Morgunblaðið - 23.12.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.12.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1983 17 ÉtÁÁÍtk éémÍMM ^HuT"" ? Miift ;ta Annríki var hjá fisksolum í Reykjavík ( gær, þar sem Vestnrðingar og aðrir voru Skatan þarf að kæsast í þrjár til Tjórar er að ná sér í kæsta skiitu fyrir Þorláksmessu. vikur, þi er hún góð, segir Jóakim Pilsson útgerðarmaður í Hnífsdal. m ðum á Þorláksmessu: fólkið er villt í skötu 1S- irs >r- >m KU P isl up ar •B 20. i i * !SS :ð- it- nú ís- :á ti tr- m ¦a it, ka ir- ki ar (i- m U- ar t- m ja fa ll ki ar r- ströndinni allt suður fyrir Faxaflóa. í innsveitum sömu héraöa var þessi matsiður hins vegar lítt kunnur. Staf- ar það sennilega af minna skötufram- boði þar en úti við sjávarsíðuna. t sumum þessara innsveita finnst hins vegar getið um annan Þorláksmessu- mat, svokallaða megringa. Það voru horuðustu harðfiskarnir, sem um miðja 19. öld í ritinu Gesti Vestfirð- ingi eru taldir „óætilegt roð". Þeir voru soðnir í hangiketssoðinu til að fá af því bragð. Skata og megringar munu ekki hafa þótt neitt lostæti fyrr á öldum, og kann því hér að vera um leifar gömlu jólaföstunnar að ræða, þegar ekki mátti borða kjöt, fyrr en sjálf jólin væru hafin, sbr. „ídýfuna" hjá Svíum. En þar sem þessi matarvenja þekkist einungis úr Skálholtsbisk- upsdæmi hinu forna, vaknar sú spurning, hvort hér sé um að ræða leifar af föstuhaldi vegna Þorláks helga. Hitt kann þó að vera næg skýr- ing, að vel hafi þótt við hæfi að búa við einkar rýran kost á þessum degi, svo að viðbrigðin yrðu því meiri, þeg- ar jólaveislan hófst. Þess má geta, að í Noregi hefur heilagur Þorlákur orð- ið að hrekkjóttum og hættulegum jólasveini, Tollak, og vart hefur orðið við anga af þessari vanvirðu hér heima." Skatan verður að vera vel kæst „Skatan verður að vera vel kæst til þess að eitthvað sé í hana varið, en vel kæst skata er hreinn herra- mannsmatur," sagði Jóakim Pálsson útgerðarmaður i Hnífsdal, er blaða- Þorrarður Óskarsson matsveinn i Nausti að undirbúa Þorliksmessuskötuna, en i Naustinu er jafnan hópur manna í kæstri skðtu i Þorliksmessu, enda hinn gamli siður heldur i uppleið en hitt. maður ræddi við hann í gær. „Það er nú misjafnt hvað menn vilja hafa skötuna sterka," sagði Jóakim, „flest- ir vilja láta hana liggja svona þrjár til fjórar vikur, en þó eru þeir til, sem vilja hafa hana enn sterkari." — Og hvað er kæsing, er skatan látin liggja í pækli? „Nei, nei, alls ekki. Hún er bara látin í eitthvert ílát og geymd þannig, hún kæsist þá af sjálfu sér, en ónýt er hún ef vökvi kemst í hana. En helst þarl" að vera smá ylur þar sem skatan liggur, annars tekur kæsingin of langan tíma." — Og skatan er veidd á öllum árs- tímum? „Já, en hún kemur lítið á land úr togurum, heldur veiðist hún mest á línu. Nú á seinni árum er þetta nær eingöngu það sem við köllum tinda- bikkju eða lóðskötu og hún er miklu betri og fínni matur en stærri skatan sem mest var notuð áður. — Svo er þetta ýmist borðað með brjóski eða ekki, mörflot sett út á og borðað þannig, en allur afgangur er síðan stappaður saman og mörinn það mik- ill að þetta harðnar og svo má skera þetta eins og brauð. Þannig er þetta svo borðað öll jólin, það má helst eng- inn vita af skötustöppu í húsinu án þess að hann fái sér bita." — Og þú hefur skötu á morgun? „Já, það getur þú reitt þig á! Ég vandist þessu sem barn og hér borða allir skötu á Þorlák, helst í hádeginu ef því verður komið við. Þetta er siður sem ég held að haldist, öll mín börn eru til dæmis vitlaus í þetta og unga fólkið vill skötu, er villt í hana. — Öðrum líkar þessi matur hins vegar miður eins og von er, sumir þola jafn- vel ekki lyktina, enda er hún sterk." — AH Vaxandi deilur um fiskeldisstöðina við Apavatn: Grófu í gegnum okkar land í heimildarleysi — segir einn landeigenda, sem hafa ráðið sér lögmann til að gæta hagsmuna sinna ÁBÚENDUR og landeigendur við Apa- vatn hafa ráðið sér lögmann til að gæta hagsmuna sinna gagnvart hlutafélaginu Laugarlax, sem reisir nú fiskeldistöð í landi Úteyjar II við Apavatn. Deilur á milli ábúendanna og Laugarlax um mengunarhættu af stöðinni hafa nú magnast mjög eftir að Laugarlax hf. hef- ur í heimildarleysi litið grafa frá- rennslisskurð stöðvarinnar í gegnum land Úteyjar I. Þar er frárennslinu ætl- að aö renna eftir gömlum vegaskurði, sem er í eigu landeigandans, og út í ána Kvíslar, sem rennur í Apavatn. Virðist liggja fyrir, að stöðin kemst ekki í gang um áramót, eins og stefnt hefur verið að af hálfu Laugarlax hf. Haukur Hvannberg, eigandi jarð- arinnar Útey I, bannaði með öllu fyrr í þessum mánuði, að frárennsli frá stöðinni yrði veitt í Djúpin og eða Kvíslarnar fyrir landi jarðarinnar, eins og sagði í bréfi hans til Laugar- lax hf. og frá hefur verið sagt í Morg- unblaðinu. „Þessi skurður er grafinn í algjöru heimildarleysi og því verður ekki unað. Við höfum ekki viljað að þessi stöð færi í gang fyrr en ljóst væri og staðfest af opinberum aðilum, að vatninu og ánuni sé ekki hætta búin af mengun frá henni," sagði Haukur Hvannberg í samtali við blaðamann Mbl. Skúli Hauksson, bóndi í Útey I, sagðist í samtali við blm. giska á að skurðurinn, sem grafinn hefði verið um skipulagt sumarbústaðasvæði i landi fjölskyldu sinnar, væri 15—20 metra langur. „Frárennslinu verður síðan veitt eftir gömlum vegarskurði, sem okkur tilheyrir, 40—50 metra, og beint út í Kvíslarnar, einmitt þar sem aðalhrygningarstöðvar silungsins eru á haustin," sagði Skúli. Gunnar G. Schram, alþingismaður, sem á sumarbústað við Apavatn, sagðist telja gröftinn algjörlega ólöglegan, því samkvæmt vatnalögum væri bannað að breyta vatnsrennsli áa og fljóta án leyfis landeiganda. „Ég hef sömu áhyggjur af þessu og bændurnir þarna," sagði Gunnar í samtali við blm., „því frárennslið gæti spillt silungsveiði í ánni og vatn- inu stafi af því mengun eða smit- hætta. Þetta mál þarf örugglega að athuga mjög vandlega." Gísli Már Gíslason, vatnalíffræð- ingur við Háskólann, sem lauslega hefur kynnt sér málið og fyrirhugað- an hreinsibúnað stöðvarinnar, sagði í samtali við blm. Mbl., að hann teldi augljóst að frárennslið frá stöðinni myndi valda aukningu á köfnunarefni og fosfór í vatninu. „Það er nauðsyn- legt að búskapur vatnsins verði kann- aður mjög vandlega; efnamengd, súr- efnismagn undan ís og svo framvegis. Mér þykir eðlilegt að stöðin kosti þessar rannsóknir, enda gera það t.d. Landsvirkjun og Vegagerðin þegar lagt er á þeirra vegum út í fram- kvæmdir á viðkvæmum svæðum," sagði Gísli. „Það hafa nánast engar rannsóknir verið gerðar á Apavatni en mér sýnist vera greinileg hætta á að steinefnin geti leyst upp mjög fljótt og að það geti valdið áburðar- mengun í vatninu." Gísli sagðist telja að bændur við Apavatn gætu haft umtalsvert meiri tekjur af veiði í vatninu en nú væri. „Spurningin er hversu góður hreinsi- búnaðurinn verður og í því sambandi er of mörgum spurningum ósvarað," sagði hann. „En það má í þessu sam- bandi minna á að 1976 voru stöðvuð áform um að reisa fiskeldistöð, miklu stærri að vísu, við Mývatn vegna hættu á áburðarmengun. Það er að mínu mati ekki hættan á fisksjúk- dómum, sem er aðalmálið í þessu, enda myndi það ekki valda langvar- andi skaða, heldur er það áburðar- mengunin, sem gæti haft miklu alvar- legri afleiðingar." Skúli Hauksson sagði um tillöguna, er kom fram á fundi hreppsnefndar, stjórnar Laugarlax hf. og bænda við Apavatn sl. fimmtudag, um að frá- rennslinu yrði veitt í Apavatn og Laugarvatn til skiptis, að bæði Laugarlaxmenn og bændurnir hefðu talið þá tillögu fráleita. Gísli Már, sem sat fundinn, tók undir þetta í samtalinu við blm. Morgunblaðsins og sagði að Laugarvatn þyldi mengað frárennslið enn síður en Apavatn. „I Laugarvatni eru mjög greinileg ein- kenni áburðarmengunar. Smávægileg mengun til viðbótar gæti verið rot- höggið enda hafa menn þar ekki vilj- að fá stöðina við Laugarvatn," sagði Gísli Már Gíslason. íra fyrir omsms u kærðu þau ýmislegt í sambandi við málsmeðferð ákæranda, svo sem ólög- lega fengna læknisskýrslu, sem vera átti trúnaðarmál viðkomandi sjúkra- húss og Danielle Somers. Ekki hefur fengist úrskurður í því máli, en það mun liggja hjá saksóknara. Síðan gerðist það að Hæstiréttur Is- lands úrskurðaði að þau hjón skyldu rýma íbúð sína. Fógetaréttur á Akur- eyri hafnaði síðan útburðarkröfu Grímu, þar sem ekki væri getið um hver fá ætti umráðaréttinn yfir íbúð- inni. Þeim úrskurði var síðan vísað til Hæstaréttar, sem nú hefur mælt svo fyrir að útburður skuli fara fram. „Svo merkilegt sem það nú er, þá byggist úrskurður Hæstaréttar á lög- um um sambúð í fjölbýlishúsum," segir Ólafur Rafn. „Þetta hús hefur þó allt fram til 1981, þegar við fengum á því Ólafur Rafn Jónsson og Danielle Somers asamt þremur börnum sínum breytingu, verið skráð einbýlishús. Auk þess hafa svo merkir lögfræðingar á Islandi lýst þeirri skoðun sinni, að í þessum lögum muni vera um að ræða ranga þýðingu frá dönskum lögum um sama efni, en lögin munu vera sniðin eftir þeim. Það ber einhvern veginn allt að sama brunni í þessu máli, trú okkar á íslenska réttarkerfið er því miður löngu brostin. Það varð m.a. til þess, að þegar við vorum stödd í Belgíu, heima- landi konu minnar, um jólin 1982, að við ákváðum að leita til lögfræðings í Belgíu. Fengum við afar góðan lög- fræðing þar til að taka að sér mál okkar. Hann ráðlagði okkur, félli úr- skurður okkur í óhag, að leita til Mann- réttindadómstóls Evrópuráðsins ög hefur það verið gert. Mál okkar er komið á skrá þar og þar munum við leita réttar okkar. Fram til þess að sá úrskurður fellur, verðum við að hlíta þessum úrskurði. Sjálfsagt mun með- eigandi okkar sjá til þess að við ásamt börnum okkar fimm verðum borin út á götu. Hvað þá verður skulum við láta tímann leiða í ljós, ef til vill kemur Félagsmálastofnun okkur til aðstoðar, ég veit það ekki. En réttarfar, sem ber hjón ásamt fimm börnum út á götu, getur að mínu áliti vart verið réttlátt réttarfar á tuttugustu öldinni," sagði Ólafur Rafn Jónsson að lokum. G.Berg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.