Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 24
72 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1983 Frí ráðstefnunni. vænlegt til árangurs ef allir vís- indamenn séu að hrópa hver í sínu horni og gera kröfur um aukið fé sér til handa. Röksemdir, sem hægt sé að leggja út sem hags- munakröfur einstakra stétta, geti ekki stuðlað að framförum rann- sókna á íslandi. Mikið vantar á að frumskilyrði rannsókna séu fyrir hendi á íslandi. M.a. vegna ein- angrunar, lélegra bókasafna, tímaskorts og aðstöðuleysis. Hann benti á, að við háskólann og aðrar rannsóknarstofnanir starfaði fjöldi fólks með samningsbundnar rannsóknarskyldur. Það ætti að vera lágmarkskrafa, að þessu fólki sé gert kleift að stunda sín störf sem skyldi. Mikael sagði ennfremur að á ráðstefnum sem þessari veltu menn því gjarnan fyrir sér hvers konar rannsóknir ætti að stunda á íslandi, hvort ætti að leggja meiri áherslu á fræðilegt gildi eða nytjagildi, mannleg (humanistisk) fræði- eða náttúruvísindi. Um þetta sé ekki hægt að komast að neinni almennri niðurstöðu. Sérhver fræðimaður sé menntaður til þess að stunda rannsóknir í sinni fræðigrein og varla sé t.d. hægt að ætlast til þess, að guð- fræðingur beri skynbragð á erfða- stofna sauðfjár. Þessum einföldu staðreyndum verði ekki breytt með stefnumörkun. Og orðrétt sagði Mikael: „Þá virðist mér að alls engin sé fær um að taka ákvarðanir um hvað rannsaka skuli nema sá fræðimaður sjálfur sem hlut á að máli hverju sinni, stundum einn og óstuddur, stund- um í samráði við starfsfélaga sína í sömu grein. Hér verður niður- staða mín sú að um rannsóknar- efni verði engri almennri stefnu við komið." Mikael lagði hins vegar áherslu á að þessu mætti ekki rugla saman við þá spurningu hvernig haga ætti fjárveitingum til ólíkra rann- sóknarverkefna og hver ætti að fara með ákvörðunarvaldið. Þar vildi Mikael gera greinarmun á rannsóknum sem eingöngu hefðu fræðilegt gildi og hagnýtum rann- sóknum. Við fræðilegar rannsókn- ir bæri að forðast mjög fjárfrekar rannsóknir, en rannsóknarverk- efni, sem tengdust beint iðnaði, sjávarútvegi eða landbúnaði og snertu lífsafkomu þjóðarinnar, bæri að líta á frá pólitísku sjón- armiði og fjárveitingar til þeirra ættu því að vera í höndum stjórn- málamanna. En í báðum tilvikum væri þó þörf á mjög auknu gæða- mati rannsókna, frá því sem nú er. í erindi sínu „Hvernig rann- sóknir er skynsamlegt að stunda á íslandi" fjallar Þórður Jónsson, eðlisfræðingur, meðal annars um þá meginbreytingu, sem orðið hef- ur á hlutverki og stöðu vísinda í samfélagi Vesturlanda. Það sé orðið flestum fullljóst, að það sé arðbært fyrir þjóðfélagið að hluti þegnanna hafi rannsóknir að aðal- starfi. Það sé hins vegar ekki jafn- ljóst hvernig rannsóknum skal stýrt og hverjir eigi að bera kostn- aðinn. Þórður minntist einnig á mik- ilvægi þess að finna rétt jafnvægi á milli hagnýtra rannsókna og grunnrannsókna og sagði: „Við grunnrannsóknir verður til sá þekkingarsjóður, sem nytjarann- sakendur sækja í, þar verða til þær aðferðir, sem nýtast við lausn hagnýtra verkefna, þar fæðast flestar þær hugmyndir sem sköp- um skipta fyrir framþróun mannkyns og þar er vaxtarbrodd- ur vísindanna." Hann vék síðan að aðstæðum á íslandi og taldi flest ytri skilyrði er móta rannsóknir hérlendis heldur illar og tiltók þar m.a. fá- menni, einangrun og einhæft at- vinnulíf. Vegna fæðar okkar séu íslenskir menntamenn oft á tíðum mestu sérfræðingar þjóðarinnar, hver í sinni grein. Þeir verði því ekki aðnjótandi þeirrar uppörvun- ar og þess aðhalds sem sé vísinda- mönnum nauðsynleg. Menn geti ekki heldur einbeitt sér að þröng- um sérsviðum sem sé vænlegast til árangurs og einangrun og léleg bókasöfn skapi aðstæður sem geti auðveldlega orðið gróðrarstía fyrir sveitamennsku og kukl í fræðimennsku. Þórður sagði það ennfremur einn hinn mesta ljóð á ráði ís- lenskra rannsókna að þær væru að mestu fjármagnaðar úr ríkissjóði. Þetta væri afleiðing þess hvernig atvinnulíf hefði þróast, en æski- legra væri að rannsóknir og þá einkum nytjarannsóknir færðust í auknum mæli út í atvinnulífið og vék hann síðan að því hvernig helst mætti stuðla að þeirri þróun. HASKOLAPAÐ i ' i ' . ! i iKennslustj./ i ! i ! i i i . VISINDARAÐ Háskólaritari Vidskiptadeild Lœknadeild Raunvísinda- og Verkfrædideild Framkvœmdastj./ RANNSOKNARAÐ Deildar- stjórnir Kennslustofnun Gudfrœdideild i Heimspekideild i Félagsvísindadeild J Lagadeild 1 Rannsóknastjj 1 i' ! 1 .i 11 I i Visindastofnun Arnastofnun Ordabók Háskólans Mannfrœdistofnun ! Tannlœknadeild I Tilraunastödin Keldum Rannsóknastofur í; MEINEFNAFRÆÐI, LYFJAFRÆÐI. LÍFEÐLISFRÆÐI, LÍFEFNAFRÆÐI, VEIRUFRÆÐI, HEILBR.FRÆÐUM, OG ÓNÆMISFRÆÐI Líffrœdistofnun Raunvísindastofnun, Reiknist. Norrœna Eldfjallastödin Verkfrædistofnun Deildar- stjórnir Hug og Félagsv.d. Lif og Lœknisfr.d. Náttúru- visindad. Audlindaog Liftœknid. RANNSOKNASTOFNANIR ATVINNUVEGANNA Hafrannsóknastofnun, Idntœknistofnun, Rst.Byggingaridnada Rst.Fiskidnadarins og Rst.Landbunadarins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.