Morgunblaðið - 18.12.1983, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 18.12.1983, Blaðsíða 46
94 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1983 Robert Louis Stevenson og kort af Gulleyjunni. en nöfn; það varð að hafa eitthvert mikið leyndarmál að geyma, já, það varð að kalla þetta sjóræn- ingjakort, sem vísaði leiðina að fjársjóði, sem hafði verið grafinn í jörðu. Stevenson merkti þrjá rauða krossa til þess að auðkenna hinn hulda fjársjóð. Og þá fengu þeir hugmyndina og „við skrifuð- um Gulleyjan efst í hægra horn- ið“. Stevenson „virtist vita svo mik- ið um hana,“ skrifaði Lloyd,.... sjóræningjana, hulda fjársjóðinn, manninn sem hafði verið settur á land og yfirgefinn á eynni. „0, GULLEYJAN, ódauðleg ævintýrasaga Robert Louis Stevensons, á upphaf sitt að rekja til þess að hann settist niður og dró upp kort af eyju. Þegar hann virti það fyrir sér fylltist það skyndilega af sjóræn- ingjum og sagan fór að mótast í huga hans. Nú eru hundrað ár síðan Gulleyjan kom út í fyrsta sinn og á þeim tíma hefur hún orðið ein af vinsælustu skáldsög- um allra tíma, enda er þetta spennandi saga um grafið gull, litríka sjóræningja og uppreisn á úthöfunum. Hetjur og þrjótar sög- unnar — Langi John Silver með páfagaukinn makalausa, Flint skip- stjóri, sem sjóræninginn Svartskeggur komst ekki í hálfkvisti við, Ben Gunn, Billy Bones og Jim — eru fyrir löngu orðnir ódauðlegir. Enn nýtur Gulleyjan meiri vinsælda en Stjörnu- stríð, segir Morton Cohen, prófessor emer- itus við borgarháskól- ann í New York, í með- fylgjandi grein. Gulleyjan, ein mesta ævin- týrasaga allra tíma, varð hundrað ára í síðasta mán- uði. Ætla mætti að nú á dögum geimaldar, þegar menn hafa fyrir löngu sagt skilið við seglskip og falda fjársjóði, væri svona forn- grip fleygt í ruslatunnu sögunnar. En unglingar, sem hafa ánetjazt Stjörnustríðum og „Action-Man“, lesa líka Gulleyjuna. Annars hefðu kaupendur ekki um 38 út- gáfur að velja í Bandaríkjunum og 43 í Bretlandi. Annars hefði bókin ekki verið þýdd á 29 erlend tungu- mál, m.a. átta sinnum á spönsku, fimm sinnum á þýzku og fimm sinnum á ítölsku, miðað við síð- ustu tölur frá 1977. Staðreyndin er sú að í raun og veru eldist slík saga aldrei og hún deyr aldrei, því að hvort sem okkur líkar betur eða verr erum við þrælar ævintýra. Sum okkar fara og leita þeirra, klífa fjöll, sigla um úthöfin og stíga fyrstu risaskrefin á tunglinu. Flestir kjósa hins vegar heldur að láta fara vel um sig í hæginda- stól, ferðast í huganum og kynnast ævintýrum af bókum. Við njótum spennunar með því að setja okkur í spor söguhetjunnar og nú á dög- um getum við það líka með hjálp nútíma vísinda og tækni, í sjón- varpi eða í myndbandaleikjum. En hin nýja leið til að njóta ævintýra hefur greinilega ekki leyst hina gömlu af hólmi. Kaldhæðnislegt er að höfundur Gulleyjunnar var ekki hraustur athafnamaður, heldur veiklulegt, heilsuveilt skáid, sem upphaflega aflaði sér menntunar til þess að verða verkfræðingur og síðan lögfræðingur, áður en hann gerð- ist rithöfundur. Hann samdi sög- una þegar hann lá berklaveikur og hafði við ekkert annað að styðjast en eigið ímyndunarafl. Þunglyndi sótti að höfundinum, Robert Louis Stevenson, þegar hann lá rúmfast- ur og hann vildi flýja veruleikann, dreifa huganum. Fjörugt og skap- andi ímyndunarafl hans, sem jókst við sótthitann, gerði honum þetta kleift. Sumarið 1881 höfðu Stevenson og kona hans tekið hús á leigu í Braemer, skammt frá Aberdeen í Skotlandi. En það rigndi án afláts og fjölskyldan varð að halda sig heima við. Stevenson, sem hafði verið lungnaveikur frá bernsku, kvefaðist og fékk hita — og blæð- ingar. Hann lá í rúminu alla morgna og fékk ekki að tala fyrir hádegi. Tólf ára gamall stjúpsonur hans, Samuel Lloyd Osbourne, var í leyfi frá skólanum um sumarið og honum leiddist veðrið og inni- lokunin. Þeir voru góðir vinir og fundu upp leiki til að stytta sér stundir. „Stjúpfaðir minn, sem ég dýrkaði, var hugvitsamasti leikfé- laginn í heiminum," sagði Lloyd seinna. Uppdrátturinn Á þungbúnum degi í ágúst tók Stevenson fram vatnslitakassa Lloyds og gerði uppdrátt af eyju, sem líktist „feitum, uppréttum dreka". Stevenson minntist þess síðar að kortið hefði verið „vand- virknislegt ... og í fallegum lit- um; lögunin kom ímyndunarafli mínu á hreyfingu meira en orð fá lýst; á því voru hafnir, sem veittu mér eins mikinn unað og sonnett- ur.“ Brátt unnu þeir báðir við korta- gerðina. Fyrst af öllu þurfti kenn- ileiti. Nú, það var auðvelt; þeir höfðu mikla reynslu í því að búa til fjarstæðukennd heiti á hlutum. „Ég gleymi því aldrei hvað ég var hrifinn af Beinagrindareyju og Kíkinum (Spy Glass Hill),“ skrif- aði Lloyd. En fleira varð að vera á kortinu skrifaðu sögu um þetta," hrópaði ég í leiðslu." Þegar Stevenson hafði bætt við nokkrum nöfnum stakk hann kortinu í vasann og minntist ekki á það meir, drengnum til sárra vonbrigða. En á hádegi daginn eft- ir kallaði Stevenson á Lloyd og bað hann að koma í svefnherbergi sitt og þar lá kortið útbreitt. Stev- enson tók síðan upp nokkur blöð, sem hann hafði skrifað, og hóf lestur á fyrsta kafla spennandi ævintýrasögu. Og þar úði og grúði af spenn- andi fyrirbærum. Með því æsi- legra voru Billy Bones skipstjóri, sem vanalega söng „Fimmtán menn uppi á dauðs manns kistu", kistu sem hafði að geyma upp- drátt af földum fjársjóði; pikkið í staf blinda mannsins á veginum; ferð Jim litla Hawkins að heiman til að ráða sig sem léttadreng á Hispaniola; og að sjálfsögðu Langi John Silver. Síðan uppreisnin, orrusturnar og auðvitað fjársjóð- urinn, sem að lokum kemst í hend- ur hinna réttlátu. Lloyd var alveg frá sér numinn og Stevenson lofaði að skrifa nýj- an kafla á hverjum degi. Og það gerði hann — og hafði gaman af því. „Þetta er stórskemmtilegt," skrifaði hann, „ ... ég þarf ekkert fyrir þessu að hafa, engar áhyggj- ur, ekkert álag (fylgja þessu) ... ég þarf ekki að hafa fyrir því að skrifa, ég læt mig bara berast áfram þegar orðin koma og penn- inn vill pára.“ Hrifning Lloyds gerði það að verkum að Stevenson taldi sig vera að skrifa bók, sem væri ein- göngu fyrir drengi. „Ég er hér í öðrum kafla," skrifaði hann Hen- ley vini sínum, „eingöngu vegna Lloyds ... Ef þetta vekur ekki hrifningu hjá krökkunum hljóta þau vera farin að spillast." Hann hafði enga hugmynd til hve stórs lesendahóps bókin mundi ná að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.