Morgunblaðið - 23.12.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.12.1983, Blaðsíða 22
I 22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1983 Hjá Búnaðarfélagi íslands eru komin út: RIT BJÖRNS HALLDÓRSSONAR í SAUÐLAUKSDAL • ATLI • ARNBJÖRG • GRASNYTJAR og • KORTE BERETNINGER. Þessi rit hins kunna fræði- manns séra Björns Hall- dórssonar í Sauðlauksdal (f. 1724 - d. 1794) hafa ekki áður birst í aðgengilegu formi fyrir nútíma lesendur. Sr. Björn í Sauðlauksdal var fjölhæfur fræðimaður, ís- lenskumaður og orðabókar- höfundur, náttúrufræðingur og mikill frömuður garð- ræktar og annarrar jarð- yrkju. Ritin eru búfræði sinnar aldar og jafnframt glöggur og alhliða aldarspegill, sem sýnir við hvað var búið, af hverju var lifað og hvað helst þótti horfa til framfara þegar fyrst tók að rofa til eftir erfiðar aldir. í ATLA er ungum bónda kennt að búa. í ARNBJÖRGU er verðandi húsmóður kennt hvernig á að stjórna hjúum og heimili, ala upp börnin í guðsótta og góð- um siðum og hvað einkennir æruprýdda dáindiskvinnu. Omissandi bók fyrir þá sem hafa áhuga á sögu og fornum búháttum. Bókin fæst hjá Búnaðarfélagi íslands og bóksölum. IGNIS -UMBODID Nytsamar jólagjafir í úrvali Ódýr en fyrsta flokks tæki □ kæliskápar 12 stærðir □ frystikistur 7 stærðir □ frystiskápar 4 stærðir □ eldavélar □ þvottavélar □ ryksugur 3 gerðir □ rakatæki 3 gerðir □ kaffikönnur 8 gerðir □ kaffikvarnir □ brauðristar 7 geröir □ djúpsteikingapottar 2 gerðir □ hraðgrill □ eggjasjóðarar □ vöfflujárn 2 gerðir □ handhrærivélar □ hrærivélar □ hitabakkar 3 gerðir □ rafmagnspönnur □ rafmagnsdósahnífar □ pelahitarar □ rafmagnshitapokar □ grillofnar 2 gerðir □ örbyljuofnar □ rafmagnshnífar □ rjómasprautur □ rafmagns-áleggshnífar □ gas-lóðkveikisett □ straujárn 3 geröir □ gufustraujárn 2 gerðir □ hárblásarar □ krullujárn □ krulluburstar □ krulluburstar m/gufu □ kælibox fyrir 12 volt □ rafmagnsofnar □ olíuofnar m/rafkveikingu □ hitaplötur ein og tvær □ rakvélar 3 gerðir □ hleðslutæki f. rafhlööur □ rafhlöður allar tegundir □ ryk- og vatnssugur □ handryksuguburstar □ feröabarir 2 stærðir □ Bamix — töfrasprotinn IGNIS-UMBOÐIÐ Rafiðjan sf. Ármúla 8 — (sama hús og Bláskógar). Sími 19294. Fílharmónían í Osló und- ir áhrifum frá Moskvu? Nokkur styrr hefur staðiö um Fflharmóníuhljómsveitina í Ósló nú í haust. Aðalstjórnandi hljómsveitar- innar er Sovétmaðurinn Mariss Jansons, en ýmsir halda því fram að honum sé fjarstýrt frá Moskvu. Vak- ið hefur athygli að frá því að hann kom til starfa í Ósló hefur enginn sovézkur útlagi leikið einleik með hljómsveitinni og nýlega varð það tilefni harkalegrar gagnrýni að Vladimir Ashkenazy hefur ekki ver- ið boðið að leika með þessari hljóm- sveit. Ashkenazy er í hópi þeirra sem halda því fram að ráðamenn innan sovézka menningarmálakeiTisins beiti óspart áhrifum sínum þar sem unnt er og fjallar norska tímaritiö Farmann um þetta mál nýlega. Þar er því slegið fostu að Ashkenazy fari með rétt mál er hann segir að starf- semi Fflharmóníuhljómsveitar Ósló sé stjórnað frá Moskvu. Þegar tónleikaskrár Fílharm- óníunnar undanfarin ár eru skoð- aðar kemur í ljós að enginn sov- ézkur flóttamaður hefur leikið Aeroflot gegnir mikilvægu hernaðarhlutverki eins og þátttaka í innrásunum í Tékkóslóvakíu og Afganistan ber vitni um. Aeroflot stofnar flugöryggi í hættu Hið víðtæka hernaðarhlutverk sem sovézka flugfélagið Aeroflot gegnir og grunur um að á vegum flugfélagsins fari fram reglubundin njósnastarfsemi á Vesturlöndum, hefur gert það að verkum að athygli manna hefur að undan- Fórnu beinzt að þeirri hættu sem almennu farþegaflugi stafar af umsvifum Aeroflots. I þessu sambandi vekur sér- staka athygli að það vafðist ekki fyrir stjórninni í Kreml að saka stjórnendur s-kóresku farþega- þotunnar, sem Sovétmenn skutu niður fyrr á árinu, um njósnir, og réttlæta þannig verknað sinn. Sú ályktun er nærtæk að þessi ásök- un Rússa sé í samræmi við það sem tíðkist hjá Aeroflot. Alkunna er að vélar sovézka flugfélagsins fljúga iðulega utan skipulagðra flugleiða, einkum ef þær eru í námunda við mikilvæg hernað- armannvirki eða á slóðum þar sem heræfingar eiga sér stað. Um þetta eru m.a. eftirfarandi dæmi: 8. nóvember 1981 flugu tvær Aeroflot-vélar (önnur á leið til New York og hin á leið til Moskvu) yfir kafbátahöfnina í New London í Connecticut og General Dynamics skipasmíða- stöðina í Groton í sama fylki. Það er í Groton sem Bandaríkjamenn smíða kjarnorkukafbáta sína og á þessum tima var Trident-kafbát- ur í smíðum í stöðinni. Eftir þennan atburð og nokkur önnur tilvik þar sem sovézkum farþega- vélum var flogið óvænt yfir hern- aðarlega mikilvæga staði í Nýja Englandi var lendingaleyfi Aero- flots i Bandaríkjunum afturkallað um vikuskeið að kröfu bandaríska utanríkisráðuneytisins. 7. maí 1982 flugu tvær svissn- eskar Tiger-vélar í veg fyrir Aero- flot-vél af gerðinni IL-76 þar sem hún var komin inn yfir svissneskt landsvæði, 40 kílómetrum austan við skipulagða flugleið frá Ítalíu. Svissnesku vélarnar flugu mjög nálægt sovézku vélinni og gerðu tilraun tl að komast í fjarskipta- samband við hana en án árang- urs. Flugumferðarstjórn á Klot- en-flugvelli fyrir utan Zúrich fékk Aeroflot-vélina til að lenda. Flugskjöl voru rannsökuð en vélin sjálf var ekki skoðuð. Fengu Rúss- arnir síðan leyfi til að halda áfram för sinni. Búizt var við því að sovézka sendiráðið í Bern kæmi á framfæri afsökunarbeiðni vegna þessa atviks, en slík orð- sending barst ekki. Það hefur komið fram að svissneska sam- göngumálaráðuneytið telur að Tupulev DV 154-flugvélar sem m.a. koma við í Genf og Zúrich séu búnar háþróuðum ljósmynda- búnaði. Lendingaleyfi Aeroflots í Lux- emborg sem veitir Rússum hent- uga aðstöðu til millilendinga á leiðinni til Afríku og rómönsku Ameríku veitir þeim ekki síður hentugt tækifæri til lágflugs yfir herstöðvarnar í Bitburg, Hahn, Spandahlem og Buchel í Vestur- Þýzkalandi. A þessum leiðum nota Rússar IL-76 vélar, en hönn- un þeirra er í samræmi við hern- aðarlegar forsendur, enda notar sovézki flugherinn slíkar vélar við myndatökur og eftirlitsflug. Það sem hér hefur verið rakið þarf ekki að koma á óvart þegar þess er gætt hversu hervætt hið sovézka þjóðfélag er á öllum svið- um og hve mikla áherzlu Rússar hafa jafnan lagt á njósnir. Skipu- lag Aeroflot-flugfélagsins er sam- kvæmt hernaðarlegri fyrirmynd og flugvélar þess eru fremur hannaðar fyrir flutninga á birgð- um og mannafla á langleiðum en til venjulegra farþegaflutninga. Það hefur löngum verið vitað mál að fjöldi starfsmanna Aero- flots utan Sovétríkjanna starfar innan vébanda njósnastofnunar sovézka hersins, GRU. Bæði KGB og GRU senda liðsmenn sína í skyndiferðir út og suður, dulbúna sem starfsmenn Aeroflots. Brott- vísanir Aeroflot-manna á undan- förnum árum gefa vísbendingu um umfang njósnadeildar flugfé- lagsins, en yfirvöld í Bretlandi, Frakklandi, Hollandi, Belgíu, ít- alíu, Kýpur, Grikklandi og Indó- nesíu hafa séð ástæðu til að reka fulltrúa Aeroflots úr landi fyrir njósnir. Siðast en ekki sízt er ástæða til að benda á hlutverk það sem Aeroflot hefur gegnt í hernaðar- umsvifum Sovétmanna. Þegar sovézkar hersveitir höfðu tekið öll völd á Ruzyne-flugvelli við Prag árið 1968, lenti fjöldi Aeroflot- flugvéla, auk herflugvéla, á vellin- um. Allar fluttu þær sovézkt her- lið. Sama sagan endurtók sig í Kabúl árið 1979. Árið 1975 komu flestir þeirra 15 þúsund Kúbu- hermanna, sem fluttir voru til Angóla, með Aeroflot-vélum. Aeroflot hefur annazt vopna- flutninga til hinna ýmsu upp- reisnarhreyfinga í Afríku, til PLO í Líbanon, til Grikkja á Kýpur og til skæruliða í Ródesíu. Árið 1981 voru gámar með „byggingarvör- um“ opnaðir í misgripum á flug- vellinum i Dacca í Bangladesh. I gámunum voru vopn, skotfæri og rafcindabúnaður. Stjórn Bangla- desh brá hart við og krafðist þess að vopnabúnaður þessi væri send- ur aftur til Mosvku. Rússar hafa lagt mikla áherzlu á að hlutverk Aeroflots sé við- skiptalegs eðlis siðan flugfélagið fékk leyfi til að fljúga til V-Evr- ópulanda. Lítill vafi leikur þó á því að tilgangur síaukinna um- svifa flugfélagsins á Vesturlönd- um er fyrst og fremst pólitískur og hernaðarlegur. I stað þess að beina ferðum sínum á fjölfarnar miðstöðvar farþegaflugs á Vest- urlöndum hefur Aeroflot kerfis- bundið fært út kvíarnar með það fyrir augum að fljúga á sem flesta staði í veröldinni. Framan af lögðu Rússar megináherzlu á að þétta samgöngunet sitt í þróun- arlöndunum, fyrst í S-Asíu en síð- an einnig annarsstaðar í þeirri álfu og í Afríku. Nýjustu áfang- astaðir Aeroflots eru í Norður- Ameríku. (Þýtt úr Farmann)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.