Morgunblaðið - 23.12.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.12.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLADID, FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1983 Stjórnendur Lýsis og mjöls standa þarna framan við hluta nýja þurrkarans sem fyrirtækið hefur sett upp í verksmiðju sinni við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. Frá vinstri: Hlynur Arndal Jónsson fjármálastjóri, Þórður Jónsson rekstrarstjóri, Steinar Berg Björnsson for- stjóri og Jón Bryngeirsson verksmiðjustjóri. Morgunblaiií Ól.K.M. „Með tilkomu nýja þurrkarans er loftmengun úr sög- unni fri verksmiðju Lýsis og mjöls í Hafnarfirði," segja stjórnendur fyrirtaekisins. Þurrkari með lykteyð- ingarbúnaði settur upp LÝSI OG MJÖL hf. hefur nýiega látið setja upp sérstakan þurrkara með lykteyðingarbúnaði í verksmiðju sinni við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. Þessi þurrkari, sem er sænsk smíð, er sá fyrsti sinnar tegundar á Islandi og afkastar um 100 tonnum af hráefni á sólarhring. Að sögn stjórnenda fyrir- tækisins er þetta hagkvæm og örugg leið til að losna við loftmengun í nágrenni verksmiðjunnar, án þess að endurnýja allar verksmiðjuvélarnar. Kostnaðurinn við nýju vélarnar og uppsetningu þeírra nemur um 12 milljón- um króna. „Fyrir nokkrum árum var sett- ur upp lofthreinsibúnaður í verk- smiðjunni, en hann þjónaði til- gangi sínum ekki nógu vel. Hann var bæði dýr í rekstri auk þess sem hann eyddi lyktinni ekki á fullnægjandi hátt," sagði Hlynur Arndal Jónsson, fjármálastjóri. „Menn hugsuðu dæmið skakkt á þessum tíma. Það voru lagðir miklir fjármunir í búnað til að eyða mengun, nálægt 9 milljónum króna á verðlagi dagsins í dag, þegar hægt var að fá þurrkara sem kemur í veg fyrir að mengun myndist." Nýi þurrkarinn er hluti af verk- smiðjusamstæðu, nefnd „Centri- fish", sem fyrirtækið Alfa-Laval í Svíþjóð framleiðir og Landssmiðj- an hefur umboð fyrir hér. Gentri- fish-verksmiðjur eru hannaðar til framleiðslu á fiskimjöli og lýsi og eru að því leyti frábrugðnar verk- smiðjum hér á landi að sjóðarar og þurrkarar eru af svokallaðri Bonjer-gerð og mjölskilvindur leysa bæði hlutverk pressa og mjölskilvinda, auk þess sem ekki er þörf fyrir gufukatla í slíkum verksmiðjum. Framleiddar eru 6 mismunandi stærðir af þessum verksmiðjum, með afköstum frá 12 til 300 tonnum af hráefni á sól- arhring. Breytingarnar hjá Lýsi og mjöl í Hafnarfirði felast í því að eld- þurrkari gömlu verksmiðjunnar hefur verið fjarlægður úr vinnslu- rás og í staðinn settur Centri- fish-þurrkari með lykteyðingar- búnaði og stjórnstöð. Önnur tæki, svo sem soðkjarnatæki, pressa, sjóðari og skilvindur eru þær sömu og voru fyrir í verksmiðj- unni. Þurrkarinn vinnur á eftirfar- andi hátt: Heitt olíugas frá eld- ofni er dregið með blásara í gegn- um lárétt reykrörabúnt, sem snýst hægt innan í einangruðum þurrkarabelg. Gasið streymir inn- an í rörunum, en hráefni flyst í þurrkarabelgnum og við snert- ingu og geislun flyst varminn úr gasinu með óbeinni hitun yfir í hráefnið og eimar upp vatnið úr því uns hæfilegu rakastigi mjóls- ins er náð. Varmann frá uppgufuninni úr hráefninu er unnt að nýta til upp- hitunar á soðeiningartækjum áð- ur en gasið frá hráefnishlið þurrkarans er kælt og þétt í þvottaturni. Óþéttanlegu gasi, sem frá þvottaturninum kemur, er blásið í gegnum varmaskipti og hitað upp með afgangsorku en síðan brennt í eldofni áður en það losnar út í andrúmsloftið. Við þetta fæst fullkomin loftmengun- arvörn og góð orkunýting er tryggð um leið. Centrifish um borð í togara Nú er í undirbúningi hjá Alfa Laval að bjóða litlar fiskimjöls- verksmiðjur af þessari gerð, sem þurrka og sjóða með afgangs- varma frá aðalvélum í togurum. Þ.e.a.s. nýta orku sem annars er ekki nýtt. í frétt frá Lands- smiðjunni segir í því sambandi: Slík verksmiðja gæti hentað vel fyrir íslensk fiskiskip sem full- vinna afla um borð, en þurfa að fleygja um 60% af aflamagni sem úrgangi, eða fyrir togara sem henda lifur, slógi og smáfiski fyrir borð. Fjárhagslegur hagnað- ur slíkrar vinnslu mundi bæta rekstrarafkomu útgerðar, en auk þess gerir stjórnstöð verksmiðj- unnar stjórnun og framleiðslu auðveldari og öruggari og þarfn- ast minni mannafla en hefð- bundnar verksmiðjur. Hraðfrystistöð Eyrarbakka 40 ára — mikil óvissa með hráefnisöflun á næsta ári Kjrarbikka, 22. desember. HRAÐFRYSTISTÖÐ Eyrarbakka á 40 ára afmæli um þessar mundir, en fyrirtækið var stofnað árið 1943 og fyrsta skóflustungan að byggingum þess var tekin á Þorlaksmes.su 1943. Hraðfrystistöðin hefur æ síðan hún hóf starfsemi sína verið stærsti atvinnurekandi staðarins og árið 1954 hóf hún humarveiðar og urðu þær þá í fyrsta sinn arð- bærar hér við land. Nú ríkir hins vegar mikil óvissa um hráefnisöfl- un á komandi vertíð þar sem Hraðfrystistöðin á engan bát. Vegna þess, að aflamark einstakra báta er enn óijóst, hafa þeir enn ekki viljað binda sig með samn- ingum við einstakar vinnslustöðv- ar í landi. Verði ekki tekið tillit til vinnslustöðvanna við úthlutun aflamarksins, aðeins bátanna, er hætt við því að mikið kapphlaup vegna hráefnisöflunar hefjist og gæti það meðal annars gengið endanlega frá atvinnulífi smærri sjávarþorpa, yrði það til þess, að þau fengju ekkert eða mjög lítið hráefni til vinnslu. — Óskar íscross- keppni á Leirtjörn Mánudaginn 26. desember, á annan í jólum, gengst BÍKR fyrir keppni í íscrossi. Keppnin verður haldin á Leirtjörn í Mosfellssveit, skyggnisleið, og hefst kl. 14.00. Þórður Valdimarsson, íslands- meistari í rallycrossi, á VW, Kristinn Svansson, íslandsmeist- ari í íscrossi, á Datsun og fleiri ökumenn munu mæta til leiks. 3-Jf iffii Myndbandaleiga í Hólagarði Ný myndbandaleiga hefur verið opnauð í Hólagarði í Breiðholti undir nafninu Videó-Breiðholts. Þar eru til leigu myndbönd í VHS. Videó-Breiðholts mun kappkosta að fá stóðugt nýjar filmur frá við- skiptasamböndum sínum í Englandi ásamt allra nýjustu myndunum með íslenskum texta, segir í frétt frá Videó-Breiðholts. Þá verður stefnt að því að bjóða myndbandstæki til leigu, jafnframt myndum í Beta-kerfið. Eigendur leigunnar eru: Birna Júlíusdóttir og Hildigunnur Gestsdóttir. Bladburdarfólk óskast! Austurbær Ingólfsstræti Miöbær I Gnoðarvogur 44—88 Vesturbær Garöastræti Nýlendugata Uthverfi Artúnsholt pii.r0iittiI.Wil> Snorrabraut 22 auglýsir: Leikföng og gjafavörur í úrvali Höfum þýskt, spánskt og portúgalskt postulín, viöurkennd og falleg vara. Sænskt handmálaö keramík frá Glit. Frönsku bollusettin ódýru. Frönsk verolauna leikföng, Kiddi- kraft, Playmobil, Lego, dúkkur, bollasett, bílar stórir og smáir og fleira og fleira. Kreditkortaþjónusta — Heimsending. Húsavík: Bálf ör í nafni friðar HÚSVÍKINGAR halda í dag, á Þor- laksnics.su, bálför í nafni friðar og söfnunar Hjálparstofnunar kirkj- unnar. Kjörorð llúsvíkinganna verða: fsland gegn kjarnorkuvá, frið- ur á jólum 1983, við biðjum leiðtoga þjóðanna að leggja niður vopn, brauð handa hungruðum heimi. Að sögn Sveins Haukssonar, eins af þeim er undirbjuggu bál- förina, verður safnazt sarnan við sundlaugina klukkan 17.30 í dag og kyndlar tendraðir. Þá verður gengið að Húsavíkurkirkju, en þar flytur séra Björn H. Jónsson stutt ávarp, þrír ungir blásarar leika og síðan verður sungið. Að því loknu verður gengið að jólatrénu og þar verður friðarávarp flutt og tekinn þáttur í skemmtun barnanna við tréð. Húsavíkurkirkja verður opin frá klukkan 16 til 20 og verður þar tekið á móti söfnunarbaukum Hjálparstofnunar kirkjunnar. MetsöluUadá hverjum degi! Gjafabúðin horni Snorrabrautar og Hverfísgötu ( rétt hjá Hlemmi. Eldur í hlöðu Miðhúsum 22. desember. UM KLUKKAN 10 í gærmorgun kom upp eldur í hlöðum á Kleifum í Gilsfirði. Nágrannar og heimamenn gátu slökkt eldinn og var því verki lokið um klukkan 13. Talið er að um eitt kýrfóður af heyi hafi eyðilagzt. — Sveinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.