Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 22
70 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1983 V esturfaratal Bókmenntir Erlendur Jónsson Júníus H. Kristinsson: VESTUR- FARASKRÁ 1870—1914. 492 bls. Sagnfræðist. H.í. Reykjavík, 1983. Síðastliðinn vetur lést ungur sagnfræðingur, Júníus H. Krist- insson. Skömmu áður en hann lést hafði hann lokið við að taka sam- an skrá yfir þá Islendinga sem fluttust til Vesturheims á liðinni öld og í upphafi þessarar. Hann átti þó eftir að semja yfirlitsrit- gerð sem prenta skyldi með skránni en entist ekki aldur til að ljúka því verki. Nú hefur skráin verið gefin út, geysimikið rit. Sveinbjörn Rafnsson hefur séð um útgáfuna og ritar formála. Þar kemur fram að skráin tekur til 14.268 íslendinga sem fluttust vestur um haf á fjörutíu og fimm ára tímabili. Sveinbjörn tekur fram að í skránni séu einungis taldir þeir einstaklingar sem ör- uggar skjallegar heimildir hafa fundist um. En hann segir einnig: »Enda þótt upplýsingum hafi ver- ið safnað um svo marga vestur- fara, er vissa fyrir því að ekki eru öll kurl komin til grafar. Útflytj- endurnir hafa verið enn fleiri, og gætu þeir jafnvel skipt þúsundum sem enn vantar.* Getur Svein- björn þess síðan að embættismenn hafi verið misjafnlega nákvæmir með skráningu og sumir vestur- farar hafi »með einhverjum hætti komist hjá skráningu*. Birtir eru í ljósriti samningar sem Ameríkuagentar gerðu við vesturfara, stórfróðleg plögg! Auðséð er að mikill áróður hefur verið í frammi hafður til að lokka fólk vestur og margt gert til að auðvelda því ferðina. Þá voru skipafélög starfandi sem beinlínis miðuðu reksturinn við þessa þjóð- flutninga. Þarna var boðið upp á eins konar sólarlandaferð — ævi- langt! Þá hafa verið gerð kort er sýna hvernig útflutningurinn skiptist eftir landshlutum. Langflestir fluttust af Norður- og Austur- landi. Öskjugosinu 1875 hefur oft verið kennt um. Það lék bændur grátt á Austurlandi. Flestir fóru úr Þingeyjarsýslum og Norður- Múlasýslu, 14—20%. Ur Húna- vatns-, Skagafjarðar- og Eyja- fjarðarsýslu fóru 7—10%. Harð- indin milli 1880 og 90 hafa líka ýtt á eftir fólki. Það var ekkert sældarlíf að búa við hafís vor hvert og stundum langt fram eftir Hitt sýnist einnig munu hafa vegið þungt — þegar horft er á yfirlitskortið — að atvinnumögu- leikar og atvinnuvegir lands- manna og skipting þeirra milli landshluta olli nokkrum aðstöðu- mun á seinni hluta nítjándu aldar. Á Norður- og Austurlandi byggðist allt á búskap, landbún- aði. Kuldatímabil komu því mun verr við þá landshluta en aðra. Sunnan- og vestanlands var mikill stuðningur af sjávarútvegi, og þaðan fluttust mun færri eða 1—4%. Til dæmis fluttust ekki nema 1—2% úr Gullbringu- og Kjósarsýslu. Þaðan var útræði einna mest. Sama máli gegndi um Rangárvallasýslu og Skaftafells- Samhygð, já ást Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Hans-Jörgen Nielsen: Fótboltaengillinn. Frásögn. Kristján Jóh. Jónsson þýddi. Mál og menning 1983. Danir eru kunnir fyrir kvenna- bókmenntir. Svonefndar bók- menntir hafa um margt verið merkilegar, játningar öðrum þræði, en í anda tímans. Að því hlaut að koma að karlar tækju við sér og skrifuðu eitthvað hliðstætt um reynslu sína. Fótboltaengillinn eftir Hans-Jörgen Nielsen er ein- mitt slík bók, karlabókmenntir. Fótboltaengillinn segir frá vin- unum Frands og Franke, báðir frá Amager í Kaupmannahöfn oggóð- ir í fótbolta. Frands gengur menntaveg, Franke heldur áfram í fótboltanum og verður heimsfræg- ur, keyptur af Vestur-Þjóðverjum. Heimkominn er hann orðinn úr- hrak og að sumu leyti vinurinn einnig. Þeir eru báðir töluvert misheppnaðir. Fótboltaengillinn er að efni til bréf Frands til sonar síns. Hann er skilinn við konu sína, móður sonarins, hefur flækst inn í einka- líf Frankes með heldur betur óhugnanlegum árangri. Bréfin eru full af sjálfsásökun, en líka til- raun til skilgreiningar á kynslóð sem sprottin er úr jarðvegi stúd- entauppreisnarinnar 1968 og of- hlaðin vinstrirugli. Þetta er fólk sem í upphafi dreymir stóra drauma, en upp- götvar smám saman ýmsar veilur í eigin fasi og stendur að lokum berskjaldað. Hugsjón og einkalíf fara ekki saman. Hans-Jörgen Nielsen lýsir mjög vel lífi skólabarna á Amager, vaknandi áhuga á kynlífi og ekki síst þeim fögnuði sem fylgir því að spila saman fótbolta, vinna sam- an, skora: „Það stórkostlega er að markið skuli skorað á einmitt þennan kæruleysislega, yfirþyrmandi hátt. Það er það sem kemur mér á óvart og Franke líka, að minnsta kosti rýfur hann ofurhægt þvög- una umhverfis sig, kemur til mín og við horfumst í augu og danglar létt í handlegginn á mér eins og til að kvitta fyrir; í afstöðu okkar hvors gagnvart öðrum er sam- hygð, já ást sem annars finnst að- eins í líkamanum eftir óvenju vel heppnaðar samfarir." Saga Hans-Jörgen Nielsens fjallar semsagt um fótboltann, samfélagið og kynlífið. Lýsingar á kynlífi munu þykja dálítið óvenju- legar vegna þess hve raunsæjar þær eru og oft afhjúpandi. Bernskumyndirnar frá Amager, gelgjuskeiðið með gleði sinni og niðurlægingu, eru óvenju skýrar og vel gerðar. Þetta er þegar á heildina er litið markverð saga full af gagnrýni á einstaklinga, stjórnmálaskoðanir og samfélag, tilraun til að horfast í augu við manneskjuna. Þýðing Kristjáns Jóh. Jónsson- ar er verulega gott verk. sýslur. Þar var að vísu minni út- vegur, enda hafnleysur með allri strönd. En þessar sýslur höfðu mikinn stuðning af útgerð í Vest- mannaeyjum, þangað sóttu ungir menn á vertíð, auk þeirra sem réru frá Suðurnesjum. Þá er birt tafla sem sýnir hvernig flutningarnir skiptust eft- ir árum. Athyglisvert er að sum árin fluttust mun fleiri en önnur. Flestir fóru 1887, hátt í tvö þús- und manns. Mjög fáir fluttust vestur árin 1895 og 96. Um alda- mótin fjölgaði vesturförum aftur og reis sú bylgja hæst aldamóta- árið. Síðustu árin, sem skýrsla þessi nær yfir, var enn nokkuð um þessa flutninga. Og vitanlega var þeim ekki að fullu lokið 1914. En eftir það má líta á flutninga fólks vestur um haf sem einstaklings- bundna búsetuflutninga landa milli en alls ekki skipulega fjölda- flutninga eins og áður. Langmestur hluti þessarar bók- ar eru skrár yfir vesturfarana. Þar er í fyrsta lagi tekið fram á hvaða bæ og í hvaða hreppi og sýslu vesturfari var búsettur fyrir brottför. Síðan árið, sem hann fluttist úr landi, nafn, staða, ald- ur, útflutningshöfn, skip það, sem hann fór með, ákvörðunarstaður vestra og að lokum heimild. Með orðinu »staða« er ekki alltaf átt við atvinnustétt heldur allt eins stöðu einstaklings í fjölskyldunni. Frá bæ einum fluttust t.d.: »bóndi, móðir hans, systir bónda, bróðir bónda, systir húsfreyju, barn hennar,* og svo framvegis. Lang- flest var þetta sveitafólk. Auk þess virðist sem litið hafi verið á orðið »bóndi« sem nokkurt virð- ingarheiti. Jafnvel frá Vest- mannaeyjum fara fáir sem skráðir eru undir starfsheitinu »sjómað- ur«. Vitanlega var þetta fólk á öll- um aldri — frá nýburum til öld- unga. Margt barna var í hverjum hóp, enda voru fjölskyldur barn- margar. Og þó svo að eldgosi, landþrengslum og harðindum sé kennt um þennan landflótta, flutt- ist fólk af stórbýlum allt eins og kotum. Þetta var ekki allt fólk í vanda statt. Meðal vesturfara voru menn sem höfðu það gott en vildu hafa það enn betra, freista gæfunnar í landi með fleiri og stærri tækifæri. Nú þegar er byrjað að gefa út manntöl frá nítjándu öld. Vonandi verður því verki haldið áfram. Gömul manntöl eru bráðnauðsyn- legasta heimild sérhvers fræði- manns. Þessi mikla vesturfara- skrá er eins konar aukamanntal. Þar er margan að finna sem af eðlilegum orsökum datt út af manntölum þeim sem hér voru tekin á tíu ára fresti. Skrá þessi er því jafngild manntölunum og jafnnauðsynleg og þau. Samantekt hennar hefur verið mikið verk. Verðugt var að gefa það út nú í minningu góðs fræðimanns sem lést langt fyrir aldur fram. Birgitta H. Halldórsdóttir: INGA útg. Skjaldborg 1983 Á kápusíðu er tekið fram að hér sé á ferðinni „opinská lífsreynslu- saga ungrar stúlku". Og hvað skyldi svo teljast opinskátt nú um stundir, þegar manni finnst svona í aðra röndina að það sé nánast búið að skrifa allt. En hér segir sem sagt frá Ingu opinskáu, sem býr í litlu plássi, líklega nálægt stórstaðnum. Faðir Ingu er út- gerðarmaður og meiri háttar í plássinu. Hún hefur unnið í fiski, er komin í skrifstofuvinnu og hundóánægð. Það gerist aldrei neitt. Hún vill eitthvað — eigin- lega ekki Geira góða sem hún sef- ur þó hjá. Eiginlega vill hún ekki heldur verða neitt úr þessu, fyrst Birgitta H. Halldórsdóttir Af Geira góða og Halli hrotta Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir hún gat ekki orðið heimsfræg söngkona eins og Helena og co. Svo að hún er í heldur drungalegu skapi og brýtur heilann um þetta í upphafi sögunnar. En það er ekki langt að bíða að atburðirnir fari að gerast: hún kynnist Halli á balli, hann er æði og nú gleymist Geiri snarlega og hún flytur inn til Halls. Þó er sennilega eitthvað bogið við Hall og endar náttúrlega með ósköpum, hann reynist vera bandbrjálaður eiturlyfjaneytandi með meiru og flýr Inga nú snöf- urmannlega af vettvangi. Foreldr- um hennar líst ekki meira en svo á þetta, svo að þau setja svefnlyf í vínið hennar (!) og síðan er hún borin rænulaus út í farkost föður- ins og siglt með hana út á höfin blá og breið til að gera hana að manneskju. Kynni þeirra Geira endurnýjast, hann missir annan fótinn og þó ætlar hún að halda tryggð við Geira — enda kemur sem betur fer í ljós að hann hefur ekki misst neitt af karlmennsk- unni með fætinum ... Æ, æ, þegar allt er loksins að verða gott þarf þá ekki Guðmundur læknir að skjóta upp kollinum. Og þá verður ein sprengingin enn. Eftir mæðu og sálarstríð bjargast þetta og meira að segja er Geiri búinn að koma sér upp öðrum kvenmanni. Ég veit ekki hvort lýsingar á uppáferðum eru það sem er talið svona opinská lífsreynslusaga. Ef höfundur kynni dálítið að tak- marka sig og sýna ögn meiri ögun hvað varðar efnið og þó ekki sízt allar bólferðirnar sem eru fyrir- ferðarmiklar og verða ansi óinteressant og bragðdaufar þegar fram í sækir, getur hún kannski skrifað bermilega bók. Viljann og áhugann vantar sannarlega ekki. Stjörnurnar segja ekki neitt Hvað segja stjörnurnar um þig? Grétar Oddsson tók saman. Gunnar Baldursson myndskreytti. Útg. Vaka 1983. Sjáifsagt gildir einu hvað menn segja: Það hafa allir meira og minna lúmskt gaman að lesa um stjörnuspádóma. Menn taka þetta vitanlega misjafnlega hátíðlega, sumir eru svo glöggir, að þeir sjá samstundis í hvaða merki viðkom- andi eru, og öll höfum við líka skemmtun af að lesa, alveg sér- staklega um okkur, og svo auðvit- að um hvernig kunningjarnir og vinirnir og ættingjarnir eru. Þó svo við teljum okkur kannski vita ögn um það: Við viljum sjá þetta allt saman á prenti. Stjörnuspeki af því tagi sem hér er átt við hefur það sér til ágætis, að kostir og gallar eru í góðu samræmi hvor við annan. Ef eitthvað er athuga- vert við okkur í einni línu fáum við það bætt upp í þeirri næstu. Svo að allir eru harla glaðir og allir finna alltaf eitthvað sem passar öldungis ljómandi vel. Það er í sjálfu sér ágætlega til fundið að gefa út svona bók á ís- lensku, en hér hefur ekki tekist vel til. Textinn er rýr og magur og flausturslegur. Hvergi er tekið fram upp úr hvers konar „fræði- ritum" er unnið, en ósköp hlýtur það að hafa verð gert í miklum flýti, vandvirkni og áhugi á efninu er vart merkjanlegur. Það er sem sagt skaði af því að efnið í sjálfu sér gæti verið prýðilegt aflestrar. Vart Saga til næsta bæjar Hljóm otur Sigurður Sverrisson Saga Heads or Tales Polydor/Fálkinn Einhvern veginn átti ég alltaf erfitt með að skilja þær vinsæld- ir, sem kanadíska sveitin Saga aflaði sér meðal íslenskra popp- unnenda jafnt sem annarra landa. Kannski hef ég ekki lagt mig nóg eftir að hlusta nægilega eftir því athyglisverða hjá þess- um kanadíska kvintett til þessa því platan Heads or Tales kom mér nokkuð á óvart. Eftir að hafa rennt henni und- ir nálina er ég nefniiega þeirrar skoðunar, að hér sé á ferðinni flokkur afbragðsgóðra hljóð- færaleikara, sem meira að segja eiga það til að semja góð lög — en þó ekki í öllum tilvikum. Fyrir þá, sem ekki þekkja til sakar kannski ekki að hlaupa á hljóðfæraskipaninni. Michael Sadler syngur, Jim Chrichton leikur á bassa, bróðir hans, Ian, á gítar, Steve Negus á trommur og Jim Gilmour á hljómborð. Sem fyrr segir eru þetta af- bragðs hljóðfæraleikarar og Negus minnir stundum á Neil Peart í Rush. Sá er hins vegar enn betri að mínu mati. Annars lýtur tónlist Sögu um margt sömu lögmálum og tón- listin hjá Rush. Báðar eru þessar sveitir kanadískar. Það er mikið borið í lögin hjá Sögu og stund- um hreinlega svo mikið, að ligg- ur við að þau kikni undan öllu því sem á þau er hlaðið. Á Heads or Tales er að finna níu lög. Platan hefst á The Flyer, sem er gott en dulítið poppað lag. Þá kemur Cat Walk, sem er mjög gott lag, og á eftir fylgir The Sound of Strangers — ágætt lag. The Writing fer þunglama- lega af stað, en vinnur sig upp í þrusugott „crescendo". Inter- mission lokar fyrri hliðinni á svolítið þreytulegan hátt. Síðari hliðin er ekki eins góð. Social Orphan er beinlínis þreytt lag og The Vendetta enn lakara. Scratching the Surface fylgir þá og virðist ekki líklegt til afreka framan af, en er um margt upp- byggt eins og The Writing og vinnur sig upp á sama hátt f lok- in. The Pitch Man er lokalag síð- ari hliðar og ekki nema rétt sæmilegt. Ég hef ekki heyrt fyrri plötur Sögu, en þrátt fyrir ótvíræða hæfileika á hljóðfærin finnst mér Heads or Tales varla vera mikið meira en miðlungs góð plata. Slöku lögin eru allt of mörg og það er sama hversu góð- ur hljóðfæraleikurinn er — hann gerir sjaldnast gott úr engu. Getur oft bjargað fyrir horn, en gerir það ekki hér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.