Morgunblaðið - 18.12.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.12.1983, Blaðsíða 2
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1983 hlutverk, sem hún hafi sungið, sé Rosína í Rakaranum frá Sevilla í Þjóðleikhúsinu ’58 og þá vitum við það. Þrjátíu og fimm ára söngafmæli Þuríði telst svo til að Baba sé tuttugasta og áttunda persónan, sem hún túlkar í óperu. Sú fyrsta var Gilda í Rigoletto — frumsýning 26. janúar 1952 í Rubini-leikhúsinu í Bergamo á ftalíu. Árið áður hafði hún hafið söngnám í Mílanó. Eftir „Gildu" og glæsilega dóma stóðu margar dyr opnar, en Þuríður fór heim til íslands, þá gift kona og móðir hér heima. En þegar við fikrum okkur aftur í tímann kemur í ljós að Þuríður ætlaði sér ekki að verða söngkona í upphafi. „Eftir gagnfræðapróf fór ég í Handíða- og myndlistarskólann, ætlaði að verða málari og auglýsinga- teiknari, en það var þá alveg nýtt fag hér. Svo fór ég í Tónlistarfélags- kórinn og það varð til þess að ég Með Magnúsi Jónsxyni í Ævintýri Hoffmanns í Þjóð- Þessi mynd af mæðgunum Þuríði og Kristínu Norð- leikhúsinu ’66. Hoffmann og Juliette. mann er tekin þegar Þuríður var sextán ára, skömmu áður en Kristín lést. Þuríður og Jórunn Viðar hafa unnið mikið saman í gegnum tíðina. Hér eru þær með fjórum nemendum Þuríðar, sem útskrifuðust með alþjóðlegt sögu- kennarapróf úr fyrsta árgangi Söngskólans 1981. Frá vinstri: Asrún Davíðs- dóttir, Valgerður Gunnarsdóttir, Elísabet F. Eiríksdóttir og Katrín Sigurð- ardóttir. Miðillinn í Iðnó 1952. Þurfður sem Moníka og Steindór Hjörleifsson sem Toby. datt niður í söngáhugann eða varð réttara sagt altekin og upp frá því komst ekkert annað að,“ segir hún. „Ég var að vísu búin að syngja mikið áður, læra á pí- anó há Katrínu Viðar, hljóm- fræði hjá dr. Urbanich og söng hjá Sigurði Birkis og Guðrúnu Sveinsdóttur, en kórinn gerði út- slagið. Löngu seinna tók ég svo upp á því að fara að mála aftur,“ bætir Þuríður við og það kemur í Ijós þegar líður á viðtalið, að söngurinn er ekki eina listin sem henni er lagið að fást við, því hún er aldeilis prýðilegur mál- ari. „Árið 1945 fór ég svo til Lond- on, þá átján ára, tók inntökupróf inn í kennaradeild Royal Áca- demy of Music og stóðst það. Dvölin í London varð hins vegar ekki langvinn því það kom í ljós að fyrsta barnið mitt var á leið- inni. Maðurinn minn tilvonandi, Örn Guðmunsson, viðskipta- fræðingur, gat ekki hugsað sér að setjast að erlendis og það varð úr að ég fór heim á miðjum vetri og gifti mig. Þá fór ég að syngja með Útvarpskórnum og söng gífurlega mikið á þessum árum, fór strax að syngja „sóló“ og núna eru því þrjátíu og fimm ár frá því ég söng ég fyrstu stóru einsöngshlutverkin," segir Þur- íður og minnist líka á óratoríur og kirkjutónlist. „Svo hleypti ég heimdraganum aftur tuttugu og þriggja ára, sá fram á að ef ég færi ekki þá færi ég aldrei og var sem sagt í Mílanó í rúmt ár til að byrja með. Fór heim og síðan þrisvar út aftur. En ég á þrjú börn, Kristínu, Guðmund Pál og Laufeyju. Það var erfitt að fara frá þeim og eftir að sú yngsta fæddist treysti ég mér ekki í fleiri utanferðir. Það þýðir ekk- ert að ráða sig í vinnu í útlönd- um ef maður ætlar að halda saman heimili og er með lítil börn,“ segir Þuríður og er víst ekki fyrsta íslenska konan sem hefur komist að þeirri niður- stöðu þótt ákvarðanirnar hafi verið misstórar eftir atvikum. Það getur þó varla hafa verið átakalaust að neita tveimur Rússlandsferðum og tilboðum, sem fylgja í kjölfar þess að hreppa annað sætið í árlegu söngkeppninni í Mílanó, þar sem frægustu söngvarar Ítalíu eru í dómarasætum og svona mætti telja. — Ekki þarf Kristján Jó- hannsson að hugsa svona, hugs- ar blaðamaður en tekur sig svo á, enda verður Þuríður seint kölluð kona hinna glötuðu tæki- færa með sinn fjölbreytta feril. „Einu hlutverki sá ég nú eftir erlendis," segir hún þó, þegar gengið er á hana. „það var Vio- letta í La Traviata í uppfærslu Norina í Don Paaquale 1960. Þjóö- leikhúsið. Valencienne í Kátu ekkjunni í Þjóð- leikhúsinu ’56. Þjóðleikhússtjóra þótti Þuríður lyfta pilsinu of hátt, en varla þætti það nú í dag. Welsku óperunnar. Warwick Braithwait, aðalstjórnandi óper- unnar i Wales, stjórnaði II Trovatore í Austurbæjarbíói ’57 þar sem ég söng Leonoru og bauð okkur Guðmundi Jónssyni að koma út. Mér til að syngja Vio- lettu og Guðmundi „Germont" í La Traviata. Við vorum bæði ákveðin í að taka þessu, en þegar til kom fengust ekki atvinnuleyfi fyrir okkur. Þá var allt slíkt miklu stífara en það er núna. Ég var búin að æfa mig sérstaklega Þuríður heiðruð á sviði íslensku óperunnar að aflokinni frumsýningu á Miðlinum í desember 1983, þar sem hún hefur fengið geysilega góða dóma. Rosina í Rakaranum frá Sevilla. Þjóðleikhúsið ’58. r-. Gilda í Rigoletto í Rubíno-leikhús- inu í Bergamo á Ítalíu. fyrir hlutverkið á Ítalíu hjá kennaranum mínum, Linu Pagli- ughi. Hún er ein frægasta söng- kona Ítalíu og seinna hafði ég milligöngu um að ólöf Kolbrún færi til hennar." „Aldrei verið í klíku“ Þegar talið berst að öðrum söngkonum, kemur nafn Guð- rúnar Á. Símonar upp í hugann. Því eins og alþjóð veit og hefur reyndar notið góðs af, eru þær Þuríður góðar vinkonur, jafnt innan sviðs sem utan. Þær voru einnig samtímis við nám á Ítalíu um tíma. „Já, við Guðrún höfum verið samskipa alla okkar ævi og góð- ar vinkonur, þó báðar séum skapmiklar," segir Þuríður. „Við höfum unnið mikið sam- an og ekki borið skugga þar á. Annars verð ég að segja að mér finnst mórallinn ekki eins góður meðal listamanna og hann var. Listamenn eru að verða eins og sértrúarsöfnuður, sem dregur sig saman í klíkur, sem ákveða hverjir fá að vera með og hverjir ekki. Ég hef aldrei verið í klíku og þetta háttalag gerir ekki ann- að en að skaða málstað lista- manna út á við. Svo er annað sem ég er ekki sátt við og það er þetta „frí- stundahugtak". Listsköpun felst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.