Morgunblaðið - 23.12.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.12.1983, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1983 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 20 kr. eintakiö. Að lifa á þján- ingum annarra Loftnetsskermur sovézka sendiráðsins: Dugir ekki til að hlusta á símtöl, sem fara um Skyggni — segir póst- og símamálastjóri Eg les það í blöðunum dag- lega hvað mennirnir eru að gera hver öðrum, hvernig þeir drepa og hvetja aðra til manndrápa, segir Isaac Bash- evis Singer, rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi, í Morg- unblaðinu í gær og hann segist meðal annars örvænta um framtíð mannkyns vegna þess að fólk taki öllu sem sjálfsögð- um hlut. „Það les um að verið sé að drepa þúsundir manna og snýr sér síðan að verðbréfa- dálkunum eins og ekkert sé um að vera. Það hugsar þann- ig: „Þetta kemur fyrir aðra, það mun ekki koma fyrir mig.“ Ég held að siðmenningin hafi fremur hert hjörtu mannanna en mýkt,“ segir Isaac B. Singer og hann beinir síðan spjótum sínum að fjölmiðlunum með þessum orðum: „Með þetta í huga hafa fjölmiðlarnir unnið tjón á sálu mannanna. Menn hætta að finna til með öðrum þegar alltaf er verið að segja frá þjáningum þeirra." Áminning af þessu tagi er ekki ný af nálinni en hún hvet- ur til þess að litið sé í eigin barm. Allar frásagnirnar af þjáningum annarra sem að okkur er haldið leiða til hættulegs ónæmis. Ef þján- ingamar einar þykja í frásög- ur færandi verður fjömiðla- neyslan ekki annað en ferð um táradal mannkyns, þar sem misjafnlega dapurleg tíðindi leiða að lokum til ónæmisins. „í fréttunum er í raun og veru verið að segja okkur það dag eftir dag, að nútímamaðurinn, þrátt fyrir alla hans kunnáttu og klókindi, er mesta villidýr- ið,“ segir Isaac B. Singer. Þetta er kjarni málsins sem ýmsir hafa reynt að forðast, meðal annars með því að telja sjálfum sér og öðrum trú um að mannaverk eins og vígbún- aðarkapphlaupið sé háð án þess að mannlegur vilji komi þar við sögu, og þetta kapp- hlaup hljóti af sjálfu sér að leiða til gjöreyðingarstríðs. Slíkar yfirlýsingar eru flótti frá staðreyndum. Stríð verða aðeins vegna þess að maður- inn byrjar þau. Ekki er vafi á því að ein af- leiðing ónæmis þeirra sem horfa á hrylling samtímans í sjónvarpi, hlusta á hann í hljóðvarpi eða lesa um hann í dagblöðum er að þeir grípa til þess ráðs fyrr en síðar að láta þreytu sína bitna á þeim sem lon og don kyrja sama sorg- arsönginn um manndráp og að allt stefni á hinn versta veg. Kannski er þetta rótin að því að í Bandaríkjunum hefur til- trú manna til fjölmiðla snar- minnkað úr 39% í 13,7%. En þar í landi segja menn að sjón- varpsstöðvar og stórblöð gjaldi þess einnig hve skipu- lega og markvisst þau reyni að sverta allt sem ríkisstjórn Ronald Reagans gerir. Al- menningi þykir nóg um sjálf- birging fjölmiðlamanna sem telja sig í stöðu til að fella dóma á stundinni um það, hvað er rétt eða rangt þegar mikilvægir hagsmunir ein- staklinga og þjóða eru í húfi. Reiði bandarískra frétta- manna yfir því að þeir fengu ekki að vera með landgöngu- liðunum sem gerðu innrás á Grenanda hefur ekki notið samúðar meðal fjölmiðlaneyt- enda. Almenningur er þeirrar skoðunar, að mati eins af rit- stjórum New York Times, að fréttamenn hefðu ekki litið á það sem hlutverk sitt að lýsa því sem gerðist í innrásinni heldur láta í ljós álit sitt á henni í því skyni að gera lítið úr og grafa undan ákvörðun- um stjórnvalda í Washington. Umræður um þessi mál eiga ekki síður heima hér á landi en úti í hinum stóra heimi, þar sem af æ meira kappi er rætt um hlutverk fjölmiðla í upp- lýsingamiðlun og skoðana- myndun. Síbyljan er orðin svo hávær og drambsemi þeirra sem fréttirnar segja svo mikil að fleirum en hinum heims- fræga Nóbelshöfundi er nóg boðið. Nærfærni gagnvart þeim sem eiga um sárt að binda verður að víkja í kapp- hlaupinu um að vera fyrstur með þjáningarfréttina. Frið- arumræðan er komin út á þá hálu braut í fjölmiðlum að þeir sem lýsa mestum óhugn- aði og blóðugustu afleiðingum þess að friðarkerfið bresti eru taldir öflugustu friðarboðend- urnir, en hinir sem vekja máls á því sem var og er gert til þess að tryggja friðinn eru sagðir helstu óvinir hans. Fjölmiðlarnir láta sér ekki lengur nægja að lýsa raun- verulegum þjáningum heldur þykir það mestum tíðindum sæta þegar þeir lýsa þeim þjáningum sem gætu orðið öllu mannkyni að aldurtila yrði það ónæmi og hjarta- hörku siðmenningar nútímans að bráð. „TÆKNIDEILD Póst- og símamála stofnunar hefur fært sönnur á það, aö loftnet það, sem fyrir nokkru var sett upp við sendiráð Sovétríkjanna sé ekki hægt að nota til þess að híusta á símtöl, sem fara um jarðstöðina Skyggni," segir meðal annars í bréfi póst- og símamála- stjóra til samgönguráðuneytisins. Bend- ir hann jafnframt á, að eðlilegasta leið til að fylgjast með uppsetningu og notk- un slíks búnaðar sé að setja reglur um innflutning hans. Hefur samgönguráðu- neytið óskað þess við póst- og símamála- stjóra, að hann geri tillögur um slíkar reglur. Tilefni þessa bréfs póst- og síma- málastjóra er beiðni utanríkisráðu- neytisins til samgönguráðuneytisins um að það yrði rannsakað hvort loftnetsbúnaðurinn samrýmdist lög- um og alþjóðareglum um fjarskipti. Utanríkisráðuneytið hefur nú bréf póst- og símamálastjórnar til athug- unar. Hér fer á eftir bréf póst- og síma- málastjóra til samgönguráðuneytis- ins: „Með skírskotun til bréfs sam- gönguráðuneytisins s 721 dagsett 5. desember síðastliðinn varðandi fyrir- spurn við loftnetsbúnað, sem sendi- ráð Sovétríkjanna hefur sett upp, skal eftirfarandi upplýst: Tæknideild Póst- og símamálastofnunar hefur fært sönnur á að umrætt loftnet er ekki hægt að nota til að hlusta á sím- Akureyri, 22. desember. „Á ÞESSARI stundu vitum við ekki, hvort okkur verður leyft að halda jól og áramót í þessari lögmætu eign okkar,“ sagði Olafur Rafn Jónsson, Pingvalla- stræti 22 á Akureyri, þegar blm. Mbl. ræddi við hann í dag. í gær féll úrskuröur Hæstaréttar í máli því, sem Gríma Guð- mundsdóttir, meðeigandi þeirra að hús- inu Þingvallastræti 22, hefur höfðað og krafðist útburðar þeirra hjóna ásamt fimm börnum þeirra. Áður hafði fógeta- réttur á Akureyri synjað útburðarbeiðn- inni, en nú hefur Hæstiréttur fyrirskipað aö svo skuli gert. „Erfiðast verður fyrir okkur að út- skýra fyrir börnum okkar, hvers konar réttarfar ríkir í lýðveldinu íslandi, þar töl, sem fara um jarðstöðina Skyggni. Því til staðfestu bendir tæknideildin á, að burðarbylgjan í viðtökutíðni- sviði Skyggnis sé um 17 desibel ofan við suðmörkin og loftnetsskermurinn frá Hljómbæ sé að minnsta kosti 20 db lélegri til viðtöku en Skyggnir. Af þessu leiðir að símtal tekið á um- ræddan loftnetsskerm ér undir suð- mörkum. Rússneska gerfitunglið hef- ur hins vegar mun meira sendiafl, sem getur vegið upp á móti minni loftnetsmögnun. Á það skal ennfremur bent, að geisli frá því gerfitungli, sem við hag- nýtum, dreifist jafnt um allt svæði gerfitunglsins og gefur því sömu hlustunarskilyrði vestan hafs og austan. Er þá augljóst að ekkert stjórnvald mundi hafa ávinning af hnýsni að þessu leyti í öðru landi og við miklu lélegri aðstæður en heima fyrir. Ennfremur er það álit stofnun- arinnar að útgáfa leyfisbréfa fyrir notkun viðtökuloftneta sé ekki nauð- synleg. Enda er frágangssök að fylgj- ast með slíku og mundi fljótlega valda þenslu á „bákninu", sem fyrir er. Hins vegar skal á það bent, að ef ráðuneytið teldi nauðsynlegt að fylgj- ast með búnaði af þessu tagi, væri miklu eðlilegra að fylgjast með inn- flutningi, en stofnunin er reiðubúin til að gera tillögur um þessa leið, ef óskað er.“ sem svo virðist sem eignarrétturinn sé einskis virtur, fólki vísað burt úr eign- um sínum. Hvernig við eigum að túlka þetta fyrir börnum okkar um leið og við reynum að gera þeim grein fyrir hinum helga boðskap þeirrar hátíðar sem nú fer í hönd, fáum við ekki séð í augnablikinu. En hið veraldlega vald á íslandi hefur kveðið upp sinn úrskurð. Honum verðum við að hlíta, en höfum þó ákveðiðað við munum ekki yfirgefa þessa lögmætu eign okkar öðru vísi en við verðum borin út ásamt börnunum," sagði Ólafur Rafn ennfremur. Upphaf þessarar deilu má rekja aft- ur til ársins 1975, er þau hjón, Ólafui Rafn og Danielle Somers, sem er af belgísku ætterni, keyptu miðhæð og SÁ SIÐUR hefur lengi verið í heiðri hafður á Vestfjörðum, að fólk borði kæsta skötu á Þor- láksmessu, en fyrr meir mun skata hafa verið snædd á þess- um degi mun víðar, eða allt frá Suðurnesjum til Vestfjarða. Einkum mun skötuát hafa tíðk- ast við sjávarsíðuna, en minna eða alls ekki í uppsveitum, trú- lega vegna skorts á skötu svo iangt frá sjó, að því er Árni Björnsson þjóðháttafræðingur sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær. Enn þann dag í dag borða allir sann- ir Vestfirðingar skötu á Þorlák, og sennilegt er að siðurinn sé heldur að breiðast út meðal ann- arra. Meðal annars má benda á að fjölmörg veitingahús í Reykjavík bjóða nú upp á kæsta skötu á Þorláksmessu, og er víða fullt út úr dyrum. Kæst skata á borði Unga I Þorlákur lést árið 1193 f nýútkominni bók Árna Björns- sonar, „í jólaskapi", er meðal annars að finna eftirfarandi kafla um Þor- láksmessu og siði henni tengda, sem Árni hefur góðfúslega leyft birtingu á: „Hún er 23. desember í minningu þess, að þann dag árið 1193 sálaðist sætlega í Drottni Þorlákur biskup helgi í Skálholti. í katólskum sið var hún ekki nándar nærri eins hátíðleg haldin og Þorláksmessa á sumar, 20. júlí, enda hlaut hún mjög að hverfa í skugga jólanna. Eftir siðaskiptin hef- ur hún hins vegar átt mun ríkari sess í hugum fólks einmitt vegna nálægð- arinnar við jólin, meðan hin er næst- um gleymd. Þorláksmessa er nú hvergi til j almanökum nema á fs- landi, en hún var til í Færeyjum og á Hjaltlandi og ekki með öllu óþekkt I Noregi. Þá var undirbúningur jólahátíðar- innar að nálgast lokastig. Víða mun hangikjötið til jólanna t.d. hafa verið soðið þá og sú tilbreyting gerð í mat, að menn fengu rétt aðeins að smakka á því heitu. Annars staðar eru aðrar matar- venjur þekktar á Þorláksmessu, ekki síst um vestanvert landið. Ber þar einkum að nefna skötu eða öllu held- ur stöppu af skötu og mörfloti, sem var lítt frávíkjanlegur Þorláksmessu- matur á Vestfjörðum og er raunar enn I dag meðal fjölmargra burt- fluttra Vestfirðinga auk þeirra, sem enn eru í sínum heimahögum. Telja þeir lyktina af skötustöppunni hafa verið fyrsta ákennilega merki þess að jólin væru loksins að koma. Skötuát á Þorláksmessu var þó ekki bundið við Vestfirði eina, heldur var þetta þekkt með gervallri vestur- kjallara hússins Þingvallastrætis 22. Sambúðarerfiðleikar við meðeiganda, Grímu Guðmundsdóttur, hófust þá strax þó í litlum mæli væri í upphafi. Fyrst skarst verulega í odda, þegar þau hjón hófu endurbætur á húseigninni, sem þau töldu nánast óíbúðarhæfa vegna lélegrar einangrunar. Síðar kom svo í ljóst að óljós skipting var á hús- næðinu varðandi sameign í kjallara. Leiddu þessi ágreiningsatriði síðan til ýmissa árekstra, þar sem Gríma kall- aði oft til lögreglu til að fá stöðvaðar ýmsar framkvæmdir, sem þau hjón töldu nauðsynlegar, voru einfaldlega að gera það sem þau töldu óíbúðarhæfa eign að íbúðarhæfri. Þessar deilur leiddu til þess að Gríma kærði þau fyrir Sakadómi vegna breytinganna og niðurbrots á millivegg í kjallara. Saka- dómur féll þeim hjónum í óhag. Á mótu MorgunbladiA/RAX. Úr lofti sýnist loftnetsskermur sovézka sendiráðsins vera sem stór hvítur depill. Qlafur Rafn Jónsson: „Erfiðast verður að útský börnum okkar réttlæti dó Rýmum ekki lögmæta eign okkar ótilneydd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.