Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 10
58 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1983 Til hvers er að bíða fram á síöustu stundu? 24 Desember Nú er rétti tíminn til þess aö fá sér Ballingslöv innrétt- ingu á baðherbergiö. Mikiö magn og gott úrval fyrirliggj- andi. Opiö á laugardögum fram til jóla. Innréttingar sf. Knarrarvogi 2, Reykjavík. Sími 83230 Bladburðarfólk óskast! Austurbær Vesturbær Ingólfsstræti Neöstaleiti Miöbær I Freyjugata 28—49 Faxaskjól Einarsnes Garöastræti Nýlendugata Úthverfi Ártúnsholt Úrslit í leikþáttasamkeppni MFA: „Sér er nú hver“ — eftir Eyvind Eirfks- son valinn af sextán innsendum leikþáttum Úrslit voru tilkynnt í lcikþátta- samkcppni Vlcnningar- og fræðslu- sambands alþýðu miðvikudaginn 14. desember. Samþykkti dóm- nefndin einróma að leikritið „Sér er nú hver“ skyldi hljóta verðlaunin „sem besta og athyglisverðasta leik- ritið í samkeppninni". Höfundur þess er Eyvindur Kiríksson, lektor í íslenskum fræðum við Kaupmanna- hafnarháskóla. MFA efndi til leikþáttasam- keppninnar 30. maí sl. og var þá auglýst eftir stuttum leikþáttum sem hentuðu til flutnings á vinnu- stöðum, fundum og samkomum stéttarfélaganna. í dómnefnd Eyvindur Eiríksson sigurvegari í leikþáttasamkeppni MFA. voru skipuð þau Stefán Ög- mundsson prentari og fyrrverandi formaður MFA, Brynja Bene- diktsdóttir leikari og Hörður Zóphaníasson skólastjóri og var samþykkt að veitt yrðu ein verð- laun 35.000 krónur fyrir þann þátt sem dómnefnd veldi. MFA bárust alls 16 leikþættir en skilafrestur rann út 15. nóvember. Verðlaunahafinn, Eyvindur Ei- ríksson, sagði leikþáttinn koma efnislega inn á fjölmarga þætti verkalýðshreyfingarinnar og þjóðfélagsins í heild og hafa orðið til úr eldri drögum sem hann hafi gengið frá til að senda í þessa keppni. Hann hefur nokkuð feng- ist við ritsmíðar og meðal annars sent frá sér tvær ljóðabækur: „Hvenær?" (1974), og „Hvaðan, þaðan“ (1978), auk þess greinar og smásögur. Félagið Ingólfur: Ritið „Landnám Ingólfs,, komið út Félagið Ingólfur, elsta héraðs- sögufélag á íslandi, hefur nú tekið til starfa á ný, en það var stofnað árið 1934 af þeim Georg Ólafssyni, bankastjóra, Steindóri Gunnarssyni, prentsmiðjueiganda, Pétri Hall- dórssyni, bóksala og síðar borgar- stjóra, og prófessor Guðna Jóssyni. Gaf félagið út á fyrstu sex starfsár- um sínum ritið „Landnám Ingólfs - safn til sögu þess“, alls tíu rit. Hið endurreista félag mun eftir sem áður gefa út ritið „Landnám Ingólfs" og er fyrsta ritið komið út. í því er að finna grein dr. Björns Þorsteinssonar, prófessors um landnám Ingólfs, þar sem dr. Björn færir fyrir því rök að svæð- ið hafi verið skynsamlega valið. Guðlaugur R. Guðmundsson cand. mag. birtir lýsingu Skildinganes- jarðar í Reykjavík og gerir grein fyrir örnefnum, Steingrímur Jónsson, bókavörður skrifar um fyrstu vitana við Faxaflóa og Björn Pálsson, kennari ritar um hagsögu Kálfatjarnarsóknar á Vatnsleysuströnd á 19. öld. Þá er í ritinu erindi eftir Sighvat Bjarna- son, bankastjóra Islandsbanka, um verslunarlífið í Reykjavík fyrir rúmri öld, sem Haraldur Hannesson, hagfræðingur, bjó til prentunar og Þórunn Valdimars- dóttir, sagfræðingur skrifar um Félagið Ingólf á árunum 1934- 1942. Tvær visitasíur séra Sigur- bjarnar Einarssonar, biskups, frá árinu 1971 eru einnig í bókinni. Bókin, sem er 176 blaðsíður, er skreytt ljósmyndum, nokkrum sem ekki hafa birst áður, svo sem gömlum Reykjavíkurmyndum og ljósmynd, sem tekin var í brúð- kaupsveislunni á Hótel íslandi 1915, skömmu áður en eldur varð laus i húsinu og það brann til grunna ásamt ellefu öðrum húsum í miðbæ Reykjavíkur. Dreifingu bókarinnar annast Sögubúðin, Laufásvegi 7. Steingrímur Jónsson, bókavörður, afhendir dr. Birni Þorsteinssyni fyrsta eintak ritsins „Landnám Ingólfs". Auk þeirra eru á myndinni Þórunn Valdimarsdóttir, sagnfræðingur og Þorkell Skúlason, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Land og Saga. w W 1 Jótaskemmtun sjálfstæöisfélaganna í Reykjavík Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík efna til jólaskemmtunar í Valhöll, Háaleitisbraut 1, sunnudaginn 18. desember frá kl. 15—18. Boðið/* er upp á dagskrá fyrir alla fjölskylduna, í 3 sölum. SALURI frá kl. 15—17 kaffiveitingar kl.15.15 Jólahugvekja: Séra Ingólfur Guömundsson. Upplestur úr nýút- komnum bókum: Mafthías Johannessen les úr bókinni Bjarni Benediktaeon. Björg Einarsdóttir , les úr bók Guömundar í Víðl: Með viljann að sonar leikur fra kl. 14.45. vopni. Upplestur úr bóklnni: Krydd í tilveruna. Nemendur frá Tónlistarak'ólanum I Garöabæ koma í heimeókn. Lúörasveit Tónlistarskól- ans í Garöabæ undir stjórn Björns R. Einars Salur II frá kl. 17—18. Jólatréeaamkoma. Jóla- sveinarnir Aakaeleiklr foringi jólasvein- anna og Stekkjastaur mæta galvaskir og heilsa upp á börnin. Salur III frá kl. 15—17. Barnaefni — barnagæsla. Þæl Brúðubílnum, (15.30—16.00) fluttlr af Helgu ensen og Sigríöi Hannesdóttur. Tommi og skemmta á tvelmur rásum í sjónvarpi. ittir úr Steff- Jenni * *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.