Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1983 51 Ferðafrásagnir úr útvarpsþáttum Bókaforlagið Svart á hvítu hefur sent frá sér bókina Út og suður. í þessari bók er úrval ferðafrásagna úr út- varpsþáttum Friðriks Páls Jónssonar, Út og suður. Höfundar bókarinnar eru Bernharður Guðmundsson, Björn Þorsteinsson, Brynja Bene- diktsdóttir, Einar Már Jónsson, Elín Pálmadóttir, Guðmundur Arnlaugsson, Guðmundur Ein- arsson, Guðný Halldórsdóttir, Gunnar Helgason, Gunnlaugur Þórðarson, Margrét Jónsdóttir, Oddný Guðmundsdóttir, Ölafur Halldórsson, ómar Ragnarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Stein- dór Steindórsson, Þorsteinn Svanlaugsson og Ævar Kjart- ansson. Frásagnirnar eru tutt- ugu talsins og segir í frétt frá útgefanda, að þær fjalli um ým- iskonar mannraunir og ævintýri; auk þess sé bókin full af fróðleik um allt frá indíánum yfir í forna Skálholtsbiskupa. Margrét Á. Auðuns hannaði kápu á Út og suður, sem er alls 228 blaðsíður og unnin hjá Prentsmiðjunni Odda. Jólafagnaður aldraðra og jólasöngvar í Neskirkju NÚ UM helgina verður mikiö um að vera í Neskirkju. A laugardag verður jólafagnaður aldraðra í safnaðar- heimilinu kl. þrjú með fjölbreyttri dagskrá. Á sunnudag verða jólasöngvar í kirkjunni kl. tvö. Lúðrasveit og barnakór Melaskólans leika og syngja undir stjórn kennara sinna: Helgu Gunnarsdóttur og Páls P. Pálssonar. Nemendur og kennarar Hagaskóla syngja sam- an undir stjórn Jónasar Þóris Þórissonar. Þá flytja ungmenni í sókninni helgileik, jólaguðspjallið um fæðingu Jesú í Betlehem. Ætl- ast er til að allir kirkjugestir ger- ist þátttakendur í helgileiknum með því að taka undir í söng jóla- sálmanna sem honum fylgja. Sjötta bindi Jarðabókar ÚT ER komið sjötta bindi af Jarða- bók Arna Magnússonar og Páls Vídalíns í Ijósprentaðri útgáfu Fræðafélagsins í Kaupmannahöfn. Þetta bindi er um Dala- og Barða- strandarsýslur, og kom það fyrst út 1938 í útgáfu Björns K. Þórólfsson- ar. Jarðabók þessi er samin á árun- um 1703—1705 og 1710. Fræðafélagið hóf endurútgáfu Jarðabókarinnar árið 1980 og er það verk nú hálfnað, segir í frétt frá félaginu. Áætlað er að tvö bindi komi út á næsta ári, en í 12. og síðasta bindi verða ýmis jarða- bókaskjöl sem ekki hafa verið birt áður, auk atriðisorðaskrár um öll bindin. Bókin er 425 bls. Umboð fyrir Fræðafélagið hér á landi hefur Sögufélagið, Garðastræti 13b, Reykjavík. Næsta kynslóð innflytjendanna ÚT ER komin hjá /Egisútgáfunni bókin „Næsta kynslóð innflytjend- anna“ eftir Howard Fast. Bókin „Innflytjendurnir" kom út hér á landi á síðasta ári og varð mjög vinsæl, segir í frétt frá út- gefanda. Þar segir frá baráttu ít- ölsku innflytjendanna, Lavette og fjölskyldu hans. Bókin um „Næstu kynslóð innflytjendanna" fjallar um dótturina Barböru og hennar líf, sem blandast þeim blandast þeim atburðum er gerðust í upp- hafi síðari heimsstyrjaldarinnar. í kynningu á bókarkápu segir að bókin sé skrifuð fyrir nútímafólk, um atburði er gerðust á afdrifa- ríkum tímum. Stereo- sjónvarp LUXOR SATELUT >{Anv>rp S^ssí l Texta- sjónvarp uuxon tiómöni , « mótl b«tnnl t«t»- I >«)«lnn i lr«mtíótnnt okkur wx t»knt. LUXOR-litasjónvörp 22 Sería, Isafiröi Alfhóll. Siglufiröi Skrifstofuval, Akureyri Kaupf. Skagf. Sauöárkróki Radióver, Husavík Ennco, Neskaupstaö Eyjabær, Vestm.eyjum M.M., Selfossi Fataval, Keflavik Kaupf. Héraösb. Egilsstööum HUÐMBÆR KauP' Bor9' HUOM'HEIMILIS'SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999 UniSat 31° V (Stortr) TDF-1 :i9° V I I (Frqnkrik*) | TV-SAT ( 19° V (Vasttysktand)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.