Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1983 39 Sex tær á fæti — siður kannski að sunnan? Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdót** Krydd í tilveruna, íslenzkar skopsögur: söfnun og umsjón með útgáfu Ólafur Ragnarsson og Axel Ammendrup. Árni Elfar mynd- skreytti. Heiðurskryddari í bókar- auka Leifur Sveinsson. Útg. Vaka 1983. Menn hafa deilt um, hvort ís- lendingar hafi húmor og sýnist sitt hverjum en sé svo, hvers eðlis hann sé: beizkur og ádeilukennd- ur, barnslega einlægur, klúr og dónalegur og svo mætti áfram telja. Israelski rithöfundurinn og háð- fuglinn Ephraim Kishon var ein- hvérju sinni spurður að því, hvort húmor gyðinga væri ekki heldur ádeilukenndur. „Húmor er ekki eitthvað sem við tökum og skil- greinum. Gyðingar hafa engan sérhúmor. Það er enginn sérhúm- or til. Það er til fyrirbrigðið p.i- heimshúmor — það er réttara sagt ákveðin skynjun sem ákveðin tegund af fólki á sama andlega þroska og menntunarstigi um víða veröld skilur — hvort sem sá húm- or kemur frá Kína eða ísrael. Húmor er alltaf ádeilukenndur, annars er á ferðinni grín og það tvennt er fjarskalega ólíkt." Þetta voru orð hins mæta Kishons og líkast til er það alveg hárrétt að húmor og grín er tvennt ólíkt. En ég hygg að því sé oftlega slegið saman og ætti ekki að skaða, svo fremi að hvorugt kaffæri hitt. Og svo er auðvitað staðreynd að menn hafa ákaflega misjafnt eyra/auga fyrir hinu skoplega eða broslega og orðheppni manna er eftir því mismunandi. Þessi bók hér, Krydd í tilveruna, er uppfull bæði af gríni og húmor. Hún er skemmtilega unnin af hálfu útgáfunnar og aukakafla Leifs Sveinssonar er ástæða til að vekja sérstaka athygli á, þar er sem víðar í bókinni hnyttilega frá sagt. Sauðárkrókur: Aðalgötunni breytt í göngugötu SauAárkróki, 16. desember. JÓLASVIPUR er að færast yfir mannlífið hér undir Nögunum. Kveikt hefur verið á jólatrjám á Faxatorgi og Kirkjutorgi og stóri Ijósakrossinn við kirkjugarðinn, sem jafnan er kveikt á í byrjun desember, setur mikinn svip á umhverfið. I gærkvöldi hélt tónlistarskólinn jólatónleika í safnahúsinu og var þar mikið fjölmenni. SI. sunnudag var ljósamessa í Sauðárkrókskirkju og um kvöldið aðventusamkoma með fjölbreyttri dagskrá. Kaup- menn segja jólaverslun svipaða og undanfarin ár. Á morgun, laugar- dag, verður aðalgötunni breytt í göngugötu til að auðvelda fólki jóla- innkaupin. (Jr atvinnulífinu er það helst að frétta, að Skapti, einn af togurum Útgerðarfélags Skagfirðinga, land- ið hér í gær 40 tonnum af fiski og í dag er Drangey að landa 60 tonn- um. Afli er því með tregasta móti og hljóðið frekar dauft í sjómönn- um. Togarar ÚS verða allir í höfn um jól og áramót. Kári. ^★TOMMAi^ -HAMBORGARAR * * * * * * * * m I* hajnMftY Félagar í jólasveinafjölskyldunni koma í heimsókn sunnudaginn 18. desember Nýtt: Frí sendingaþjónusta Ef þig vantar 5 eöa fleiri hamborgara, heim, á vinnustaö eða eitthvert annaö, þá komum við þeim á staöinn. Að sjáifsögöu þér aö kostnaöarlausu. Viö bjóöum þessa þjónustu 17. og 23. desember. TOMMAHAMBORGARAR Grensásv. 7 Sími 84405 Lækjartorgi 12277 Laugavegi 26 Hafnarf. Fitjum, Njaröv. 19912 54999 3448 * * * * * * * * * * * ★★★★★★★★★ TILVALIN ót JÓLAGJÖF Txiiunflh ÞAÐ ÞEKKJA ALLIR lympía Laugavegi 26, sími 13300. Glæsibæ, símí 31300. KAUPMENN - INNKAUPASTIÓRAR: TÍSKAN FYRIR TÆRNAR! Sívaxandi vinsældir sanna ágæti sokkanna frá Víkurprjóni hf. Kristjánsson hf. Ingólfsstræti 12 Reykjavík sér um dreifingu á hinum viðurkenndu sokkum. KRISTJÁNSSON HF. Ingólfsstræti 12. Sími 12800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.