Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 32
80 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1983 Roðinn í austri 14. grein Kommúnistapestin á íslandi — eftir dr. Sigurð Pétursson Kommúnistapestin á íslandi Það er með ólíkindum, að stjórnmálaflokkur skuli berjast til valda með því að sýkja sitt eigið þjóðfélag. Það er að sjálfsögðu mikiu auðveldara að ná tökum á þióðfélagi, sem er veikbyggt, hvort sem það er af völdum sundrungar, sjúkdóma, fátæktar eða langvar- andi kúgunar, heldur en á frjálsri og fullvalda þjóð og auk þess sterkri að því leyti, að hún hefur nóg að bíta og brenna. En það verður að teljast með eindæmum svívirðilegt, þegar fáeinir þegnar í svoná velferðarþjóðfélagi taka sig saman um að sýkja þjóðina, með því að leiða yfir hana pest komm- únismans. Og viðbjóður þessi nær þá hámarki, er ljóst verður, að til- gangur samtakanna er sá, að tæla þjóðina út í byltingarbrölt í náinni samvinnu við Sovétríkin. Kommúnistum er löngu kunn sú áhrifaríka aðferð, að innræta börnunum hitt og þetta, sem getur gert þau hliðholl Sovétríkjunum, eða að minnsta kosti grandalaus fyrir hættunni, sem frá þeim staf- ar. Sem dæmi um framlag ís- lenzkra kommúnista í þessum efn- um má nefna þann barnalærdóm, sem þeir hafa gefið hér út, þar sem m.a. eru þessi varnaðarorð gegn þjóðernishyggju: „Skátarnir elska íslenzka fán- ann, fána auðmanna. En öll verka- lýðsbörn elska rauða fánann, fána verkalýðsins. Skátarnir munu standa með borgurunum, þegar þeir ætla að ráðast á Sovét- Rússland." („Hamar og sigð", barnablað Félags ungra kommún- ista í Reykjavík, 25. maí 1931.) Kommúnistar í ríkisstjórn Kommúnistaflokkur fslands fékk ioksins tækifæri til þess að innræta börnum og unglingum al- þjóðahyggju og Sovétdýrkun. Tækifærið gafst flokknum undir heitinu Sameiningarflokkur al- þýðu, Sósíalistaflokkur, en sá flokkur fékk 2 ráðherra í Nýsköp- unarstjórninni 1944. Alþýðuflokk- urinn, sem auðvitað var líka sósí- alistaflokkur, fékk líka 2 ráðherra í sömu stjórn, svo að nafnbreyt- ingin var augljós blekking, eða öllu heldur fölsun af hendi komm- únista. Kommúnistar settu nú í ráðherrastól sinn öflugasta for- ingja, Brynjólf Bjarnason, sem var svo rétttrúaður kommúnisti, Hagkaup k 1.2-4: ttudmen koma f ram med ”Draum okkar beggja” kl.5: Brúðubíllinn kemur í heimsókn OpiðtiMcl.22 íEI VtSA HAGKAUP Skeifunni15 Reykjavík að af bar, og var honum falið menntamálaráðuneytið, er þá var í sköpun. Fræðslumálin höfðu á undan- förnum árum verið í góðum hönd- um fræðslumálastjóra, er laut yf- irstjórn eins eða annars ráðherra. Það væri að loka augunum fyrir staðreyndum, að sjá ekki hvað hérna hlaut að gerast. Fræðslu- kerfið smitaðist og sýktist smátt og smátt af kommúnistapestinni, sem legið hefur alla tíð síðan eins og mara á þessum málaflokki. Sjúkdómurinn hefur lýst sér sem faraldur með „akút“ (bráðum) til- fellum öðru hverju, einkum í skól- um og útvarpi. Er útlit fyrir, að hann verði „krónískur" (viðloð- andi, ólæknandi) f öllu mennta- kerfinu, verði hann ekki stöðvaður hið bráðasta. Hliðarsamtök kommúnistaflokksins Eitt skæðasta vopnið og lævís- legustu brögðin, sem kommúnist- ar hafa beitt hér, til þess að vinna meirihluta verkalýðsins til fyigis við sig, eru svokölluð „hliðarsam- tök“. Þessi samtök eru gerð fyrir fólk, sem gjarnan vill taka þátt í tilteknum verkefnum, með stuðn- ingi í ræðu og riti, eða með fjár- gjöfum og atkvæðum, án þess þó að ganga í Kommúnistaflokkinn. Alþjóðasamhjálp verkalýðsins (ASV) hefur orðið merkust þessara samtaka, en Reykjavíkurdeild ASV var stofnuð haustið 1930. ASV átti upptök sín á Vesturlönd- um árið 1921, sem mannúðarsam- tök til hjálpar Sovétríkjunum f hungursneyðinni miklu, er Lenin Ieiddi yfir rússnesku þjóðina árið 1921 með stofnun samyrkjubú- anna og útrýmingu bændastéttar- innar (4. gr.). Deildir í þessari samhjálp voru stofnaðar víða um lönd, og „í marz 1932 voru taldar upp 14 ASV-deildir hér á landi". (Þ.W.) Þarna fengu líka margir ritfærir íslendingar vettvang, til þess að viðra skoðanir sínar á síð- um „Réttar“, „Verkalýðsblaðsins" og síðar „Þjóðviljans", án þess að vera bundnir nokkrum skyldum við Kommúnistaflokkinn eða ís- landsdeild Komintern. Voru það allt frá stórskáldum og niður í „nytsama sakleysingja", sem það gerðu. En Kommúnistaflokkur ís- lands, aftur á móti, eignaði sér af þessum mönnum alla þá, er hon- um þótti fengur í og gat att út á ritvöllinn, eða til listrænna fram- laga á samkomum á vegum flokks- ins. Þessi trúðahlutverk „intelli- gensíunnar" eru endurtekin nú í Kinar Olgeirsson dag, árið 1983, í svokallaðri „Frið- arhreyfingu", studdri rækilega af kommúnistum, bæði hér og er- lendis. Það sýndi sig fljótlega, að kommúnistar réðu mestu um starfsemi ASV-deildanna, enda þótt ýmsir mætir menn væru þar með í stjórn. Þótti alþýðuflokks- mönnum brátt nóg um og sökuðu kommúnista um yfirgang og jafn- vel fjárdrátt. Fór svo að lokum, að Alþýðusamband íslands birti í Al- þýðublaðinu, í október 1933, áskorun til flokksmanna Alþýðu- flokksins um að taka engan þátt í starfsemi Alþjóðasamhjálparinn- ar, né annarra svipaðra samtaka með Kommúnistaflokknum, og „veita þeim engan stuðning né að- stoð að nokkru leyti“. (Þ.W.) Af öðrum hliðarsamtökum Kommúnistaflokks íslands má nefna: Sovétvinafélagið, Varnarlið verkalýðsins, félög fyrir styrk- þega, fyrir byltingarsinnaða rit- höfunda, og til baráttu gegn fas- isma. Hér bætast svo að sjálf- sögðu við samtök „hernámsand- stæðinga", en þeirra verður getið hér seinna. Hámark ósvífninnar Að gefnu tilefni verður að segja hér af allra nýjasta herbragði Kommúnistaflokksins á þessu sviði, en það er fólgið í nýjum lög- um, er samþykkt voru á lands- fundi Alþýðubandalagsins, dag- ana 17,—20. nóvember sl. Um lög- in segir á forsíöu Dagblaðsins þann 21.11. sl.: „Með þeim verður sú breyting, að ýmis félög, sem bundin eru ákveðnum viðfangsefnum eða málefnum, geta átt aðild að Al- þýðubandalaginu sem heild, án þess að einstakir félagsmenn séu flokksbundnir." Brynjólfur Bjarnason Hér er svið „hliðarsamtakanna" stækkað út í það óendanlega og alls konar félögum, eins og t.d. Bókmenntafélaginu, Náttúru- fræðifélaginu og Verkfræðingafé- laginu, þar með boðin aðild að Al- þýðubandalaginu, og þá vafalaust líka Dýraverndunarfélaginu, Hundavinafélaginu og „Ræfla- vinafélaginu" ef stofnað yrði. Hvort nefna ber þetta tilboð há- mark ósvífninnar, eða bara ótrú- lega einfeldni, naivitet, geta les- endurnir dæmt um hver fyrir sig, en tæpast mun þessi vesældarlega bónorðsför Alþýðubandalagsins færa því nokkurn félagshæfan eða nýtan mann, svo mikla virðingu bera sannir íslendingar fyrir sjálfum sér og sínum félögum. Múr þagnarinnar Það eru ekki allir múrar gerðir úr steinsteypu. Þannig er Berlín- armúrinn gerður úr fleiri efnum en steinsteypu, en hann var byggður til þess að stöðva flótta fólks burt úr „sæluríki" kommún- ismans, Sovétríkjunum og öðrum löndum A-Evrópu. En það eru líka til efnislausir múrar, eins og „múr þagnarinnar". Slíkan múr skapaði Ráðstjórnin í Moskvu gagnvart sinni eigin þjóð, svo að hún fengi ekki fregnir af því, sem miður fór í „sæluríkinu". Auðvitað fóru ís- lenskir kommúnistar að dæmi þeirra þar eystra og settu hér upp „þagnarmúr" til þess að engar ljótar fréttir frá Sovétríkjunum, eða um þau, bærust til íslands. Al- þýða manna á íslandi og í Sovét- ríkjunum átti því að vera á sama báti, báti þeirra óupplýstu. Árið 1956 flutti þáverandi ein- ræðisherra í Sovétríkjunum, Nik- ita Krúséf, ræðu á 20. flokksþing- inu, eins og áður var frá sagt (8.-9. gr.), og réðst harkalega á Gistihús í gæðaflokki Hljóm- plotur Siguröur Sverrisson Motels Little Robbers Capitol/Fálkinn „Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi" segir máltækið og það á svo sannarlega við um kynni mín af Motels. Um síðustu áramót hafði ég aðeins heyrt um þennan flokk af afspurn, en síðan datt ég niður á lagið Only The Lonely, eins og reyndar svo fjöldamargir aðrir. Það krafðist frekari kynna, sem svo aftur leiddu mig á slóðir einhverrar bestu plötu, sem ég hef heyrt á þessu ári, All Four One. Þeir eru ekki margir kven- mennirnir í rokkinu, sem leiða sveitir sínar fram á jafn áhrifa- ríkan hátt og Martha Davies gerði á þeirri plötu og gerir nú aftur á nýrri plötu, Little Robb- ers. Ekki aðeins syngur kvinnan hörkuvel, heldur leikur hún á gítar í sveitinni og semur að auki öll lögin sem fyrr. Og þetta eru engar hrákasmíðar. Sennilega er Little Robbers ekki alveg eins góð plata og All Four One, enda hefði verið erfitt að bæta þar um betur í einu stökki. Á Little Robbers er engu að síður að finna mörg frábær lög, sem eiga eftir að halda nafni sveitarinnar, og þó einkum Mörthu Davies sjálfrar, lengi á lofti. Þótt heildin sé kannski ekki alveg eins sterk og á síðustu plötu er ég þeirrar skoðunar, að á Little Robbers sé að finna fleiri „trukk“-lög þótt Motels sé nú eiginlega ekki þannig sveit að upplagi. Trust Me, Little Robb- ers og Into The Heartland eru öll þrælgóð og með hressu tempói. Tónlist Motels er annars að uppistöðu til svona „semi-rólegt“ rokk og pottþéttir fulltrúar þeirrar tónlistar á þessari plötu eru t.d. lögin Suddenly Last Summer og Tables Turned. Tónlist Motels getur aldrei talist vera „aggressív" en eitt- hvað er það í henni, sem heldur a.m.k. mér hugföngnum. Hafi menn ekki enn kynnst þessari sveit ættu hinir sömu að gera bragarbót þar á hið snarasta. Motels er að mínu mati einhver allra besti fulltrúi bandaríska „millirokksins" um þessar mundir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.