Morgunblaðið - 18.12.1983, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 18.12.1983, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1983 81 Mats mundar vélina. „í hálft ár starfaði ég sem ljósmyndari þar til ég komst í nám við ljósmyndun við ágætan skóla í Köln í Þýskalandi. Tók námið tvö ár. Á þessum tíma var um tvennt að velja í þessu efni, annars vegar að taka ljósmyndun sem venjulegt iðnnám hjá meist- ara í fjögur ár eða fara í sérstak- an skóla. Námið við þennan skóla var nákvæmt á þýska vísu. Á þessum tveimur árum ferð aðist ég til íslands á sumrin og tók myndir. Að náminu loknu var mér boðin vinna hjá Sólarfilmu sem þá var lítið fyrirtæki í Reykjavík. Þar vann ég hefð- bundin störf sem ljósmyndari og myndaði m.a. í tæpan mánuð ýmsa safngripi í Þjóðminjasafn- inu. Auðvitað ferðaðist ég líka um landið og tók myndir en ég naut alltaf mjög góðrar fyrir- greiðslu hjá Flugfélaginu, sem gerði mér kleift að ferðast víðar en ella. Ég fór til Noregs aftur í óktó- ber og þá um veturinn 1962 kynntist ég konunni minni, en hún var þá við nám í hjúkrun við Ullevall-sjúkrahúsið í Ósló. Við giftum okkur í maílok 1964 í Árbæjarkirkju og fluttumst til íslands vorið 1966. Á námsárunum starfaði ég við blaðamennsku og síðar vann ég m.a. fyrir finnsk, dönsk, sænsk og þýsk blöð og tímarit. 1962 byrjaði ég með Icelandic Photo and Press Service og rak ég þá þjónustu bæði í Noregi og svo hér heima. Vann ég þá aðallega greinar sem áttu að ýta undir ferðamannastraum til fslands. Þá skrifaði ég greinar yfir „Norges handels- og sjöfartstid- ende“ um atvinnumál á íslandi. í tengslum við þau störf kynntist ég mörgum frammámönnum í atvinnulífinu hér á landi. Með góðri aðstoð íslenskra blaða- manna vann ég m.a. tvö sérrit fyrir það blað um fsland, um ferðamál, atvinnulífið, stjórnmál og nýtingu orkulinda landsins. Um 1970 lagði ég blaða- mennskuna á hilluna, enda voru verkefnin við ljósmyndir þá orð- in mjög umfangsmikil og þau störf heilluðu mig meira. Þá má líka segja að það hafi gefið meira i aðra hönd að selja erlendum tímaritum ljósmyndir en grein- ar. Á þessum árum vann ég tölu- vert við myndatökur í upplýs- ingabæklinga um ísland sem dreift var til útlanda á vegum Flugfélagsins, Flugleiða og Ferðaskrifstofu ríkisins. Ég hef líka tekið mikið af landkynn- ingarmyndum fyrir erlenda aðila og unnið myndir í íslenskar bæk- ur, m.a. fyrir Námsgagnastofn- un.“ „Myndin þarf aö gleöja auga eigandans“ Hvað um annað myndefni en landslag? „Um tíma rak ég stúdíó fyrir auglýsingamyndir með Gísla B. Björnssyni, en ég var alltaf á ferð út og suður og gat lítið sinnt því verkefni. Ég byrjaði manna- myndatökur 1976 til þess m.a. að auka fjölbreytnina í starfinu. Ég hef mjög gaman af því að taka stúdíómyndir en til að myndirn- ar takist vel þarf maður að hafa nógan tíma til að sinna við- skiptavinunum. Maður þarf að gera sér far um að kynnast þeim sem best fyrir myndatökuna og jafnframt sjá hvernig þeir vilja sjálfir koma út á mynd. Reyndar vildi ég gjarnan gera meira af því að taka mannamyndir úti við eða t.d. á vinnustað en slíkar myndir eiga eftir að verða vin- sælli í framtíðinni." Gera íslendingar mikið af því að láta taka af sér myndir? „Það held ég og erlendis reka menn upp stór augu þegar ég segi frá því hve mörg eintök af hverri mynd þeir panta. Ættræknin hér á landi hefur eitthvað að segja í þessu efni. Erlendis er meira um það að fólk kaupi mjög stórar manna- og fjölskyldumyndir og vildi ég gjarnan að sú þróun ætti sér stað hér á landi. Þó að vita- skuld sé lítið pláss á veggjunum hjá afa og ömmu fyrir slíkar myndir ef þau eiga myndarlegan hóp af afkomendum. En það er áberandi hve vinsælt er að skreyta heimili og vinnustaði með mjög stórum áttahaga- og stemmningsmyndum." Er ljósmyndun list? „Þetta er viðkvæmt mál. Hvað mig varðar skiptir það fyrst og fremst máli að myndin gleðji auga eigandans. Éf hann er ánægður skiptir það ekki máli hvort einhver telur myndina listaverk eða ekki. Ljósmynd í einfaldasta formi er í raun og veru einskonar skráning, en þeg- ar myndataka tekst vel vegna góðs samstarfs Ijósmyndarans og fyrirmyndarinnar þá má vel vera að sumir kalli það list.“ Hvers vegna halda ljósmynd- arar svona sjaldan sýningar á myndum sínum? „Flestir Ijósmyndarar hér á landi eru með lítinn rekstur og fáa starfsmenn og eru upp fyrir haus í vinnu. í frítímanum lang- ar þá svo til að gera eitthvað allt annað ... en mér finnst ég alltaf vera að sinna aðaláhugamáli mínu þegar ég kemst út úr bæn- um í myndatökur. Ég lít ekki á þær stundir sem vinnustundir heldur mínar mestu ánægju- stundir." Hvað er framundan hjá þér? „Frá 1977 hef ég rekið verslun með ljósmyndavörur við Lauga- veginn en hana er ég að selja og ætla ég að snúa mér að ljós- myndastofunni og auðvitað efla enn myndasafnið mitt. 1980 kom ég upp litvinnsluaðstöðu og kom þá fram með þá hugmynd að ljósmyndarar hér á landi ættu saman sína litvinnslustöð, en fordæmi fyrir slíkri samvinnu er m.a. að finna í Noregi. Hug- myndin fékk ekki hljómgrunn en e.t.v. kemur að því síðar. Ég er fyrst og fremst þakklát- ur fyrir að hafa fengið tækifæri til að vinna störf sem hafa veitt mér mjög mikla ánægju." Vissir þú að hjá okkurfærðu margar hugmyndir að góðum jólagjöfum? Gjöfum sem gleðja um leið og þær gera gagn. Veitum sérstakan jólaafslátt af verkfærum og ýmsum vörum fyrir þessi jól: • Bílamottur kr. 199.- • Skíðahanskar kr. 129.- • Skíðabogar á bíltoppinn kr. 595. • Ótrúlegtúrval af allskyns olíulömpum. • Topplyklasett • Skrúfulyklasett • Skrúfjárnasett • Vasahnífar • Rakvélar • Kassettutöskur • Tölvuúr • Vatteraðir kulda-vinnugallar - og margt, margtfleira. Gerið svo vel. Komið og skoðið úrvalið. 111 STÖÐVARNAR BBbúdin Grensásvegi 5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.