Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1983 27 BJÓLFSKVIÐA, Beowulf eins og hún nefnist á frummálinu engilsaxnesku, hefur nú verið gefin út hjá Fjölvaút- gáfunni í þýðingu skáldkonunnar Halldóru B. Björnsson. Eru i bókinni myndskreytingar Alfreðs Flóka. Bjólfskviðu, sem er lengsta engilsaxn- eska ritið í líkingu við íslensku fornrit- in, hafði skáldkonan nýlokið við að þýða er hún féll frá fyrir fímmtán ár- um. llefur handritið síðan verið á sveimi meðal vina hennar og fræði- manna, en enski bókmenntafræðing- urinn I’étur Knútsson Ridgewell rit- stýrði verkinu, vann úr athugasemdum skáldkonunnar og sá um útgáfu kvið- unnar. Bjólfskviða segir af viðureign kappans Bjólfs við ófreskjuna Grendel og síðar móður hans sem var hið mesta flagð. Hafa fræði- menn bent á að ýmis sagnaminni í Bjólfskviðu séu sameiginleg með Grettissögu og öðrum íslenskum, eins og Grímur Jónsson Thorkelin uppgötvaði um aldamótin 1800, en hann var fyrstur fræðimanna til að fást við rannsóknir á kviðunni. Halldóra B. Björnsson tók að þýða kviðuna 1966 og tók verkið tvö ár. Halldóra ákvað að hafa ekki hlið- sjón af öðrum þýðingum, en færði sér í nyt skyldleika fornenskunnar og íslenskunnar þannig að þýðing hennar gefur glögga mynd af frum- textanum. Hafði Halldóra gert athugasenldir við þrjú ólík handrit þegar hún féll frá og rákust menn því á ýmsa erfiðleika varðandi val á þeim orðum skáldkonan hefði viljað hafa í lokaútgáfunni. Var því afráð- ið að fá Pétur Knútsson Ridgewell til að ganga frá útgáfunni, en sem enskur bókmenntafræðingur hefur hann sérhæft sig í Bjólfskviðu. Auk þess hefur Pétur samhliða útgáf- unni unnið að rannsóknum á þýð- ingaraðferðum Halldóru og er í ráði að gefa það verk út bæði á íslensku og ensku. Bólfskviða er gefin út í tveimur útgáfum, almennri útgáfu og í 100 tölusettra eintaka skrautútgáfu sem Alfreð Flóki hefur áritað. Eru skrauteintökin aðeins fáanleg hjá útgáfunni. Enski bókmenntafræðingurinn Pétur Knútsson Ridgewell og Þóra Elfa Björnsson, dóttir skáldkonunnar, Ifta hér yfir eintak af Bjólfskviðu. Fréttastofa útvarps: Katrín Pálsdótt- ir fastráðin ÚTVARPSRÁÐ og útvarpsstjóri hafa fallist á þá tillögu starfs- mannastjóra Ríkisútvarpsins, að Katrín Pálsdóttir fréttamaður verði fastráðin á fréttastofu hljóðvarps, Myntuppboð á morgun KLAUSTURHÓLAR - lisUverka- uppboðsfyrirtæki Guðmundar Ax- elssonar, efnir á morgun, sunnudag, til myntuppboðs í húsnæði Klaust- urhóla við Skólavörðustíg. Boðin verða upp fjöimörg númcr, mynt og seðlar frá íslandi og öðrum löndum, bæði gamlir peningar og nýlegir. Myntin og seðlarnir verða til sýnis í Klausturhólum milli klukk- an 14 og 16 í dag, laugardag. INNLENT Þeir Mezzoforte-féiagar, Friðrik, Kristinn, Gunnlaugur, Jóhann og Eyþór skála kampakátir fyrir heimkomunni á plötukynningu, sem fram fór í Hollywood. Morpinbimíií/ Gunniaugur. „Erfiðara að spila fyrir íslendinga“ „FÓLK má ekki fara að búast við of miklu af okkur á hljómleikunum. Við spilum eins og við erum vanir. Þetta er engin opinberun, það er ekki það sem er að gerast, þetta er venjulegur konsert, en vonandi hljómar Mezzoforte betur en áður hérlendis," sögðu þeir Kristinn Svavarsson og Jóhann Ásmunds- son, tveir af meðlimum Mezzoforte, sem heldur jólakonsert í Háskóla- bíói á morgun kl. 21.00. Fyrr um dagnn verða góðgerðartónlcikar. Áuk Mezzoforte-kappanna spila Icelandis Seafunk Corporat- ion, Jasshljómsveitir kennara og nemenda Tónlistarskóla FÍH, sem hlýtur ágóðan af tónleikun- um. Hollendingurinn Renoen de Rijk mun spila með Mezzoforte, en hann vakti mikla lukku i jassklúbbi Ronnie Scott f London á dögunum. „Hann er ekki búinn að æfa með okkur fyrir þessa tónleika, spilaði með okkur í jassklúbbnum, en það er dálítið öðruvísi prógramm en núna. Nær uppselt á jólatónleika Mezzoforte Hann er fínn spilari og er eins og málin standa núna í prufu hjá okkur. Flugleiðir gerðu okkur kleift að fá hann með á tónleik- ana hérna,“ sagði Jóhann. Jóhann kvað prógrammið á tónleikunum byggjast upp á lögum úr tónleik- aferðalagi um Evrópu nú í vetur og lögum af Yfirsýn, nýjustu plötu Mezzoforte. „Síðan verðum við með eitthvað í pokahorninu," sagði Jóhann. „Við höfum útvegað gott söng- kerfi frá Grettisgati, en notum okkar eigin hljóðfæri að utan. Eiríkur Ingólfsson verður með „ljósashowið", en hann var með okkur í Bretlandsferðalaginu I sumar. Hljómurinn verður vænt- anlega líflegri, því ásláttarhljóð- færi de Rijk skapa stemmningu," sögðu þeir Jóhann og Kristinn. „Ég er alltaf kvíðinn fyrir tón- leika og finnst ennþá erfiðara að spila fyrir Islendinga, en einhvert fólk, sem maður þekkir ekkert. Við verðum örugglega mikið und- ir smásjá hérna. Fólk verður lík- lega krítískt. Það er líka alveg sjálfsagt, við vonum bara að það verði gaman að þessu,“ sagði Kristinn. „Við tökum kannski jólalag undir lokin til að skapa stemmn- ingu — fáum einhvern úr tónlist- arskólanum á píanó og spilum Heims um ból með von um að salurinn taki vel undir. Að lokum má segja að það sé gaman að vera kominn til Islands í frí. Það er afskaplega gott — gaman að sjá Esjuna, labba Laugaveginn og kíkja í búðir,“ sögðu þeir Jóhann og Kristinn að lokum. G.R. þar sem hún hefur undanfarið starfað sem lausráðin. Katrín er fastráðin í þá stöðu sem Hallgrímur Thorsteinsson gegndi, en hann hefur verið í leyfi og nú sagt starfi sínu lausu. Hall- grímur er nú blaðamaður við Helgarpóstinn. Að sögn Markúsar Arnar Ant- onssonar, formanns útvarpsráðs, féllst ráðið jafnframt á að Atli Steinarsson og Þorgrímur Gests- son fréttamenn yrðu áfram í starfi á fréttastofu hljóðvarps sem lausráðnir stafsmenn. Meirihluti sjávarútvegsnefndar neðrideildar Alþingis: 9 Frumvarp um fiskveiði- stefnu verði samþykkt MEIRIHLUTI sjávarútvegsnefndar neðri deildar Alþingis er þeirrar skoð- unar að kvótakerfí hafí ýmsa kosti í för með sér sem stjórnunaraðferð í fisk- veiðimálum. Þar sem ekki hefur verið bent á færari leiðir en þá sem fram befur komið í frumvarpi um fískveiði- stefnu sem nú er til afgreiðslu á Al- þingi, telur nefndin rétt að kerfí það sem þar er lagt til verði reynt í eitt ár, en nefndarmenn leggja áherslu á að endurskoðun á fyrirkomulaginu fari fram tímanlega. Leggur meirihluti nefndarinnar til að frumvarpið verði samþykkt. Þetta kemur fram í nefnd- aráliti meirihluta sjávarútvegsnefndar um frumvarp til laga um veiðar í físk- veiðilandhelgi fslands. Þá segir í álitinu að nefndin leggi þunga áherslu á að náið samráð verði haft við hagsmunaaðila um framkvæmd laganna eins og tekið sé fram í greinargerð og áréttar sér- staklega að fulltrúar fiskverkunar- fólks verði hafðir með í ráðum. Þá segir í álitinu að nokkrir nefndar- menn hafi bent á að aflamagn síð- ustu fjögurra ára væri betri viðmið- un við útreikning á aflakvóta á fiski- skip en afli síðustu þriggja ára eins og fiskiþing hefur lagt til. Það sjónarmið kom fram I nefnd- Bókun Halldórs Blöndal í sjávarútvegsnefnd um fiskveiðistefnu: Þessi tilraun aðeins gerð til eins árs „ÉG ER þeirrar skoðunar að unnt sé að fara aðrar leiðir, sem minni röskun og mismunun valda en kvótakerfíð, til þess að draga úr sókn fískiskipa í þá fískistofna, sem ofveiddir hafa verið og visa til ályktunar Félags íslenskra botnvörpuskipaeigenda frá 13. septem- ber sl. ( því sambandi," segir í bókun sem Halldór Blöndal (S), gerði í sjávar- útvegsnefnd neðri deildar Alþingis I gær, en þar var fjallað um frumvarp til laga um fiskveiðistefnu. Síðan segir i bókuninni: „Á þessari stundu hefur ekki verið gengið frá forsendum kvótaskiptingar, út- færslu hennar eða framkvæmdaröð- un. Af þeim sökum er ekki hægt að meta hvaða svigrúm kvótakerfið gef- ur ( afbrigðilegum tilvikum eða hvernig þau byggðarlög koma til með að standa, þar sem aflabrestur- inn hefur verið tilfinnanlegastur á undanförnum misserum. Á hinn bóginn virðist helstu hags- munasamtök sjávarútvegsins önnur en FÍB vilja reyna þessa leið, sem veldur því að ég mun greiða fyrir framgangi málsins, enda verður sársaukafullum aðgerðum til að draga úr sókn, naumast beitt með árangri án slíkrar samstöðu. Ég legg áherslu á að þessi tilraun sé aðeins gerð til eins árs. Framhaldið hlýtur að ráðast af þeirri reynslu sem þá verður fengin. Raunhæfasta leiðin til að mæta þeim vanda sem nú blasir við vegna aflabrests á þorskveiðum, sem við sjáum ekki fram úr, er að auka rann- sóknir á landgrunninu með það fyrir augum að finna nýtanlega fiski- stofna og að huga betur að gæðum þess fisks, sem komið er með að landi.“ inni að nauðsynlegt væri að afla- kvótar yrðu hreyfanlegir milli skipa, bæði af hagkvæmniástæðum og eins ef skip væri selt úr landi eða félli af skipaskrá. Ein meginorsök rekstr- arvanda sjávarútvegsins væri sú að fiskiskipastóllinn væri of stór. Því væri æskilegt að hafa innbyggðan hvata í kvótakerfinu til þess að skip- unum fækkaði. Nefndin leggur áherslu á að sjáv- arútvegsráðherra hafi fullt samráð um framkvæmd laganna við sjávar- útvegsnefndir Alþingis, svo sem tek- ið er fram í 1. gr. frumvarpsins. Verði jafnan leitað til þeirra um samráð áður en ráðist er i einstök framkvæmdaatriði og fyrir þær lögð öll stefnumótun og útfærsla á ákvæðum laganna. í áliti minnihluta nefndarinnar kemur fram, en minnihlutann skipar Guðmundur Einarsson (BJ), að minnihlutinn telji að Alþingi beri að hlutast til á beinan hátt um aðalat- riðin I mörkun fiskveiðistefnunnar, það sé höfuðforsenda við skiptingu afla á skip, reglur um framsal kvóta o.þ.h. Á þann hátt telur minnihlut- inn að Alþingi gegni þeirri skyldu sinni að setja almennar reglur um nýtingu þeirrar sameiginlegu auð- lindar þjóðarinnar, sem sjávarfang- ið er. Það sé hins vegar í verkahring ráðuneytis að útfæra þá stefnu. Fjölvaútgáfan: Þýðing Halldóru B. Björnsson á Bjólfs- kviðu er komin út

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.