sammála um ágæti þeirra, enda flestir úr hópi samherja hans. Hins vegar tel ég, að bókin hafi mikið gildi sem heimild um stjórnmálamanninn Bjarna Bene- diktsson, skapgerð hans, viðhorf og baráttuaðferðir. Það var ekki aðeins hispursleysi höfundanna, sem kom mér á óvart. Bókin er einnig miklu sam- stæðari heild en ætla mætti af því. að hún er skeytt saman úr ritgerð- um og svipmyndum sextán manna. Þetta sýnir, að umsjónar- maður verksins, ólafur Egilsson sendiherra, hefur afmarkað efn- iskaflana skýrt og síðan skipað þeim niður af kostgæfni og skyns- amlegu viti. Á stöku stað óskaði ég þess, að Ólafur hefði strikað út endurtekningar, en hjá þeim er stundum bágt að komast, eins og hann getur um í inngangi. Ekki spilla þær þó frásögninni svo heit- ið geti, og bókin er hin ánægju- legasta aflestrar. Almenna bókafélagið hefur mjög vandað til þessarar útgáfu svo sem við hæfi er. Fjöldi for- vitnilegra ljósmynda prýðir verkið og það er skreytt og hannað af listfengi. Þar leggjast á eitt Aug- lýsingastofan Gylmir og prent- smiðjan Oddi. II Hann var snemma bráðger og svipmikill. Hann var talinn heldur alvarlegur og fáskipt- inn í bernsku, seintekinn en einstaklega samviskusamur og skyldurækinn. Þannig lýsir Ólöf Benedikts- dóttir bróður sínum í æsku. Hún bregður upp lifandi myndum af föðurgarði þeirra á Skólavörðu- stíg, rammíslensku menningar- heimili, sem mótað hefur öll systkinin. Yfir frásögn hennar hvílir þokki og stilling, sem eru stíleinkenni þeirra, sem hand- gengnir eru íslenskri bókmennta- hefð. Bókin er að öðru leyti „þroska- saga“ stjórnmálamanns og þá sögu segja þau öðrum fremur Ólöf, Baldur Möller ráðuneytisstjóri og Matthías Johannessen skáld. Baldur lýsir Bjarna af hófsemd og hispursleysi sem ungum lagapró- fessor og miðaldra dómsmála- ráðherra. Það leynir sér ekki af lýsingum hans og annarra höf- unda, að erfitt gat verið að vinna með Bjarna og umgangast hann. Má nærri geta, að þeir, sem aðeins þekktu þessa hliðina á manninum, bæru honum ekki vel söguna. Skapríki Bjarna hefur eflaust háð honum nokkuð framan af ævinni, þótt erfitt sé að alhæfa um þetta, því að í skapsmunum hans var í senn fólginn veikleiki og styrkur. Hann gat líka verið jafnfljótur að sættast við menn og hann var að reiðast þeim. Innan við skelina virðist hafa blundað viðkvæm lund. Enginn efaðist heldur um það, að Bjarni gerði meiri kröfur til sjálfs sín en nokkurs annars. Þetta virðist hafa sætt menn bet- ur við kröfuhörku hans og knúið þá til að taka á öllu sínu samfélag- inu til hagsbóta. Umfram allt voru það þó gáfur hans og drengskapur, sem gerðu hann aðnjótandi þeirr- ar vináttu og virðingar, sem bókin er vitnisburður um. Það er ljóst, „að Bjarni mildað- ist merkjanlega eftir því sem árin liðu“ eins og Baldur Möller kemst að orði. Matthías Johannessen skáld lýsir Bjarna skýrast á þessu skeiði. Frásögn Matthíasar lýkur á Þingvöllum, þeim mikla vett- vangi íslandssögunnar, þar sem Bjarni undi sér best, þegar næði gafst frá stjómarstörfum. Enginn vinur Bjarna virðist hafa verið honum jafn nákominn og Matthí- as síðustu árin, og listræn frásögn skáldsins skilur eftir „klið af horfnu vori“. III Hvað segir bókin okkur um stjórnmálahugmyndir Bjarna? Geir Hallgrímsson utanríkisráð- herra kveður svo að orði, að Bjarni hafi fremur kosið „að vega og meta og leysa vandamálin á grundvelli heilbrigðrar skynsemi og aðstæðna hverju sinni en fyrir- fram ákveðinna kennisetninga. Þá meginreglu hafði Bjarni þó ávallt, ef völ var fleiri kosta en eins, að velja leið frelsis en hafna höftum". Bókin sýnir, að Bjarni aðhylltist nokkrar aðrar meginhugmyndir, sem vert er að gefa gaum. Jónas H. Haralz bankastjóri vitnar í þau orð Bjarna, að „hagsmunum heild- arinnar" megi ekki fórna fyrir hagsmuni „ýmissa sérfélaga", og Ásgeir Pétursson bæjarfógeti nefnir „yfirsýn hans um heildar- hagsmuni". Ég held, að Bjarni hefði með góðri samvisku getað tekið sér í munn gamalkunnugt orðtak, sem vinstri menn hafa gert að sínu: Þjóðarheill ofar einstaklingshag. Hugmyndin, sem í þessu orðtaki fólst, var reyndar eldri en allir vinstri flokkar lands- ins. Hana má rekja til þjóðernis- stefnu 19. aldar og forsjárhyggju (paternalisma) konungsvaldins í Norðurálfu. Bjarni Benediktsson átti sér einmitt pólitískar rætur í Sjálfstæðisflokknum gamla, merkisbera íslenskrar þjóðern- isstefnu. Þetta hefur vafalaust verið ein ástæðan til þess, að Bjarni kaus að ganga í Frjálslynda flokkinn (arftaka Sjálfstæðisflokksins gamla) frem- ur en íhaldsflokkinn, áður en þessir tveir flokkar runnu saman í Sjálfstæðisflokkinn 1929. Ein- staklingshyggja og markaðs- hyggja, laissez-faire, sú stefna, að ríkisvaldið hefði sem minnst af- skipti af atvinnu- og félagsmálum, átti sér miklu ríkari ítök í íhalds- flokknum (arftaka Heimastjórn- arflokksins) heldur en í Frjáls- lynda flokknum. Margir hafa talið það undarlega þversögn, að þingræðis- og lýð- ræðissinninn Bjarni Benediktsson skyldi að einhverju leyti velja sér Otto von Bismarck að fyrirmynd eins og fram kemur í frásögnum þeirra Agnars Kl. Jónssonar og Péturs Ólafssonar fyrrv. forstjóra og fornvinar Bjarna. Ég tel líka víst, að Bjarna hafi ekki geðjast að þeim siðlausu og gerræðis- kenndu aðferðum, sem járnkansl- arinn þýski greip oft til á ferli sín- um. Én tvær meginhugmyndir Bismarcks hafa þó fallið að þeim sjónarmiðum, sem Bjarni virðist löngum hafa fylgt, þ.e. að hag heildarinnar yrði að setja ofar einstaklings- og stéttarhagsmun- um og almannavaldinu yrði að beita til að koma á sættum milli stétta. Takmark beggja var að eyða stéttaandstæðum (og þar með sósíalismanum, sem ól á and- stæðunum), skapa eina og heil- steypta þjóðarheild undir sterku ríkisvaldi, sem lyti lögum. Hér er komið að hugtakinu réttarríki, Rechtstaat, sem var snar þáttur í stjórnmálaskoðunum lögfræðings- ins Bjarna Benediktssonar eins og Agnar KI. Jónsson gerir glögga grein fyrir í tengslum við land- helgismál. Margir kennaranna í háskólum Weimar-lýðveldisins, þar sem Bjarni nam, litu á járn- kanslarann sem brautryðjanda réttarríkisins í Þýskalandi, svo að jafnvel í þessu efni kann Bjarni að hafa fundið til nokkurrar sam- kenndar með Bismarck. Ég þykist þannig hafa uppgötv- að það af lestri bókarinnar, að skoðanir Bjarna sóru sig í ætt við klassíska íhaldsstefnu, „kon- servatívisma" fremur en frjáls- hyggju, „líberalisma". Annað sem styður þetta er tryggð Bjarna við menningararfleifð íslendinga, virðing hans fyrir fornum hefðum og stofnunum og trú hans á Guð. í stjórnmálum gekk Bjarni hins vegar ekki fram í trú á altækum lausnum fremur en aðrir þeir menn, sem kalla má íhaldssama í besta skilningi. Hann tók þar að- eins afstöðu eftir því sem vit hans og skynsemi sagði tH um, en hafði að leiðarljósi nokkrar meginhug- myndir, sem rótgrónar eru í vest- rænni menningu og þjóðfélags- New York Times kostar 115 þúsund krónur á ári Áskrift bandaríska blaðsins New York Times kostar um 115.000 krónur á ári. Er þá miðað við að blaðið komi í flugi til landsins og að áskrif- andi fái blaðið í gegnum bóka- verslun. „Þetta er nú kannski ekki raunhæft dæmi,“ sagði Sigurður Pálsson, starfsmaður bókaversl- unar Sigfúsar Eymundssonar, en hann kannaði áskriftarverð blaðsins og reiknaði út hve dýrt það yrði fyrir íslendinga að ger- ast áskrifendur. „New York Times er eitt þyngsta blað sem gefið er út í heiminum. Og það hefur enginn maður hér á landi efni á að kaupa þetta blað á hverjum degi á þennan hátt. Verðkönnunin sem ég gerði miðast við að fólk fái blaðið sent í flugi beint frá Bandaríkjunum og mikill hluti kostnaðarins felst í burðargjald- inu vegna þess hve blaðið er þungt. Sumir hafa þó gerst áskrifendur að sunnudagsblað- inu sem er samsett af mörgum blöðum. Við vorum hérna í eina tíð með sunnudagsblaðið til sölu í búðinni, fengum þau þá send i gegnum svokallaðan „léttpress- service" sem fólst í því að blöðin fóru í flugi til Parísar og þaðan með skipi til íslands. Á þennan hátt er hægt að halda verðinu töluvert niðri, en blöðin eru þá líka 2—3 vikna gömul, er þau berast í hendur lesandans. Hinn möguleikinn er aftur á móti sá, að fá blaðið 1—2 daga gamalt, en þá er verðið líka rokið upp úr öllu valdi.“ Sigurður tók það fram að áskrift erlendra blaða væri dýr- ari, fengi fólk hana i gegnum bókaverslun, vegna þess að allar vörur búðarinnar væru sðlu- skattsskyldar og auk þess bætt- ist álagning á raunverulegt kostnaðarverð. „Ef fólk óskar eftir fastri áskrift, borgar það sig að fá hana milliliðalaust. Einstaklingurinn þarf ekki að borga söluskatt né heldur álagn- inguna. f þessu dæmi, sem, eins og ég sagði áðan, er engan veg- inn raunhæft, kostar blaðið 3.035,5 dollara sem eru tæplega 85.000 krónur. Ég reiknaði með 10% álagningu og svo bætist söluskatturinn, sem er 23,5%, ofan á.“ Sigurður sagði að mörg bandarísk blöð væru prentuð í Evrópu og væri útgáfa þeirra þá miðuð við Evrópumarkað. Blöðin væru þá prentuð á sérstakan þunnan og léttan pappír, sem sparaði mjög mikið í flutnings- kostnaði. Sem dæmi um slík blöð nefndi hann „Wall Street Jour- nal“ og „International", sem kosta um 50 krónur f bókaversl- un Sigfúsar Eymundssonar. Ein- takið af New York Times myndi hins vegar kosta rúmlega 300 krónur yrði það sent með flug- pósti til landsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.