Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1983 Minning: Snorri Halldórsson byggingameistari Fæddur 31. júlí 1911 Dáinn 18. nóvember 1983 Frá fornu fari hefur meginveg- urinn úr Breiðafjarðardölum til Borgarfjarðar og Suð-Vesturlands legið um Bröttubrekku og Bjarn- ardal. Þessi leið hefur löngum þótt erfið, einkum að vetrarlagi, enda þótt hún væri gerð bílfær árið 1932 (um Miðdal og Merkjahrygg). En hún hefur ævinlega verið fjöl- farin. Og heimabyggðin hefur orð- ið að sjá á bak mörgu æskufólki fyrr og síðar, sem lagt hefur leið sína suður yfir Bröttubrekku. Sumir sneru aftur, nokkrir kvöddu fyrir fullt og allt, en aðrir hafa farið þennan veg ótal sinnum, enda þótt það ætti fyrir þeim að liggja að lifa og starfa utanhéraðs og gera garðinn frægan í nýjum heimkynnum, einkum á höfuð- borgarsvæðinu. Einn í hópi hinna síðasttöldu var Snorri Halldórson, byggingameistari, sem nú er horf- inn sjónum. Snorri fæddist 31. júlí 1911 í Magnússkógum, Hvammssveit, Dalasýslu. Foreldrar hans voru hjónin Halldór Guðmundsson og Ingibjörg Sigríður Jensdóttir, sem þar bjuggu frá 1898 til 1939. Þau eignuðust 13 börn og komust 10 þeirra til fullorðinsára. Auk þess ólst bróðursonur Ingibjargar, Al- fons Oddsson, upp hjá þeim hjón- um frá fimm ára aldri. Land jarðarinnar Magnússkóga teygir sig norðanvert meðfram Gierá allt frá Hvammsfirði og langt til fjalls. Það er sums staðar kjarri vaxið, gróðurmikið víða og gott undir bú, brekkufrítt og sumarfagurt. Jörðin er góð fjár- og fjalljörð, en nokkuð erfið til búskapar áður fyrr, þegar ræktun var minni en nú er og sækja þurfti engjaheyskap langt fram á fjall. — En fjölskyldan í Magnússkóg- um var mjög samhent og ötul við að sjá búi sínu borgið. Systkinin byrjuðu ung að vinna kappsam- lega og höfðu orð á sér fyrir áræði, dugnað og kjark. Þau þekktu hvorki uppgjöf né úrræðaleysi. Á þeim árum var víða þröngt í búi og ekki um annað að ræða en láta hendur standa fram úr erraum. Stundum var hart í ári, — en allt- af kom þó vor að liðnum vetri. Þó að mikið þyrfti að vinna heima fyrir gafst tími til að hjálpa öðrum og taka þátt í félagslifi byggðarlagsins. Systkinin í Magn- ússkógum gengu í ungmennafélag sveitarinnar, sem heitið er eftir landnámskonunni í Hvammi og stofnað árið 1909. Þar reyndust þau hinir beztu félagar og átaka- mikil í öllu samstarfi. En með ár- unum dreifðist hópurinn að heiman og hver hélt til starfa á sínum vettvangi. En fjölskyldu- böndin brustu ekki né heldur tryggðin við átthaga og gamla vini. Þegar Breiðfirðingafélagið í Reykjavík var stofnað 17. nóv. 1938, gengu þau systkinanna, sem þá voru flutt suður, í félagið. Hafa þau unnið vel og lengi að stefnu- málum félagsins, en þau eru m.a. í því fólgin að efla og halda við- kynningu milli Breiðfirðinga, sem dvelja á félagssvæðinu, og þeirra, sem búsettir eru heima í héraði, og að styðja eftir megni öll þau mál, sem að dómi félagsins horfa til menningar og hagsbóta héruð- um við Breiðafjörð. / Snorri fór ungur að heiman, ákveðinn að bjarga sér áfram á hverju sem gengi. Hann nam húsasmíði í Reykjavík hjá Einari Kristjánssyni, byggingameistara. Lauk sveinsprófi í húsasmíði 1932 og meistaraprófi 1936. Til marks um áræði hans og framtak má nefna, að hann reisti hótel í Búð- ardal árið 1933 og rak það til 1937. En síðan gerðist hann umsvifa- mikill byggingameistari í Reykja- vík, m.a. við íþróttahús Háskólans 1945—1946, Þjóðminjasafnið 1947-1949 og Háskólabíó 1959—61. Jafnframt stofnsetti hann eigið fyrirtæki 1947, Húsa- smiðjuna að Súðarvogi 3—5 í Reykjavík. Hann var brautryðj- andi í byggingu einingahúsa, en stundaði einnig timburverslun og efnissölu. Snorri var mjög hjálpsamur og greiðvikinn. Það er fullyrt af þeim sem til þekkja, að þeir væru færri nú, sem ættu þak yfir höfuðið, ef þeir hefðu ekki á úrslitastundu notið hjálpar Snorra og aðstoðar. En ég hygg, að fáir hafi viljað svíkja hann. Eitt er víst, að þetta fyrirtæki óx og dafnaði og yfir því var vakað af dugnaði, fyrirhyggju og framsýni. Það stendur og starf- ar á traustum grunni. Reynsla mín af þingmanns- störfum undanfarna áratugi hefur kennt mér, hvers virði það er að hafa gott samband við fólk af Vesturlandi, sem búsett er á höf- uðborgarsvæðinu. Þó að land okkar sé lítið og þjóðin fámenn á borð við eina fjölskyldu á heims- vísu, er það ríkt í fari flestra ágætismanna að muna ætt sína, uppruna og átthaga. Snorri var einn þeirra manna, sem alltaf voru boðnir og búnir að leggja góðum málum lið. Til hans var gott að leita, þegar um hagsmuna- mál Vesturlands var að ræða. Húsnæði hans við Langholtsveg stóð jafnan opið endurgjaldslaust, þegar skjóta þurfti á fundi og leita lausnar á málum. Fyrir þá aðstoð og vinsemd verður seint fullþakk- að. Snorri kvæntist 4. maí 1934 Ingu Berg Jóhannsdóttur trésmiðs á Patreksfirði Bjarnasonar. Börn þeirra þrjú, Jón, Sturla og Sigur- björg, vinna öll við hið myndar- lega fjölskyldufyrirtæki, Húsa- smiðjuna við Súðarvog, og halda þar uppi merki foreldra sinna af ráðdeild og dugnaði. Snorri átti lítið sumarhús í landi Magnússkóga í hvamminum við brúna yfir Glerá. Þar gat hann vænst þess að njóta næðisstunda við verkalok eftir annasaman dag. En þær stundir urðu of fáar. Snorri lézt aðfaranótt föstu- dagsins 18. f.m. Útför hans var gerð frá Dómkirkjunni 25. nóv- ember sl. Við hjónin söknum vinar í stað og sendum Ingu, börnum þeirra, vandamönnum og vinum einlægar samúðarkveðjur. Friðjón Þórðarson Af eilífðarljósi bjarma ber sem braut þína þungu greiðir. Vort líf.sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upp himinn fegri en augað sér og mót öllum oss faðminn breiðir. (E. Ben.) Ég kynntist Snorra við bygg- ingu Þjóðminjasafnsins hér í borg og hefi haft því láni að fagna, að starfa við fyrirtæki hans Húsa- smiðjuna hf. í sl. átta ár. Þar hitt- ust við Snorri nær því daglega og skiptumst við oft á skoðunum. Reyndar vorum við oft ekki sam- mála í upphafi, en alltaf skildum við vel sáttir við samræðulok. Einn af þáttum í fari Snorra var sá, að hann gerði sér aldrei mannamun, þar sem viðskiptavin- ir áttu í hlut. Tel ég, að fáir at- vinnurekendur hafi haft jafn ríka tilhneigingu til þess að hjálpa þeim, sem minna máttu sín í þjóið- félaginu. Get ég og þar um fullyrt, að gróðasjónarmið réðu þar engu um. Vil ég vitna í þau ummæli Snorra, sem hann viðhafði við timburafgreiðslu til manns nokk- urs, sem hafði ekki orðið fyrir réttlæti laganna manna í þjóðfé- lagi voru. „Ef ég get ekki hjálpað svona manni, þá get ég bara lok- að.“ Finnst mér þessi fáu orð lýsa vel hans djúpstæðu velvild og mannkostum. Það má og segja, að Snorri hafi látið sína hæfileika endurspeglast í störfum sínum, þar var aldrei kastað höndum til neins, heldur störfin unnin af lífi og sál. Hann var maður sívinnandi og gátu viðskiptavinir Húsasmiðj- unnar séð hann verkklæddan við störf sín þar í portinu. Hann var sannur félagi starfsmanna sinna, sá góði félagi, sem við höfum nú misst, en það skarð verður erfitt að fylla. Ég ætla ekki hér að rekja ættir eða afrek Snorra, þar sem mér fróðari menn hafa nú þegar gert það, en vísa til afrakstrar lífsstarfs hans og þar má með sanni segja að sjón er sögu ríkari. Ég kveð Snorra Halldórsson með hrærðum hug og söknuði og vil enn minnast ljúfmennsku hans í daglegu lífi. Konu hans og börnum sendi ég minar innilegustu samúð- arkveðjur. Ég hef persónulega kynnst sonum hans og dóttur, og tel ég þau fullfær um að fylla út í þann ramma, sem faðir þeirra hafði sniðið þeim. Sigurjón Maríasson bifreiðastjóri. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÞORVALDA HULDA SVEINSDÓTTIR, Hellisgölu 21, HalnaiTirði, lést á Sólvangi, Hafnarfiröi, aöfaranótt 16. desember. Baldur Guðmundsson, Alda Vilhjélmsdótlir, Gylfi Guömundsson, Guörún Jónsdóttir, Helgi Guðmundsson, Ragnheiöur Benediktsdóttir, Kristín Guómundsdóttir, Bjarni Hauksson og barnabörn. t Faðir okkar. HELGI KAJ RASMUSSEN, bakarameistari, Suöurgötu 72, Hafnarfiröi, lést í Borgarspítalanum 16. desember. Anna Kristín Helgadóttir, Inger Helgadóttir, Nikulós Helgi Kajson. t Móöir okkar. MARGRÉT SNÆBJÖRNSDÓTTIR, Ljósheimum 11, Reykjavík, sem lést í Landspítalanum 13. þessa mánaðar veröur jarösungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 19. desember kl. 10.30. Steinunn Sveinsdóttir, Haukur Ákason, Ásbjörn Sveinsson, Bóra Þórsdóttir, Snæbjörn Sveinsson, Ingibjörg Þóróardóttir og barnabörn. t Móöir okkar og tengdamóöir, GUORÚN ÞORBJÖRNSDÓTTIR, Ásvallagötu 5, veröur jarösungin frá Dómkirkjunni mánudaginn 19. desember kl. 13.30. Stefanía Runólfsdóttir, Þóra og Karl Maack. t Utför fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa, ÞÓRÐAR BJARNASONAR, Hringbraut 97, sem lést 30. nóvember sl. fór fram i kyrrþey aö ósk hins látna frá Fossvogskapellu þann 14. desember. Pélmi Þóröarson, Jón Þóröarson, María Jakobsdóttir, Hjördís Þóröardóttir, Vilhjélmur Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, MARÍA WILHELMÍNA HEILMANN EYVINDARDÓTTIR, Grenimel 35, Reykjavlk, veröur jarösungin Dómkirkjunni. mánudaginn 19. desember kl. 15.00 frá Erna Árnadóttir, Eyvindur Árnason, Margrét Gestsdóttir, Böövar Árnason, Guðmunda Gunnarsdóttir, Gunnar Árnason, Stefanía Stefénsdóttir, Gottfreö Árnason, Ásdís Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t GESTURJÓSEFSSON fré Hlíð, Ktapparstíg 17, veröur jarösunginn frá Snóksdalskirkju mánudaginn 19. desember kl. 14.00. Bílferö veröur frá Umferöarmiöstööinni kl. 9.00. Ólafía Jónsdóttir, Árni Ólafsson, Erna Sigurgrímsdóttir, Sigurgrímur Árnason, Magnús Jósefsson, Ólafía Hjartardóttir. t Eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir og amma, JÓNA JÓNSDÓTTIR, Ekkjufellsseli, veröur jarösungin frá Áskirkju, Fellum, mánudaginn 19. þ.m. kl. 13.30 e.h. Einar Sigbjörnsson, Sigurbjörg Einarsdóttir, Bryndís Einarsdóttir, Margrét Einarsdóttir, Magnús Þóröarson, Baldur Einarsson, Svala Eggertsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir færum viö öllum sem sýndu okkur samúö og hlýhug viö fráfall og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóöur ömmu og langömmu, MARGRÉTAR JÓNSDÓTTUR. Péll Gíslason og fjölskyldur. t Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og jaröarför GUÐRÚNAR HINRIKSDÓTTUR, Sunnubraut 35, Kópavogi. Jónas Runólfsson og börn. Systkini hinnar létnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.