Morgunblaðið - 18.12.1983, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 18.12.1983, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1983 95 Stevenson hélt áfram að skrifa á hverjum morgni í rúminu og síð- degis, þegar fjölskyldan og gestir söfnuðust saman í setustofunni, las hann síðasta kaflann upphátt með styrkri og hlýlegri rödd sinni. Allir dáleiddust, ^kki aðeins fjöl- skyldan og gestirnir, heldur einnig vinir Stevensons í bókmennta- heiminum, sem komu í heimsókn til hans, Sidney Colvin og Edmund Gosse. Kvöld nokkurt kom annar gest- ur í heimsókn, dr. Alexander Japp, fræðimaður sem Stevenson þekkti vegna kurteislegrar deilu, sem þeir höfðu átt í um Thoreau. Japp var kominn til Braemer til að halda umræðunum áfram, en ekki leið á löngu þar til hann fór að hlýða á Stevenson lesa söguna. Japp varð svo hrifinn að þegar hann fór tók hann með sér handrit í skjalatöskunni. I London bauð hann það James Henderson, rit- stjóra Young Folks, eins af betri drengjablöðunum, sem þá komu út vikulega, og Henderson samþykkti strax að birta það sem framhalds- sögu. Fyrsti kaflinn birtist í október 1881, áður en Stevenson hafði lok- ið við söguna. Sagan birtist í fjóra mánuði í blaðinu og Stevenson fékk 50 skildinga fyrir hverja síðu í blaðinu, eða 4.500 orð, og heild- argreiðslan nam 30 pundum. Hann hafði vonazt til að fá 50 pund, en sagan hafði komið af sjálfu sér og honum fannst hann ekki hafa verið svikinn. Birting framhaldssögunnar í blaðinu vakti litla athygli. Hún var birt með smáu letri í mjóum dálkum næst á eftir Don Zalva hinum hugdjarfa, sögu eftir einn kunnasta framhaldssöguhöfund þessa tíma. „Sem framhaldssaga var hún misheppnuð," skrifaði einn starfsmanna Young Folks. Tveimur árum síðar fékk Hen- ley vinur Stevensons útgáfufyrir- tækið Cassell til að birta hana í bókarformi. Stevenson varð glað- ur og skrifaði foreldrum sínum um tilboðið: „Eitt hundrað pund, hvorki meira né minna! Hundrað hringlandi, glamrandi gullpen- ingar ... Það lítur út fyrir að ég geti séð sjálfum mér farborða án erfiðleika í framtíðinni. Ef ég væri heill heilsu gæti ég þakkað guði. Það er hræðilegt að vera mikill maður og geta ekki keypt brauð." Bókin var gefin út 14. nóvember 1883 með þessari tileinkun: „S(amuel) L.O., bandarískum heiðursmanni, tileinkar einlægur vinur hans, höfundurinn, eftirfa- randi frásögn, sem í frumdrögum varð til í samræmi við sígildan smekk hans, sem þakklætisvott fyrir ótal skemmtilegar stundir og með beztu óskum." Bókin fékk geysigóðar viðtökur, bæði hjá almenningi og gagnrýn- endum. Einn þeirra sem skrifuðu um hana kallaði hana beztu bók sinnar tegundar síðan Róbinson Krúsó kom út; og Andrew Lang, einn áhrifamesti gagnrýnandi þessa tíma, sagði að eftir „nokk- urra klukkustunda óblandna ánægju ... veit ég ekki til þess að ég hafi nokkurn tímann haft eins Jim kynnist Langa John. Gullið var horfið! Jim hlýðir á tal sjóræningjanna í eplatunnunni. Jim í herbúðum óvinanna. Undir háu tré ... var lík af manni, eða öllu heldur leifarnar af því. Dá lítið af fatadruslum var enn utan um beinin gaman af ævintýrafrásögn, að undanskildum Tom Sawyer og Ódysseifi." „Gulleyjan verður áreiðanlega ... og verður alltaf ... sígild," spáði hinn merki rithöfundur Henry James og skömmu eftir að H. Rider Haggard las bókina sett- ist hann niður og skrifaði sitt eig- ið ævintýri í anda Gulleyjunnar. Árangurinn varð Námur Salóm- ons konungs. Kuddi brautina Raunar ruddi bók Stevensons brautina fyrir flóði nýrra ævin- týraskáldsagna eftir marga nýja rithöfunda, þeirra á meðal Stan- ley Weyman (Under the Red Robe), Anthony Hope (Fanginn í Zenda), John Buchan (Prester John) og Rudyard Kipling (Kim). Útgáfa Gulleyjunnar í bókar- formi skipti sköpum fyrir Steven- son. Hún batt enda á fjárhags- erfiðleika hans og markaði upphaf velgengni hans á almennum bóka- markaði. Það sem meira máli skipti var að hún veitti honum sjálfstraust og gerði hann stefnu- fastari. Hann vissi að hann var gæddur sérstakri gáfu til að skrifa ævintýrasögur og tók til við að skrifa Kidnapped, Master of Ball- antrae og David Balfour, þrjár af beztu bókum sinnar tegundar, og seinna hina frægu skáldsögu um hið undarlega mál doktor Jekylls og herra Hydes. Stevenson dvaldist þrjú síðustu æviár sín með fjölskyldu sinni á Samoa, umkringdur hópi góðra vina og vinveittum eyjarskeggj- um, sem létu sér annt um hann. Þeir kölluðu hann Tusitala — sagnaþulinn — heilsa hans skán- aði og hann lifði starfsömu og hamingjusömu lífi. Á þessum stað andaðist hann skyndilega í des- ember 1894, 44 ára að aldri, af völdum blóðtappa í heila. Tryggir vinir hans úr hópi eyjarskeggja ruddu braut upp á hæsta tind ná- lægs fjalls og grófu hann þar mitt í hitabeltisdýrðinni. í fyrstu taldi Stevenson ekki Gulleyjuna meðal sinna merkustu verka, ef til vill vegna þess að hann þurfti ekki að leggja mikla vinnu í hana. Hann taldi að þau 100 pund, sem hann fékk hjá Cass- ell, hefðu verið „dálítið hærri" upphæð en hann hefði átt skilið fyrir hana. En Gulleyjan hefur fengið meira lof en flestar aðrar bækur Stevensons. Hún hefur sannað að hún á erindi á ölium tímum: hún er meira lesin nú á dögum en nokkru sinni áður. Þetta er í rauninni ekki undar- legt, því að Gulleyjan er eins fersk nú og þegar Stevenson las hana fyrst fyrir Lloyd Osbourne. Jafn- vel ekki vélmennið vinsæla i Stjörnustríðum og geimdvergur- inn E.T. geta stolið vinsældum hins einfætta sjóræningja Langa Johns eða dregið úr spenningi orrustunnar um falda fjársjóðinn. Gulleyjan hefur orðið klassísk vegna þess að hún höfðar til grundvallarþáttar í mannlegu eðli: hún gerir okkur öll að ævin- týramönnum. (The (>uardian, stytt.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.