Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1983 75 Ábúendatal Villingaholtshrepps — eftir Indriða Indriðason Biynjólfur Ámundason. Ábúcndatal Villingaholtshrepps í Árncssýslu 1801 — 1981. Genð út á kostnað höfundar. Reykjavík 1983. Fyrra bindi. 448 bls. 348 myndir. Mjög hefur færst í vöxt hin síð- ari ár, ritun bóka um byggðarlög og búnaðarhætti, sem inngangur að jarðatali og ábúendaskrám úr samtið okkar. Er í þessu öllu margvíslegur fróðleikur fyrir þá er áhuga hafa á þessum efnum og virðist svo sem það eigi auknum vinsældum að fagna eins og önnur fræði. Lestur bóka er fjalla um þvílíkt efni stuðlar að náttúrulegri aðlögun einstaklingsins að frændgarði og uppeldisstöðvum eða heimahögum sín og sinna. Sú bók er hér verður getið með nokkrum orðum er þó nokkuð yfir- gripsmeiri en nútíðar bændatöl því hún tekur fyrir lengra tímabil eða hátt í tvær aldir og veitir að nokkru meiri fróðleik um jarðir frá fyrri tíma og þó nokkuð ná- lægum. Höfundur Ábúendatalsins, Brynjólfur Ámundason, er fimm- tugur múrarameistari hér í borg, fæddur og uppalinn á Kambi í Villingaholtshreppi. (Villinga- holtshreppur er í austanverðum Flóa og liggur að Þjórsá. Neðar með Þjórsá er Gaulverjabæjar- hreppur, allt til sjávar, en ofar Skeiðahrepppur.) í upphafi formála segir höfund- ur: „Á undanförnum árum hef ég í tómstundum mínum, þegar tími hefur gefist, dundað við að taka saman ábúendur í Villinga- holtshreppi — fæðingarsveit minni — frá árinu 1801 til og með 1981. Upphaflega kom það til af því, að þótt ég væri fæddur þar og uppalinn fannst mér ég vita harla lítið um það fólk sem þarna hafði búið um lengri eða skemmri tíma. Og þótt ég grúskaði nokkuð í prentuðum bókum, fannst mér ég hafa helst til lítið upp úr því við- víkjandi fólki úr Villingaholts- hreppi." Af þessum eðlilega toga er bókin til orðin, — löngun til að fullnægja tómakennd í hugskotinu er þróast í ásetning að miðla öðr- um af þeim fróðleik er safnað hef- ur verið. Og bókina tileinkar hann minningu foreldra sinna er bjuggu u.þ.b. fjóra áratugi á Kambi. Þannig hagar efni bókarinnar, Friðarsam- tök skora á Alþingi og ríkisstjórn ÞANN 13. desember sl. var eftir- farandi áskorun afhent alþingis- mönnum íslendinga, forsætisráð- herra og forseta sameinaðs þings: Eftirtalin friðarsamtök skora á Alþingi og ríkisstjórn að styðja viðleitni til friðar og afvopnunar á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna með því að greiða at- kvæði með tillögu Svíþjóðar og Mexíkó um tafarlausa stöðvun á framleiðslu kjarnavopna. Friðarsamtök íslenskra lista- manna — Samtök lækna gegn kjarnorkuvá — Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna — Friðarhópur einstæðra foreldra — Samtök herstöðvaandstæðinga — Friðarhópar kvenna í Alþýðu- flokki, Alþýöubandalagi, Fram- sóknarflokki og Starfsmannafé- laginu Sókn — Friðarhreyfing framhaldsskólanema — Friðar- hópur fóstra. að hver jörð á sinn þátt. Skýrt er frá aldri ábúðar jarðar, síðan kemur ýmislegur fróðleikur s.s. úr Jarðabók Árna og Páls um dýr- leika, áhöfn og fleira. Þá er að jafnaði úttekt jarðar frá seinni hluta síðustu aldar eða fyrri hluta þessarar, með upplýsingum um húsaskipan, áhöfn, hlunnindi o.fl. Þá er skrá yfir ábúendur frá 1801—1981, nöfn bænda og ábúð- arár. Að síðustu er greinargerð um hvern búanda á þessu tímabili, um ætt hans og maka, börn þeirra og gerð grein fyrir þeim og mök- um þeirra. Þetta er stærsti þáttur bókarinnar og er þar mikill fróð- leikur samankominn, blandaður Brynjólfur Ámundason frásögnum, sem er sérstaklega forvitnilegur fyrir þá er til þekkja eða eiga ætt að rekja til þessa fólks eða niðja þess, en hefur jafn- framt almennt ættfræðilegt gildi. Það er vel að þessu verki staðið, framsetning öll blátt áfram, skil- merkileg og greinargóð. Ekki er ég kunnugur á þessum slóðum eða handgenginn því fólki sem fjallað er um, nema í nokkrum tilfellum, en allur frágangur leiðir hug les- anda að því að þarna sé trúverðug- leiki í mannfræðilegri umfjöllun, — þessvegna vil ég treysta þessari bók. Þó er hún vafalaust ekki laus við villur fremur en aðrar bækur, fyrir slíkt verður aldrei byggt. Samantekt þessarar bókar er skemmtilegt dæmi um fróð- leikshneigð og góða getu til fræði- legra vinnubragða, en þrátt fyrir það næstum dirfskufullt áræði að hafa að tómstundaiðju samningu og útgáfu svona verks. Síðara bindi ábúendatalsins er væntan- legt á næsta hausti. Haustið 1982 kom út nokkuð hliðstætt verk, Rangvellingabók í tveimur bindum, saga jarða og ábúðar í Rangárvallahreppi, eftir Valgeir Sigurðsson, merkilegt rit að allri gerð og athyglisvert. Því get ég þess hér, að það er ánægju- legt þegar mannfræði einnar sveitar hafa verið gerð slík skil í miklum ritum eins og Valgeir á Þingskálum og Brynjólfur frá Kambi hafa gert. Indriði Indriðason, rithöfundur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.