Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 12
60 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1983 Fordæmi Gröndals Bókmenntír Jóhann Hjálmarsson Benedikt Gröndal Sveinbjarnarson: RIT Þriðja bindi. Gils Guðmundsson sá um útgáfuna. Skuggsjá 1983. í þriðja bindi Rita Gröndals eru Dægradvöl, ævisaga hans, og rit- gerðin Reykjavík um aldamótin 1900 sem samin var að tilmælum Valtýs Guðmundssonar og fyrst birt í Eimreiðinni. Dægradvöl er að öðrum verkum Gröndals ólöstuðum merkasta verk hans. Prósi þessarar bókar er með ólíkindum: innblásinn, fullur af ólgu og óvenjulegum sjónar- hornum, fyrst og fremst hreinskil- inn og afhjúpandi. Mesta krafta- verkið er samt málið. í eins konar sendibréfastíl, mjög einkalegum renna saman alþýðleg frásögn og akademískur túlkunarmáti. Gröndal var einn lærðasti maður á íslandi um sína daga, en líka barnsleg sál í bestu merkingu orðsins. Það er til dæmis ljóst að hann taldi sig vanmetinn af löndum sín- um. Einnig þótti honum um margt anda köldu í garð föður síns, Sveinbjarnar Egilssonar, og kem- ur það ekki síst fram í Dægradvöl þar sem hann ver föður sinn frækilega. Svo má ekki heldur gleyma því að fordóma átti Gröndal einnig til. Hann taldi til að mynda Jónas Hallgrímsson til smáskálda. Um margt voru þeir líkir Bene- dikt Gröndal og Þórbergur Þórð- arson. En Þórbergur varð aldrei sá bóhem sem Gröndal var í innsta eðli sínu. Samt hafði Þór- bergur slíka náttúru. Af Gröndal hlýtur Þórbergur að hafa margt lært. Mér þykir til dæmis Bréf til Láru óhugsandi án Dægradvalar. Og þannig mætti lengi halda áfram að tala um brautryðjand- ann Gröndal. Fáir sluppu undan honum; hann var sá sem opnaði dyrnar fyrir hinum frjálslega prósa þar sem einstaklingurinn, höfundurinn sjálfur, situr í önd- vegi. Mannlýsingar Gröndals eru ólíkar öllum öðrum. í frumgerð Dægradvalar birtist sjálfslýsing hans, en hann felldi hana niður við hreinritun. Hún hefst þannig: „Ég er 64 þumlungar á hæð, vel vaxinn og kviklegur, en sjaldan held ég mönnum hafi greint meir Virtúós við hlióðnemann Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Komiði sæl!: Vilhelm G. Kristinsson ræðir við Sigurð Sigurðsson. Útg. Vaka 1983. Ætli fleirum en mér sé ekki svo farið að hafa fengið fyrst nasaþef og síðan áhuga á íþróttum, vegna útvarpslýsinga Sigurðar Sigurðs- sonar. Mætti segja mér það. Stundum var meira gaman að sitja við útvarpið og hlusta en fara á völlinn. Það segir sína sögu um leikni Sigurðar. Þó hygg ég að hann hafi gætt heiðarleika í lýs- ingum sínum og hvergi ýkt fram- mistöðu okkar manna; þarna er ég einkum að tala um fótboltaleikina. Því að mér er í minni, að síðar hlustaði ég á útvarpslýsingu hjá öðrum íþróttafréttamanni (vel að merkja, það var ekki Hermann Gunnarsson) og varð ekki annað af lýsingunni skilið en okkar menn sæktu á báða bóga og bæru að vanda höfuð og herðar yfir keppi- nautinn, þótt þeir töpuðu að vísu fyrir einhverja undarlega slysni. Nokkru síðar sá ég svo leikinn í sjónvarpi og kom þá heldur betur í ljós að okkar kappar lágu í vörn- inni allan tímann og dugði hvergi til. Á þeim árum, sem Sigurður er að hefja störf hjá útvarpinu, er búið þar við frumstæðari aðstæð- ur en við getum gert okkur i hugarlund nú, en þar hefur sjálf- sagt einnig leikið um ganga per- sónulegri blær, enda kemur það fram í frásögn Sigurðar. Bókin er ekki ævisaga í hefð- bundnum skilningi, hér kemur skrásetjari töluvert við sögu, at- burðir eru ekki raktir nákvæm- lega né í réttri tímaröð. En sagt frá „lífshlaupi og ævintýri" eins og það er orðað á kápusíðu. Og Sigurður er góður frásagnarmað- ur, hann er kíminn og sér skoplegu hliðarnar á hinúm ýmsu mál- um/vandamálum og Vilhelm G. Kristinsson virðist hafa ágætt vald á því að færa okkur Sigurð sprækan og hressan í bókinni. Sig- urður er hispurslaus og hrein- skilnari um ýmsa menn og atburði en við eigum að venjast um slíkar bækur sem menn skrifa eða láta skrifa eftir sér á besta aldri. Hreinskilni Sigurðar fer þó aldrei í öfgar og þótt auðfundið sé að stundum hafi honum hitnað í hamsi í samstarfi við ýmsa vinnu- féiaga, yfirmenn, er notalegur tónn í allri frásögninni. Hann seg- ir einnig ýmsar snjallar skopsögur og gerir óspart grín að sjálfum sér í leiðinni, og talar af einlægni um margháttuð mál, sem ýmsir hefðu svo sem bara látið liggja kyrr. Sigurður Sigurðsson bókarinnar kemur mér fyrir sjónir sem ljúf- menni og maður sem er verulega skemmtilegt að kynnast. Þáttur Vilhelms er án efa drjúgur og úr samstarfi þeirra hefur orðið hin hugnanlegasta bók í hvívetna. á en um mig, hvort ég væri „lag- legur“ eða „ólaglegur". Sumir hafa fengið óbeit á mér, einungis af að sjá mig, en margir hafa getað fellt sig við mig, þegar þeir kynntust mér betur. í rauninni er ég eftir mínum dómi „ólaglegur", mig vantar alveg það sem kallað er fríðleikur eða andlitsfegurð ...“ Á einum stað í Dægradvöl segir Gröndal frá Jóni bónda á Leirá. Jón þessi sagði af sér frægðarsögu í boði hjá Hannesi Stephensen prófasti á Ytra-Hólmi. Eitt sinn á skólaárum sínum hafði hann farið um Langavatnsdal og mætt 20—30 menneygum griðungum: „hefði hann ekki haft önnur ráð en fara af baki og vaða út í vatnið undir hendur; þar tók hann á móti gröddum, hverjum af öðrum, og sneri þá niður og drekkti þeim — (þeir hafa náttúrlega beðið þol- inmóðir eftir röð, að þeim yrði drekkt)...“ Lýsing Jóns er enn- fremur hjá Gröndal: „Jón á Leirá var ekki hár, en þrekinn og sterk- legur að sjá; höfuðið og svipurinn var ægilegur, eins og eitthvert caput mortuum eða „memento mori“.“ Benedikt Gröndal Sveinbjarnarson Um Jón Hjaltalín segir „að hann hafi tekið menn svo hátt upp á klofbragði, að fæturnir námu loftið í forstofunni á Bessastöðum, þar sem glímt var ...“ Mannlýsingar Gröndals verða ekki allar endursagðar hér, en þær eru yfirleitt einkennilegar. Glöggskyggn hefur hann verið á kosti og lesti manna og blandar saman hinu góða og illa í fari þeirra án þess að vægja neinum. Meðal þess sem Gröndal segir frá í Dægradvöl er vist hans með kaþólskum sem hafði gildi fyrir hann og þroskaði hann á marga lund. Þar kemur við sögu hinn frægi Djunki sem einnig er getið í Heljarslóðarorrustu. Maður hefur á tilfinningunni að Gröndal hafi liðið einna best í andlegum þönk- um sínum meðal kaþólskra í hjarta Evrópu þar sem drykkur var Rínarvín og ávexti skorti ekki. Sjálfur taldi hann kaþólska hafa bjargað sér frá að fara í hundana á íslandi. ógleymanlegar eru lýsingar Gröndals á Grími Thomsen sem gat verið „snefsinn og orðhvatur" og oft „meinlegur og illhæðinn". Þeir hafa verið skyldir Grímur og Gröndal og ekki metnir að verð- leikum í hinu smáa samfélagi nítj- ándu aldar. En varast ber að dæma heila öld. Eftir Gröndal að dæma hafa synir þessarar aldar verið hámenntaðir menn og hrærst í skáldskap og fræðum. Því miður varð hinn mikli snill- ingur Benedikt Gröndal Svein- bjarnarson dálítið eins og úti, fylltist biturleik og vonbrigðum vegna þess hve illa kvæðum hans var tekið. Kvæðin eru vitanlega ekki öll minnisstæð, en í prósan- um var hann á undan flestum ef ekki öllum. Slungið ævintýri Bókmenntir Jenna Jensdóttir Iðunn Steinsdóttir Fúfú og fjallakrílin Myndir teiknaði Búi Kristjánsson. Bókhlaðan 1983. Iðunn Steinsdóttir hefur sent frá sér aðra bók sína. í fyrra kom út bókin Knáir krakkar og var hún mjög heilsteypt byrjandaverk, byggð á sönnum atburðum, sem gerst hafa í þjóðlífi okkar. Börn höfðu mjög gaman af þeirri bók. Nú hefur Iðunn horfið frá raunveruleika dagsins á vit ævin- týra og það stórra ævintýra. Litlu fjallakrílin hennar búa uppi á fjallinu ógurlega í afar skrýtnu húsi, sem er skakkt og kúpulaga. Krílin eru harla ólík að háttum, útliti og innræti. Er hvert þeirra skapað á þann hátt er hentar því best til lífsbaráttunnar. Þannig er krílið Fausi með hundrað fætur og hundrað hendur, og veitir ekki af þar sem hann vill fyrstur eignast allt og gera allt. Krílið Hugi er með ákaflega stórt höfuð af því að hann reynir að skynja og skilja allt. Þannig mætti telja upp hvert krílanna sem eru á annan tug. Þótt þau búi öll í sama húsi eru þau miklir einstaklingar í eðli sínu og koma vart hvert til ann- ars, nema þær Rísla og Snudda, sem eru svo samrýndar að þær vaxa saman á eyrunum. Sagan ólgar af frásagnagleði og höfundur er slyngur í því að beina krílunum sinum í flókin uppátæki sem af sér leiða mikinn og marg- víslegan vanda, sen nær oftast að lokum til allra krílanna og knýr þau til að leita sameiginlega lausna. Félagslegur þroski þeirra eykst og ýmiss konar samhjálp vex að sama skapi. Þau verða skyggnari í uppsprettu vandamála og um leið eygja þau fleiri lausnir. Samt eru einstaklingskenndin og eigingirnin oft yfirþyrmandi í fari sumra krílanna. Undrafuglinn Fú-fú, músin Munda og dökkálfar koma öll við sögu krílanna og samskipti við þau leiða til margvíslegra atvika sem öll hafa sín áhrif. Dvergurinn með gullhringana er táknrænt fyrirbrigði, einnig það sem áður gerist í gull- og demantaleit kríl- anna. Sagan er býsna vel gerð, þó eru víða lausir þræðir í henni sem eð- lilegt er með svo mörg ólík kríli. Iðunn Steinsdóttir Það hvarflar að mér hvort höf- undur hefði átt að ganga hreint til verks og láta söguna gerast meðal manna, þar sem fullorðið fólk væru aðalpersónur í stað krílanna. Ég hefi orðið þess vör að börn hafa þekkt persónuleika margra krílanna í sínum hópi. Eflaust geta fullorðnir verið fundvísir þar líka ... Ef Iðunn Steinsdóttir sendir frá sér sögu raunveruleikans trúi ég að hún geti hrist upp víða í sam- félagi okkar. Myndir eru að mínu mati ágætar, einnig frágangur. Einstök hljómsveit, einstök plata Hljóm otur CL 9 Siguróur Sverrisson Rolling Stones Undercover Mikið óskaplega held ég að 9 af hverjum 10 rokksveitum heimsins yrðu yfir sig ánægðar gætu þær afkvæmi á borð við nýjustu plötu Rolling Stones, Undercover. Að maður tali nú ekki um ef þær gætu sent tvær jafn frábærar frá sér í röð og Tattoo You og Undercover. Það er óhagganleg staðreynd þótt Undercover sé 23. hljóð- versplata Rolling Stones að Jagger og co. eru síður en svo nokkuð á undanhaldi. Þótt fjórir þeirra séu komnir á fimmtugs- aldurinn er ekki nokkur þreytu- merki á þessari einstöku hljómsveit að sjá. Á Undercover tekst Rolling Stones á frábæran hátt að inn- leiða tísku nýrra tíma án þess þó nokkurn tíma að missa sjónar á þeirri tónlist, sem gert hefur hljómsveitina að því ódauðlega fyrirbrigði innan rokksins sem raun ber vitni. Þegar talað er um ódauðleika má með raun réttri nota það í óeiginlegri merkingu jafnt sem eiginlegri. Hvern hefði órað fyrir því í mesta öldudal Stones á árunum 1976—’80, að þeir ættu eftir að rífa sig upp með svo eftirminnilegum hætti. Mér þótti Tattoo You vera frábær plata þegar hún kom út. Mér þykir hún enn vera frábær og Undercover er að mínu mati í engu lakari. Þessi plata er miklu meira í takt við tímann án þess Rolling Stones hafi nokkru sinni þurft að elta tískufyrirbrigði. Hún sannar hins vegar ótvírætt að þeir félagar eiga ekki í vand- ræðum með að bregða sér út af sporinu til þess að kanna nýjar slóðir og gera það svo sannfær- andi að undrun sætir. Lögin Undercover og Too Much Blood eru góð dæmi um þessar tilraun- ir. Heildaryfirbragð Undercover er ákaflega sannfærandi. Ekki spillir fyrir að hljóðblöndunin er dálítið óvenjuleg fyrir Stones: trommur og þá sér í lagi bassi mjög framarlega, og þetta gefur tónlistinni óneitanlega „þéttara" yfirbragð. Richards spreytir sig á söng í laginu Wanna Hold You og kemst vel frá því þótt ekki sé röddin mikil. Wyman fer á kost- um og fær að njóta sín meira en oft áður — þökk sé hljóðblönd- uninni að hluta. Þættir hinna eru pottþéttir og jafn ómissandi hluti af Stones-heildinni og Tjörnin af miðbæ Reykjavíkur. Haldi menn að Undercover sé eitthvert nútíma-tilraunaverk af hálfu þessarar einstæðu hljóm- sveitar rokksins er það misskiln- ingur. Hér er hins vegar að finna nokkra nýja takta hjá þeim gömlu, en dæmigerðu Stones- lögin eru vissulega fyrir hendi. Nægir þar að nefna She Was Hot, Wanna Hold You og Too Tough. í því síðastnefnda er gamall „frasi" úr Jumping Jack Flash rifjaður upp og notaður snyrtilega. Undercover sýnir og sannar að Rolling Stones hefur vart gert betur, hvað sem öllum sögusögn- unum um að sveitin sé að leggja upp laupana líður. Þetta er frá- bær gripur, sem mælir með sér sjálfur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.