Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1983 37 Norræna húsið: Hulduskáld stíga fram í dagsljósið Upplestur úr ljóðum síðdegis á sunnudag „Hulduskáld“ munu lesa upp í Norræna Húsinu á sunnudag klukk- an fjögur. Það eru átta ljóðskáld, sem öll eiga það sameiginlegt að gefa á eigin vegum út bækur sínar, sem standa fyrir upplestrinum: Elísa- bet Jökulsdóttir, Berglind Gunn- arsdóttir, Jón Þorleifsson, Birgir Svan, Pjetur Hafstein Lárusson, Sveinbjörn Þorkelsson, Svein- björn Beinteinsson og Einar ólafsson. Á blaðamannafundi sem haldinn var í tilefni þessa sögðu skáldin meðal annars: „í þessari tíð þegar fjársterkir bókaklúbbar og fyrirtæki auglýsa höfunda og verk sem ákafast er hætt við að eiginútgáfuhöfundar lendi í skugganum. Tilgangurinn með þessum upplestri er því að gefa þessu huldufólki, sem lagt hefur mjólkurpeningana í að gefa út list sína, tækifæri til að sýna sig og sjá aðra. Við viljum reyna að ná til þess hóps sem við skrifum fyrir, gefa því tækifæri til að hvíla sig frá tónasúpunni og hlusta á hið taiaða mál, standa augliti til auglitis við höfundinn og heyra ''a^n lesa sín ljóð með þem áhersl- um tilfinningu sem hann sjálf- ur hefur skapað í ljóðinu. Þarna bjóðast nýjar og gamlar bækur höfunda til kaups. Rúllugjald verður 100 krónur og gildir að- göngumiðinn sem happdrættis- miði.“ Pjetur Hafstein Lárusson og Birgir Svan Símonarson eru tvö af átta huldu- skáldum sem lesa úr verkum sínum f Norræna húsinu á sunnudaginn klukkan fjögur. Sýslunefnd A-Hún. hefur ekki afþakkað fjárveitingar MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi athugasemd frá sýslu- nefnd Austur-Húnavatnssýslu vegna fréttar í blaðinu síðastliðinn þriðju- dag um að Blönduós afþakki fjár- veitingar: „Að gefnu tilefni vill sýslunefnd A-Hún. taka fram, að hún hefur ekki afþakkað fjárveitingar til Blönduóss eða annarra staða í Húnavatnssýslu, hvorki með skeyti né á annan hátt. Sýslunefnd fagnar hverri fjárveitingu, sem veitt er í sýsluna og væntir góðrar samvinnu við fjárveitingavaldið hér eftir sem hingað til.“ Þetta var samþykkt á aukafundi sýslunefndar 14. desember síðast- liðinn. „Bláa þruman“ jóla- mynd Stjörnubíós JÓLAMYND Stjörnubíós í ár er „Bláa þruman" (Blue Thunder). f aðalhlutverkum eru Roy Schneider, Warren Oats og Candy Clark. Leik- stjóri er John Badham. Myndin er bandarísk og naut vinsælda vestanhafs á liðnu sumri. f myndinni er greint frá ævintýrum þyrluflugmannsins Frank Murphys í Los Angeles, en hann hefur mikla reynslu úr Víet- nam-stríðinu. Hann er fenginn til að reynslufljúga Bláu þrumunni, sem er tæknilegt afrek, vel búin vopnum. Murphy kemst að fyrir- ætlunum alríkislögreglunnar og nokkurra háttsettra embætt- ismanna og í framhaldi af því hefst eltingaleikur þeirra við Murphy, sem tekið hefur Bláu þrumuna traustataki. Musica Antiqua með tónleika í and- dyri Þjóðminjasafnsins í dag MUSICA Antiqua heldur tónlcika í anddyri Þjóðminjasafnsins í dag, laugardaginn 17. desember, og hefj- ast þeir klukkan 17.00. Á efnisskránni eru Madrigalar eftir Morley, Senfl, Monteverdi, Jannequin o.fl., en á milli verður leikin orgeltónlist frá sama tíma. Flytjendur eru: Erna Guð- mundsdóttir sópran, Camilla Söd- erberg sópran, Marta Halldórs- dóttir sópran, Hildigunnur Hall- dórsdóttir sópran/alt, Sigríður Jónsdóttir alt, Kristín Ólafsdóttir alt, Snorri Örn Snorrason tenór, Kjartan óskarsson tenór, Halldór Vilhelmsson bassi og Jón Stefáns- son bassi. Á orgelið leikur Jón Stefánsson. Hak)rien\\4mblads Björ studio-linie A EINARSSON & FUNK HF Laugavegi 85 Björn Wiinblad er einhver hugmyndaríkasti og fjölhæfasti myndlistarmaöur okkar tíma.Hann hófferilsinnsemmálari, aX—; varösíöan heimsfrægurfyrirsitt , sérstaka keramik. Hann hefur ie ver'ð aöalhönnuöur hjá Rosenthal mörg undanfarin ár. Hér hefur hann 5 hannað postulínshálsmen í gullkeöju meö myndum af stjörnumerkjunum. I N

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.