Morgunblaðið - 23.12.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.12.1983, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1983 'mMsmm AMERIKA PORTSMOUTH/NORFOLK Bakkafoss 10. jan. City ol Hartlepool 19. jan. Bakkafoss 30. jan. City of Hartlepool 8. febr. MEWYORK Bakkafoss 9. jan City of Hartlepool 18. jan. Bakkafoss 29. jan City of Hartlepool 7. febr. HALIFAX City of Hartlepool 5. jan. City of Hartlepool 22. jan. BRETLANO/MEGINLAND Eyrarfoss Alafoss Eyrarfoss FEUXSTOWE Eyrarfoss Eyrarfoss Alafoss Eyrafoss ANTVERPEN Eyrarfoss Eyrarfoss Alafoss Eyrarfoss ROTTEROAM Eyrarfoss Eyrarfoss Álafoss Eyrarfoss HAMBORG Eyrarfoss Eyrarfoss Álafoss Eyrarfoss WE8TOM POINT Helgey LISSABON Skeiðsfoss LEIXOE8 Skeiðsfoss BILBAO Skeiðsfoss NORÐURLÖND/- EYSTRASALT BEROEN Dettifoss Dettifoss Mánafoss KRISTIANSAND Dettifoss Mánafoss Dettifoss Mánafoss MOSS Dettifoss Mánafoss Dettifoss Manafoss HORSENS Dettifoss Dettifoss GAUTABORG Detfifoss Mánafoss Dettifoss Manafoss KAUPMANNAHÖFN Dettifoss Manafoss Dettifoss Mánafoss HELSINGJABORG Dettifoss Mánafoss Dettifoss Mánafoss HELSINKI irafoss GDYNIA íraloss ÞORSHOFN Dettifoss 18. des. 8. jan . 15. jan 19. des. 2. jan 9. jan. 16.jan. 20. des. 3. jan. 10. jan 17. Jan. 21. des. 4. Jan. 11. jan. 18. jan. 22. des. 5. jan. 12.jan. 19. jan 26. des. 20. jan. 21. jan.' 23. jan. 23. des. 6. Jan. 13. jan 27. des. 2. jan. 9. jan 16. jan. 23. des. 3. jan. 6. jan. 17. jan. 28. des. 11. jan. 28. des 4. jan. 11. jan. 18. jan. 29. des. 5. jan. 12. Jan. 19. jan. 30. des. 6. jan. 13. jan. 20. Jan. 5. Jan. 7. Jan. 21. Jan. VIKULEGAR STRANDSIGLINGAR -framogtilbaka frá REYKJAVlK alla mánudaga frá ÍSAFIRÐI alla þriðjudaga frá AKUREYRI alla f immtudaga EIMSKIP Erfiðleikar steðja að Kohl kanslara úr öllum áttum Þótt óánægja í V-Þyskalandi með bandarísku eldilaugarnar hafi e.t.v. ekki orðið jafn mikil og búist var við og öldurnar séu teknar að lægja fer fjarri að framtíðin blasi vandamálalaus við Helmut Kohl kanslara. Óánægjuraddir með stjórnar- hætti kanslarans hafa magnast stig af stigi og nú telja margir að ekki verði lengur unað við núver- andi ástand. Þjóðverjar kunna vel að meta röggsama stjórn, en Kohl stendur frammi fyrir þvf að jafnvel flokksbræður hans eru ekki sáttir við vinnubrögð hans. Sú árátta Kohl að fresta ákvörðunum hefur verið gagnrýnd. Óánægju veldur að hann telur ríkisstjórnarfundi að mestu til óþurftar, svo og lin- kind í stefnumótun. „Hann vill gera öllum til hæfis og fyrir vikið fer það orð af honum að hann sé lítils nýtur og aðgerða- lítill kanslari," segir einn flokksbróðir hans. Síðan Kohl tók við hefur hann náð betri tengslum við Washing- ton en fyrirrennari hans, Schmidt. Stefnunni hefur Kohl haldið óbreyttri þrátt fyrir ásakanir um að stríða gegn v-þýskum hags- munum. Tilraun Kohls til að sannfæra almenning um að hann geti fylgt kjarnorkustefnu Bandaríkja- manna um leið og hann styrki tengslin við Rússa hefur ekki tek- ist eins vel. Nýlega vitnaði hann í bréf Yuri Andropov og sagði að þar væri staðfest að Sovétmenn hygðust hefja aftur viðræður um meðal- drægar flaugar. Þessari túlkun var harðlega mótmælt í Moskvu og hann var sakaður um „grófa rangtúlkun". „Ummæli Kohl voru dæmigerð fyrir barnslega einfeldni hans og bjartsýni," sagði einn flokksbróðir hans." Kohl hefur látið deilur um fjár- hagsáætlun EBE afskiptalausar. Á leiðtogafundi bandalagsins í Aþenu færðist Kohl undan að leggja fram málamiðlunartillögu til að styggja ekki Thatcher eða Mitterrand. Til að bæta gráu ofan á'svart var Otto Lambsdorff efnahagsráð- herra ákærður fyrir aðild að mútumáii. Kohl hefur sagt að af- sögn Lambsdorffs kunni að verða óumflýjanleg fari mál hans fyrir dómstóla. Á sama tíma hefur Kohl verið harðlega gagnrýndur af sósí- aldemókrötum fyrir að krefjast ekki afsagnar Lambsdorff. Víki Lambsdorff er næsta víst að Franz Josef Strauss sæki fast að komast í embætti Lambsdorffs. Skæðasti keppinautur Kohls er Gerhard Stoltenberg fjármálaráð- herra, sem er sáróánægður með fumkennd vinnubrögð kanslarans, sem stinga í stúf við örugg vinnu- brögð hans sjálfs. Aukist óánægj- an með Kohl og mútuhneykslið er allt eins talið víst að fylgi stjórn- arinnar við Kohl minnki en fylgið við Stoltenberg aukist þegar kanslari verður kjörinn næst. Hangiketið í pottinn og svo á ströndina Miami, 22. desember. Frá Þóri S. tirSMUl, frélUriUra Mbl. ÞETTA verða hálfgerð brandajól hjá okkur hér í henni Ameríku. Þar sem jóladag ber nú upp á sunnudag er gefið frí á mánudaginn. Venjulega vinnum við annan jóladag. Jólaundirbúningi er nú að ljúka Kanadastjórn krefur Sovétmenn um bætur OtUwa, Kanada, 22. desember. AP. KANADASTJÓRN tilkynnti sovéskum yfirvöldum formlega í dag, að hún krefðist 1,7 milljóna Bandaríkjadollara í skaðabætur vegna kanadískra fórn- arlamba flugslyssins, sem varð þann 1. september sl. er Sovétmenn skutu Boeing-747-þotu kóreska flugfélagsins niður. Allir farþegar vélarinnar svo og áhöfn hennar, alls 269 manns, létu lífið. Sendiherra Sovétríkjanna í Kanada hafnaði kröfunni alfarið er honum var skipað að koma í utanríkisráðuneytið og taka við henni. Kanadastjórn tilkynnti Sovét- ríkjunum strax eftir árásina, að hún myndi fara fram á skaðabæt- ur vegna þeirra Kanadmanna, serrr létu lifið. Bótaupphæðin hefur hins vegar ekki verið gerð ljós fyrr en nú með þessari formlegu kröfu. og kunna kaupmenn sér ekki læti, svo vel hefur salan gengið. Stöðugur straumur fólks er hingað að norðan, en þar ríkja nú miklar frosthörkur, eins og skýrt hefur verið frá í fréttum. Sumir koma akandi eftir hraðbrautunum á snjódekkjunum með bílana gráa af salti, aðrir siglandi á bátum og snekkjum. Flestir koma þó flug- leiðis og eru fljótir að fletta sig vetrarklæðunum þegar á flugvöll- inn er komið. Hitastigið hefur ver- ið um 20° gráður á celcius á dag- inn og 10° á nóttunni. Allt er gott að frétta af fslend- ingum hér um slóðir. Sumt náms- fólk og einhleypingar eru flognir heim til Fróns til að eyða þar jól- unum í faðmi fjölskyldu og vina. Hinir, sem eftir eru, hafa undir- búið jólin eins og vanalega og halda þau með svipuðum hætti og þeir gerðu á íslandi. Þeir eru bún- ir að baka, pakka inn jólagjöfun- um og skreyta tréð. Flestir hafa orðið sér úti um hangiket og verð- ur því nú dengt í pottinn. En á jóladag breyta þeir kannski út af íslenskum venjum og fara á ströndina. Gleðileg jól. Myrtu Frakkar Rudolf krónpríns í Mayerling? ÚTSENDARAR Frakka myrtu Rudolf krónprins, erfingja austurrísku krúnunnar, sem menn hafa lengi talið að hafi fyrirfarið sér ásamt ást- konu sinni, samkvæmt nýbirtum skjölum Habsborgar-ættarinnar. Lík Rudolfs prins og 17 ára ástkonu hans, Maríu Vetsera, fundust í veiðihúsi í Mayerling skammt frá Vín 1889 og síðan hefur verið deilt um þá opinberu skýringu á atburðinum, að um sjálfsmorð hafi verið að ræða. Síðasta keisaradrottning Austurríkis, Zita, sem er 91 árs gömul, tilkynnti fyrr á þessu ári að skjöl, sem sönnuðu að Rudolf prins hefði verið myrtur, yrðu birt í nýrri ævisögu eiginmanns hennar, Karls keisara, sem lézt á Madeira 1924. Eitt þessara skjala er bréf, sem Rudolf sendi frænda sínum með lýsingu á því hvernig Georges Clemenceau, síðar for- sætisráðherra Frakka (í fyrri heimsstyrjöldinni), hefði hvatt krónprinsinn til að gera stjórn- arbyltingu svo að Austurríkis- menn gætu rofið tengslin við þýzka keisararíkið og gengið í bandalag með Frökkum. Rudolf prins var kunnur fyrir vináttu í garð Frakka og fyrir- litningu á prússneskri hernað- arstefnu. En þrátt fyrir það og þótt honum fyndist nóg um hve háðir Austurríkismenn voru orðnir Þjóðverjum neitaði hann að verða við áskoruninni. Clem- enceau hótaði þá að myrða hann, segir í bréfinu. Auk þessa bréfs er birt fyrsta skýrsla Vínarlögreglunnar um málið. Þar er talað um „óyggj- andi sannanir fyrir því að krónprinsinn hafi lent í átökum við fjóra tilræðismenn." Zita segir að báðum þessum skjölum hafi verið haldið leynd- um til þess að koma í veg fyrir að sannleikurinn um vináttu Rudolfs prins við Frakka spillti sambúð Austurríkismanna og Þjóðverja. Birting skjalanna hefur vakið efasemdir og jafnvel vantrú í Austurríki. Greifi nokkur sagði: „Þetta eru okkar Hitlers-dag- bækur." Krónprins Rudolf og Vetsera. Nokkrir sagnfræðingar velta fyrir sér þeim möguleika að Zita vilji reyna að má blett sjálfs- morðs af heiðri Habsborgar-ætt- arinnar og greiða fyrir því að eiginmaður hennar verði tekinn í heilagra manna tölu. Ævi Karls keisara hefur verið rann- sökuð um nokkurra ára skeið í Páfagarði með það fyrir augum að gera hann að dýrlingi. En fólk af Habsborgar-ætt- inni í Austurríki harðneitar þessu og segir að keisaradrottn- ingin vilji aðeins kveða niður Mayerling-þjóðsöguna og binda enda á væmnar hugmyndir um atburðinn. (jhe Times)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.