Morgunblaðið - 18.12.1983, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 18.12.1983, Blaðsíða 44
92 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1983 fíCte/l/vlíll „ Svorva nú! Segbu honum aS þór þyki leitt oé> þó ökyldir s{lgcc afar\ a. hann þoma cfst i síigcMum." ást er... ... að hjúkra af • alúd. TM Reg U.S Pat Ofl —atl rights reserved ®1983L«S Angeles Times Syndicate Bíddu bara þangað til hann stóri bróðir minn hér uppi á marsstjörn- unni fréttir af ykkur skítseiðunum hér. HÖGNI HREKKVÍSI /l /t 'f 1982 McNaught Syndicate. Inc. „HÚR KEMÚR HAHN MEP MINN Á RLEGA JÓlABOWS." Hvað er orðið af ís- lensku jólasveinunum? Styrmir Geir Jónsson, Keflavík, skrifar: „Ég er 15 ára gamall og á heima í Keflavík. Mig langar til að vekja athygli á nokkru sem gengur fram af mér. í fjölmiðlum, gluggum verslana og jafnvel á jólakortum sér maður aðeins bandaríska jóla- sveina, en hvergi gömlu góðu ís- lensku jólasveinana, sem voru í ullarsokkum, skinnskóm og ull- arpeysum með prjónahúfu á höfði, þrammandi ofan úr fjöllum einn og einn með poka á bakinu með gjöfum í. Hvað er orðið af þeim? Haldi bandariski jólasveinninn áfram að birtast í fjölmiðlum, verslunargluggum og á jólakort- um. þá munu börn, sem núna eru 2—7 ára og jafnvel eldri, halda að þeir séu hinir einu sönnu islensku jólasveinar og munu siðar kenna börnum sínum það sama. Þannig gæti farið, yrði ekkert að gert, að íslensku jólasveinarnir gleymdust, og trúin á þessa karla, sem bæði afi og amma, pabbi og mamma trúðu á sem börn, dæi út. Því vil ég benda foreldrum og kennurum í barnaskólum á að fræða börnin um íslensku jóla- sveinana. Ennfremur skora ég á fjölmiðla að birta myndir af þeim og kaupmenn bið ég um að stilla íslenskum jólasveinum út í glugga verslana sinna. Og ef á jólakortinu á að vera mynd af jólasveini, þá á að hafa hann íslenskan. Ég lýk bréfi mínu í þeirri von, að fólk taki þetta til alvarlegrar umhugsunar." Furugerði 1: Held að fari vel um leigjend- urna og flestir séu ánægðir Leigjandi í Furugerdi 1 skrifar: „Velvakandi. Mig langar til að koma á fram- færi leiðréttingu á grein í dálkum þínum 15. þ.m. Undarlegt að fólk skuli vera að þjóta í blöðin með staðhæfingar út í hött, án þess að kynna sér mála- vexti. í grein sinni „Er ekki hægt að jafna aðstöðuna dálítið á Dal- braut 27 og Furugerði 1?“ gerir ein- hver H.B. samanburð á Dalbraut 27, sem er dæmigert elliheimili, og Furugerði 1. En svo er mál með vexti að Furugerði 1 er ekki elli- heimili og var í upphafi ekki ætlað að vera það. Húsið var byggt með það í huga að ráða bót á húsnæðis- eklunni og innréttað í leiguíbúðir handa eldri borgurum sem væru færir að sjá um sig sjálfir. Upphaf húsaleigsamningsins hljóðar þannig: „Leigusali selur hér með leigutaka á leigu íbúð í íbúðarhúsnæði Reykjavíkurborgar að Furugerði 1“ o.s.frv. Og enn- fremur: „Leiguupphæð fyrir um- rætt húsnæði er ákveðin af borg- arráði Reykjavíkur kr. 28.000 á mánuði." Þessi samningur var undirritaður 17. maí 1978, en síðan hefur húsaleigan farið síhækkandi i hlutfalli við verðbólguhraðann og er nú komin í 4.253. Þarna er um að ræða tvö herbergi, eldhús og bað. Hiti og sameiginlegt raf- magn er innifalið, en leigutaki greiðir rafmagn vegna eigin íbúð- ar eftir sérmæli. Þess skal getið að í húsinu eru bæði hjóna- og ein- staklingsíbúðir. Annað mál er það, að hingað hefur verið sent fólk sem frekar ætti heima á elli- eða hjúkrunar- heimilum, sennilega vegna skorts á plássi, og hafi það fyrst komizt hingað hinn vill það ekki fara þó annað sé í boði. Skil ég það mæta- vel, því að á elli- og hjúkrunar- heimilum fær það ekki annað — að mig minnir — en kr. 700 á mán- uði til eigin umráða, hér aftur á móti heldur það tekjum sínum óskertum og er auk þess sjálfs sin ráðandi. Auðvitað er alltaf hægt að finna að einhverju, hér eins og í öðru leiguhúsnæði, en ég held að þegar á allt er litið fari vel um leigjend- urna og að flestir séu ánægðir." „En svo er mál með vexti að Furugerði 1 er ekki elliheimili og var í upphafi ekki ætlað að verða það. Húsið var byggt með það í huga að ráða bót á húsnæðiseklunni og innréttað í leiguíbúðir handa eldri borgurum sem væru færir að sjá um sig sjálfir.“ Og kýraugun falleg Guðrún Kristín skrifar: „Það eru ekki bara horfnir góðhestar íslendinga sem eru einnar stöku verðir, heldur fær kýrin Skjalda, sem nú er öll, heila þulu: Kýrþula skepnan hún Skjalda mjólkaði aldrei mikið en dugði þó dropinn hollur sopinn. Þakka þér þjórsdóttir þótt þú sparkir hlýjan kvið við vanga minn Langelst á landinu er ég tutlaði spenann þinn. skal vera hún Skjalda Mig dreymir enn um allra kúa mjaltaskemil sem í fjósi búa. á skítugum bási Svo gömul er greyið mjólkurbunur skal ég þér segja í fötubotni að enginn lengur froðu og spenvolga mjólk; man hennar burð. alvöru fjósalykt Kát var hún kálfur jórturhljóðið kvik sem kvíga másið og moðið en bágræk er blessuð kisu að lepja beljan núna lögg úr beyglaðri dollu fætur vilja fúna. og kýraugun falleg. Oft bar hún blessuð Kýraugun eru svo falleg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.