Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1983 Noregur: Reynt að selja skemmda skreið 6sló, 16. desember. Frá fréttaritara Mbl., Jan-Erik Lauré NORSKIR fískmatsmenn komu nú nýlega upp um tilraun til að selja óæta skreið til Mauritaníu í Afríku en þar ríkir nú mikil hungursneyð. Það var skreiðarframleiðandi í Vestur-Noregi, sem reyndi að smygla 30 pökkum, 1350 kílóum alls, af svokölluðum gúanófiski með stærri farmi af skreið, sem stjórnvöld ætluðu að senda svelt- andi fólki í Mauritaníu. Komst upp um tiltækið í Niðarósi þar ERLENT sem skreiðin var skoðuð og þykir málið hið alvarlegasta í Noregi. „Afleiðingarnar af svona framferði geta orðið hinar al- varlegustu fyrir norska skreiðar- verkendur, sem eiga þó við nóga erfiðleika að stríða. I Afríku er helsti markaður okkar fyrir skreið og ef við fáum orð á okkur fyrir skemmdan fisk getum við bara sagt „farvel Frans" við þennan markað í framtíðinni. Þeir, sem reyna að koma frá sér skemmdri vöru, eru ekki bara að eyðileggja fyrir sjálfum sér held- ur fyrir allri atvinnugreininni," segir Roald Voie, yfirfiskmats- maður. Matnum lýst sem „skósólum og kolamolum“: Ummæli gagnrýnand- ans settu veitinga- húsið á hausinn DUsseldorf, 16. desember. AP. IXIMSTÓLL f v-þýsku borginni Dússeldorf hefur kveðið upp þann úrskurð, aö gagnrýnanda, sem fjallar um mat og vín á veitingahúsum, beri að greiða skaðabætur eftir að veitingahús, sem hann vandaði ekki kveðjurnar, neyddist til aö leggja upp laupana. Gagnrýnandinn, Armin Kiehl, að hin harkalegu ummæli stafi var harðorður í ummælum sín- um um rétti matseðils veitinga- hússins Westfálicher Friden. Svo djúpt tók hann í árinni, að hann lýsti einum réttinum og meðlætinu sem „skósólum og kolamolum". Heildarniðurstað- an var sú, að réttirnir væru „hreinasta hörmung". Að sögn dómarans, sem kvað upp úrskurðinn, er hugsanlegt af því að eigandi veitingahúss- ins, Werner-Otto Jedamzik, neit- aði að kaupa vín frá fyrirtæki, sem gagnrýnandinn hafði sér- stakar mætur á. Sjálfur vinnur Kiehl hjá vínfyrirtæki í eigu föð- ur hans í borginni. Talið er að um sama fyrirtæki sé að ræða. Bótakrafan hefur ekki verið lögð fram, en verður kunngjörð innan fárra daga að sögn dómar- ans. Menn úr líbanskri björgunarsveit kanna byggingu sem eyöilagðist ( gífurlegri aurskriðu í Beakaa-dalnum í Líbanon fyrir nokkrum dögum. Tuttugu hús urðu fyrir aurskriðunni og a.m.k. 20 biðu bana. Stórfelldar hreinsanir Alfonsin innan hersins 28 herforingjar standa uppi atvinnulausir Buenos Aires, 16. desember. AP. RAUL ALFONSIN, nýkjörinn forseti Argentínu, er þegar byrjaður að hreinsa til í röðum æðstu manna í her landsins, sem farið hefur með völdin í landinu síðustu 7 árin. Alfonsin útnefndi í gær þá, stæðu uppi atvinnulausir. sem hann ætlast til að stjórni her landsins. Er listinn birtist var ljóst að 28 herforingjar Tveir líflátnir JOHN Eldon Smith, 53 ira fyrrum tryggingasali, var tekinn af lífí í rafmagnsstólnum í Georgiurfki í gær. Daginn áður var Robert Wayne Williams einnig drepinn í rafmagns- stól í Louisiana. Smith myrti fyrri eiginmann konu sinnar og konu hans i því skyni að næla sér í tryggingarfé. Aftaka hans var sú fyrsta i Georgiu i 19 ár, en sú fimmta i Bandarikjunum á árinu. Var um að ræða meira en helming starfandi herforingja, sem voru hliðhollir herforingja- stjórninni. Alfonsin hafði áður tilkynnt að ýmsir herforingja þeirra, sem setið hafa við völd, myndu verða sóttir til saka fyrir pyntingar, morð og önnur ódæðisverk, en í gær tilkynnti hann ýmsar breyt- ingar sem skerða völd hersins enn frekar. Meðal annars lagði Alfonsin niður embætti yfirmanna land- hersins, sjóhersins og flughers- ins, en þær stöður skipuðu áður þrír æðstu herforingjar lands- ins. Jafnframt ítrekaði Alfonsin, að hann myndi nýta sér þau ákvæði stjórnarskrárinnar sem kveða á um að sem forseti sé hann sjálfur æðsti yfirmaður argentínska heraflans. HUGSIÐ ,____, UMBORNIN ÞAÐ GERIR (€LKO) OGFRAMLEIÐIR TENGLA MEÐ „BARNA VERND “ Reynslan hefur sýnt aðþörf er á að fyrirbyggja slys á heimilum — Maður veit aldrei á hverju bömin taka uppá. FAGMENN œttu að hugleiða öryggið sem Elko veitir börnum. JM' RÖNNING s,Uní<8400fló Verða „risa- skepnur“ ræktaðar í sveit- unum? Philadclphia, 16. desember. AP. Á bændabýlum framtíðarinnar verða kanínur á stærð við hunda, hundarnir eins og sauðir og sauó- irnir á stærð við hross. Ef vill geta hrossin og kýrnar verið tvö- falt stærri en nú eða meir en ekki er víst, að smalastrákarnir kærðu sig neitt um það. Þetta er boðskapur bandarískra vísinda- manna, sem hafa fundið aðferð til að auka vöxt dýra sem manna með nýrri aðferð. Það eru visindamenn við há- skólann í Pennsylvaníu, sem hafa fundið upp þessa aðferð, og hefur skólinn nú sótt um einkaleyfi á henni. Er hún í stuttu máli fólgin í því, að mannlegum erfðavísum, sem hefur verið breytt, er komið fyrir í frjóvguðu eggi úr ein- hverju húsdýri t.d. og egginu siðan komið fyrir aftur i legi kvendýrsins. Þegar afkvæmið kemur í heiminn hefur það þessa breyttu erfðavísa í öllum frumum sínum en þeir ýta mjög undir vöxtinn, tvöfalda hann a.m.k. eða jafnvel enn meir. í fyrra tókst vísindamönn- unum að „búa til“ „risamús", sem var helmingi stærri en aðrar mýs, og þeir eru ekki i neinum vafa um, að aðferðinni megi einnig beita við aðrar dýrategundir. Til dæmis telja þeir, að hún geti komið að miklu gagni í svína-, alikálfa- og kjúklingarækt og ekki síst fyrir það, að erfðavísarnir valda ekki aðeins miklum vexti heldur einnig mjög hröðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.