Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 46
94 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1983 Við hófum okkur finnsha og lentum við miðjan Laugaveg Full búö af vönduöum finnskum, dönskum og frönskum fötum á börnin Verið velkomin Sendum í póstkröfu. Opiö í kvöld til kl. 22. finnska Laugavegi 28. Lækjargötu 2. Jesús Kristur er öryggið en ekki jarðnesk- ar tryggingar f leit sinni að tilgangi med lífinu, setur maðurinn sjálfan sig í miðj- una. Maðurinn og hans persóna er allt í öllu. Ef eitthvað af þessu daglega öryggi er tekið í burtu, þá verður um niðurbrot að rsða hjá viðkomandi manni, sem felst f hrsðslu, einmanakennd og tilfinn- ingu um það, að viðkomandi sé að gera rangt. Það sé því lítið fram- undan nema tómhyggja og von- brigði í lífinu. Hins vegar ef Jesús Kristur er settur í miðjuna í lífinu, þá fellur lífið ekki, þar sem Krist- ur er hinn sami svinlega og hagg- ast ekki. Jesús Kristur er upp- spretta lífsins og því fá menn hjá honum þá hjálp, sem til þarf, þegar eitthvað bjátar á í lífinu. Þetta var inntak á námskeiði hjá Janice Wheeler frá Sviss, sem haldið var í Reykjavík fyrir stuttu. Hún starfar á vegum „Grace Fellowship Internation- al“ í Evrópu, en höfuðstöðvarnar eru í Bandaríkjunum. Markmið þessarar stofnunar er kristin sálgæzla. Eins konar meðferðarstofnun, þar sem aðal- kenningin er sú, að meðferðin er byggð á skilningi Biblíunnar á manninum sem veru í þremur hlutum, sál, anda og líkama, jafnframt því sem maðurinn var skapaður til að lifa í samfélagi við Guð. Sálfræðin hefur Guö fyrir utan sinn verksvettvang Janice var spurð að því, hver væri helzti munur á venjulegri meðferð hjá sálfræðingi og með- ferð þar sem þetta kristna sjón- armið fengi að njóta sín? — Sálfræði hefur kennt okkur margt um starfsemi mannsins og sérstaklega um samband lík- amans og andans. Eru þau fræði grundvölluð á manninum, sem skilur Guð fyrir utan. Guð er ekki í hinni andlegu vídd. Það er almennt viðurkennt nú, að margir vefrænir sjúkdómar stafa af tilfinningalegu stressi og angri. Grundvöllur Biblíunn- ar er sá, að tilfinningaleg og sálfræðileg vandamál eru vegna andlegrar óreiðu. Flestir menn reyna að finna út tilgang með lífinu í eigin mætti eða samfélagi við aðra menn. Þeir treysta á eigin ágæti og Amnesty International: Liu Qing, Alþýdulýðveldinu Kína Liu Qing er 35 ára, fyrrverandi meðritstjóri tímarits í Kína, sem ekki er gefið út af hinu opinbera. Qing hefur verið í Jjaldi síðan 11. nóvember 1979. Hann var hand- tekinn fyrir að selja afrit af rétt- arhöldum yfir samvizkufanga. Sett hafði verið upp auglýsing um söluna á „lýðræðis-vegginn" í Beijing (Peking) og hafði margt fólk safnazt þangað til að kaupa afrit, þegar lögreglan tók í taum- ana og stöðvaði söluna. Frétzt hefur að Liu Qing hafi verið dæmdur í ágúst 1982 — í kjölfar leynilegra réttarhalda í Beijing — í sjö ára fangelsi fyrir „gagnbyltingar“-glæpi. Talið er að þessir glæpir hafi verið fólgnir í því, að hann lét birta erlendis 196 blaðsíðna frásögn, sem hann hafði samið um handtöku sína oggæzlu- varðhald. Liu Qing var nemandi í Nan- jing-háskóla á árunum 1973—1977, og var síðan sendur til starfa sem vélamaður í verk- smiðju í Nanjing-héraði. Síðar flutti hann til Beijing og bjó þar þegar óopinber hreyfing, „lýðræði og mannréttindi" tók til starfa í höfuðborginni síðla árs 1978. Lýðræðishreyfingu þessari óx fiskur um hrygg eftir að slakað var á opinberu aðhaldi og fólk var hvatt til að láta í ljósi skoðanir sínar og kvartanir vegna misrétt- is. Hreyfingin fékk mikinn meðbyr og veggspjöld voru hengd upp í helztu borgum Kína, þar sem krafizt var lýðræðislegra umbóta og mannréttinda. í Beijing birtust spjöldin á vegg, sem farið var að kalla „Iýðræðis-vegginn". Farið var að gefa út smárit og pésa, sem oft birtu texta af spjöldunum. Liu Qing var einn stofnenda slíkra tímarita. 16. desember 1978 kom út fyrsta hefti tímaritsins April Fifth Tribune (fimmta apríl vett- vangsins), þar sem skýrt var markmið þess: að ákvæði um virð- ingu fyrir lýðræði og frelsi yrðu sett í stjórnarskrá Kína, þar á meðal ákvæði um tjáningarfrelsi og prentfrelsi. Næstu mánuði tóku aðstand- endur tímaritsins og stuðnings- menn þess þátt í fundum og andófi gegn ýmsum aðgerðum stjórn- valda til að hefta grundvallar- frelsi, til dæmis banni þeirra í marz 1979 við veggspjöldum og út- gáfu sem að mati stjórnvalda mælti gegn sósíalisma og forystu- hlutverki kínverska kommúnista- flokksins. Nokkrir menn voru handteknir í Beijing seint í marz og fyrri hluta apríl 1979, þar á meðal Ren Wand- ing, sem hafði verið einn stofn- enda „Mannréttindabandalags Kína“ sem stofnað var í Beijing síðari hluta árs 1978, og Wei Jingsheng, rafvirki og útgefandi Exploration (Rannsóknar). Um miðjan október 1979 reyndi Liu Qing að fá opinberlega aðgang að réttarhöldunum yfir Wei Jingsheng, án árangus — aðeins fáum útvöldum var boðið að vera viðstaddir. Síðar tókst honum samt að komast yfir upptökur af réttar- höldunum. 9. nóvember settu hann og nokkrir vinir hans upp auglýs- ingu á „lýðræðis-vegginn" um að sala á afritunum hæfist eftir tvo daga. Skömmu síðar eftir að sala hófst handtók lögregla fjóra sölu- menn, sem ekki Liu Qing. Hann var handtekinn síðar sama kvöld, þegar hann og nokkrir vina hans komu á aðallögreglustöð Beijing til að spyrjast fyrir um hina hand- teknu. Liu Qing var einum haldið áfram í gæzlu í kjölfar þessara at- burða, og fékk hann ekki að hafa samband við ættingja né lögfræð- ing í nokkra mánuði. Frásögn hans af handtökunni og varðhaldinu var birt utan Kína seint á árinu 1981. Það var bréf, dagsett í janúar 1981, sem hann hafði sent kínverskum stjórnvöld- um úr fangabúðunum, þar sem hann var. í frásögn sinni segir Liu Qing að allan tímann sem hann var í haldi í Beijing hafi fjölskyldan ekki fengið að heimsækja hann, né skrifast á við hann, né fékk hún tilkynningu um ástæður fyrir handtöku hans. Hann segist hafa sent tvö bréf til stjórnvalda til að mótmæla ólöglegri handtöku og meðferð meðan hann var í haldi, en hann hafi ekki fengið svar. Samkvæmt þessari frásögn var hann í einangrun í nokkra mánuði í köldum, rökum klefa, hár hann þynntist og sjón hans skertist. Síðar, segir hann, þegar hann var fluttui í klefa með öðrum, var honum refsað fyrir að sýna ekki vörðum næga auðmýkt, hann var barinn, hann var neyddur til að bera gasgrímu sem hindraði önd- un hans og hann var handjárnað- ur fyrir aftan bak. Um mitt ár 1980 var honum skipað í þriggja ára endurhæfingu í þrælkunarbúðum, að því sagt er fyrir að „taka þátt í andófi bænda í Beijing í janúar 1979“, fyrir „þátt sinn í sölu frásagnar af yfirheyrsl- um yfir Wei Jingsheng" og „fyrir að stela veikindavottorðum og falsa". Þeirri ásökun hefur fjöl- skylda hans vísað á bug. í fangabúðum — samkvæmt hans eigin sögn — voru fangar í endurhæfingu látnir þræla með því að bera þunga steina. Qing segir að fangabúðirnar hafi verð umgirtar háum veggjum, og ofan á þeim var komið fyrir rafmagns- leiðslum. Vopnaðir hermenn og lögregluhundar gættu búðanna. Opinberlega hefur ekkert verið tilkynnt um réttarhöld, sem talin eru hafa verið haldin með leynd yfir Liu Qing í ágúst 1982. Ekki er vitað hver sakarefni gegn honum voru. Liu Nianchun, bróðir hans, er sagður hafa vérið leiddur fyrir rétt í Beijing á sama tíma. Talið er að hann hafi verið handtekinn fyrir að hafa átt þátt í að dreifa frásögn Liu Qings. Ekkert hefur verið birt um réttarhöldin gegn honum heldur. Frá 1979 hafa meira en 30 útgef- endur ópinberra blaða og stuðn- ingsmenn „lýðræðis-hreyfingar- innar" verið handteknir í Kína, flestir árið 1981. Frétzt hefur að margir hafi verið leiddir fyrir rétt og dæmdir 1982 til langvarandi fangelsisvistar. í þessum hópi er Xu Wenli, meðútgefandi Liu Qings að April Fifth Tribune. Vinsamlegast skrifið kurteislegt bréf og biðjið um að Liu Qing verði látinn laus, til: His Excellency Zhao Ziyang Prime Minister Office of the Prime Minister Beijing People’s Republic of China.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.