Morgunblaðið - 18.12.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.12.1983, Blaðsíða 1
Heims um ból 54 Sjávarhættir 58/59 Rita Hayworth 62/64 Pottarfm 70 Á Drottins degi 74 Mats Wibe Lund 80/81 Sunnudagur 18. desember Myndasögur 86 Á förnum vegi 87 Dans/bíó/leikhús 88/91 Velvakandi 92/93 Gulleyjan 100 ára 94/95 R Æ T T V I Ð ÞURIÐI PALSDOTTUR SONGKONU „Spuröu aldrei aðra hvort þú hafir verið góð“ VIÐTAL: HILDUR HELGA SIGURÐARDÓTTIR Hver er munurinn á góðri söngkonu og prímadonnu? Það verður ekki skilgreint eftir magni og vægi hlutverka eingöngu, varla einu sinni eftir frammistöðu í hvert og eitt skipti. Gald- urinn, sem gerir suma að stjörnum og aðra ekki, felst auðvitað í miklum hæfíleikum og ómældri vinnu, en einnig í ein- hverju óáþreifanlegu, sem ekki verður neglt niður í eitt hugtak. Það bara er þarna og það sem gerir það áþreifan- legt er að allir finna þaö, jafnt leikir sem lærðir í listinni. Sönn príma- donna er nefnilega ekki bara einhver sem slær reglulega í gegn á stóru sviði og gerir þess á milli leikstjórunum lífið leitt með dyntum og skapofsa, eins og ein goðsögnin um hina sígildu ímynd hljómar. Hún getur allt eins verið lítil stúlka sem stendur ein á stóru sviði í fyrsta sinn og finnst hún aldrei hafa átt annars staðar heima, eða efni- legasti nemandinn, sem syngur fyrir ítalska tón- listaraðalinn í glæsihöll- um Mflanó-borgar en ákveður síðan að fórna ekki öllu öðru fyrir frægðina í hinum stóra heima, snýr heim og syngur þá reyndar fleiri og fjölbreyttari hlutverk en flestar aðrar söngkon- ur íslenskar. — En sönn prímadonna getur lika leyft sér að hverfa af óperusviðinu í fjórtán ár, mæta síðan aftur til leiks og sýna að hún hefur engu gleymt og hefur ennþá „Metrödd“ eins og einn gagnrýnandinn orðaði það á dögunum. SgE ayr t i Því fer þó fjarri að Þuríður Pálsdóttir hafi haft tilefni til þess að gleyma neinu er söng varðar þau ár sem hún hef- ur verið fjarri óperusviðinu, því þeim hefur hún varið í að efla vöxt og viðgang söngmenntar í landinu með þeim glæsilega árangri, sem nú er að skila sér á þessu sama sviði. Og það var ein- mitt eitt af því sem verið var að Íakka er hún var heiðruð á sviði slensku óperunnar í Gamla bíói að aflokinni frumsýningu á óperunum Símanum og Miðlin- um eftir Menotti. En það hefur varla farið fram hjá mörgum, að Þuríður fer með aðalhlutverkið í þeirri síðarnefndu. „Hef aldrei litið á neitt hlutverk sem mína eign“ Miðillinn var fyrsta óperan, sem flutt var á íslensku hér á landi. Það var í Iðnó, haustið 1952, leikstjóri var Einar Páls- son, bróðir Þuríðar og hún söng þá hlutverk Moníku, dóttur svikamiðilsins Böbu, en í því hlutverki var Guðmunda Elias- dóttir. Hlutverk Moníku er nú í höndum Katrínar Sigurðardótt- ur, sem reyndar er nemandi Þur- íðar úr Söngskólanum. — Og hvernig tilfinning skyldi það svo vera að standa á sviði rúmum þrjátíu árum seinna í nýju hlutveki í sama verki? „Ég hef aldrei litið á neitt hlutverk sem mína eign,“ segir Þuríður. „Þó að ég hafi sungið Moníku á sínum tíma er hún mér allsendis óviðkomandi núna. Hins veg;.r finnst mér reglulega gaman að heyra stelpurnar tína upp hlutverkin mín. Hver söng- kona skapar sér sinn persónu- lega stíl. Katrín er t.d. allt önnur Moníka en ég var. Eins var með Pamínu Ólafar Kolbrúnar í Töfraflautunni. Það er slæmt ef fólk getur ekki slitið sig frá því sem er liðið og ég hef ómælda ánægju af því að sjá nýjar og öðruvísi túlkanir og uppfærslur á hluverkum mínum og annarra. Ég held til dæmis að ég hafi séð flestar þær Ragnheiðar Bryn- jólfsdætur, sem stigið hafa á fjalirnar og haft gaman af þeim öllum, hverri á sinn hátt. Til- finning fyrir hlutverki ræðst líka af umgerðinni á hverjum tíma. Túlkunin verður til í sam- vinnu við leikstjóra, þá sem gera sviðsmynd og búninga og leggja hönd á sýninguna á annan hátt, þannig að um eiginlegan saman- burð getur aldrei verið að ræða,“ segir Þuríður og ljóstrar því upp í leiðinni, að skemmtilegasta SJÁ NÆSTU SÍÐU Morgunbladid/Fridþjófur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.