Morgunblaðið - 23.12.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.12.1983, Blaðsíða 1
64 SIÐUR tfgunliIfiMfe STOFNAÐ 1913 295. tbl. 70. árg. FOSTUDAGUR 23. DESEMBER 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Jesús kross- festur 3, apríl árið 33 London, 22. desember. AP. LENGI hefur veriö deilt um hvenær nákvæmlega Jesús hafi verið kross- festur en samkvæmt grein í brezka vísindaritinu Nature, sem byggð er á stjörnufræðireikningum og bihlíutil- vítnunuin og öðrum sógulegum skír- skotunum, var Kristur krossfestur föstudaginn 3. aprfl árið 33. Greinarhöfundar segjast hafa unnið sig aftur eftir dagatali Gyð- inga og tímasett tunglmyrkva, sem Biblían og aðrar heimildir herma að fylgt hafi í kjölfar krossfest- ingarinnar. Hið eina, sem vitað hefði verið með vissu, var að Kristur hefði skilið við á árunum 26—36, þegar Pontíus Pílatus var landstjóri Rómverja í Júdeu. Nú er hins vegar sýnt að Kristur hafi verið kross- festur 3. apríl árið 33, fáum stund- um fyrir upphaf sabbatsdaga Gyð- inga, sem hefjast á föstudags- kvöldi, og daginn fyrir páska Gyð- inga. EBE hættir að refsa Rússum Brussel, 22. desember. AP. Efnahagsbandalag Evrópu hefur ákveðið að hætta refsiaðgerðum sem gripið var til gagnvart Sovétrfkjun- um til að mótmæla setningu herlaga í Póllandi. Verður aðgerðum hætt frá og með næstkomandi áramótum. Af hálfu EBE þykja aðgerðirnar þegar hafa náð tilgangi sínum og því ekki þörf fyrir þær lengur. Til- gangur aðgerðanna var að láta í ljós viðurstyggð vestrænna ríkja á þætti Sovétmanna í setningu her- laganna í desember 1981. Aðgerðirnar voru m.a. í því fólgnar að banna innflutning á ýmsum sovézkum vörum og munu Rússar hafa orðið fyrir 140 millj- óna dollara útflutningstekjutapi á ári vegna þeirra. Á sama tíma styrktu aðgerðirnar framleiðend- ur í EBE-ríkjunum sem átt hafa í beinni samkeppni við innflutning frá Sovétríkjunum. Yasser Arafat leiðtogi Palestínuskæruliða og Hosni Mubarak forseti Egyptalands fallast í faðma í upphafi fundar síns í Kairó f gær. Talið er að fundurinn sé til marks um að skammt sé í heila sátt PLO og Egyptalands, sem er eina Arabaríkið sem viðurkennir ísraelsríki. AP/Símamynd. Biskup myrtur? Managtu, 22. desember. AP. Stjórnvóld í Nicaragua fullyrtu að lík kaþólsks biskups af bandarísk- um ættum hefði fundist í norðaust- urhluta landsins og sögðu hann hafa verið veginn af skæruliðum sem njóla stuðnings Bandaríkjanna. Fullyrðingar ráðamanna í Man- agua hafa hins vegar verið dregn- ar í efa og sagði leiðtogi indíána- samtaka í Hondúras að biskupinn, Salvador Schláfer, væri ljóslifandi í Nicaragua. Væri hann í hópi 750 indíána á leið til landamæra Hondúras. Hefði hann þjónað indíánunum og myndu þeir verja hann til hins síðasta. Háttsettur embættismaður í Washington sagðist hafa fengið skilaboð um að biskupinn, sem fæddur er í Bandaríkjunum, hefði verið myrtur. Hins vegar væru fullyrðingar sandinistastjórnar- innar um að morðingjar hans væru úr röðum skæruliða sem vildu stjórnina feiga á engum rök- um reistar. Misjaftilega brugðist við ftindi Arafats og Mubaraks Washington, Kairó, Beirút, Tel Aviv. 22. desember. AP. Bandaríkjastjórn lýsti vel- þóknun sinni á viðræðum Yass- er Arafats skæruliðaleiðtoga og Hosni Mubaraks Egyptalandsf- orseta í Kairó og kvaðst binda vonir við að þær yrðu til að Ara- fat sveigði af braut hryðjuverka og sannfærðist um að friðar- samningar innan ramma til lagna Reagans Bandaríkja- forseta um lausn deilunnar í Miðausturlöndum væru bezta leiðin til að tryggja hagsmuni Palestínumanna. Yitzhak Shamir forsætis- ráðherra í ísrael sagðist undr- andi og harmi sleginn yfir því að Mubarak tók á móti Arafat Kuldar valda dauða 72 í Bandaríkjunum New Vork, 22. desember. AP. VITAÐ var í kvöld um 72 menn sem látist hafa af völdura fimbulkulda og fannfergis í Bandaríkjunum síðustu daga. Iskaldir vindar hafa blásið ofan af heimskautasvæðum og hörð- ust hafa frostin orðið í Wisdom og Butte í Montana, 46 stiga frost í Wisdom og 41,6 stig í Butte. Frostharkan hefur verið mikil í Kanada og á stórum svæðum Bandaríkjanna. Jafnframt kuld- ununi hefur veðurhæð veriö mikil svo kæligildi vindanna hefur kom- ist niður í 62 gráður. Almenningur hefur verið varaður við að vera lengur úti í einu en 10 mínútur. Mældist frost allt suður til Dall- as í Texas, en verst hefur óveðrið verið í Texas, Missouri, Nebraska, Kansas, Illinois, Indiana, Kent- ucky, Ohio og Pennsylvania. í Am- arillo í Texas mældist mesta frost frá 1916, 18 gráður. Um stóran hluta Bandaríkjanna er 25 sentimetra djúpur snjór og í veðurhamnum í dag komst frostið í 39 gráður á Celsíus í Caspar í Wyoming, sem er met fyrir des- ember þar í borg. Eldri kuldamet hafa ýmist verið slegin eða jöfnuð í 33 stórborgum víða um Banda- ríkin í vetrarhörkunni síðustu daga. þar sem „Arafat og hans menn hefðu dansað á götum Beirút" eftir morðið á Anwar Sadat fyrrum forseta Egypta- lands. Palestínuleiðtogar, sem aðsetur hafa í Damaskus, for- dæmdu Arafat fyrir að fara til fundar við Mubarak og sögðu hann hafa brotið gróf- lega samþykktir þjóðarráðs Palestínumanna, sem bannað hefði öll samskipti við Egypta eftir Camp David-samkomu- lagið. Israelskir embættismenn fullyrða að fundurinn muni ekki hafa áhrif á sambúð ís- raela og Egypta, en fundurinn er talinn til marks um batn- andi sambúð PLO og Egypta. Mjög vel fór á með Arafat og Mubarak er þeir hittu frétta- menn í fundarlok. Öfgasamtök shíta, sem að- Fékk skaðabætur vegna misheppnaðs sjálfsmorðs New York, 22. desember. AP. GEÐSJÚKLINGI, sem ætlaði að fremja sjálfsmorð fyrir 6 árum, hafa verið dæmdar 650.000 dollara bæt- ur. Það kemur í hlut borgarjárnbrautanna að inna þessa greiðslu af hendi. Er mál sjúklingsins var tekið fyrir í dómstólum varð niðurstaðan sú, að járnbrautarlestin, sem hann varpaði sér fyrir með sjálfsmorð að augna- miði, hefði átt að stansa áður en hún ók yfir hann. Sjúklingurinn, Milo Stephens, missti annan handlegginn og annan fótinn í sjálfsmorðstilraun- inni. Útlimamissirinn kom þó ekki í veg fyrir aðra sambærilega tilraun hans í fyrra. Þá slapp hann nær ómeiddur. hyllast Khomeini erkiklerk í íran, lýstu ábyrgð á hendur sér á sprengjutilræði við stöðvar franska friðargæzlu- liðsins í morgun, þar sem 20 óbreyttir borgarar og einn franskur hermaður týndu lífi. Tugir óbreyttra slösuðust og 16 hermenn. Var vörubifreið hlaðin sprengiefni ekið inn í stöðvar franska gæzluliðsins. Samtökin veittu frönsku og bandarísku gæzluliðunum 10 daga frest til að yfirgefa Líb- anon. Þau lýstu ábyrgð á samskonar tilræðum við stöðvar Bandaríkjamanna og Frakka fyrr í vetur. Stjórn Gemayels kom sam- an til fundar um ástandið í Líbanon og hvaða aðgerða væri þörf til að sporna við nýjum ögrunum hryðju- verkamanna. Weinberger varnarmálaráðherra Banda- ríkjanna sagði „meiriháttar" tilraun hafa verið gerða til að fá fleiri ríki til að senda frið- argæzluliða til Líbanon en um 15 hefðu þegar hafnað bón- inni. Bettino Craxi forsætis- ráðherra ítalíu gaf í skyn í dag að ítalir drægju gæzlulið sitt frá Líbanon ef frekari óöld brytist þar út. Sjá vettvangsgrein, „Ekki blasir framtíðin björt við Arafat", á bls. 10.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.