Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1983 21 þróun. í stórnmálahugsun hans var ekkert rúm 'fyrir staðleysur, útópíur, byltingar eða póiitiska ofsatrú af neinu tagi. IV Agnar Kl. Jónsson segir um framgöngu Bjarna í deilunum um Atlantshafsbandalagið 1949, að hann, utanríkisráðherrann, hafi þá staðið „sem klettur úr hafinu í öllu þessu umróti". Ekki er að efa, að í þessu máli leysti Bjarni af hendi merkasta og erfiðasta hlut- verk sitt í Islandssögunni. Þá var gerð að honum harðari atlaga en að nokkrum öðrum stjórnmála- manni í sögu lýðveldisins. Það þurfti sterkan stofn til að bogna ekki í þeirri atlögu og sá styrkur bjó í Bjarna, upplagi hans, upp- eídi, trú og skoðunum. Hann skildi glöggt, að andstaða Sósíalista- flokksins við Atlantshafsbanda- lagið spratt fyrst og fremst af hugarórum um sælunnar reit i austri og góða bóndann Stalín, sem þar ríkti, og forystumenn sósíalista dýrkuðu. Þjóðvarnarmenn skynjuðu ekki samtíð sína þessum frumstæða skilningi, andstaða þeirra við inn- göngu í Atlantshafsbandalagið byggðist á öðrum forsendum eins og Gylfi Þ. Gíslason fyrrverandi ráðherra segir frá í bókinni. Bjarni átti í raun ýmislegt sam- eiginlegt með Þjóðvarnar- mönnum, en hann hafði gert það upp við sig, að íslendingar mættu ekki sitja hjá, þegar lýðræðisríkin reyndu að stöðva framsókn barb- arismans úr austri. Hann sá þá, það sem flestir sjá í dag, að sigur Gúlagkerfisins hlaut að marka endalok alls þess, sem íslending- um er helgast. Með tilstyrk fram- sýnna manna úr öðrum flokkum eins og Eysteins Jónssonar og Stefáns Jóhanns Stefánssonar markaði Bjarni nýja stefnu, sem tók mið af því, að við deildum ör- lögum okkar með öðrum vestræn- um þjóðum. V Jónas H. Haralz gerir ræki- legasta grein fyrir viðfangsefnum Bjarna sem forsætisráðherra. Hann segir, að það hafi farið sam- an, að Bjarni tók við forsætisráð- herraembættinu af ólafi Thors 1963 og umskipi urðu í störfum ríkisstjórnarinnar. Með viðreisn- inni hafði ríkisstjórnin á fyrsta kjörtímabili sínu leyst þjóðina úr viðjum kerfis, sem um margt minnti á kreppubúskapinn í Austur-Evrópu. I stað þess að halda áfram þessum umbótum einbeitti stjórnin sér nú að því „að halda aukningu verðlags og launa innan heilbrigðra marka og varð- veita með þeim hætti þann ávinn- ing sem orðið hafði árin á undan". Jónas segir, að Ólafur Thors hafi sjálfur undirbúið þessa breytingu, en framkvæmd hennar hafi komið í hlut Bjarna, þegar hann tók við embætti forsætisráðherra. Á fyrri árum hafði það oft verið hlutskipti Bjarna sem varfor- manns Ólafs Thors að sýna and- stæðingunum fyllstu hörku og ósveigjanleika. Þetta virðist hafa verið liður í þeirri merkilegu verkaskiptingu, sem þeir höfðu með sér og forvitnilegt hefði verið að fræðast meira um. Tel ég það reyndar galla á bókinni, að hún skuli ekki lýsa jafnmikilvægum þáttum og sambandi Bjarna og Ólafs, og samkeppni „krónprins- anna“ Gunnars Thoroddsens og Bjarna um hásætið í Sjálfstæðis- flokknum. Þegar Bjarni tók við forsætis- ráðherraembættinu, sýndi hann það, sem fáir vissu, að hann átti til jafnmikinn sveigjanleika sem hörku, ef því var að skipta. Alls- herjarverkfall hófst, en eins og Jónas Haralz greinir frá, leysti Bjarni það með samningum við verkalýðsfélögin. Upp frá þessu reyndi stjórnin að lifa í sátt við verkalýðsforystuna með því að grípa beint eða óbeint inn í kjara- samninga. Tókst henni að draga úr fáránlegustu kaupkröfum með visitölubindingu og alls kyns ráð- stöfunum svo sem fjárveitingum til „félagslegra" húsbygginga, niðurgreiðslum, verðstöðvun og fjárfestingum eftir landsbyggða- sjónarmiðum. Nú var það talið sjálfsagt, segir Jónas, að bera margvíslegar aðgerðir í efna- hagsmálum undir verkalýðsfor- ingjana og taka tillit til sjónar- miða þeirra „eftir því sem tök voru á“. Jónas fer ekki dult með það, að markmið Bjarna var að kljúfa verkalýðshreyfinguna frá stjórn- arandstöðuflokkunum til að hindra þá í að misnota hreyfing- una gegn stjórninni. Lýsing Jón- asar á þessu er öll hin markverð- asta, og Matthías Johannessen lífgar upp á hana síðar í bókinni með því að vitna í einkasamtöl við Bjarna. Það er á Jónasi að skilja, að stjórnin hafi unnið hálfan ef ekki fullan sigur með málamiðlun sinni á vinnumarkaðinum. Bjarna hafi tekist að reka fleyg milli verkalýðsforystunnar og stjórnar- andstöðunnar og þjóðarbúið hafi verið í góðu horfi, þegar áföllin 1967—68 dundu yfir. Jónas viður- kennir, að öll stjórn efnahagsmála hafi orðið erfiðari vegna tilslak- ana ríkisstjórnarinnar, en aðal- ávinningur stjórnarstefnunnar hafi verið sá, að það ríkti „andi gagnkvæms trausts og virðingar" milli ríkisstjórnarinnar og verka- lýðsfélaganna. Ella hefði Bjarna aldrei tekist að leiða þjóðina í gegnum erfiðleikana miklu 1967—68 og safna jafnvel í sjóði, sem nægðu fyrir einni „veislu" handa vinstri stjórn. Það má gagnrýna þessar niður- stöður Jónasar frá sjónarhóli frjálshyggjumanna og rökin gætu verið eitthvað á þessa leið: Ríkis- valdið átti sem minnst að blanda sér í kjarasamninga, en svara ótímabærum kauphækkunum með viðeigandi gagnráðstöfunum. Undanslátturinn við verkalýðsfor- ingjana varð til þess, að stjórnin hætti að miklu leyti við að breyta þjóðarbúskap okkar í það horf, sem best gerist í vestrænum velmegunarríkjum. Viðreisnin stóð í raun aðeins yfir í eitt kjör- tímabil, en eftir það óx opinber forsjá á mörgum sviðum. Ríkið viðurkenndi íhlutunarrétt verka- lýðsforingjanna um mál, sem sam- kvæmt stjórnskipun landsins, áttu að vera í höndum löggjafar- og framkvæmdavalds. Andi „gagn- kvæms trausts og virðingar" milli ríkisvaldsins og verkalýðshreyf- ingarinnar entist ekki nema í stuttan tíma. Ég hefði óskað þess, að Jónas hefði velt þessum atriðum fyrir sér í sinni ágætu ritgerð. Mér þyk- ir hann nokkuð gagnrýnislaus á tímabilið 1963—70, þegar gætt er að skoðunum hans í stjórnmálum. Ég hefði einnig óskað þess, að hann hefði gert einhverja grein fyrir afstöðu Bjarna til hins ólokna verks viðreisnarstjórnar- innar, þ.e. til þeirra umbóta í frjálslyndisátt, sem æskilegar hefðu verið til að tryggja betur framfarir í landinu. Mér finnst sumt í bókinni benda til þess, að Bjarni hafi aldrei borið jafnmikið traust til „ósýnilegu handarinn- ar“, sem Adam Smith nefndi svo, og ýmsir frjálshyggjumenn fyrr og síðar. Ihaldsmenn hafa löngum óttast, að höndin ósýnilega gæti seilst helst til djúpt í vasa fólks- ins, ef henni væri gefinn laus taumurinn. Þetta hafði Otto von Bismarck í huga, þegar hann sagð- ist styðjast við þá hefð „að taka afstöðu með þeim, sem minna mega sín í lífsbaráttunni". Bjarni Benediktsson átti við það sama, þegar hann sagði við Matthías Jo- hannessen eftir júnísam- komulagið fræga 1964: „... þeir [verkalýðsforingarnir] vita að ég er fólksins maður ... en ekki full- trúi hagsmunahópa. Þeir vita að ég er ekki heldur fulltrúi atvinnu- rekenda, sem líta mig margir illu auga“. Eg efast ekki um, að Bjarni Benediktsson vildi auka frelsið í efnahagslífi Islendinga, en mér er ekki ljóst af bókinni, hve langt hann vildi ganga í þeim efnum. Víst er, að Bjarna líkaði vel hlut- verk sitt sem sáttamaður, og auk þess virðist hann ekki hafa talið sig eiga annars úrkosta en að setja „þjóðarsáttina" ofar öðrum markmiðum. VI Þá er komið inn í raunveruleika íslenskra stjórnmála. Ef Bjarni hefði ekki gengist fyrir málamiðl- unum sínum, eru verulegar líkur á því, að samfylking verkalýðsfor- ystu og stjórnrandstöðu hefði tek- ist að steypa stjórninni. Með því hefði viðreisnin að engu orðið, aft- ur hefði verið horfið til einhvers konar haftabúskapar með verð- bólgu og hóflausri skuldasöfnun í útlöndum. I þessu ljósi -verða niðurstöður Jónasar Haralz um stjórnarstefnu Bjarna Benedikts- sonar að teljast réttmætar. Afrek Bjarna var að festa viðreisnina svo í sessi hjá þjóðinni, að vinir haftanna gátu ekki hrundið henni, þegar þeir loksins fengu völdin. Enda þótt utanríkisverslunin yrði fyrir sínu mesta áfalli síðan í kreppunni miklu, tókst honum að verja og auka verslunarfrelsið og skila af sér vaxandi þjóðarbúi. „Ég kann að stjórna landi," sagði Bjarni við vini sína á góðri stundu. Stjórnmálasaga síðasta áratugar sýnir, að hann hafði mikið til síns máls. Þessir höfundar rita bókina: Ólöf Benediktsdóttir, menntaskólakennari, Baldur Möller, ráöuneytisstjóri, Birgir ísl. Gunnarsson, alþingis- maöur, Agnar Kl. Jónsson, fv. sendiherra, Ásgeir Pétursson, bæjarfógeti, Jónas H. Haralz, bankastjóri, Matthías Á. Mathiesen, ráöherra, Árni Grétar Finnsson, lögmaöur, Eyjólfur Konráö Jónsson, alþing- ismaöur, Davíð Ólafsson, seölabankastjóri, Magnús Jónsson, bankastjóri, Pétur Ólafsson, fv. forstjóri, Gylfi Þ. Gíslason, fv. ráöherra, Sir Andrew G. Gilchrist, fv. sendi- herra, Matthías Johannessen, skáld, Geir Hallgrímsson, ráöherra. UAi KE'n'uNl samin aí Beatrix Potter skömmu upp úr síðustu aldamótum. Pétur kanína er mesti œrslabelgur, Tumi kettlingur óþekktarangi en Jemína pollaönd vildi unga eggjunum sínum út sjdlí. Hinar upprunalegu og margloíuðu litmyndir prýða hverja opnu, Sigrún Davíðsdóttir þýddi bœkurnar, Hugljúíar sögur íyrir smáíólk. SPURNING Á HVERRIOPNU Þar er spurt um starísheiti, dýrategund eða andheiti. Og svarið er íalið bak við lítið spjald. Skemmtilegur leikur og írœðandi. Skemmtilegar bœkur, gœgjubœkurnar. Bamabœkur SAGAN UM JEMÍNU POLLAÖND SAGAN UM PÉTUR KANÍNU efttr HEAIKLK PO ITT- R <á á !«•***!*** „fcAt«*!# BRAÐFALLEC 00 SKEMMTILEC ÆVINTÝRI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.