Morgunblaðið - 18.12.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.12.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1983 51 að mínu viti ekki endilega í því að gera það sama alla sína ævi og hvað eru frístundir? Þegar ég lít til baka sýnist mér t.d. það eina, sem ég hef alltaf verið í fullu starfi við, sé uppþvottur og matarlagning — allt hitt má kannski kalla „frístundir“,“ segir hún og við víkjum talinu að þeim „frístundum", sem Þuríður hefur ekkert verið að flagga. En það eru þær, sem hún á ein með penslum, litum, lérefti og striga í sumarbústaðnum við hafið á Stokkseyri. „Ég veit ekkert betra en að vera þar og mála. Maður hvílir svo vel og á sig alveg sjálfan á meðan. Þegar ég var ung fannst mér dálítið einmanalegt að sitja og teikna. En síðar fór ég að taka upp pensilinn aftur og lærði að meta einsemdina, enda vil ég bara hafa þetta fyrir mig.“ alltaf best sjálfur hvernig maður hefur staðið sig. En ég vildi allt- af syngja. Það var alveg á hreinu alveg frá upphafi og þó að allir heima spiluðu á hljóðfæri, var ég sú eina sem söng.“ „Tvenns konar spilamennska“ „Móðir mín, Kristín, var ynd- isleg kona. Hún kenndi á píanó í mörg ár og öll hennar systkini voru í listum. Elsti bróðir henn- ar, Jón Norðmann, var píanó- leikari og sá yngsti, óskar Norð- mann, söngvari. Ásta Norðmann var fyrsta atvinnudansmærin hér og setti upp dansskóla, Jór- unn Norðmann kenndi píanóleik á Akureyri og Katrín Viðar kenndi allri Reykjavík að spila á píanó eða því sem næst,“ segir Þuríður, og þegar hún heldur Ljósm. Mbl. Friðþjófur Þuríður ætlaði einu sinni að verða listmálari eða auglýsingateiknari en það fór á annan veg. Seinna tók hún aftur upp pensilinn og segist eiga sínar bestu stundir þegar hún situr ein og málar við hafið í sumarbústaðnum austur á Stokkseyri. Til vinstri er mynd af Engel Lund en hinar tvær eru frá Stokkseyri. „Vildi ekki gera neitt annað“ Þuríður fæddist inn í tónlist- arheiminn, ef svo má að orði komast, dóttir þeirra miklu tón- listarhjóna Páls ísólfssonar og Kristínar Norðmann. Páll ísólfs- son lést fyrir fáum árum en Kristín féll frá langt fyrir aldur fram, þegar Þuríður var aðeins sautján ára. — Var það fyrir áhrif fjölskyldunnar að hún ákvað að leggja sönginn fyrir sig og hvernig var stutt við bakið á ungum listamönnum þegar hún var að hefja sinn feril? „Almennt var oftast einhver til þess að veita ungum lista- mönnum stuðning en þó varð maður í reynd að gera allt sjálf- ur,“ segir hún. „Pabbi studdi mig t.d. ekki fjárhagslega enda kvæntist hann aftur Sigrúnu Eiríksdóttur og átti fyrir stóru heimili að sjá. Ég held að hann hafi ekki langað til þess að við systkinin færum út í músík. Hann vissi hvað það gat verið erfitt. Hins vegar vann ég mikið með honum og hann gaf mér heilræði. Þar á meðal var eitt sem ég hef alltaf haft að leiðar- ljósi síðan. Ég var mjög ung, nýbúin að syngja kirkjukonsert og spurði hann strax á eftir: „Hvernig var ég?“ Pabbi svaraði: „Spurðu aldrei neinn hvernig þú hafir verið ... því það veist þú alltaf best sjálf." Og þetta var alveg rétt, innst inni veit maður áfram kemst blaðamaður að þeirri niðurstöðu að önnur eins tónlist saman komin í einni fjöl- skyldu hljóti að vera nær ein- sdæmi. „ísólfur afi stofnaði fyrstu hljóðfæraverslunina á ís- landi og yngsti föðurbróðir minn, sem líka hét ísólfur, var hljóðfærasmiður. Hann smíðaði gítar handa mér þegar ég var sextán ára og það var sjaldséð hljóðfæri í þá daga. Katrín Við- ar stofnaði síðan hljóðfæraversl- un undir sínu nafni í Reykjavík. Þeir pabbi og Jón, móðurbróð- ir minn, voru saman við nám úti í Leipzig og það varð til þess að foreldrar mínir kynntust. Annars hef ég alltaf verið um- kringd tvenns konar spila- mennsku," bætir Þuríður við. „Mamma var nefnilega mikil bridge-kona, kenndi og skrifaði kennslubók um bridge og vann m.a. fyrstu bridge-keppnina, sem Stúdentafélag Reykjavíkur stóð fyrir. Það var því ekki bara spilað á hljóðfæri á heimilinu. Síðan giftist ég Erni sem var landsliðsmaður í bridge og Guð- mundur Páll, sonur okkar, er á kafi í þessari íþrótt. Þannig að ég hef alltaf verið umkringd þessu spili þó að sjálf væri ég nú eiginlega „rekin úr partíinu" þegar ég ætlaði að halda því við með vinkonum mínum, því ég var alltaf að syngja og mátti aldrei vera að því að mæta.“ SJÁ NÆSTU SÍÐU FANGINN í FJÖLLUNUM eftir A.J. Cronin. Margir þekkja bækur þessa fræga rithöfundar, svo sem Borg- arvirki og Lykla himnaríkis- ins. Hér er á ferðinni skemmtileg saga eftir þennan vinsæla höfund. Verð kr. 494,-. LITLA SKOTTA eftir George Sand. Jón Óskar íslenskaði. Sagan var lesin í útvarp fyrir nokkrum árum og vakti þá mikla aðdáun og ánægju hlustenda. Þetta er heillandi frönsk sveitalífssaga. Verð kr. 494,-. RAMÓNA eftir Helen Hunt Jackson. Sagan fjallar um viðskipti hvíta mannsins við indíána, en þó fyrst og fremst um hina fögru Ramónu, ástir hennar og örlög. Verð kr. 494,-. SYNIR ARABA- HÖFÐINGJANS eftir E.H. Hull. Þessi bráð- skemmtilega saga er fram- hald af Arabahöfðingjanum eftir sama höfund. Verð kr. 494,-. ARABAHÖFÐINGINN skáldsaga eftir E.M. Hull. Fræg ástarsaga úr eyði- mörkinni. Verð kr. 494.-. KORDULA FRÆNKA eftir E. Marlitt. Þekkt og vinsæl saga um ástir og mannleg örlög. Verð kr. 494,-. CHAftlES GAftVICE ÆTTARSKÖMM ÆTTARSKÖMM eftir Charles Garvice. Ein af allra vinsælustu sögum þessa dáða höfundar. Verð kr. 494,-. VALDIMAR MUNKUR eftir Sylvanus Cobb. Þessi gamla góða saga er alltaf jafnvinsæl. Verð kr. 494,-. SOGUSAFN HEIMILANNA Grettisgötu 29. Símar 27714 - 36384 HAGKAUP Reykjavík Akureyri Njarðvík Netavesti Bómullarpeysa m. overlock Skyrta Leðurbindi kr. 549 kr. 589 kr. 299 Sími VðErroSW' m*f: 399 póstversiunar er 30980

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.